Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Ísland
0
1
England
Kyle Walker '70
Sverrir Ingi Ingason '89
0-1 Raheem Sterling '90 , víti
Birkir Bjarnason '92 , misnotað víti 0-1
05.09.2020  -  16:00
Laugardalsvöllur
Þjóðadeildin
Dómari: Srdjan Jovanovic (Serbía)
Áhorfendur: Áhorfendabann
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Hjörtur Hermannsson
8. Birkir Bjarnason
11. Jón Dagur Þorsteinsson ('65)
14. Kári Árnason (f)
21. Arnór Ingvi Traustason ('76)
22. Jón Daði Böðvarsson ('90)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
3. Jón Guðni Fjóluson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
6. Samúel Kári Friðjónsson
8. Arnór Sigurðsson ('65)
8. Andri Fannar Baldursson
9. Kolbeinn Sigþórsson
10. Arnór Sigurðsson
11. Hólmbert Aron Friðjónsson ('90)
11. Albert Guðmundsson
18. Mikael Neville Anderson
20. Emil Hallfreðsson ('76)
23. Ari Freyr Skúlason

Liðsstjórn:
Freyr Alexandersson (Þ)
Erik Hamren (Þ)

Gul spjöld:
Sverrir Ingi Ingason ('42)

Rauð spjöld:
Sverrir Ingi Ingason ('89)
Leik lokið!
Hetjuleg barátta hjá Íslandi, gáfum fá færi á okkur. En England vann "vítaspyrnukeppnina" undir lokin.
92. mín Misnotað víti!
Birkir Bjarnason (Ísland)
NEEEEIIIII!!!! Birkir skýtur yfir úr vítaspyrnunni. Afskaplega slök spyrna.
91. mín Gult spjald: Joe Gomez (England)
91. mín
ÍSLAND FÆR VÍTI!!!! HÓLMBERT FÆR VÍTI NÝKOMINN INN SEM VARAMAÐUR!!!!!

Hólmbert kom hlaupandi inn í teiginn og Joe Gomez fór aftan í hann! Serbneski dómarinn bendir á punktinn.
90. mín
Inn:Hólmbert Aron Friðjónsson (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
90. mín Mark úr víti!
Raheem Sterling (England)
Sendir Hannes í rangt horn.
89. mín Rautt spjald: Sverrir Ingi Ingason (Ísland)
Sterling með skot, Sverrir kastar sér fyrir skotið og fær boltann í hendina.

Annað gult og þar með rautt.
89. mín
ENGLAND FÆR VÍTI!
89. mín
Raheem Sterling dansar í teignum en Sverrir Ingi bjargar með frábærri tæklingu.
85. mín
Greenwood ógnar! Sverrir Ingi kastar sér fyrir þetta. England fær hornspyrnu.
84. mín
Hólmbert Aron að koma inn.
83. mín
"Ísland klapp klapp klapp" - Stuðningsmenn fyrir aftan girðingu að láta í sér heyra fyrir utan girðinguna. Skilar sér vel inná völlinn!
81. mín
Hörður Björgvin með fyrirgjöf en Englendingar koma boltanum frá.
78. mín
Inn:Mason Greenwood (England) Út:Harry Kane (f) (England)
Mason Greenwood að spila sinn fyrsta A-landsleik.
77. mín
Boltinn dansandi um vítateiginn hjá okkur og hætta á ferðum en Englendingarnir ekki að koma sér í færi!
76. mín
Inn:Emil Hallfreðsson (Ísland) Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
76. mín
Sterling að skapa usla og vinnur hornspyrnu.

73. mín
Inn:Trent Alexander-Arnold (England) Út:Jadon Sancho (England)
Kom lítið út úr Sancho í dag.
72. mín
Trent Alexander-Arnold að koma inná.

70. mín Rautt spjald: Kyle Walker (England)
ANNAÐ GULA OG ÞAR MEÐ RAUTT!

AFAR KJÁNALEGT AF WALKER! Hendir sér í tæklingu á miðjum velli og fær að líta sitt annað gula spjald.
69. mín
Inn:Danny Ings (England) Út:Phil Foden (England)
Foden búinn að leika sinn fyrsta A-landsleik.
65. mín
Inn:Arnór Sigurðsson (Ísland) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
Jón Dagur átti fínan leik í dag, sérstaklega framan af leik.
65. mín
Úffff.... hættuleg aukaspyrna Englendinga en boltinn fór af varnarmanni Íslands og naumlega framhjá stönginni. Í fyrsta sinn í langan tíma sem það kemur teljandi hætta.
64. mín
England fær aukaspyrnu við vítateigshornið vinstra meginn.
63. mín
Sverrir Ingi fékk högg en hristir þetta af sér og heldur áfram leik.
62. mín
Harry Kane brýtur á Guðlaugi Victori.

Southgate ræðir við aðstoðarmann sinn, gestirnir að búa sig undir skiptingu.
60. mín
Kári Árnason búinn að vera magnaður, eins og svo oft áður með landsliðinu. Duglegur að öskra menn áfram og er ekkert að spara orðavalið.
56. mín
Ísland átti að fá horn er það ekki? Dómarinn dæmir hinsvegar markspyrnu. En jæja erum allavega farnir að láta að okkur kveða eitthvað sóknarlega í þessum seinni hálfleik.
55. mín
Albert með sendingu upp vinstra meginn, Hörður Björgvin sparkaður niður og fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
54. mín
Declan Rice tekur skot fyrir utan teig. OFBOÐSLEGA hátt yfir. Þetta var alveg hörmulegt skot.
52. mín
Englendingar að láta boltann rúlla sín á milli án þess að gera nokkurn skapaðan hlut hvað varðar færasköpun. Hugmyndasnauðir.
50. mín
Guðlaugur Victor að fá mikið hrós á samfélagsmiðlum. Hefur verið þrusuflottur og greinilega ákveðinn í að sýna það að hann getur vel skilað sínu á miðjunni.
47. mín
Hornspyrna sem England fær. Döpur spyrna frá Ward-Prowse. Fögnum því.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við fyrri hálfleikinn.

Okkar menn verið flottir. Haldið Englendingum algjörlega niðri.
43. mín
Englendingarnir lítið að ná að skapa sér. Sterling og Sancho hafa verið að skipta á vængjum í þeirri von að koma meira lífi í þetta.
42. mín Gult spjald: Sverrir Ingi Ingason (Ísland)
Fyrir brot áðan, dómarinn notaði hagnaðarregluna.
42. mín
Tripper með hættulega sendingu í teiginn en Ward-Prowse fer illa að ráði sínu. Nær ekki valdi á boltanum.
39. mín
Ensku blaðamennirnir sem eru hérna í Laugardalnum ekki sáttir við hversu illa gestunum gengur að skapa sér opin færi. Lítum á þetta sem hrós.
35. mín
ARNÓR INGVI MEÐ SKOT NAUMLEGA FRAMHJÁ!

Tok aukaspyrnuna, ágætis spyrna og naumlega framhjá!
34. mín Gult spjald: Kyle Walker (England)
Kyle Walker brýtur á Alberti Guðmundssyni rétt fyrir utan teiginn vinstra meginn! Flottur sprettur hjá Alberti.
32. mín
Hörður með langt innkast en Englendingar ná að skalla boltann frá.
29. mín
Raheem Sterling með dapurt skot. Laflaust og auðvelt fyrir Hannes.
27. mín
Ensku blaðamennirnir eitthvað að kvarta yfir því að þetta sé ekki mikil skemmtun. Við hlustum ekkert á það! Höfum alltaf gaman að því að sjá landsliðið okkar spila.
24. mín
Guðlaugur Victor eins og jarðýta á miðjunni og lætur finna vel fyrir sér. "Vel gert!" hrópar Maggi Gylfa.
22. mín
Jón Dagur með hornspyrnuna, boltinn berst aftur á hann og hann á fína fyrirgjöf en Pickford nær að grípa.
21. mín
Þó áhorfendur séu ekki leyfðir þá gefur það leiknum mikinn lit að Maggi Gylfa sé í heiðursstúkunni. Hann lætur vel í sér heyra og er á við eitt hólf!

Albert Guðmundsson að vinna hornspyrnu.
18. mín
Jadon Sancho kemst upp að endamörkum og sendir á Declan Rice sem er í dauðafæri í teignum en nær ekki að hitta boltann, sem betur fer.
16. mín
Jæja Ísland aðeins að ná að halda boltanum og Albert á hættulega sendingu. Jón Daði Böðvarsson nær knettinum og sendir á Jón Dag í teignum en sendingin ekki nægilega nákvæm.

Jordan Pickford leit ekki traustvekjandi út þarna. Flott sókn hjá okkar mönnum.
13. mín
Englendingar leika boltanum vel á milli sín við vítateig Íslands. Phil Foden þar í aðalhlutverki en á endanum nær Hannes að handsama boltann.

11. mín
Hættuleg hornspyrna en Raheem Sterling sem er við fjærstöngina nær ekki að koma skoti á markið.
10. mín
Kyle Walker með skot í hliðarnetið! Boltinn fór af varnarmanni og Englendingar fá hornspyrnu.
9. mín
Vorum að fá þær upplýsingar að rangstöðudómurinn áðan hafi einfaldlega verið rangur! Ekkert VAR í Þjóðadeildinni.

Englendingar ættu að vera komnir yfir hér í Laugardalnum.
8. mín
Sést alveg vel í byrjun að Englendingar verða mjög ógnandi frá vængjunum. Eru með hraða og gæði þar. Mun mikið mæða á Hirti Hermannssyni og Herði Björgvini Magnússyni í bakvörðunum.
7. mín
Harry Kane kemur boltanum í markið! En rangstaða dæmd! Tók smá tíma fyrir dómarana að komast að þessari niðurstöðu.
6. mín
Stjórnarfólk KSÍ er staðsett í heiðursstúkunni hér rétt fyrir ofan fjölmiðlamenn. Þeirra spjall heyrist vel, þurfa að fara varlega í dag!
4. mín
Kyle Walker með marktilraun úr erfiðri stöðu. Auðvelt fyrir Hannes að verja.
3. mín
Jón Dagur Þorsteinsson með fyrirgjöf en Englendingar hreinsa frá.
1. mín
Leikur hafinn
Black lives matter baráttunni var sýndur stuðningur rétt áður en flautað var á.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir að baki fyrir framan tóman Laugardalsvöll. Íslensku leikmennirnir albláir í leik dagsins.
Fyrir leik
STÓRFRÉTT!

Kolbeinn Sigþórsson dettur út úr byrjunarliðinu. Meiddist í upphitun. Albert Guðmundsson kemur inn.
Fyrir leik
Tammy Abraham ekki í hóp hjá Englendingum í dag. Hann hefur fengið meiri samkeppni hjá félagsliði sínu Chelsea eftir komu Timo Werner.
Fyrir leik
Guðlaugur Victor Pálsson byrjar á miðjunni í dag eftir að hafa mest leikið í hægri bakverði með íslenska landsliðinu í síðustu leikjum. Freyr sagði frá því í áðurnefndu viðtali að hann hefði bæði æft sem bakvörður og miðjumaður í vikunni en reikna má með því að hann verði bakvörður í umspilinu gegn Rúmeníu í næsta mánuði.
Fyrir leik
Jón Dagur Þorsteinsson fær tækifæri hérna í byrjunarliðinu en Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari sagði í viðtali við Stöð 2 Sport að hann hefði unnið sér inn sætið með góðri frammistöðu á æfingum.

Jón Dagur fékk einmitt hrós frá Kára á fréttamannafundinum í gær.
Fyrir leik
Það er afskaplega huggulegt haustveður hérna í Laugardalnum í dag. Logn, sólin skín og allar aðstæður hinar glæsilegustu. Þónokkur fjöldi hefur komið sér fyrir við grindverkið við völlinn til að fylgjast með leiknum sem hefst eftir um 20 mínútur þegar þessi orð eru skrifuð.

Fyrir leik
Ísland spilar 4-4-2 í dag en þeir Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson byrja saman frammi líkt og í leiknum fræga í Nice árið 2016.



Jón Dagur Þorsteinsson, kantmaður AGF, fær tækifæri í byrjunarliðinu á kantinum. Þetta er annar mótsleikurinn sem Jón Dagur er í byrjunarliðinu en hann var líka í byrjunarliðinu í Þjóðadeildinni gegn Belgum árið 2018. Arnór Ingvi Traustason er á hinum kantinum.

Guðlaugur Victor Pálsson byrjar á miðjunni í dag eftir að hafa mest leikið í hægri bakverði með íslenska landsliðinu í síðustu leikjum. Guðlaugur Victor spilar á miðjunni hjá félagsliði sínu Darmstadt í Þýskalandi. Birkir Bjarnason er með honum á miðjunni.

Hjörtur Hermannsson er hægri bakvörður og Hörður Björgvin Magnússon er valinn fram yfir Ara Frey Skúlason í vinstri bakvörðinn.

Varamenn
Ögmundur Kristinsson (M)
Rúnar Alex Rúnarsson (M)
Jón Guðni Fjóluson
Hólmar Örn Eyjólfsson
Hólmbert Aron Friðjónsson
Arnór Sigurðsson
Albert Guðmundsson
Mikael Neville Anderson
Samúel Kári Friðjónsson
Andri Fannar Baldursson
Emil Hallfreðsson
Ari Freyr Skúlason
Fyrir leik
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er búinn að tilkynna byrjunarlið Englands og má sjá það hér að neðan. UEFA stillir liðinu upp í leikkerfinu 5-3-2 með Sancho á miðjunni og Declan Rice í miðverðinum.

Líklega verður Sancho í holunni með Harry Kane og Raheem Sterling í fremstu víglínu. Kyle Walker og Kieran Trippier verða í bakvörðunum. Phil Foden er í byrjunarliðinu og hann er að spila sinn fyrsta A-landsleik.

Byrjunarlið Englands:
Jordan Pickford
Kyle Walker
Joe Gomez
Declan Rice
Eric Dier
Kieran Trippier
James Ward-Prowse
Phil Foden
Jadon Sancho
Harry Kane
Raheem Sterling
Fyrir leik
Erik Hamren, landsliðsþjálfari:
"Ég veit ekki hvort það yrði óvæntara að vinna núna en þegar Ísland vann á EM 2016. Ef maður horfir raunsætt á hlutina þá ætti England að vinna en ég vona að dagurinn á morgun (í dag) verði öðruvísi og við náum sigri. Ég er ekki hræddur við Englendingana, við höfum sýnt að við getum gert góða hluti. Við lærðum mjög mikið af leiknum gegn Sviss"
Fyrir leik
Eins og allir lesendur vita þá eru lykilmenn í íslenska liðinu fjarri góðu gamni. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason gáfu ekki kost á sér, Aron fékk ekki leyfi og Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru á meiðslalistanum.

Alfreð útskýrði ákvörðun sína í viðtali þegar hópurinn var tilkynntur.
Fyrir leik
Kári Árnason er fyrirliði í kvöld í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar en Aron fékk ekki leyfi frá félagi sínu, Al Arabi í Katar, til að fara í verkefnið.

Kári svaraði spurningum fjölmiðlamanna í gær og var meðal annars spurður út í muninn á enska landsliðinu í dag og liðinu sem við unnum á EM 2016, eins og frægt er.

"Þetta er allt annað lið. Það eru nokkrir leikmenn sem eru þeir sömu, Sterling er orðinn eldri og betri. Það sama gildir um Harry Kane. Þetta er mun yngra lið og hefur meiri hlaupagetu og hraða. Þessi framlína hjá þeim er á heimsmælikvarða en að sama skapi þekkjum við þá vel og treystum okkur í þetta verkefni," sagði Kári.
Fyrir leik
Dómarateymið á leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni kemur frá Serbíu. Srdjan Jovanovic aðaldómari er 34 ára gamall og hefur verið FIFA dómari frá árinu 2015. Það er skemmtileg tilviljun að fyrsti A-landsleikurinn sem hann dæmdi var leikur hjá Íslandi. Það var vináttulandsleikur gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum árið 2016. Sá leikur var í Dúbaí og endaði með 2-1 tapi Íslands.
Fyrir leik
Þetta er tveggja landsleikja gluggi hjá strákunum okkar, á þriðjudaginn verður leikið gegn Belgíu ytra. Belgar eru að fara að keppa gegn Danmörku í kvöld.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn og velkomin með okkur í Þjóðadeildarveislu á Laugardalsvellinum. Ísland mætir Englandi klukkan 16:00.

Því miður eru áhorfendur bannaðir vegna Covid-faraldursins en ég verð á Laugardalsvellinum og reyni að skila því sem fram fer í gegnum þessa textalýsingu.
Byrjunarlið:
1. Jordan Pickford (m)
2. Kyle Walker
4. Declan Rice
4. Eric Dier
7. Raheem Sterling
8. James Ward-Prowse
9. Harry Kane (f) ('78)
11. Jadon Sancho ('73)
11. Phil Foden ('69)
12. Kieran Trippier
22. Joe Gomez

Varamenn:
13. Nick Pope (m)
23. Dean Henderson (m)
6. Michael Keane
7. Mason Mount
12. Tyrone Mings
16. Jack Grealish
17. Ainsley Maitland-Niles
19. Trent Alexander-Arnold ('73)
19. Conor Coady
20. Kalvin Phillips
21. Danny Ings ('69)
23. Mason Greenwood ('78)

Liðsstjórn:
Gareth Southgate (Þ)

Gul spjöld:
Kyle Walker ('34)
Joe Gomez ('91)

Rauð spjöld:
Kyle Walker ('70)