Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
ÍA
2
1
Valur
1-0 Sebastian Hedlund '49 , sjálfsmark
2-0 Johannes Vall '65 , sjálfsmark
2-1 Kaj Leo í Bartalsstovu '73
17.07.2021  -  16:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Ellefu gráðu hiti, sólin kíkir inn á milli og það er smá gola á Akranesi.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Sindri Snær Magnússon (ÍA)
Byrjunarlið:
Gísli Laxdal Unnarsson
1. Árni Marinó Einarsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
7. Sindri Snær Magnússon ('77)
8. Hallur Flosason ('26)
9. Viktor Jónsson (f) ('77)
10. Steinar Þorsteinsson
18. Elias Tamburini
19. Ísak Snær Þorvaldsson
44. Alex Davey
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('66)

Varamenn:
4. Aron Kristófer Lárusson ('66)
4. Hlynur Sævar Jónsson ('26)
14. Ólafur Valur Valdimarsson
16. Brynjar Snær Pálsson ('77)
19. Eyþór Aron Wöhler ('77)
20. Guðmundur Tyrfingsson

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Dino Hodzic
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson

Gul spjöld:
Alex Davey ('53)
Jón Gísli Eyland Gíslason ('56)
Aron Kristófer Lárusson ('72)
Árni Marinó Einarsson ('82)
Brynjar Snær Pálsson ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍA vinnur Val 2-1!!!!!!

Viðtöl og skýrsla koma inn seinna í kvöld.
95. mín
Skagamenn eiga útspark. Þetta er að hafast fyrir heimamenn!
95. mín
Skagamaður liggur eftir. Jói Kalli er brjálaður að leikurinn var ekki stoppaður fyrr.

Valsarar ósáttir að leikurinn var stöðvaður yfir höfuð. Það var Sindri Snær sem lá.
94. mín
PATRICK PEDERSEN Í DAUÐAFÆRI EN BOLTINN Í STÖNGINA!!!!!
94. mín Gult spjald: Brynjar Snær Pálsson (ÍA)
93. mín
Orri brýtur á Eyþóri. ÍA á aukaspyrnu á hægri kantinum.

Er ÍA að ná í sinn annan sigur í deildinni í sumar!!?
92. mín
Heimamenn tóku hornið stutt en voru fljótir að missa boltann.
91. mín
Aron Kristófer í dauðafæri en Hannes Þór ver, geggjuð sending inn á Aron frá Ísaki.

ÍA á horn.
91. mín
Sverrir Páll með skalla í átt að marki Skagans en Árni Marinó handsamar þennan bolta.
91. mín
Fimm mínútum bætt við!
89. mín
Kaj Leo með hörkuskot en það fer framhjá!
88. mín
Sverrir sagður hafa brotið á Óttari. Þetta var ódýrt. ÍA fær aukaspyrnu inn á eigin vítateig.
88. mín
Guðmundur Andri fellur við vítateig ÍA, ekkert dæmt.
87. mín
ÍA fær aðra hornspyrnu. Patrick skallar boltann aftur fyrir.
86. mín
Inn:Sverrir Páll Hjaltested (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
86. mín
ÍA fær aðra hornspyrnu. Þarna var færi, ÍA í hættulegri skyndisókn.
85. mín
ÍA á hornspyrnu.

Hlynur Sævar með skallann eftir fyrirgjöf frá Gísla Laxdal. Hannes fær þennan beint og laust á sig.
82. mín Gult spjald: Árni Marinó Einarsson (ÍA)
Gult spjald fyrir að tefja.
82. mín
Valur á hornspyrnu.

Hendi dæmd á Patrick eftir spyrnuna frá Kaj.
80. mín
Aron Kristófer reynir að láta vaða en Guðmundur Andri er á undan í boltann og Aron brýtur á Andra við vítateig Vals.
80. mín
Gísli gerir frábærlega að vinna hornspyrnu fyrir ÍA. Þvílík vinnsla.
79. mín
Valsmenn fá hornspyrnu.
77. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (ÍA) Út:Viktor Jónsson (ÍA)
77. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (ÍA) Út:Sindri Snær Magnússon (ÍA)
76. mín
Virkilega fín sókn hjá Val og Guðmundur Andri kemst í frábært færi eftir sendingu frá Patrick. Davey hendir sér fyrir og bjargar því að þessi fari á markið.
76. mín
Aron Kristófer með laust skot sem Hannes er ekki í neinum vandræðum með.
75. mín
Orri Sigurður með sendingu inn á teiginn sem Alex skallar í burtu. Kiddi brýtur svo á Sindra Snæ.
74. mín
Patrick me skalla en boltinn ekki á markið. Guðmundur Andri reynir einhverja loftfimleika í kjölfarið en sókn Vals rennur út í sandinn.
73. mín MARK!
Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur)
Stoðsending: Haukur Páll Sigurðsson
Laglega gert. Haukur Páll fékk endalausan tíma inn á teignum. Lagði boltann á Kaj Leo og Kaj smellti boltanum upp í vinstra markhornið.

2-1 og rúmt korter eftir.
72. mín Gult spjald: Aron Kristófer Lárusson (ÍA)
72. mín
Aron Kristófer fer í Hannes Þór við akkúrat enga hrifningu landsliðsmarkvarðarins sem lætur Aron heyra það.
69. mín
Steinar Þorsteinsson er að ljúka leik held ég. Sest niður í vítateig Vals.
67. mín
Kaj Leo með fyrirgjöfina fyrir og það er Guðmundur Andri sem á skalla sem fer í þverslána!!!!! Af henni fer boltinn svo yfir mark ÍA.

Óttar Bjarni liggur eftir í smástund en stendur svo upp. Fékk Hauk Pál í sig.
66. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (ÍA) Út:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
65. mín SJÁLFSMARK!
Johannes Vall (Valur)
Stoðsending: Sindri Snær Magnússon
ÍA ER KOMIÐ Í 2-0!!!!!!

Langt innkast inn á teiginn, ég sé ekki hovrt að það er Hlynur Sævar eða Viktor sem á mögulega flikkið inn á teignum eftir innkast frá Alex Davey og Sindri er mættur á fjær og skorar með föstu skoti af stuttu færi. Johannes Vall reynir að bjarga en nær því ekki rétt fyrir framan marklínuna.

Skotið frá Sindra var á leiðinni framhjá og því er þetta sjálfsmark!
64. mín Gult spjald: Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Missti boltann klaufalega til Jóns Gísla og varð að stoppa hann svo Jón færi ekki einn í gegn.
63. mín
Kaj Leo með þrumuskot í stöngina!!!!

Það er stórsókn í gangi. Valsmenn eru að fá aðra hornspyrnu. Skagamönnum tókst ómögulega að hreinsa eftir síðustu hornspyrnu.
63. mín
Valsmenn fá hornspyrnu.
61. mín
ÍA á hornspyrnu.

Hannes Þór grípur boltann og kemur honum fljótt út til vinstri.
60. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
60. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
60. mín
Inn:Haukur Páll Sigurðsson (Valur) Út:Almarr Ormarsson (Valur)
59. mín
Úff Sindri Snær með alvöru leikþátt. Fær samt aukaspyrnu. Mögulega smá snerting en hvernig Sindri datt hahahaha.

Þetta var alvöru sýning.
58. mín
Valur á hornspyrnu!

Skagamenn koma þessu í burtu. Sýnist það vera Hlynur Sævar á nærstönginni.
57. mín
Valsmenn að undirbúa þrefalda skiptingu sýnist mér.

Guðmundur Andri, Haukur Páll og Kaj Leo að koma inn á.
56. mín Gult spjald: Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
,,Af hverju í fjandanum spjaldaði hann ekki á svona brot hjá Val í fyrri hálfleik," segir Jói Kalli við fjórða dómara.

Jón Gísli er kominn í bann. Hann braut á Johannes við miðlínu.
55. mín
Köhler með hræðilega sendingu út á hægri vænginn, fyrir aftan öll hlaup og ÍA á innkast.
55. mín
Sigurður Egill með skotið úr aukaspyrnunni en það beint í vegginn og Skagamenn hreinsa.
53. mín Gult spjald: Alex Davey (ÍA)
Brýtur á Kidda við vítateig ÍA. Jói Kalli ósáttur með sinn mann og vill að hann þrumi boltanum í burtu. Kiddi vann boltann af Davey þegar hann var að dútla eitthvað með boltann nálægt miðjunni.
52. mín
Viktor liggur eftir eftir návígi við Orra Sigurð. Túfa vill að leikurinn haldi áfram.
51. mín
Atgangur inn á teig Skagans en Árni Marinó gerir vel að henda sér á boltann áður en Almarr nær að komast í lausan bolta.
49. mín SJÁLFSMARK!
Sebastian Hedlund (Valur)
Stoðsending: Gísli Laxdal Unnarsson
Gísli með hornspyrnuna og SEbastian einfaldlega skallar boltann í eigið net. Hannes reynir að skutla sér á boltann en nær ekki að verja.
49. mín
ÍA fær annað horn. Sindri Snær með tilraun sem fer í varnarmann og aftur fyrir.
49. mín
Orri Sigurður hreinsar innkast Davey í horn.
48. mín
Boltinn yfir allan pakkann og ÍA á innkast hinu megin.
48. mín
ÍA fær hornspyrnu. Sebastian er kominn aftur inn á.
47. mín
Sindri vill meina að þessi bolti hefði farið í skeytin ef ekki hefði verið fyrir Sebastian.
46. mín
Sindri Snær með þrumuskot sem Sebastian fær í höfuðið.

Leikurinn stöðvaður og Seba fær aðhlynningu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Engar breytingar á liðunum í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Johannes með fyrirgjöf sem Birkir Már kemst í en nær ekki að koma góðri tilraun á mark heimamanna. Það er markalaust í hálfleik og leikurinn ekki sá rismesti!

Hálfleikur.
45. mín
45+4

Valur á innkast hátt á vallarhelmingi ÍA.
Almarr kemst í boltann og leggur hann út á Birki Má en eftir fyrirgjöf Birkis rennur sóknin út í sandinn.
45. mín
45+3

Andri reynir bakfallsspyrnu en hittir ekki boltann eftir fyrirgjöf frá Sigurði Agli.

Birkir Már á svo tilraun sem fer í varnarmann. Vel varist inn á teignum.
45. mín
45+2

Smá atgangur inn á teig ÍA en heimamenn ná svo að hreinsa.
45. mín
45+1

Óttar brýtur á Kidda á miðjum vallarhelmingi ÍA. Köhler og Sigurður Egill standa yfir boltanum.
45. mín
45+1

Fimm mínútum bætt við fyrri hálfleikinn!
43. mín
Jón Gísli með flottan bolta fyrir, Steinar er einn í svæði inn á teig Vals og reynir að flikka boltanm framhjá og yfir Hannes en tilraunin fer ekki á markið. Laglega útfærð snörp sókn hjá ÍA en slúttið ekkert sérstakt.
41. mín
Jón Gísli með háan bolta fyrir sem Hannes er í ekki neinum vandræðum með.
41. mín
ÍA fær nokkur innköst núna á stuttum kafla og Davey grýtir þeim inn á teiginn. Ekkert merkilegt komið upp úr þessu til þessa.
39. mín
Jón Gísli með hornspyrnuna, Valsarar hreinsa í innkast.
39. mín
Steinar Þorsteins með boltann inn á teiginn, Ísak Snær skallar að marki en Hannes ver boltann yfir.
38. mín
Elias með sendingu á fjær og boltinn fer yfir alla og á Jón Gísla. Jón Gísli gefur fyrir en Almarr hreinsar.

Í kjölfarið tekur Johannes boltann með hendi og ÍA á aukaspyrnu á hægri kantinum.
38. mín
Ísak Snær með fyrirgjöf frá hægri en Orri Sigurður hreinsar.
36. mín
Viktor liggur eftir eftir viðskipti við Sigurð Egil. Viktor heldur um höfuðið á sér.

Viktor fékk aðhlynningu og var fljótur að ná sér.
36. mín
Valur á hornspyrnu.

Alex Davey skallar fyrirgjöfina frá Köhler í burtu.
35. mín
Patrick er staðinn upp og Sindri klappar honum á öxlina. Sýnist Patrick ætla að halda leik áfram.
33. mín
Patrick Pedersen liggur eftir og heldur um andlitið á sér. Hann lenti í návígi við Sindra Snæ. Danski framherjinn fær aðhlynningu.
31. mín
Kristinn með fyrirgjöf en Árni Marinó grípur boltann.

Góð tækling svo frá Köhler þegar Gísli Laxdal ætlaði að gera atlögu að varnarlínu Vals í skyndisókn. Christian vinnur boltann og Valsmenn ná boltanum.
30. mín
Birkir Már brýtur á Gísla og Skagamenn höfðu eitthvað til síns máls þegar þeir báðu um gult spjald þarna!
27. mín
Fyrirgjöf frá Köhler inn á teiginn sem skölluð er út fyrir og Sigurður Egill reynir skot sem Árni grípur.

ÍA keyrir upp í skyndisókn. Gísli Laxdal kemst einn á móti Andra og kemst framhjá hounum við endalínuna, Gísli á sendingu fyrir en ekkert kemur upp úr þessu, hittir ekki á Steinar inn á teignum og Valsmenn hreinsa.
27. mín
Ísak Snær brýtur á Johannesi. Valur á aukaspyrnu á vinstri kantinum.
26. mín
Inn:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA) Út:Hallur Flosason (ÍA)
Hallur getur ekki haldið leik áfram.
26. mín
Hallur er staðinn upp og er klappað fyrir honum.
24. mín
Liðin funda á meðan Hallur liggur. Líklegt að hann sé að fara af velli.
23. mín
Hallur liggur eftir og þarf á aðhlynningu að halda. Hann lenti í samstuði við Orra Sigurð.
21. mín
Valur fær sína fyrstu hornspyrnu.

Boltinn frá Sigurði Agli yfir allan pakkann og í innkast.
20. mín
Patrick með skot rétt fyrir utan teig sem fer framjá fjærstönginni. Patrick vill meina að skotið hafi farið af Óttari en Jóhann Ingi bendir í átt að marki ÍA og Árni Marinó tekur markspyrnu.

Valsmenn eru að taka stjórnina hérna.
19. mín
Sebastian með sendingu ætlaða Birki Má en Árni Marinó á tánum og mætir út og hirðir þennan bolta.
18. mín
Almarr aftur í boltanum inn á teig ÍA. Reynir fyrirgjöf en Davey hreinsar.
16. mín
Atgangur inn á vítateig ÍA!!

Kristinn Freyr með frábæra sendingu út á Birki Má sem kemur með flotta fyrirgjöf. Sigurður Egill nær til boltans, leggur hann út á Almarr sem á skot sem fer í Hall sýnist mér.

Þetta var lagleg sókn hjá Val.
15. mín
ÍA fær sína þriðju hornspyrnu.

Gísli tekur þessa spyrnu og Davey kemst í boltann en svo vinnur Sebastian hann og hreinsar.
13. mín
Boltinn í hödnna á Christian og Steinar vill fá spjald á þetta. Sá danski sleppur. ÍA á aukaspyrnu á miðjum velli.
13. mín
Snögg sókn hjá Val sem endar á fyrirgjöf frá Patrick. Boltinn frá honum yfir allan pakkann. Patrick vildi meina að Alex hafi eitthvað stuggað við sér en það var ekkert í þessu.
12. mín
Kiddi reynir að finna Andra í gegn en boltinn of langur og Árni Marinó handsamar boltann.
10. mín
ÍA á hornspyrnu.

Jón Gísli með boltann á nærstöngina og Hallur reynir að koma boltanum á markið eða fyrir markið en boltinn yfir mark Vals.
8. mín
Patrick finnur Kidda í gegn en hann er í þröngri stöðu. Kiddi leggur boltann út á Sigurð Egil sem á fyrirgjöf sem Sindri skallar í burtu.

Lítil hætta þarna.

Svo eiga Valsarar háa sendingu utan af kanti á Sigurð Egil sem hann reynir að komast í og skallar aftur fyrir.
7. mín
Boltinn út af vellinum og Jói Kalli tekur við honum. Köhler ætlar að taka innkast og fær annan bolta en Jói rúllar boltanum sem hann tók við inn á völlinn aftur.

Jóhann Ingi aðvarar Jóa Kalla: ,,Ekki aftur!"
4. mín
Gísli Laxdal með skot eftir langt innkast frá Alex Davey en það er mjög laust og Hannes í engum vandræðum.
4. mín
ÍA fær fyrsta horn leiksins.

Jón Gísli tekur hornið og Óttar Bjarni er fyrstur á boltann en nær ekki að koma skoti á mark Vals.
3. mín
Andri Adolphs brýtur á Elias og Skagamenn vilja gult spjald.
2. mín
Lið Vals:
Hannes
Birkir - Sebastian - Orri - Johannes
Almarr - Christian
Andri - Kristinn - Sigurður
Patrick
1. mín
Lið ÍA:
Árni
Hallur - Óttar - Alex - Elias
Sindri
Ísak -Steinar
Jón Gísli --- Gísli
Viktor
1. mín
Leikur hafinn
ÍA byrjar með boltann.
Fyrir leik
Hannes Þór Halldórsson er fyrirliði Vals þar sem Haukur Páll er á bekknum og varafyrirliðinn Rasmus er í banni.
Fyrir leik


Jóhann Ingi Jónsson dæmir leikinn í dag.
Fyrir leik
ÍA spilar í gulum treyjum og svörtum stuttbuxum. Valur spilar í rauðum treyjum og hvítum stuttbuxum.
Fyrir leik
Ellefu gráðu hiti, sólin kíkir inn á milli og það er smá gola á Akranesi.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár:

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, gerir fjórar breytingar frá leiknum gegn Leikni. Wout Droste er ekki í leikmannahópi ÍA og þeir Aron Kristófer Lárusson og Hlynur Sævar Jónsson taka sér sæti á bekknum. Morten Beck Andersen er farinn til baka í FH en hann var á láni. Inn í liðið koma þeir Jón Gísli, Hallur, Elias Tamburini og Alex Davey snýr til baka eftir leikbann.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gerir fjórar breytingar frá leiknum gegn Dinamo. Þeir Birkir Heimisson og Rasmus Christiansen taka út leikbann á meðan þeir Sverrir Páll Hjaltested og Guðmundur Andri Tryggvason taka sér sæti á bekknum. Inn koma Orri Sigurður, Almarr, Andri Adolphsson og Patrick Pedersen. Skagamennirnir Arnór Smárason og Tryggvi Hrafn Haraldsson eru á bekknum.
Fyrir leik
Leikmenn í banni og úr banni:

Alex Davey, leikmaður ÍA, tók út leikbann í síðasta leik og verður líklega með í dag.

Þeir Birkir Heimisson og Rasmus Christiansen hjá Val taka út leikbann í leiknum í dag. Líklega koma þeir Orri Sigurður Ómarsson og Haukur Páll Sigurðsson inn í lið Vals í stað Birkis og Rasmus.
Fyrir leik
Rosalega vond orka
,,Leikur Skagamanna í heild sinni... maður sá ekkert leikplan hjá þeim," sagði Elvar Geir Magnússon í nýjasta þætti Innkastsins. ,,Þeir gerðu bara eitthvað," sagði Tómas Þór.

,,Þetta er lið í deildinni sem langminnst með boltann, langneðst í 'possession' tölum, þeir eru ekki að fá nein stig, leikmenn eru engu að skila og útlitið er hrikalega dökkt. Þeir eru komnir með annan fótinn og nokkrar tær í viðbót niður í Lengjudeildina," sagði Elvar Geir jafnframt.

,,Það er rosalega vond orka í kringum þetta hjá þeim. Þegar maður fer í gegnum nafnalistann eru fínustu leikmenn þarna," sagði Ingólfur.

,,Hverjir? Hverjir eru góðir 2021?" spurði Tómas og hélt áfram:

,,Ég mun aldrei segja neitt vont um Viktor Jónsson, en eftir að ég lofaði hann mikið í Blikaleiknum um daginn þá hefur hann lítið gert. Sindri Snær hefur verið í meiðslum og ekki upp á sitt besta síðustu árin, Óttar Bjarni hefur dalað, þessi Davey getur ekki neitt, þeir eru í markvarðarbrasi, bakverðirnir eru ekki góðir. Þessir ungu strákar eru sprækir en þetta eru ekki Bjarki Steinn, Stefán eða Tryggvi. Þeir eru nokkrum þrepum fyrir neðan."

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, hefur talað um að hann sé sáttur með hópinn. ,,Það er mitt hlutverk að ná meira út úr þessum hópi. Ég hef gríðarlega trú á þessum strákum. Við ætlum ekki að enda á botninum í þessari deild," sagði hann eftir naumt tap gegn Víkingum í síðustu viku.

,,Ég veit ekki af hverju það er verið að tala um að þetta sé gott lið á pappír, mér finnst þeir ekkert svakalega góðir," sagði Tómas Þór í Innkastinu.

Jói Kalli þjálfari ÍA
Fyrir leik
Morten Beck farinn í FH
FH kallaði í gær Morten Beck Andersen til baka úr láni frá ÍA. Morten tókst ekki að skora í níu deildarleikjum með ÍA fyrri hluta tímabilsins en skoraði í eina bikarleiknum til þessa.
Fyrir leik
ÍA:
Heimamenn eru í botnsæti deildarinnar, hafa fengið eitt stig í síðustu fimm leikjum og eru sex stigum frá tíunda sætinu. Í síðasta leik, gegn Leikni, tapaði ÍA 2-0 á Domusnova á mánudag.

ÍA er með sex stig og hefur unnið einn leik í sumar.

,,Við getum kannski ekki verið að horfa svo langt akkúrat núna en taflan lýgur ekki. Við höfum ekki verið nógu góðir og í alltof mörgum leikjum hefur andstæðingurinn verið betri en við.Stigasöfnunin sýnir að við erum í mikilli brekku og það er gríðarlegt mótlæti hjá okkur. Okkur hefur fundist sumir leikir stöngin út að einhverju leiti en það eru bara við sem getum breytt því og í svona mótlæti verða oft til alvöru leiðtogar." sagði Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, eftir leikinn gegn Leikni.

Gísli Laxdal Unnarsson er markahæstur í sumar með þrjú mörk. Þeir Viktor Jónsson, Ísak Snær Þorvaldsson og Þórður Þorsteinn Þórðarson eru næstmarkahæstir með tvö mörk.
Fyrir leik
Valur:
Íslandsmeistarararnir eru í toppsæti deildarinnar fyrir umferðina með fjögurra stiga forskot á Víking og Breiðablik, Blikar eiga þó leik til góða.

Valur hefur náð í tíu stig í síðustu fimm deildarleikjum og vannst 2-0 sigur gegn FH þann 1. júlí í síðasta deildarleik. Síðan hefur liðið mætt Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni en tapaði báðum þeim leikjum (3-2 í Króatíu og 0-2 á Origo vellinum á þriðjudag). Valur mætir næst Bodö/Glimt í einvígi í 2. umferð Sambandsdeildarinnar en tapliðin í Meistaradeildinni fara í Sambandsdeildina.

Patrick Pedersen er markahæsti leikmaður liðsins í deildinni með fimm mörk. Sigurður Egill Lárusson er næstmarkahæstur með þrjú mörk.
Fyrir leik
Óskar Már Alfreðsson hjá Domusnova, El Normale eða Sá venjulegi, er spámaður 13. umferðar Pepsi Max-deildarinnar. Hann spáir mjög öruggum útisigri.

ÍA 0 - 6 Valur
Valur tekur létta æfingu. Guðmundur Andri verður með þrennu - Jói Kalli látinn fara eftir leik og Siggi Jóns mætir á svæðið.

Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá Norðurálsvellinum á Akranesi. Þar mætast ÍA og Valur í 13. umferð Pepsi Max-deildarinnar og hefst leikurinn klukkan 16:00.

Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
3. Johannes Vall
4. Christian Köhler
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f) ('86)
11. Sigurður Egill Lárusson ('60)
17. Andri Adolphsson ('60)
20. Orri Sigurður Ómarsson
33. Almarr Ormarsson ('60)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
8. Arnór Smárason
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('60)
15. Sverrir Páll Hjaltested ('86)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('60)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Halldór Eyþórsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Guðmundur Andri Tryggvason ('64)

Rauð spjöld: