Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Leiknir R.
2
1
FH
0-1 Matthías Vilhjálmsson '21
Sævar Atli Magnússon '22 1-1
Sævar Atli Magnússon '58 2-1
25.05.2021  -  19:15
Domusnovavöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Sól í Breiðholti að venju, rennisléttur grasvöllur með lykt og allt. Sterkur hliðarvindur í átt að áhorfendastúkunni.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 298
Maður leiksins: Árni Elvar Árnason
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
6. Ernir Bjarnason ('45)
8. Árni Elvar Árnason
10. Sævar Atli Magnússon (f) ('72)
10. Daníel Finns Matthíasson ('72)
11. Brynjar Hlöðversson
15. Birgir Baldvinsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('20)
18. Emil Berger
19. Manga Escobar ('90)

Varamenn:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson ('45)
7. Máni Austmann Hilmarsson ('72)
21. Octavio Paez ('72)
23. Arnór Ingi Kristinsson ('20)
24. Loftur Páll Eiríksson

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Ósvald Jarl Traustason
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Sævar Ólafsson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Manuel Nikulás Barriga
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Ernir Bjarnason ('19)
Emil Berger ('71)
Birgir Baldvinsson ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sögulegur sigur Breiðhyltinga staðreynd!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
+6

Matti Vill skallar yfir.

Þetta var lokasénsinn.
90. mín
+6

Horn og búið. Nielsen kominn inn í teig.
90. mín
+4

FH enn að taka mikinn tíma í uppspilið sitt og Leiknir að ráða við þetta allt.
90. mín
Inn:Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.) Út:Manga Escobar (Leiknir R.)
+3
90. mín
+3

Þrjú FH horn í röð. Að lokum er það Smit sem slær hann langt út úr teig.
90. mín
Við fáum 5 mínútur í uppbót í kvöld.

FH á horn.
87. mín
Aðeins að bæta í pressu FH, enda fer að styttast í hinn endann á þessum leik.

Leiknismenn spila hér samkvæmtreglunni skynsamt.is - tími í allt.
81. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (FH)
Brýtur á Escobar sem liggur eftir.
80. mín
Escobar veður upp völlinn en Logi nær að koma í veg fyrir skotfærið. Heimamenn miklu skeinuhættari í raun.

FH að henda í 442, Matti fer upp á topp.
79. mín Gult spjald: Birgir Baldvinsson (Leiknir R.)
Leiktöf
78. mín
Hörður með skot utan teigs en það var ekki sannfæring í þessari tilraun, fer töluvert framhjá.
75. mín
FH hafa bara einfaldlega ekki náð neinum tökum á leiknum hér í síðari hálfleik.

Hægt tempó í sendingum og lítil áræðni í upphlaupunum.

Sjáum hvað gerist en það er satt að segja ekki mikið í spilunum hjá gestunum.
72. mín
Inn:Octavio Paez (Leiknir R.) Út:Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.)
Hér voru held ég að gerast tvöföld meiðsli.
72. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (Leiknir R.) Út:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Hér voru held ég að gerast tvöföld meiðsli.
71. mín Gult spjald: Emil Berger (Leiknir R.)
Sýnist hann hafa fengið þetta spjald, eiginlega vonlaust að sjá...

Daníel liggur í vellinum aftur...
69. mín
Sævar liggur í vellinum eftir að hafa köttað inn úr fínu skotfæri.

FH heimtuðu gult fyrir leikaraskap en Leiknir vildu fá aukaspyrnu...sýnist hann ætla að halda áfram.
66. mín
Inn:Logi Hrafn Róbertsson (FH) Út:Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
Logi fer í hafsent og Pétur út í bakvörðinn.
64. mín
Boltinn liggur í marki Leiknismanna en aftur er flagg á loft.

Aukaspyrna frá vinstri sem Smit missir frá sér, Pétur fær boltann og setur í autt markið. Þetta væri gott að fá að sjá aftur í sjónvarpi.
60. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Hörð tækling á miðjunni.
59. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Björn Daníel Sverrisson (FH)
Matti Villa fer á miðjuna, Vuk út til hægri og Lennon upp á topp.
58. mín MARK!
Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Öruggt víti!

Axlarhreyfingin sendi Gunnar til vinstri en Sævar setur hann í hægra hornið.

Heimamenn komnir yfir, hafa bara einfaldlega vera hættulegri.
57. mín
Víti fyrir Leikni!

Árni veður upp völlinn, Baldur rennir seér fótskriðu og víti dæt.
56. mín
Dauðafæri hjá FH.

Í fyrsta sinn sem þeir senda boltann yfir vörnina en Matti skýtur framhjá.
53. mín
Hér steinliggur Sævar eftir samstuð við Guðmund.

Pétur dæmdi ekkert við lítinn, afar lítinn fögnuð heimamanna.
51. mín
FH koma ofarí pressuna en það skilur líka eftir svæði til að sækja í.

Þetta er áfram uppskriftin að leiknum, enn ekki komin færi.

Frikki Dór er farin að leggja vel í hvatninguna í stúkunni, gaman að því.
49. mín
FH fær aukaspyrnu útan við teiginn vinstra megin.

Davíð argar á Þóri að skjóta, sem hann gerir. Boltinn fer framhjá á nær.
46. mín
Leikur hafinn
Leiknismenn þurfa að gera breytingu í hálfleik.

Ernir getur ekki haldið áfram eftir tæklingu Harðar. Daði kemur beint inn í djúpu stöðuna.
45. mín
Inn:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) Út:Ernir Bjarnason (Leiknir R.)
45. mín
Hálfleikur
Jöfn staða og það er sanngjarnt.

FH fær að vera með boltann en skyndisóknir heimamanna eru svo sannarlega skeinuhættar.

Pissupása og fyllt á kaffibollann...smá augpírnahvíld...
45. mín
+2

Boltinn í neti FH-inga en flaggið á loft!

Aftur stunga frá Árna á Sævar sem klárar þennan vel en fagnaðarlætin vara stutt!
45. mín
Viðbótin í kvöld verður 2 mínútur hér í fyrri hálfleik.
44. mín
Hröð sókn Leiknis og dauðafæri!

Árni Elvar tekur 30 metra hlaup upp völlinn og leggur í gegn á Sævar sem kemst að markteig áður en hann neglir á markið. Gunnar ver vel út í teig þar sem svo er hreinsað.
40. mín Gult spjald: Hörður Ingi Gunnarsson (FH)
Ansi hraustleg tækling hér á miðjum vellinum, strau á Erni sem liggur eftir.
39. mín
Aukaspyrna frá Berger virðist ætla beint í hendur Nielsen en hann missir boltann í jörðina en varnarmennirnir hans bjarga þessu.
36. mín
Færi hjá heimamönnum!

Escobar kemst á bakvið vörnina vinstra megin og sendir inn í teiginn, sú sending fer í gegnum allan teiginn en Daníel er ansi nálægt þessum.
34. mín
Takturinn aftur orðinn líkt og í upphafi.

FH fær að vera með boltann en þegar Leiknismenn vinna hann þá far þeir hratt upp völlinn.
31. mín
Vindurinn er að snúast hér og eru heimamenn með hann í bakið, Smit neglir einum 80 metra upp vinstri vænginn þar sem Sævar vinnur kapphlaup við Baldur Loga en sá hleður í fullkomna tæklingu í kjölfarið og hirðir boltann.
29. mín
Enn FH upp hægri, Jónatan köttar inn á hægri framhjá Birgi og neglir á nærhornið, Smit vandanum vel vaxinn og slær hann út í teig þar sem heimamenn bjarga.
28. mín
Leikurinn aðeins dottið niður eftir mörkin, bæði lið pínu slegin og gefa ekki mörg færi á sér.
26. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Sá ekki hvað fór fram hér.
22. mín MARK!
Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Stoðsending: Emil Berger
Þetta stóð alveg í mínútu.

FH droppa af Berger á miðsvæðinu og hann teiknar sendingu yfir Pétur, þar er Sævar á auðum sjó og sendi boltann yfirvegað í fjærhornið!
21. mín MARK!
Matthías Vilhjálmsson (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
Lennon beið ekki neinna boða, fer beint á Arnór og flýgur framhjá honum, leggur inn í gegnum teiginn og Matti teygir sig í boltann, hittir hann illa og það er vafi hvort þessi var inni.

Aðstoðardómarinn mat svo vera og gestirnir komnir yfir. .
20. mín
Inn:Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.) Út:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.)
Tognun aftan í læri sýnist mér. Arnór í bakvörðinn.
19. mín Gult spjald: Ernir Bjarnason (Leiknir R.)
Togaði Þóri niður og stoppaði skyndisókn.
17. mín
Aftur fara FH upp hægri vænginn sinn en Bjarki nær að hreinsa, upp úr þeirri hreinsun þá á Ágúst hörkuskot hátt yfir.

Á sama tíma kallar Gyrðir á Sigga þjálfara, heldur um lærið og biður um skiptingu.
15. mín
Leiknismenn hafa náð meiri tökum á boltanum og komnir ofar á völlinn.
11. mín
Ekki góðar fréttir fyrir heimamenn.

Daníel lagðist í völlinn, hefur fengið aðhlynningu og kemur að lokum aftur inn. Heldur um bakið hér þegar inná er komið.
10. mín
Uppleggið er klárt.

FH fær að vera með boltann, heimamenn sitja aftarlega og munu sæta færis að sækja hratt.
8. mín
Strax orðið ljóst að við sjáum merki vindarins á leikvellinum.

Mikill munur á því hvorn vænginn menn leita á. Fara undan vindinum.
6. mín
Össaheimildin með Leiknisliðið var auðvitað hárrétt.

Gestirnir stilla upp í 4231/442 eftir því hvort þeir sækja eða verjast.

Gunnar

Baldur - Pétur - Guðmundur - Hörður

Þórir - Björn

Jónatan - Ágúst - Lennon

Matthías.

Ágúst fer hiklaust upp í senterinn þegar sóknarmöguleikar eru í boði og þá er þetta 4-4-2.
4. mín
Fyrsta sókn FH og fínt færi, Jónataon kemst upp hægri vænginn og leggur hann út í teig þar sem Matti fær skotfæri en beint á Smit.
3. mín
Aftur stunga í gegnum FH vörniba en Nielsen snöggur út.
1. mín
Strax vænleg sókn hjá heimamönnum, stunga í gegnum vörnina og Sævar á ferðina, Pétur þarf last ditch tackle og bjargar.
1. mín
Leikur hafinn
Lagt af stað á Leiknisvelli.
Fyrir leik
Heimamenn unnu hlutkestið og velja að sækja í átt að Hólagarði.

Allir litir vanalegir hjá liðunum, dómararnir velja bláa boli og sokka í stíl.
Fyrir leik
Presley undir nálinni og liðin labba inná.

Þá hefst fjörið bráðum, augnpír og stuð framundan. Koma svo!!!
Fyrir leik
Áreiðanlegur Össa-heimildarmaður blaðamanns telur Leikni spila 4-3-3 í kvöld.

Guy

Gyrðir - Bjarki - Binni - Birgir

Árni

Emil - Ernir

Daníel - Sævar - Escobar.
Fyrir leik
Menn eru í miklu æfingastuði, mikið talað um fókus sem lykilatriðið.

Það eru svosem ekki nýjar fréttir. Fókus skiptir máli.
Fyrir leik
Það er svo krefjandi að vera að textalýsa í Breiðholti. Hin landlæga Breiðholtssól er í essinu sínu í kvöld eins og önnur kvöld og mun bjóða upp á pírð augu undirritaðs.

En við fyrirgefum henni það auðvitað, hún er jú á heimavelli í Holtinu - óhlutdrægt!
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, gerir þrjár breytingar frá leiknum gegn Val. Austmann bræður, þeir Dagur og Máni eru ekki í liðinu, Máni er á bekknum en Dagur er ekki klár í slaginn. Þá er Daði Bærings Halldórsson á bekknum. Inn í liðið koma þeir Sævar Atli Magnússon, Birgir Baldvinsson og Árni Elvar Árnason.

Logi Ólafsson, þjálfari FH, gerir tvær breytingar frá leiknum gegn KR. Inn í liðið koma þeir Baldur Logi Guðlaugsson og Björn Daníel Sverrison. Eggert Gunnþór Jónsson er á bekknum en Guðmann Þórisson er fjarri góðu gamni,
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Að venju stendur öllum til boða að henda inn orðræðu um þennan ágæta knattspyrnuleik.

Skutla því á twitter, setjamyllumerkið #fotboltinet inn i færsluna og hún gæti endað hér í þessari stórkostlegu textalýsingu!
Fyrir leik
Breytingar urðu á sóttvarnarreglum í vikunni svo að nú ætti að verða leyfilegt fyrir um 600 manns að mæta á völlinn, þ.e.300 í hvoru hólfi stúkunnar.

Aðstæður og veður eru alveg þannig að hægt er mæla með rúnti upp í 111 til að horfa á boltann.
Fyrir leik
Reglustjórnendateymi leiksins hefur verið valið.

Á flautunni er leikarinn Pétur Guðmundsson (flautuleikari altso en lögga í daglega lífinu), á flaggi og í eyra eru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Oddur Helgi Guðmundsson.

Maðurinn með varir, númer fjögur, er Egill Arnar Sigurþórsson og þeir munu sinna sínum störfum undir vökulu auga Guðmundar Sigurðssonar af Fylkisvöllum.
Fyrir leik
Í liði heimamanna er enginn leikmaður sem hefur spilað í hvítsvarta búningi FH en á meðal gestanna er uppalinn Leiknismaður.

Það er hann Vuk Oskar Dimitrijevic sem kemur á sinn gamla heimavöll. Þrátt fyrir að vera aðeins á sínu tuttugasta aldursári hefur strákur 61 leik og 17 mörk að baki fyrir Leiknismenn þegar hann labbar hér inn á völlinn í dag.
Fyrir leik
Liðin hafa í heildina leikið fjóra leiki í deildarkeppni frá upphafi og þar af tvo í efstu deild. Það var sumarið 2016 og unnu FH-ingar báða leikina, í Breiðholti fór 0-1 þar sem Steven Lennon skoraði djúpt í uppbótartíma.

Liðin áttust við þar á undan í næstefstu deild sumarið 1996 þar sem FH vann í Hafnarfirði en 1-1 jafntefli varð í Breiðholtinu.

Markaskorari Leiknis þann dag var hinn góðkunni sjúkraþjálfi Friðrik Ellert Jónsson!
Fyrir leik
Bæði þessi lið töpuðu í síðustu umferð.

Leiknismenn fengu á sig sigurmark í lok leiks síns við Valsmenn á útivelli en FH-ingar töpuðu 0-2 heima fyrir KR. Það var fyrsta tap þeirra í mótinu í ár.
Fyrir leik
Gestirnir gætu með sigri hæst náð upp í 2.sætið úr því fjórða hvar þeir sitja núna en tap gæti sett þá niður um eitt.
Fyrir leik
Fyrir leik kvöldsins sitja heimamenn í 7.sæti deildarinnar með 5 stig.

Með hagstæðustu niðurstöðu þeirra gætu þeir farið upp um eitt sæti með sigri en versta útkoma ef um tap yrði að ræða gæti sett þá niður í 9.sætið.
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld er liður í sjöttu umferð PepsiMax deildarinnar, henni lýkur í kvöld með þremur leikjum.

Gárungarnir góðu myndu telja umferðina líka þá næst síðustu í 7 umferða hraðmóti sem fer fram í maímánuði í deildinni, næstu leikir fara fram um helgina en svo verður keyrt inn í 12 daga hlé á deildinni.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og hjartanlega velkomin í Breiðholt Íslands þar sem í kvöld fer fram leikur heimamanna í Leikni og stórveldisins úr Hafnarfirðinum, FH.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
7. Steven Lennon
8. Þórir Jóhann Helgason
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson ('59)
11. Jónatan Ingi Jónsson
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('66)
23. Ágúst Eðvald Hlynsson

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
6. Eggert Gunnþór Jónsson
25. Einar Örn Harðarson
27. Jóhann Ægir Arnarsson
28. Teitur Magnússon
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('59)
34. Logi Hrafn Róbertsson ('66)

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Davíð Þór Viðarsson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Kári Sveinsson

Gul spjöld:
Björn Daníel Sverrisson ('26)
Hörður Ingi Gunnarsson ('40)
Pétur Viðarsson ('60)
Guðmundur Kristjánsson ('81)

Rauð spjöld: