Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
Keflavík
2
0
Breiðablik
Helgi Þór Jónsson '113 1-0
Davíð Snær Jóhannsson '121 2-0
23.06.2021  -  20:00
HS Orku völlurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Sunny Kef stendur undir nafni en lognið á smá ferð.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Sindri Kristinn Ólafsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
7. Davíð Snær Jóhannsson
9. Adam Árni Róbertsson ('64)
11. Helgi Þór Jónsson
16. Sindri Þór Guðmundsson
20. Christian Volesky ('64)
22. Ástbjörn Þórðarson
25. Frans Elvarsson (f)
28. Ingimundur Aron Guðnason
98. Oliver Kelaart ('104)

Varamenn:
3. Axel Ingi Jóhannesson
5. Stefán Jón Friðriksson
6. Óskar Örn Ólafsson
8. Ari Steinn Guðmundsson ('104)
10. Kian Williams ('64)
23. Joey Gibbs ('64)

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Jón Örvar Arason
Soffía Klemenzdóttir
Helgi Bergmann Hermannsson

Gul spjöld:
Ingimundur Aron Guðnason ('71)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það eru Keflvíkingar sem verða í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslit. Blikar sitja eftir með sárt ennið og geta grátið glötuð marktækifæri.
121. mín MARK!
Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
Davíð klárar þetta.

Ingimundur ber boltann upp, leggur hann í hlaupið fyrir Davíð sem sem klárar í annari tilraun.
120. mín
Sá ekki hverju Jóhann bætti við.

Blikar fá horn.
119. mín
Keflavík þarf að halda út í í mínútu enn.

Sindri Kristinn grípur langan bolta fram. Verið virkilega flottur í marki heimamanna.
118. mín
Alexander Helgi þrumar boltanum hátt yfir úr aukaspyrnunni.
116. mín
Blikar að flýta sér, Keflvíkingar taka sér tíma í allt.

Blikar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.

Er meiri dramatík í boði hér?
113. mín MARK!
Helgi Þór Jónsson (Keflavík)
Stoðsending: Kian Williams
Heimamenn eru komnir yfir!!!!!!!

Sofandaháttur í vörn gestanna. Kian kemst inn á teiginn vinstra meginn og leggur boltann út í teiginn í hlaupaleið Helga sem klárar í netið af stuttu færi.

Blikum refsað fyrir kæruleysi!!!!!!
112. mín
Anton Logi með skot af vítateigslínu en Sindri snöggur niður og ver vel.
111. mín
Enn fá Blikar horn

Boltinn á leið í bláhornið en Sindri kýlir boltann í annað horn.
109. mín
Inn:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) Út:Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðablik)
108. mín
Viktor Karl með skot í varnarmann og afturfyrir, Hornspyrna niðurstaðan. Hún er slök í gegnum allann teiginn og afturfyrir.
108. mín
Ari Steinn með tíma og pláss en fer rosalega illa með stöðuna og er of seinn að losa boltann svo hættan verður engin.
107. mín
Davíð Ingvars með skot í varnarmann eftir hornið.
106. mín
Blikar upp og fá hornspyrnu.

21 hornspyrna frá þeim.
106. mín
Seinni hálfleikur framlengingar hafinn
105. mín
Hálfleikur í framlengingu

Helst til bragðdauft þetta fyrra korter framlengingar. Aðar 15 eftir og svo vítaspyrnukeppni verði enn markalaust.
104. mín
Alexander Helgi með gott skot sem Sindri ver vel í horn.

Alexander verið manna frískastur hér í framlengingunni.
104. mín
Inn:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík) Út:Oliver Kelaart (Keflavík)
104. mín
Fyrirgjöf frá hægri beint í hendur Sindra. Menn ekkert sérlega líklegir hér þessa stundina.
102. mín
Keflavík fær hornspyrnu.
100. mín
Alexander Helgi með skot sem Sindri ver í horn.
Nett sjónvarpsvarsla hjá Sindra.

Annað horn.

Viktor Örn skallar það yfir markið.
98. mín
Það er hreinlega rosalega lítið að gerast í þessu. Sendingar að klikka á báða bóga.

Blikar þó sterkari eins og áður hefur komið fram.
95. mín
Einhver hefur gleymt að segja Ástbirni að hann sé búinn að spila tæplega 100 mínútur. Hleypur enn eins og á þeirri fyrstu.
94. mín
Blikar sem fyrr við stjórn en vörn Keflavíkur staðið vel til þessa í leiknum.
91. mín
Fyrri hálfleikur framlengingar hafinn

Gestirnir unnu uppkast nr.2 og hefja hér leik.
90. mín
Framlengt!

Flautað til loka venjulegs leiktíma og hér verður framlengt.
Snögg pása og 2x15 taka við.
90. mín
93:30

Keflavík á aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Blika.
90. mín
+3

Aðeins mínúta til stefnu og Keflavík á markspyrnu.
90. mín
+2

Sindri Þór með rosalegan sprett upp völlinn en skot hans beint á Anton í marki Blika.
90. mín
90+1

Erum við að fara í framlengingu hér eða fáum við dramatík?
90. mín
Gestirnir fá horn.
84. mín
Heimamenn fá horn. Farið að styttast í annann endann á venjulegum leiktíma.
83. mín
Ástbjörn vinnur boltann við teig Blika og keyrir að marki, Blikar komast fyrir með herkjum.
82. mín
Alexander Helgi með skot framhjá.
81. mín
Skotið úr aukaspyrnunni beint í pönnuna á Frans sem harkar þetta þó af sér og virkar í lagi.
79. mín
Höskuldur fær hér gríðarlega ódýra aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Frans einfaldlega sterkari og stígur hann út en Jóhann flautar.
77. mín
Ingimundur liggur á vellinum og þarfnast aðhlynningar, virðist hafa fengið laglegt högg í andlitið þarna eftir að boltinn var farinn.
75. mín
Inn:Benedikt V. Warén (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
75. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
74. mín
Heimamenn stálheppnir þegar boltinn lekur í gegnum teiginn og afturfyrir, Sofandaháttur í varnarleik Keflavíkur og vel staðsettur Bliki hefði getað sett boltann í netið.
71. mín Gult spjald: Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)
Gult fyrir peysutog á miðjum vellinum.
67. mín
Oliver með skot hátt yfir markið af talsverðu færi. Ekki viss um að boltinn sé lentur ennþá.
66. mín
Jú jú einu sinni enn. Blikar fá horn.
65. mín
Frans með skalla framhjá eftir aukaspyrnu.
64. mín
Inn:Joey Gibbs (Keflavík) Út:Christian Volesky (Keflavík)
Framherjum skipt út hjá Keflavík.
64. mín
Inn:Kian Williams (Keflavík) Út:Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
Framherjum skipt út hjá Keflavík.
62. mín
Blikarnir fá hornspyrnu.
61. mín
Það er rólegt yfir þessu. Blikarnir halda boltanum mun betur en ekkert verið að skapa sér af viti að undanförnu.
55. mín
Flott útfærsla á aukaspyrnunni, Maggi rétt missir af boltanum sem endar að lokum hjá Antoni.
53. mín
Sindri Þór með fína fyrirgjöf sem gestirnir skalla í horn.
50. mín
Keimlíkt í upphafi seinni hálfleiks og þeim fyrri. Blikar stýra leiknum.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimamenn hefja leik hér í síðari hálfleik.
45. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
45. mín
Inn:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) Út:Damir Muminovic (Breiðablik)
Viktor hefur greinilega ekki meiðst í upphitun því hann er mættur hér.
45. mín
Hálfleikur
Jóhann flautar til hálfleiks hér í Keflavík. Gestirnir verið ívið sterkara liðið hér í dag en ekki tekist að nýta sín færi. Keflavík þó alls ekki verið slakt og fengið sín færi.
43. mín
Oliver með skot en en Sindri ver í horn.
42. mín
Adam nær fæti í boltann eftir spyrnuna en Anton ekki í nokkrum vandræðum.
42. mín
Sindri Þór með laglega takta og sækir aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu fyrir Keflavík.
40. mín
Blikar að fá sitt 12 horn. Nr 17 alls í hálfleiknum
36. mín
Viktor Karl með fyrirgjöf/skot sem smellur í stönginni. Menn verið duglegir að finna markrammann í kvöld en það telur ekki neitt.
34. mín
Þvaga í teignum eftir hornið en Volesky nær ekki góðu skot af stuttu færi og boltinn framhjá.
33. mín
Heimamenn fá horn.
31. mín
Liggur á heimamönnum núna, Blikar með 3 horn í röð,
29. mín
Blikar fá hornspyrnu.
27. mín
Oli Kelaart með fyrirgjöf frá vinstri, Adam Árni nær skallanum sem svífur yfir Anton og smellur í stönginni! Volesky nær frákastinu en boltinn dæmdur út af.

Aðstoðardómarinn hér með þetta allt á hreinu.
23. mín
Hvernig er Breiðablik ekki búið að skora!!!!!!!
Sindri ver skalla úr teignum eftir hornið, boltinn á Höskuld sem setur hann aftur fyrir á kollinn á Árna sem skallar í stöng, boltinn þaðan á Damir sem á skot úr markteignum sem Ástbjörn bjargar á línu!
22. mín
Dauðafæri í teig Keflavíkur en Sölvi hittir ekki boltann!
Heimamenn bjarga í horn.
17. mín
Adam Árni kemst inn á teiginn vinstra megin eftir að heimamenn vinna boltann hátt. Nær fínasta skoti en rétt framhjá stönginni. Heimamenn verið hressir.
15. mín
Fínast bolti fyrir skallaður afturfyrir í annað horn.
14. mín
Ástbjörn með langan sprett og vinnur horn.
13. mín
Sölvi að sleppa í gegn en Sindri bjargar á síðustu stundu með úthlaupi, var samt hikandi að fara af stað en bjargar.
12. mín
Heimamenn fá hornspyrnu.
10. mín
Sölvi Snær með lúmska fyrirgjöf frá hægri en enginn mættur í boxið.
8. mín
Hröð sókn Blika leiðir af sér hornspyrnu.
6. mín
Volesky kemur boltanum í netið en löngu eftir að Jóhann flautar brot.
5. mín
Sölvi Snær sendur í gegn en mér sýnist Ástbjörn ná tæklingunni, með herkjum þó.
4. mín
Blikar mun ákveðnari hér í upphafi.
1. mín
Blikar bruna upp og vinna hornspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Óvænt úrslit hafa litið dagsins ljós í Mjólkurbikarnum þetta árið. ÍR úr 2.deild sló út lið ÍBV með 3-0 sigri í Breiðholti.
Eyjamenn þurfa þó ekki að örvænta því KFS undir stjórn Gunnars Heiðars Þorvaldssonar sló út Lengjudeildarlið Víkings Ó svo enn er möguleiki á bikarævintýri á eyjunni fögru.
Fyrir leik
Breyting á liði Blika

Blikar hafa breytt liði sínu frá upprunalegri skýrslu. Viktor Örn Margeirsson hefur líklega meiðst í upphitun og kemur Damir Muminovic inn í liðið í hans stað. Viktor fær sér þó sæti á bekknum.
Fyrir leik
Liðin

Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðar. Heimamenn í Keflavík gera fjórar breytingar á liðinu sem vann Leikni um síðastliðna helgi. Nacho Heras, Kian Williams, Joey Gibbs og Dagur Ingi Valsson fara út fyrir þá Adam Árna Róbertsson, Helga Þór Jónsson, Christian Volesky og Oliver Kelaart.
Breiðablik gerir að sama skapi fjórar breytingar á sínu liði eftir sigurinn á FH. Damir Muminovic, Alexandar Helgi Sigurðarson, Jason Daði Svanþórsson og Kristinn Steindórsson víkja úr byrjunarliðinu fyrir þá Oliver Sigurjónsson, Andra Rafn Yeoman, Finn Orra Margeirsson og Sölva Snæ Guðbjargarson.

Gaman að sjá að Davíð Örn Atlason er mættur á varamannabekk Blika en hann hefur aðeins verið í hópnum einu sinni síðan hann kom til liðsins frá Víkingum fyrir tímabilið enda verið að glíma við meiðsli.

Fyrir leik
Róteringar á liðunum

Það má vel búast við því að bæði lið geri fjölmargar breytingar og hvíli menn frá síðustu deildarleikjum. Leikjaálag hefur verið talsvert hjá liðunum og með þáttöku Blika í Evrópukeppni fer það ekkert minnkandi.
Fyrir leik
Mættust í fyrra

Þessi lið eru að mætast annað árið í röð í 32 liða úrslitum bikarsins. Fyrir ári síðan nánast upp á dag mættust liðin í stórskemmtilegum leik á Kópavogsvelli þar sem Blikar höfðu að lokum sigur 3-2. Stefán Ingi Sigurðarson kom Blikum yfir í fyrri hálfleik en Rúnar Þór Sigurgeirsson jafnaði metin á 50.mínútu með marki beint úr hornspyrnu. Kian Williams kom Keflavík yfir eftir rúmlega klukkustundar leik en Kristinn Stendórsson gerði tvö mörk á síðustu 10 mínútum leiksins og tryggði Blikum farseðill í 16 liða úrslit. Blikar fóru að endingu áfram í 8 liða úrslit þar sem þeir féllu úr leik gegn KR en mótinu var þó aldrei lokið af ástæðum sem engin nennir að heyra nokkurn skapaðan hlut um lengur.

Bæði lið hafa orðið Bikarmeistarar á þessari öld. Blikar árið 2009 þegar liðið lagði Fram eftir vítaspyrnukeppni og Keflavík árin 2004 og 2006 þar sem liðið lagði KA annars vegar og hins vegar KR í úrslitum. Breiðablik komst sömuleiðis í úrslitaleikinn árið 2018 þar sem liðið beið lægri hlut fyrir Stjörnunni eftir vítaspyrnukeppni.


Fyrir leik
Aðrir leikir

22.06
KF-Haukar 1-2
Þór-Grindavík 2-1
Völsungur-Leiknir F.1-1 (2-1 eftir frl.)

23.06
18:00 KFS-Víkingur Ó. (Hásteinsvöllur)
18:00 ÍR-ÍBV (Hertz völlurinn)
18:00 Stjarnan-KA (Samsungvöllurinn)
18:00 Afturelding-Vestri (Fagverksvöllurinn Varmá)
19:15 FH-Njarðvík (Kaplakrikavöllur)
19:15 HK-Grótta (Kórinn)
19:15 Augnablik-Fjölnir (Fífan)
19:15 ÍA-Fram (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Keflavík-Breiðablik (HS Orku völlurinn)

24.06
18:00 Víkingur R.-Sindri (Víkingsvöllur)
19:15 Fylkir-Úlfarnir (Würth völlurinn)
19:15 Valur-Leiknir R. (Origo völlurinn)
19:15 Kári-KR (Akraneshöllin)
Fyrir leik
Bikarkvöld

Gott kvöld kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Breiðabliks í 32.liða úrslitum Mjólkurbikars karla.


Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('75)
4. Damir Muminovic ('45)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Árni Vilhjálmsson
11. Gísli Eyjólfsson ('45)
18. Finnur Orri Margeirsson
18. Davíð Ingvarsson
19. Sölvi Snær Guðbjargarson ('109)
30. Andri Rafn Yeoman ('75)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('45)
10. Kristinn Steindórsson
13. Anton Logi Lúðvíksson ('109)
21. Viktor Örn Margeirsson ('45)
24. Davíð Örn Atlason ('75)
31. Benedikt V. Warén ('75)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Alex Tristan Gunnþórsson
Ásdís Guðmundsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: