Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Leiknir R.
3
3
Breiðablik
0-1 Thomas Mikkelsen '26
Máni Austmann Hilmarsson '45 1-1
Emil Berger '55 2-1
Sævar Atli Magnússon '66 , víti 3-1
3-2 Jason Daði Svanþórsson '73
3-3 Jason Daði Svanþórsson '90
08.05.2021  -  19:15
Domusnovavöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Kjöraðstæður hér í kvöld - 8 °C , 4 m/s og heiðskýrt
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 200 - Í tveimur hólfum
Maður leiksins: Máni Austmann Hilmarsson (Leiknir R)
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
7. Máni Austmann Hilmarsson ('76)
8. Árni Elvar Árnason ('86)
10. Sævar Atli Magnússon (f)
10. Daníel Finns Matthíasson
11. Brynjar Hlöðversson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
18. Emil Berger
23. Dagur Austmann

Varamenn:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
14. Davíð Júlían Jónsson
15. Birgir Baldvinsson
19. Manga Escobar ('76)
21. Octavio Paez
23. Arnór Ingi Kristinsson

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Sævar Ólafsson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Ágúst Leó Björnsson
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Daníel Finns Matthíasson ('32)
Sævar Atli Magnússon ('64)
Daði Bærings Halldórsson ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jóhann Ingi flautar til leiksloka. 3-3 jafntefli staðreynd í virkilega fjörugum leik.

Viðtöl og skýrsla væntanleg síðar í kvöld.
90. mín
Að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbót hérna í Breiðholtinu.
90. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Thomas Mikkelsen
BLIKAR JAFNA!!!

Höskuldur Gunnlaugsson kemur með fyrirgjöf frá hægri beint á hausinn á Mikka sem skallar á markið og Smit ver meistaralega en nær ekki að halda boltanum og boltinn berst á Jason Daða sem setur hann í netið.
87. mín
Smit stendur á lappir og leikurinn er farinn í gang aftur.
86. mín
Guy Smit liggur eftir fyrirgjöf frá Blikum.

Vonandi er í lagi með Smit.
86. mín
Inn:Ágúst Leó Björnsson (Leiknir R.) Út:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
83. mín
Leiknismenn undirbúa skiptingu.

Ágúst Leó er að gera sig kláran hér við hliðarlínu.
80. mín
Blikar vinna horn.

Ná Leiknismenn að hanga á þessu?
79. mín
Davíð Ingvars og Jason Daði eiga laglegan samleik úti hægramegin og Jason Daði keyrir inn á teig en Binni Hlö kemur Jasoni Daða úr jafnvægi og boltinn afturfyrir.
76. mín
Inn:Manga Escobar (Leiknir R.) Út:Máni Austmann Hilmarsson (Leiknir R.)
74. mín Gult spjald: Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
Það er komin hiti í þetta.
73. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
LÍFLÍNA FYRIR BLIKA!!

Boltinn berst út til hægri á Jason Daða sem á skot á markið úr þröngu færi og Smit ver boltann inn.
69. mín
Inn:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) Út:Damir Muminovic (Breiðablik)
66. mín Mark úr víti!
Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Stoðsending: Máni Austmann Hilmarsson
SÆVAR ATLI SKORAR!!

Setur boltann örugglega í hægra hornið framhjá Antoni Ara!

Jaaaaahérna hér.
65. mín Gult spjald: Róbert Orri Þorkelsson (Breiðablik)
Róbert Orri fær spjald fyrir brotið á Sævari.
65. mín
LEIKNISMENN FÁ VÍTI!!!

Máni Austmann rennir boltanum í gegn á Sævar Atla og Róbert Orri brýtur á honum.

Þetta var ódýrt verð ég að segja.
64. mín Gult spjald: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Klaufalega gert hjá Sævari. Sparkar boltanum í burtu eftir að brotið var á Blikum.
63. mín
Árni Vill setur boltann í netið en flaggið á loft.

Jason Daði þræðir hann inn á Árna Vill sem er flaggaður rangstæður.
61. mín
Inn:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) Út:Finnur Orri Margeirsson (Breiðablik)
Sóknarskipting hjá Óskari Hrafni.
60. mín
Blikar undirbúa skiptingu.
55. mín MARK!
Emil Berger (Leiknir R.)
EMIL BERGER AÐ KOMA LEIKNISMÖNNUM YFIR!!!

Tekur geggjaðan sprett frá miðjunni og étur boltann af Finn Orra sem snéri baki í markið og chippar bolanum yfir Anton Ara.

Frábærlega gert hjá Berger.
55. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Brýtur á Gyrði við miðjuhringin.
52. mín
Leiknismenn vinna hornspyrnu eftir góðan sprett frá Degi.

Emil Berger snýr boltann inn á teiginn en Damir skallar boltann burt.
50. mín
Engar kjöraðstæður fyrir mig hérna í blaðamannastúkunni á Domusnova en sólinn er sterk og skýn beint á gluggana hérna í fréttamannastúkunni. Ég mun gera mitt besta að sjá allt það helsta sem gerist.
48. mín
Höskuldur fær boltann úti til vinstri og kemur með boltann fyrir og þar er Tommi sem skóflar boltanum yfir markið.
46. mín
Jóhann Ingi flautar síðari hálfleikinn á.
45. mín
Hálfleikur
Jóhann Ingi Jónsson flautar til hálfleiks. Allt jafnt hér á Domusnovavellinum í Breiðholti.

Tökum okkur stutta pásu og komum síðan með síðari hálfleikinn.
45. mín MARK!
Máni Austmann Hilmarsson (Leiknir R.)
BÆNG!!!!! MÁNI AUSTMANN MAÐUR LIFANDI MAÐUR!!!!!!

Fær boltann skoppandi fyrir utan teig og lætur vaða og boltinn beint í slánna og inn!!!

Þetta var rosalegt mark!!!
45. mín
Arnar Ingvarsson varadómari lyftir upp skiltinu og tvær mínútur í uppbót.
43. mín
Damir Muminovic lyftir boltanum upp á Mikka en Dagur Austmann með frábæran varnarleik og nær að stoppa Mikka sem var á leið í átt að marki Leiknis.
40. mín
OLiver Sigurjóns fær boltann inn á miðjunni og finnur Höskuld í frábært hlaup og fær boltann en skot hans hliðarnetið.
34. mín
Finnur Orri fær boltann úti til hægri og reynir fyrirgjöf og Binni Hlö stangar hann afturfyrir í horn.

Oliver tekur hornið og BHlö skallar burt.
32. mín Gult spjald: Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.)
Togar Höskuld niður.
32. mín
GEyjólfsson fær boltann úti til vinstri við vítateig Leiknis og Gyrðir brýtur á honum. Blikar fá aukaspyrnu!

Oliver tekur spyrnuna og boltinn afturfyrir.
26. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Oliver Sigurjónsson
TOMMI MIKKELSEN ER AÐ KOMA BLIKUM YFIR!!!!

Oliver Sigurjónsson tekur hornspyrnu beint á fjærsvæðið beint á pönnuna á Mikka sem skallar boltan inn!
25. mín
Vandraðagangur aftast hjá Leikni og Binni Hlö setur boltann í hornspyrnu.

Oliver tekur spyrnuna og Árni skallar hann beint upp í loft og darraðadans inn á teig Leiknis og boltinn í annað horn.
23. mín
Tommi Mikkelsen fær boltann við vítateig Leiknis og er brotið á honum og aukaspyrna sem Blikar fá á góðum stað.

Höskuldur tekur spyrnuna en setur boltan yfir markið.
20. mín
Leiknismenn vinna aukaspyrnu á miðjun vallarhelming Blika. Daníel Finns tekur spyrnuna og lætur vaða en auðvelt fyrir Anton Ara í marki Blika.
19. mín
Leikurinn hefur aðeins róast síðustu mínútur og lítið er að frétta þessa stundina.
13. mín
Damir fær boltann úti á væng og reynir fyrirgjöf á nær en Guy Smit vel á verði og bjargar í horn.

Olver tekur hornið beint á kollin á Höskuld sem nær góðum skalla en Árni bjargar á línu og Leiknismenn koma boltanum í burtu.

Fjör í þessu hérna á fyrstu mínútunum. Það liggur mark í loftinu!
12. mín
Oliver brýtur á Mána og Leiknismenn fá aukaspyrnu á fínum stað á miðjum vallarhelming Blika.

Emil Berger snýr hann inn á teiginn beint á kollinn á Sævari Atla sem nær góðum skalla en ratar ekki á markið.

Leiknismenn að byrja vel hérna í Breiðholtinu!!
10. mín
SÆVAR ATLI MAGNÚSSON!!!!

Dagur Austmann fær boltann og sendir Sævar Atla í gegn einn á móti Antoni Ara en nær ekki að setja hann framhjá Antoni.

Þarna hefði Sævar hugsanlega átt að gera betur!!!
5. mín Gult spjald: Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Kiddi Steindórs færður til bókar.

Hárréttur dómur.
5. mín
Kiddi Steindórs fer harkalega í Binna Hlö

Kemur hár bolti í átt að Binna sem tekur hann niður og setur hann fram og Kiddi Steindórs er alltof seinn og fer beint í Binna sem fann vel fyrir þessu.
3. mín
DANNI FINNS!!!

Sævar Atli fær boltan við teiginn og hælar hann skemmtilega á Danna sem reynir skot á fjær en boltinn framhjá!
3. mín
Jason Daði fær boltan út hægramegin og keyrir í átt að teignum en Leiknismenn bjarga í innkast.
1. mín
Leikur hafinn
Jóhann Ingi flautar til leiks. Leiknismenn hefja leik.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlin á eftir Jóhanni Inga og vallarþulur Leiknis býður áhorfendur velkomna á Domusnovavöllin.

Stutt í upphafsflautið.
Fyrir leik
Skemmtilegt að segja frá því að Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks er að mæta sínum gömlu félögum hér í kvöld en hann lék síðast með Leiknismönnum árið 2012.


Fyrir leik
18:58 - Liðin eru að leggja lokahönd á upphitun og áhorfendur eru farnir að týnast inn á völlinn en leyfilegur áhorfendafjöldi hér í kvöld er 200 manns sem eru skipt í tvö hólf.

Þetta er að bresta á!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.

Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis gerir tvær breytingar á liði sínu frá jafnteflinu gegn Stjörnunni. Dagur Austmann sem er nýkomin til landsins kemur inn í staðin fyrir Mango Escobar. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kemur einnig inn fyrir Arnór Inga Kristinsson.

Óskar Hrafn Þorvaldsson gerir einnig tvær breytingar á liði sínu frá tapinu gegn KR á Kópavogsvelli í fyrstu umferð. Róbert Orri Þorkelsson og Kristinn Steindórsson koma inn fyrir Viktor Örn Margeirsson og Viktor Karl Einarsson sem er að glíma við meiðsli.
Fyrir leik


Fyrirliði Leiknis, Sævar Atli Magnússon, mun ganga í raðir Breiðabliks eftir tímabilið en frá þessu var gengið núna í vor. Það er þó engin klásúla sem bannar Sævari að spila gegn Blikum og sóknarmaðurinn ungi verður væntanlega í byrjunarliði Leiknismanna í kvöld.

Mótið er rétt að byrja og 1-3 sigur KA á KR í gær var fyrsti leikur 2. umferðar. Svona er staðan fyrir leiki kvöldsins.

1. KA 4 stig (+2)
2. FH 3 stig (+2)
3. Valur 3 stig (+2)
4. KR 3 stig (0)
5. Víkingur R 3 stig (+1)
6. HK 1 stig (0)
7.Leiknir R 1 stig (0)
8. Stjarnan 1 stig (0)
9. Keflavík 0 stig (-1)
10. Breiðablik 0 stig (-2)
11. Fylkir 0 stig (-2)
12. ÍA 0 stig (-2)
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Jóhann Ingi Jónsson heldur utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða þeir Eðvarð Eðvarsson og Sveinn Þórður Þórðarson. Varadómari er lögmaðurinn Arnar Ingi Ingvarsson. Eftirlitsmaður KSÍ í kvöld er Þórður Ingi Guðjónsson
Fyrir leik
Breiðablik

Blikar fengu Knattspyrnufélag Reykjavíkur í heimsókn á Kópavogsvöll í fyrstu umferð og töpuðu þar 0-2


Fyrir leik
Leiknir Reykjavík

Nýliðar Leiknis gerðu sér ferð á Samsungvöllin í Garðabæ og mættu Stjörnunni í fyrstu umferð deildarinnar og sóttu fyrsta stig sumarsins en leikurinn endaði með 0-0 jafntefli þar sem Guy Smit átti stórleik í marki nýliðana.


Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöldið kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Leiknis R. og Breiðabliks í annari umferð Pepsí Max-deildar karla.

Flautað verður til leiks á Domusnovavellinum klukkan 19:15.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic ('69)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
9. Thomas Mikkelsen
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Róbert Orri Þorkelsson
18. Finnur Orri Margeirsson ('61)
18. Davíð Ingvarsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson
10. Árni Vilhjálmsson ('61)
13. Anton Logi Lúðvíksson
17. Atli Hrafn Andrason
21. Viktor Örn Margeirsson ('69)
31. Benedikt V. Warén

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Alex Tristan Gunnþórsson
Ásdís Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Kristinn Steindórsson ('5)
Oliver Sigurjónsson ('55)
Róbert Orri Þorkelsson ('65)

Rauð spjöld: