Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Keflavík
2
0
Breiðablik
Joey Gibbs '44 1-0
Frans Elvarsson '47 2-0
2-0 Thomas Mikkelsen '54 , misnotað víti
25.07.2021  -  19:15
HS Orku völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: 10 stiga hiti, þungt yfir og stífur vindur á annað markið.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
7. Davíð Snær Jóhannsson ('59)
10. Kian Williams
16. Sindri Þór Guðmundsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson (f)
28. Ingimundur Aron Guðnason
86. Marley Blair ('87)

Varamenn:
8. Ari Steinn Guðmundsson
9. Adam Árni Róbertsson ('59)
10. Dagur Ingi Valsson ('87)
11. Helgi Þór Jónsson
20. Christian Volesky
98. Oliver Kelaart

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Óskar Rúnarsson
Helgi Bergmann Hermannsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Óvæntur sigur Keflavíkur á Breiðabliki staðreynd. Annar sigur liðsins á Blikum hér á HS Orku vellinum í sumar því þeir slógu þá einnig út úr Mjólkurbikarnum 2 - 0. Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
93. mín
Komið á lokamínútuna og Breiðablik á horn.
92. mín
Sindri Þór í góðu færi í teignum en Anton Ari varði.
92. mín
Þetta er að fjara út. Keflavík með boltann og lítið eftir.
90. mín
Þremur mínútum bætt við venjulegan leiktíma.
87. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (Keflavík) Út:Marley Blair (Keflavík)
87. mín
Mikkelsen slapp einn innfyrir vörn Keflavíkur en Frans hljóp hann uppi og stoppaði.
86. mín
Mikkelsen með skot framhjá marki Keflavíkur. Heimamenn eru farnir að taka góðan tíma í allar aðgerðir. Þeim liggur akkúrat ekkert á og vilja láta leikinn deyja út.
84. mín
Kristinn Steindórsson í fínu færi í teignum en skaut yfir. Blikar sækja meira en færunum fer fækkandi og sendingarnar inn í teiginn eru ekkert spes. Þegar kemur að færanýtingu þá skil ég bara ekki hvað er í gangi hjá Blikum. Eins og staðan er núna á ég ekki von á að þeir séu að fara að skora mörk í dag.
81. mín
Gísli Eyjólfs með slakt skot framhjá marki Keflavíkur.
79. mín
Adam Árni í fínu færi í teignum eftir aukaspyrnu frá Ingimundi en tókst ekki að nýta það.
74. mín
Mikkelsen skallar framhjá eftir fyrirgjöf Davíðs Atla.
72. mín
Höskuldur tók aukaspyrnu fyrir utan vítateig Keflavíkur en skotið fór vel yfir markið. Þetta færi nýtti hann á móti KR um daginn.
71. mín
Magnús Þór næstum þvi búinn að skora sjálfsmark en Sindri Kristinn var leiftursnöggur að átta sig og greip boltann á leið í merkið. Vel gert Sindri!
69. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
67. mín
Jason Daði með hættulega sendingu fyrir markið, Mikelsen kom á ferðinni en var sekúndubroti frá því að ná til boltans sem fór aftur fyrir endamörk.
66. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Brot á Kian á vítateigslínunni. Aukaspyrna á stórhættulegum stað sem Joey Gibbs tók en skaut yfir markið.
65. mín
Keflvíkingar spila með mikið sjálfstraust þessar mínúturnar en það er að koma pirringur í gestina.
60. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
59. mín
Inn:Adam Árni Róbertsson (Keflavík) Út:Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
54. mín Misnotað víti!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Mikkelsen skaut í stöngina, náði boltanum aftur og skoraði en það má ekki. Sá sem tekur vítið má ekki skora úr frákasti ef boltinn fer í stöngina. Ef einhver annar hefði tekið frákastið þá hefði markið gilt.

Þriðja dauðafærið sem Mikkelsen er að klúðra í þessum leik. Sá er ekki að þakka fyrir byrjunarliðssætið.
54. mín
Breiðablik fær víti. Magnús fór aftan í Mikkelsen utarlega í teignum og Ívar Orri var ekki í neinum vafa.
51. mín
Aftur er Mikkelsen í dauðafæri í teignum, núna eftir undirbúning Árna Vilhjálms. Í þetta sinn þrumaði hann boltanum í grasið og yfir markið.
47. mín MARK!
Frans Elvarsson (Keflavík)
Stoðsending: Ingimundur Aron Guðnason
Keflavík er komið í 2 - 0!
Ingimundur spyrnti boltanum inn í teiginn þar sem Frans hjóp á boltann og stýrði honum í bláhornið með höfðinu.
46. mín
Thomas Mikkelsen í dauðafæri í teignum eftir undirbúning Höskulds en skaut framhjá markinu. Mikkelsen á að hýta svona færi.
45. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn. Engar breytingar hafa verið gerðar á liðunum frá þeim fyrri.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og heimamenn marki yfir. Breiðablik var með vindi í fyrri hálfleik og mikið betra liðið en undir lok hálfleiksins sóttu Keflvíkingar í sig veðrið. Dugnaður og pressa Joey Gibbs, og auðvitað líka klaufaskapur Viktors Arnar, skapaði svo mark alveg í lok hálfleiksins.
45. mín
Höskuldur með skot hátt yfir markið. Á sama tíma fáum við að vita að mínútu er bætt við.
44. mín MARK!
Joey Gibbs (Keflavík)
Anton Ari gaf stutt á Viktor Örn í teignum, Viktor gáði ekki að sér inni í teignum, Joey Gibbs kom aftan að honum, hirti af honum boltann og renndi i markið. Virkilega klaufalegt.
43. mín
Keflvíkingar hafa verið að sækja í sig veðrið og rétt í þessu átti Davíð Snær fast skot framhjá.
40. mín
Árni Vilhjálms að komast í gott færi í teignum en Jason Daði flæktist fyrir honum og hann rétt nær að pikka boltanum inn að markinu þar sem Magnús Þór hreinsaði frá.
38. mín
Mikkelsen í fínu færi í teignum en hitti boltann illa.
34. mín
Sindri Kristinn að gera mjög vel í marki Keflavíkur.


Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
33. mín
Sindri Kristinn að eiga stórleik. Ver hér vel frá Árna.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
33. mín
Breiðablik í skyndisókn; Jason Daði á sendingu á Mikkelsen en Sindri Kristinn fer skot danska sóknarmannsins vel.

Það verður ekkert úr hornspyrnu Blika, ekki frekar en fyrri daginn.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
32. mín
Keflavík vinnur boltann á hættulegum stað en Davíð Snær er alltof lengi að athafna sig og tapar boltanum.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
31. mín
Árni með sendingu inn á Jason Daða, en Jason rennur á ögurstundu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
29. mín
Held ég hafi 'jinxað' þetta smá með þessari síðustu færslu. Leikurinn róast aftur niður þessar síðustu mínútur.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
25. mín
Það er aðeins að færast meira fjör í þennan leik.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
24. mín
Ástbjörn gerir frábærlega og á sendingu upp á tíu sem sendir Sindra í gegn. Damir kemur hins vegar og bjargar á síðustu stundu áður en Sindri kemst í skotið. Þetta var geggjuð tækling!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
23. mín
Gísli með hörkuskot sem fer af Keflvíking og rétt yfir markið.

Blikar fá hornspyrnu en Keflvíkingar verjast henni með miklum ágætum.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
22. mín
Höskuldur í vandræðum með að taka boltann niður. Marley Blair vinnur boltann af honum og er í raun sloppinn í gegn, en hann missir boltann og langt frá sér og Anton Ari handsamar boltann.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
22. mín
Árni Vill fer niður í teignum og Blikar kalla eftir víti. Það var ekkert í þessu, ekki neitt.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
21. mín
Það er ekki mikið að frétta hérna.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
17. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu við endalínuna. Nacho Heras brýtur á Árna Vill.

Oliver tekur spyrnuna. Keflavík skallar frá en Viktor Karl kemur á ferðinni og á skot sem fer af Keflvíkingi og fram hjá. Hornspyrna sem Keflvíkingar koma frá vítateig sínum.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
14. mín
Hröð sókn Blika, Höskuldur gaf til vinstri á Viktor Karl sem skaut að marki en rétt framhjá.
12. mín
Sindri Kristinn aftur að bjarga Keflavík. Núna stal Viktor Karl boltanum, sendi inn í teiginn á Árna Vilhjálms sem náði skoti en Sindri varði.
10. mín
Jason Daði skyndilega kominn í gott færi í teignum en Sindri Kristinn varði skotið.
9. mín
Trommusveitin er mætt úr Kópavoginum og farin að láta í sér heyra, Joey Drummer er ekki mættur með sitt sett heimamannamegin.
5. mín
Þetta fer rólega af stað. Liðin eru að átta sig á aðstæðum.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Breiðablik vann dómarakastið fyrir leik og valdi að fá að skipta um vallarhelming, byrja að sækja með vindi. Sjáum hverju það skilar þeim. Þeir sækja því í átt að miðbænum en Keflavík byrjar með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga nú út á völlinn. Keflavík í sínum hefðbundnu dökkbláu búningum, treyja, buxur og sokkar. Gestirnir í breiðabliki í hvítri treyju, svörtum buxum og hvítum sokkum.
Fyrir leik
Vegna hertra samkomuaðgerða er grímuskylda á vellinum, skylda að hafa 1 metra fjarlægð milli fólks og sjoppan er lokuð.
Fyrir leik
Hérna í Keflavík er frekar þungt yfir en þó engin úrkoma. Það er 10 stiga hiti, en hinsvegar er stífur vindur sem stendur á annað markið. Vonandi mun það ekki trufla leikinn í dag en veðurstofan segir 13 metrar á sekúndu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Keflavík tapaði 1 - 2 heima gegn Víkingi í síðustu umferð. Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Eysteinn Húni Hauksson, þjálfarar liðsins, gera eina breytingu frá þeim leik. Davíð Snær Jóhannsson snýr aftur í stað Adams Árna Róbertssonar.

Síðasti leikur Breiðabliks var 1 -1 jafntefli gegn Austria Vín frá Austurríki í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, gerir þrjár breytingar á sínu liði. Thomas Mikkelsen er mættur aftur í liðið og ásamt honum koma Jason Daði Svanþórsson og Davíð Örn Atlason inn fyrir Alexander Helga, Kristin Steindórs og Davíð Ingvars.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Liðin mættust í fyrri umferðinni á Kópavogsvelli fimmtudaginn 13. maí síðastliðinn. Þá vann Breiðablik 4 - 0 stórsigur þar sem Thomas Mikkelsen skoraði þrennu áður en Kristinn Steindórsson bætti við fjórða markinu.

Liðin mættust svo hér á HS Orku vellinum í Mjólkurbikarnum 23. júní síðastliðinn. Þá var markalaust í venjulegum leiktíma en Keflavík skoraði tvö mörk í seinni hálfleik framlengingar og sló Blikana út. Helgi Þór Jónsson og Davíð Snær Jóhannsson skoruðu mörkin.
Fyrir leik
Fyrir umferðina eru heimamenn í Keflavík í 9. sæti deildarinnar með 13 stig úr fyrstu tólf leikjunum en þeir eiga frestaðan leik gegn FH til góða á liðin í kring.

Breiðablik hefur einnig spilað 12 leiki en þeir eiga leik til góða gegn KA. Þeir eru í 3. sæti deildarinnar með 23 stig, þremur stigum frá Víkingi í 2. sætinu og fjórum stigum frá toppliði Vals.
Fyrir leik
Ívar Orri Kristjánsson dæmir leikinn í dag og er með þá Ragnar Þór Bender og Antoníus Bjarka Halldórsson sér til aðstoðar á línunum. Ásmundur Þór Sveinsson er skiltadómari og KSÍ sendir svo Jón Sigurjónsson til að taka út störf dómara og umgjörð leiksins.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Keflavíkur og Breiðabliks í 14. umferð Pepsi Max-deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 á HS Orku-vellinum í Keflavík.

Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('69)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Thomas Mikkelsen
10. Árni Vilhjálmsson ('60)
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
21. Viktor Örn Margeirsson
24. Davíð Örn Atlason

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson
10. Kristinn Steindórsson ('60)
17. Þorleifur Úlfarsson
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Sölvi Snær Guðbjargarson
30. Andri Rafn Yeoman ('69)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Alex Tristan Gunnþórsson
Ásdís Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Viktor Karl Einarsson ('66)

Rauð spjöld: