Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
banner
   mið 12. maí 2021 22:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sölvi Snær í Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Breiðablik
Við greindum frá því fyrr í kvöld að Sölvi Snær Guðbjargarson væri að ganga í raðir Breiðabliks frá Stjörnunni. Það er núna búið að staðfesta það.

Breiðablik kaupir Sölva frá Stjörnunni og gerir þessi 19 ára gamli leikmaður fjögurra ára samning. Sölvi getur spilað miðsvæðinu og á kanti.

„Sölvi er einn efnilegasti leikmaður landsins og frábært að fá hann í okkar raðir. Við bindum miklar vonir við hann og trúum að hann muni styrkja liðið mikið," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika.

Samningur Sölva við Stjörnuna átti að renna út eftir mót og rataði það í fjölmiðla fyrir mót að Breiðablik hefði hafið viðræður við hann. Minna en sex mánuðir voru í að samningur Sölva rynni út og því máttu önnur félög ræða við hann. Stjarnan tók ekki vel í þetta uppátæki Breiðabliks og hætti við að spila æfingaleik gegn þeim fyrir mót.

Sölvi fékk sárafáar mínútur í fyrstu tveimur leikjum Stjörnunnar í deildinni. Sagan segir að Rúnar Páll Sigmundsson hafi fengið skilaboð um að spila ekki Sölva á meðan staðan væri eins og hún var. Sölvi kom inn á sem varamaður gegn Leikni í fyrstu umferð og var stjórn Stjörnunnar víst ósátt með þá ákvörðun að Rúnar hafi sett Sölva inn á. Rúnar sagði starfi sínu lausu eftir leikinn gegn Leikni.

Sölvi verður tvítugur í sumar og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki árið 2018. Hann á að baki sautján landsleiki fyrir yngri landsliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner