Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
ÍA
2
3
Breiðablik
0-1 Gísli Eyjólfsson '42
Viktor Jónsson '47 1-1
1-2 Jason Daði Svanþórsson '55
1-3 Árni Vilhjálmsson '77
Steinar Þorsteinsson '89 2-3
24.05.2021  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Stórkostlegar til knattspyrnuiðkunar, blautur völlur og lítill vindur.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
Arnar Már Guðjónsson ('63)
Dino Hodzic
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
9. Viktor Jónsson (f)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('46)
18. Elias Tamburini
19. Ísak Snær Þorvaldsson
22. Hákon Ingi Jónsson ('63)
44. Alex Davey ('46)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('46)

Varamenn:
1. Árni Marinó Einarsson
4. Aron Kristófer Lárusson ('46)
7. Sindri Snær Magnússon
10. Steinar Þorsteinsson ('46)
16. Brynjar Snær Pálsson ('46)
17. Ingi Þór Sigurðsson
21. Morten Beck Guldsmed ('63)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Arnór Snær Guðmundsson
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Gísli Laxdal Unnarsson
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson

Gul spjöld:
Jón Gísli Eyland Gíslason ('31)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Damir hreinsar og Einar flautar leikinn af!

Hörku leikur sem við fengum hérna, skýrsla og viðtöl á leiðinni.
95. mín
Höggi brýtur á Steinari við miðjuna og Skagamenn lúðra boltanum fram.
94. mín
Kraftaverkamaðurinn Bjarki Sigmunds tjaslar Óttari saman hérna, virðist hafa fengið einn á kjammann.
93. mín
Blikar lúðra einum löngum fram og Árni gerir vel í að vinna Óttar í loftinu og Blikar komast í góða stöðu en Óttar liggur eftir og Einar stöðvar leikinn vegna höfuðmeiðsla.
91. mín
Finnur Orri fær boltann í vænlegri stöðu á miðjunni, keyrir að teig Skagamanna og tekur skotið en það framhjá!
90. mín
Við fáum 3 mínútur í uppbótartíma.
89. mín MARK!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
SKAGAMENN MINNKA MUNINN, FÁUM VIÐ DRAMATÍK?

Oliver í bölvuðu brasi sendir boltann bara á Gísla Laxdal, Gísli sendir boltann fyrir og þaðan er boltinn skallaður upp í loftið, Steinar tekur boltann á kassann og hamrar honum svo í markið af stuttu færi!

Hrikalega vel gert hjá Steinari...
86. mín
Morten Beck klókur og sækir horn fyrir Skagamenn.

Brynjar Snær smellir þessu fyrir en Blikar skalla frá.
85. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
85. mín
Inn:Finnur Orri Margeirsson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
85. mín
Fín sókn hjá Blikum endar með hörmulegu hægrifótar skoti frá Davíð Ingvars sem virkaði frekar eins og sending á Dino.
81. mín
Steinar sendir boltann fyrir en Damir skallar frá.

ÞÞÞ liggur eftir inná teignum en harkar það svo auðvitað af sér enda ekkert eðlilega harður, af gamla skólanum.
81. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu við miðjuna.

ÞÞÞ hamrar boltanum inn á teiginn og þar er barátta en Blikar koma boltanum í horn.
77. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Stoðsending: Jason Daði Svanþórsson
ÁRNI VILL ER KOMINN Á BLAÐ!

Blikar brunuðu upp í skyndisókn hægra megin og Jason hamrar boltanum fyrir beint í hlaupið hjá Árna sem þarf bara að koma boltanum á markið og gerir það listavel!

Brekka fyrir Skagamenn.
77. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Brýtur upp skyndisókn Skagamanna úti hægra megin.

ÞÞÞ lúðrar boltanum upp á Viktor sem vinnur fyrsta boltann en vantar gular treyjur á þann seinni.
72. mín
Viktor Karl reynir skotið hér af 25 metrunum, í hliðarnetið!

Fín tilraun hjá Viktori...
70. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
69. mín
BLIKAR VILJA VÍTI OG ÓSKAR HRAFN HOPPAR HÆÐ SÍNA AF HNEYKSLUN!

Höskuldur valsar inn á teiginn með boltann og kominn í álitlega stöðu þá mætir Ísak Snær og virðist sópa löppunum undan Högga en ekkert dæmt!
65. mín
Blikar með flotta sókn og Dino bjargar!

Kiddi finnur Jason úti hægra megin, Jason með alvöru gæði setur boltann í gegn á Högga sem hamrar boltanum fyrir en Dino kastar sér út og með sterkum úlnlið slær þetta frá hættusvæðinu.
63. mín
Inn:Morten Beck Guldsmed (ÍA) Út:Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Jói ætlar að sækja síðasta hálftímann, það er á hreinu!

Búinn með skiptingarnar sínar..
63. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Út:Hákon Ingi Jónsson (ÍA)
61. mín
Damir í alvöru veseni og hendir sér niður en Einar dæmir ekkert og Steinar brunar í álitlega stöðu með boltann, sendir boltann fyrir markið en Damir kemur honum í horn og hjólar svo í Einar dómara fyrir að flauta ekki aukaspyrnu fyrir hann.

Skagamenn með boltann fyrir en lítil hætta í þessu.
60. mín
Aftur er Davíð á ferðinni, með boltann nálægt teignum og litla aðstoð lætur hann bara vaða og boltinn rétt framhjá!

Talsvert betri tilraun en fyrirgjöfin áðan.
58. mín
Blikar í mjög álitlegri sókn og Kiddi að gera vel inn á teignum, kemur boltanum svo til Davíðs sem er í frábærri fyrirgjafastöðu en þrumar boltanum eitthvað voðalega langt frá hættusvæðinu, boltasækjararnir verða í veseni með að finna þennan...
57. mín
Hinumegin berst boltinn út á Hákon Inga sem tekur skotið í fyrsta en það þokkalega beint á Anton sem ver.
55. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Gísli Eyjólfsson
ÓTTAR BJARNI MINN HVAÐ ERTU AÐ BRASA?!?

Hirðir boltann af Gísla Eyjólfs sem fær boltann aftur í sig og Óttar ætlar eitthvað að skýla boltanum sem er að snúast inná teignum, Gísli hirðir boltann bara af Óttari og neglir fyrir þar sem Jason Daði setur boltann inn en ekki yfir í þetta skiptið!
54. mín
DINO HODZIC!

Höggi laumar boltanum í gegn á Árna sem er einn gegn Dino og reynir utanfóta snuddu í fjærhornið en Dino með geggjaða vörslu í horn!

Skagamenn koma boltanum svo frá.
50. mín
DAUÐAFÆRI OG FRÁBÆR VARSLA HJÁ DINO!

Jason fær boltann á teignum, leggur hann út á Gísla sem hefur tíma og pláss, tekur móttöku að markinu og Dino mætir honum, Gísli reynir að setja boltann hægra megin við Dino sem er svakalega snöggur niður og ver boltann í horn.

Skagamenn koma hættunni svo frá.
47. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Brynjar Snær Pálsson
VIKTOR ER AÐ JAFNA LEIKINN!!!

Viktor fékk skallafæri eftir aukaspyrnuna sem Anton varði hrikalega vel í horn, Brynjar Snær tekur hornspyrnuna beint á ennið á Viktori sem stangar boltann inn!

Geggjuð byrjun á seinni hálfleik!
46. mín
ÞÞÞ fær boltann og er sparkaður niður, Skagamenn taka skemmtilega útfærslu af aukaspyrnunni.
46. mín
Skagamenn byrja síðari hálfleikinn!
46. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
46. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
Jói Kalli hendir í þrefalda í hálfleik...
46. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (ÍA) Út:Alex Davey (ÍA)
45. mín
Hálfleikur
Einar Ingi flautar til hálfleiks.

Fínasta skemmtun heilt yfir í fyrri, meira í seinni takk.
45. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Blikar bruna upp í skyndisókn eftir hornið og Jason brunar framhjá Tamburini, sendir fyrir þar sem Gísli kemur honum lengra yfir á Kidda, Kiddi tekur snertingu og hamrar á markið en Tamburini bjargar á línu!!!

Þarna hefði Blikar átt að skora...
45. mín
Skagamenn fá hornspyrnu hérna á síðustu andartökum fyrri hálfleiks.

ÞÞÞ með spyrnuna á fjær en Höggi skallar frá.
43. mín
Skagamenn bruna beint í góða sókn, Davey kemur boltanum út til hægri á ÞÞÞ sem setur boltann þéttingsfastan fyrir markið en hvorki Viktor né Hákon mættir að setja hann yfir línuna...
42. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Steindórsson
GÍSLI KEMUR BLIKUM YFIR!!!

Kiddi Steindórs sendir boltann á Gísla sem er í góðri 1v1 stöðu gegn Arnari Má inná teignum, fer á hægri og setur boltann í netið!

Dino með puttana í þessu en nær ekki að verja.
38. mín
Blikar spila út frá marki og Skagamenn setja þunga pressu, Gísli Eyjólfs gerir vel í að standa hana af sér og losa hana með smá sprett í gegnum miðjuna en svo þegar hann ætlar að koma boltanum frá sér sendir hann boltann bara á Hadda Ingólfs (sem er í stúkunni).

Gísli hefði getað komið Blikum í vænlega stöðu þarna enda Skagamenn með marga leikmenn uppi í pressu.
35. mín
Blikar fá hornspyrnu.

Höggi sendir fyrir, Óttar Bjarni skallar frá og Alexander Helgi setur hann yfir.
34. mín
Leikurinn heldur áfram og Davey skokkar inná, king Bjarki Sigmunds er náttúrulega kraftaverkamaður og tjaslaði honum saman um leið.
33. mín
Alex Davey liggur eftir og fær aðhlynningu...

Vonandi fyrir Skagamenn er hann í lagi.
32. mín
FÆRI!

Höggi kemur boltanum út á Gísla sem keyrir 1v1 á Óttar inná teignum og neglir svo yfir með vinstri úr góðu færi!

Hefði mátt hitta á rammann þarna...
31. mín Gult spjald: Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
Jón Gísli tapar boltanum til Alexander Helga á miðjunni og brýtur á honum í kjölfarið.
28. mín
Blikar komast í frábæra stöðu til að keyra á Skagamenn, Höggi með boltann á miðjunni og getur sett Gísla í geggjaða stöðu til vinstri en tekur afleita sendingu yfir Gísla og Davíð Ingvars nær ekki til boltans úti vinstra megin, þarna hefði fyrirliðinn átt að gera betur.
23. mín
Það hefur svolítið dofnað yfir þessu hérna...

Óska eftir skemmtun!
17. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu á álitlegum stað fyrir framan vítateig Blika.

ÞÞÞ tekur spyrnuna og hamrar boltanum út að Vitanum sýndist mér...
15. mín
JASON DAÐI MINN HVERNIG SKORARU EKKI ÞARNA?!?

Árni Vill fær boltann upp hægra megin og keyrir á bakvið vörnina, hamrar boltanum fyrir á Jason sem mætir á siglingunni og þarf bara að koma boltanum yfir línuna en setur hann yfir!

Þarna verður Jason bara að skora...
14. mín
ÚFF JÓN GÍSLI...

Fær boltann í gegn eftir markspyrnu frá Dino þar sem Viktor vinnur fyrsta boltann og Hákon annan, einn gegn Antoni tekur hann eitthvað versta skot sem ég hef séð, virkaði eins og sending á Anton sem þakkar fyrir og handsamar boltann...
12. mín
SKAGAMENN HEIMTA VÍTI!

Boltinn fyrir frá ÞÞÞ, Arnar Már á fjær nær skallanum sem virðist fara í hendurnar á Högga af svona 27cm færi og uppvið líkamann, miðað við hendi og ekki hendi reglur dagsins var hárrétt að flauta ekki á þetta að mínu mati.
11. mín
Skagamenn pressa Blika stíft í uppspili og vinna boltann hátt, Viktor kemst í fína stöðu en boltinn af Damir og í horn.
8. mín
Blikar sækja hratt eftir að Viktor Örn vinnur boltann og Kiddi kemst í fína stöðu vinstra megin inn á teignum en boltinn í varnarmann og afturfyrir.

Höggi með hornspyrnuna alla leið á fjær þar sem Jason er aleinn en hittir boltann illa.
7. mín
Blikar með langa og góða sókn þar sem Skagamenn fá ekki einusinni að prófa boltann, endar með fyrirgjöf Davíðs og boltinn yfir á Högga sem tekur við boltanum, fer á vinstri og tekur skotið en beint á Dino.
4. mín
Viktor Jóns með fína takta gegn Högga úti vinstra megin, kemur sér inn á teiginn og í skotið en það lélegt og framhjá.
3. mín
Jason og Höskuldur með stutt horn og fyrirgjöf frá Högga, verður smá hætta úr þessu sem Skagamenn leysa og koma frá.
2. mín
Jason Daði fær eina pílu upp hægra megin frá Antoni Ara en Alex Davey tekur eina breska og hamrar boltann útaf.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað!

Árni Vill fær að taka fyrstu snertingu leiksins og sækja Blikar í átt að Akraneshöllinni.
Fyrir leik
Liðin eru komin út að hita.

Ég hef sjaldan séð jafn góðar aðstæður til knattspyrnu á Akranesi, lítill sem enginn vindur, fínt hitastig og það dropar aðeins, völlurinn vel blautur og ég sé fyrir mér hraðan og góðan leik með mikilli hörku.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.

Jóhannes Karl þjálfari ÍA gerir fimm breytingar frá sigrinum gegn HK í síðustu umferð. Aron Kristófer Lárusson, Steinar Þorsteinsson, Brynjar Snær Pálsson, Gísli Laxdal Unnarsson og Morten Beck fá sér allir sæti á bekknum. Inn koma Jón Gísli Eyland Gíslason, Arnar Már Guðjónsson, Ólafur Valur Valdimarsson, Elias Tamburini og Hákon Ingi Jónsson.

Óskar Hrafn þjálfari Blika gerir tvær breytingar frá sigrinum á Stjörnunni. Thomas Mikkelsen er ekki með vegna meiðsla og Kristinn Steindórsson kemur inn í hans stað. Þá kemur Jason Daði Svanþórsson inn í liðið fyrir Oliver Sigurjónsson sem fær sér sæti á bekknum.
Anton Freyr Jónsson
Anton Freyr Jónsson
Anton Freyr Jónsson
Fyrir leik
Thomas Mikkelsen ekki með í kvöld.

Thomas Mikkelsen framherji Breiðablik meiddist á nára í síðasta leik og verður að öllum líkindum frá framyfir landsleikjahléið.

,,Mér sýnist eins og hann hafi meiðst á nára, hversu alvarlegt verður bara að koma í ljós en akkúrat núna lítur það ekkert sérstaklega vel út" sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika eftir sigurleikinn gegn Stjörnunni í síðustu umferð.


Anton Freyr Jónsson
Fyrir leik
Einar Ingi Jóhannsson heldur utan um flautuna hér í kvöld. Honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Bryngeir Valdimarsson. Varadómari er Arnar Þór Stefánsson.
Anton Freyr Jónsson
Fyrir leik
Breiðablik

Sitja fyrir leikinn í 5.sæti deildarinnar með sjö stig. Blikar hafa unnið tvo, gert eitt jafntefli og tapað tveimur.

Liðið fékk Stjörnuna heim í Kópavoginn í síðustu umferð og unnu Blikar sannfærandi 4-0 sigur. Mörk Blika skoruðu Kristinn Steindórsson, Viktor Örn Margeirsson, Árni Vilhjálmsson og Höskuldur Gunnlaugsson.


Kristinn Steindórsson skoraði í síðasta leik og var frábær í liði Blika.
Anton Freyr Jónsson
Fyrir leik
ÍA

Skagamenn sitja fyrir leikinn í kvöld 9.sæti deildarinnar með fimm stig. Liðið hefur unnið einn, gert tvö jafntefli og tapað tveimur.

Liðið fór inn í Kórinn í síðustu umferð og unnu Skagamenn góðan 1-3 sigur á HK.
Anton Freyr Jónsson
Fyrir leik
HRAÐMÓTIÐ HELDUR ÁFRAM.

Góðan og gleðilegan dag kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin með okkur í beina textalýsingu frá leik ÍA og Breiðablik í 6.umferð Pepsí Max-deildar karla.

Flautað verður til leiks á Norðurálsvellinum á Akranesi klukkan 19:15.
Anton Freyr Jónsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('85)
10. Árni Vilhjálmsson
11. Gísli Eyjólfsson ('70)
14. Jason Daði Svanþórsson ('85)
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('70)
13. Anton Logi Lúðvíksson
18. Finnur Orri Margeirsson ('85)
19. Sölvi Snær Guðbjargarson ('85)
29. Tómas Bjarki Jónsson
31. Benedikt V. Warén

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Alex Tristan Gunnþórsson
Ásdís Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('77)

Rauð spjöld: