Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
Breiðablik
4
0
Keflavík
Thomas Mikkelsen '11 , víti 1-0
Thomas Mikkelsen '67 2-0
Thomas Mikkelsen '68 3-0
Kristinn Steindórsson '70 4-0
13.05.2021  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 450 - Í þremur hólfum.
Maður leiksins: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('70)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('79)
9. Thomas Mikkelsen
10. Kristinn Steindórsson ('79)
10. Árni Vilhjálmsson ('59)
14. Jason Daði Svanþórsson ('59)
16. Róbert Orri Þorkelsson
18. Finnur Orri Margeirsson
21. Viktor Örn Margeirsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
4. Damir Muminovic ('70)
11. Gísli Eyjólfsson ('59)
13. Anton Logi Lúðvíksson
18. Davíð Ingvarsson ('59)
19. Sölvi Snær Guðbjargarson ('79)
31. Benedikt V. Warén ('79)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Róbert Orri Þorkelsson ('20)
Viktor Örn Margeirsson ('33)
Halldór Árnason ('44)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Elías Ingi lýtur á klukku sína og flautar til leiksloka. Blikar settu upp flugeldasýningu í síðari hálfleik og kláruðu leikinn á 5 mínútna kafla í þeim síðari.

Þakka fyrir mig í kvöld. Viðtöl og skýrsla væntanleg.
90. mín
Klukkan slær 90 hér á Kópavogsvelli og uppbótartíminn er að minnsta kosti fjórar mínútur.
87. mín
Inn:Christian Volesky (Keflavík) Út:Joey Gibbs (Keflavík)
Gibbs enganveigin fundið sig hér í kvöld.
84. mín
Höskuldur fær boltann úti hægramegin og kemur með fyrirgjöfina. Mikki og Magnús Þór lenda saman og liggja báðir eftir.

Báðir komnir á fætur og leikurinn er farinn í gang aftur.
81. mín
GÍSLI EYJÓLFS!!

Fær boltann fyrir utan teig og lætur vaða en boltinn rétt yfir markið.
79. mín
Inn:Benedikt V. Warén (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
79. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Viktor Karl verið frábær hér í dag og Sölvi Snær nýjasti leikmaður Blika kemur inn á fyrir hann.
77. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (Keflavík) Út:Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
77. mín
Inn:Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík) Út:Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
74. mín
MIKKELSEN SVO NÁLÆGT ÞVÍ AÐ BÆTA VIÐ!!!

Davíð Ingvars kemur með fasta fyrirgjöf frá vinstri beint á Mikkelsen en Tommi nær ekki að skila boltanum í netið.

Ég hef ekki á undan að skrifa hérna þessar síðustu mínútur.
70. mín
Inn:Damir Muminovic (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
Afmælisbarnið er mætt inná völlin.
70. mín MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Thomas Mikkelsen
ÉG Á EKKI TIL ORÐ!!!!! BLIKAR AÐ PAKKA KEFLVÍKINGUM SAMAN HÉRNA!!

Höskuldur fær háán bolta og flikkar boltanum á Mikkelsen og Mikki kemur með fasta fyrirgjöf inn á teiginn þar sem Kiddi Steindórs er og vá neglir boltanum í netið!

FLUGELDASÝNING!!
68. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Gísli Eyjólfsson
HVAÐ ER AÐ GERAST???? TOMMI MIKKELSEN HATTRICK HERO!!!

Gísli Eyjólfsson kemur með boltann fyrir núna frá vinstri inn á teiginn þar sem Mikkelsen er og setur boltann í netið!!!!
67. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
MIKKELSEN AÐ BÆTA VIÐ

Viktor Karl fær boltann út til hægri og kemur með frábæran bolta fyrir á Mikkelsen sem drepur boltann og leggur hann snyrtilega í netið

2-0!!
65. mín
Inn:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík) Út:Ástbjörn Þórðarson (Keflavík)
65. mín
Inn:Adam Árni Róbertsson (Keflavík) Út:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
62. mín
Viktor Karl kemur sér inn á teiginn og nær skoti en skotið laust og beint á Sindra Kristinn.
60. mín
Höskuldur gerir vel úti við hornfána og Rúnar brýtur á honum og Blikar fá aukaspyrnu við hornfánan hægra megin.

Viktor Karl tekur spyrnuna beint á hausinn á Robba sem nær skalla á markið en Sindri blakar boltanum afturfyrir.
59. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
59. mín
Inn:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) Út:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
58. mín
JASON DAÐI KEMUR BOLTANUM Í NETIÐ!!

Boltinn berst inn á Jason Daða sem setur boltann í netið en er flaggaður rangstæður.

Það ligguuuur mark í loftinu hér.
56. mín
BLIKAR LÍKLEGIR!!

Höskuldur tekur hornspyrnu frá vinstri beint á hausinn á Mikkelsen sem skallar hann einhverneigin beint upp í loft og boltinn berst á Viktor Örn sem nær skoti en Sindri ver vel!
55. mín
ÁRNI VILL VERÐUR AÐ KLÁRA ÞETTA!!!

Viktor Karl með frábæra fyrirgjöf frá hægri beint inn á Mikkelsen sem rennir honum á Árna Vill sem skoflar boltanum yfir markið.

Dauðafæriii
53. mín
Kiddi Steindórs gerir vel!!

Færir boltann út til hægri á Jason Daða og keyrir í utan á hlaup á Jason og fær hann og reynir fyrirgjöf en Keflvíkingar hreinsa í horn.

Hössi tekur spyrnuna stutt á Kiddi Steindórs sem kemur með fyrirgjöf en Sindri Kristinn kemur út í boltann og missir boltann en nær að halda honum. 
53. mín
Rosalega lítið að frétta í þessu hérna síðustu mínútur.
47. mín
Jason Daði sest á grasið og virðist sárþjáður eftir samstuðið við Kian rétt áðan.

Sýnist Blikar vera að undirbúa skiptingu.

Jason Daði staðin upp og virðist ætla reyna halda leik áfram.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafin og engar breytingar á liðunum.

Ég kalla eftir fleiri mörkum í þetta hérna!!
45. mín
Hálfleikur
Elías Ingi flautar til hálfleiks hér í Kópavogi.

Blikar fara með 1-0 forskot inn í hálfleik eftir nokkuð fjörugan fyrrihálfleik. Tökum okkur breik og komum svo með síðari.
44. mín Gult spjald: Halldór Árnason (Breiðablik)
Boltinn fer útaf og Dóri tekur upp boltann og heldur honum og segir einhver vel valin orð við dómaratrío leiksins.

Eitthvað pirraður eftir að brotið var á Mikkelsen við miðjubogan en ekkert dæmt og Keflavík óð upp í sókn.
40. mín
Róbert Orri með geggjaðan bolta upp á Kidda Steindórs sem snýr og ætlar að smyrja boltann í fjær en boltinn af varnarmanni Keflvíkinga og í horn.

Ekkert verður úr hornspyrnunni.
36. mín
Rúnar Þór með geggjaða spyrnu fyrir inn á hættusvæðið og Nacho Heras nær ekki að pota tánni í boltann og boltinn afturfyrir.
34. mín Gult spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Enn og aftur veit ég ekki fyrir hvað Elías er að spjalda.
33. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Líklega fyrir einhver mótmæli.
32. mín
JASON DAÐI

Viktor Karl fær boltann og reynir að koma boltanum inn á teig Keflvíkinga og boltinn ratar til Jasons sem tekur eina snertingu yfir á hægri og lætur vaða en boltinn rétt framhjá.
28. mín
SINDRI KRISTINN!!!!

Róbert Orri fær boltann hægramegin og lyftir honum fyrir og Keflvíkingar skalla boltann beint á Viktor Karl sem kemur með geggjaða fyrirgjöf á Mikkelsen sem tekur hann í fyrsta en Sindri Kristinn með geggjaða vörslu!!
27. mín
Nacho kemst í mjög góða stöðu við teig Blika og lætur vaða en Anton Ari ver vel í horn sem ekkert verður úr.
23. mín
Thomas Mikkelsen fær boltann inn á teig Keflavíkur og reynir skot en boltinn beint í Ísak Óla og boltinn þaðan á Kidda Steindórs sem reynir skot en boltinn í hornspyrnu

Hössi Gunn tekur spyrnuna en Sindri Kristinn gerir vel og grípur boltann.
21. mín
GESTIRNIR LÍKLEGIR ÞESSA STUNDINA!!

Joey Gibbs kemur boltanum á Davíð Snær sem keyrir í átt að teig Blika og tekur skot en skotið yfir markið.
20. mín Gult spjald: Róbert Orri Þorkelsson (Breiðablik)
Keyrir í Joey á miðjum velli og er færður til bókar.
17. mín
KIAN WILLIAMS!!

Sindri Þór kemur með fyrirgjöfina og boltinn yfir allan pakkann. Ari Steinn heldur boltanum inn á og rennir honum út á Rúnar Þór sem kemur með hættulega fyrirgjöf beint á Kian Williams sem hittir ekki boltann.
15. mín
Finnur Orri dæmdur brotlegur og Keflvíkingar fá aukaspyrnu á ágætum stað.

Joey Gibbs tekur spyrnuna en hún slök og beint á Anton Ara.
13. mín
HVAÐ ERU BLIKAR AÐ GERA AFTAST?

Tapa boltanum klaufalega og boltinn berst á Kian Williams sem á skot sem fer af Róberti Orra og í fangið á Antoni Ara.

Blikar heppnir þarna að ekki fór verra.
11. mín Mark úr víti!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
TOMMI MIKKELSEN ÖRUGGUR

Sendir Sindra í vinstra hornið og leggur boltann í það hægra

1-0 BLIKAR!
10. mín
BLIKAR ERU AÐ FÁ VÍTI!!!!!

Boltinn berst skyndilega á Viktor Karl sem kemst inn á teig og Nacho brýtur á honum.

Mjög vafasamt víti.

TOMMI Á PUNKTINN.
9. mín
Kristinn Steindórs reynir að prjóna sig inn á teig Keflavíkur en brotið á honum og boltinn bberst á Vitor Karl sem á skot sem fer af Keflvíking og afturfyrir.

Höskuldur tekur spyrnuna, brotið er á Ísaki Óla og Elías flautar aukaspyrnu á Blika.
3. mín
Boltinn berst á Jason Daða vinstramegin við teig Keflavíkur og reynir skot en boltinn hátt í loft og langt framhjá.

Jason hefur oft hitt boltann betur en þarna.
2. mín
Sindri Þór Guðmundsson fær boltann úti hægra megin og kemur með fyrirgjöf og darraðadans verður í teig Blika en Joey flaggaður rangstæður sýndist mér.
1. mín
Leikur hafinn
Elías Ingi flautar til leiks og Blikar byrja með boltann og sækja í átt að Sporthúsinu.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Herra Hnetusmjör er komin á fónin og leikmenn ganga til leiks og áhorfendur klappa duglega.
Endilega verið með á Twitter

Notið kassamerkið #fotboltinet fyrir umræðuna um leikinn á Twitter. Aldrei að vita nema það birtist hér í lýsingunni!
Fyrir leik
Styttist í þetta hér á Kópavogsvelli

Leikmenn eru farnir til búningsklefa og áhorfendur eru farnir að týnast í stúkuna.
Fyrir leik
Skyldusigur fyrir Breiðablik

Breiðablik hefur ekki byrjað mótið vel og má segja að það sé ekkert annað í boði hjá Blikum en sigur hér í kvöld á heimavelli gegn öðrum af nýliðum deildarinnar.

Sjáum hvað setur!



Árni Vilhjálmsson byrjar hjá Blikum í kvöld.
Fyrir leik
Elías Ingi Árnason heldur utan um flautuna hér í kvöld. Honum til aðstoðar verða þeir Bryngeir Valdimarsson og Þórður Arnar Árnason. Varadómari er Einar Ingi Jóhannsson. Eftirlitsmaður KSÍ situr hérna hliðin á mér og heitir Jón Magnús Guðjónsson.


Fyrir leik
Byrjunarliðin klár!
Breiðablik hefur ekki farið vel af stað, tapað gegn KR og gert jafntefli gegn Leikni. Frá jafnteflinu gegn Leikni gerir Óskar Hrafn Þorvaldsson fjórar breytingar. Oliver Sigurjónsson, Damir Muminovic, Gísli Eyjólfsson og Davíð Ingvarsson byrja ekki í dag. Inn koma Alexander Helgi Sigurðarson, Viktor Karl Einarsson, Árni Vilhjálmsson og Viktor Örn Margeirsson.

Sölvi Snær Guðbjargarson, sem Blikar keyptu frá Stjörnunni í gær, byrjar á bekknum.

Keflavík vann 2-0 sigur á Stjörnunni í síðasta leik. Það er óþarfi að breyta sigurliði!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Sölvi Snær í Breiðablik (Staðfest)

Sölvi Snær Guðbjargarson skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við Breiðablik skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við Breiðablik og gera má ráð fyrir að hann verði í leikmannahópi Blika í kvöld.

,,Sölvi er einn efnilegasti leikmaður landsins og frábært að fá hann í okkar raðir. Við bindum miklar vonir við hann og trúum að hann muni styrkja liðið mikið." sagði Óskar Hrafn Þorvalsson þjálfari Breiðablik.

Fyrir leik
Keflavík
Sitja í 6.sæti deildarinnar með þrjú stig. Keflvíkingar fengu Stjörnumenn í heimsókn í Reykjanesbæinn í síðustu umferð og unnu sterkn 2-0 sigur. Frans Elvarsson skoraði af vítapunktinum og Kian Paul James Williams skoraði seinna mark Keflvíkinga.


Fyrir leik
Breiðablik
Blikar sitja fyrir leikinn í kvöld í 10.sæti deildarinnar með eitt stig. Blikar fóru í Breiðholtið í síðustu umferð og mættu nýliðum Leiknis og endaði leikurinn með 3-3 alvöru markaleik. Thomas Mikkelsen og Jason Daði Svanþórsson sáu um markaskorun Blika í leiknum. Hægt að segja að Jason Daði Svanþórsson hafi bjargað stigi fyrir Blikana í þeim leik og geri ég fastlega ráð fyrir að hann starti hér í kvöld.

Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöldið kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli.

Hér i kvöld mætast Breiðablik og Keflavík í þriðju umferð Pepsi Max-deildar karla. Flautað verður til leiks klukkan 19:15.

Stjórnvöld tilkynntu afléttingar í síðustu viku vegna Covid-19 faraldursins og 300 áhorfendur eru leyfilegir á völlin í kvöld og verður þeim skipt í tvö hólf.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Ísak Óli Ólafsson ('77)
4. Nacho Heras
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
7. Davíð Snær Jóhannsson ('77)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('65)
10. Kian Williams
16. Sindri Þór Guðmundsson
22. Ástbjörn Þórðarson ('65)
23. Joey Gibbs ('87)
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
5. Magnús Þór Magnússon (f) ('77)
9. Adam Árni Róbertsson ('65)
10. Dagur Ingi Valsson ('77)
11. Helgi Þór Jónsson
20. Christian Volesky ('87)
28. Ingimundur Aron Guðnason ('65)
98. Oliver Kelaart

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Jón Örvar Arason
Gunnar Örn Ástráðsson
Helgi Bergmann Hermannsson

Gul spjöld:
Sindri Þór Guðmundsson ('34)

Rauð spjöld: