Würth völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Eins og maður sé á Benídorm
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: Alltof fáir
Maður leiksins: Mist Edvardsdóttir (Valur)
Skýrsla og viðtöl koma inn von bráðar.
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
Hún er búin að jafna Öglu Maríu! Einfalt mark. Sending í gegn og Elín klárar vel. Frábær undirbúningur hjá Fanndísi! Gæði.
Elísa með sendingu upp völlinn sem fer í hausinn á Kolbrúnu Tinnu og beint fyrir fætur Elínu. Hún er komin einn gegn Tinnu, en setur boltann í stöngina og næstum því í hina stöngina. Ekki fer boltinn inn samt.
Stoðsending: Lára Kristín Pedersen
Lára Kristín með skot í varnarmann. Boltinn fellur fyrir Ásdísi sem á skot sem Tinna á að verja. Hún missir boltann hins vegar inn. Þarna geri á kröfu á að Tinna geri betur.
Bakvörðurinn með tæklingu sem bjargar dauðafæri. Þetta var lúxustækling! Frábær seinni hálfleikur hjá vinstri bakverði Fylkis.
Vökvunarkerfið að slá í gegn. Búið að vökva sóknarhelming Fylkis vel. Dómararnir og Valskonur hlaupa undan gusunni.
Skottilraunir: 2 - 9
Á mark: 2 - 6
Hættulegar sóknir: 12 - 28
Með bolta: 37 - 63%
Valur fær aukaspyrnu á fínum stað áður en flautað er til hálfleiks. Dóra María tekur spyrnuna sem er af um 20 metra færi. Flott spyrna sem Tinna Brá ver beint fyrir fætur Elínar, sem skorar. En rangstæða dæmd!
Einn frábær stuðningsmaður að halda upp stemningu á vellinum. Það þarf fleiri svona meistara!
Dóra María er með eitraðar hornspyrnur og þær eru alltaf stórhættulegar. Á hornspyrnu frá vinstri sem Lára Kristín skallar að marki.
Bjargað á línu! Fylkir ræður ekkert við þessar hornspyrnur.
Jæja, þetta var þriggja marka klósettferð. Nöfnu à mennskuna takk 💪 #fotboltinet
— Mist Rúnarsdóttir (@MistRunarsdotti) July 30, 2021
Er til betri skallamaður à Ãslenskri kvennaknattspyrnu en Mist Edvardsdóttir? Óstöðvandi à loftinu!Tvö mörk á tveimur mÃnútum eftir frábærar hornspyrnu frá Dóru MarÃu #fotboltinet
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 30, 2021
Ég get eiginlega lofað því að mörkin verða fleiri í þessum leik.
Fantasy dómnefndin þarf að fara yfir þetta.
Valur er bara að ganga frá þessum leik. Mary Alice á sendingu inn í teiginn sem Tinna Brá slær beint fyrir fætur Cyeru. Auðvelt fyrir hana að klára.
Valur skorað þrjú mörk á fimm mínútum.
Stoðsending: Dóra María Lárusdóttir
Aftur tekur Dóra María hornspyrnu, en núna frá hægri. Mist mætir á ferðinni og stangar boltann í netið. Uppskriftin þarf ekki að vera voðalega flókin þegar þú ert með svona öfluga skallakonu í þínu liði.
FYLKIR 1 - 2 VALUR
Föstudagur, Fylkir-Valur, geggjað veður og alvöru aðstæður à Ãrbænum.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 30, 2021
Veit að það er föstudagur um versló, en mætingin à stúkuna er arfaslök. CecilÃa Rán hinsvegar mætt að styðja sÃnar stelpur og iconic Vals-Lúðurinn mættur að styðja sÃnar stelpur #fotboltinet
Stoðsending: Dóra María Lárusdóttir
Dóra Laría með fína aukaspyrnu inn á teiginn sem heimaliðið skallar aftur fyrir. Hornspyrna sem Dóra tekur og Mist er rétt kona á réttum stað; skallar boltann í varnarmann og inn.
Þetta er fljótt að gerast! Frábær byrjun á þessum leik!
Sandra
Elísa - Málfríður - Mist - Mary Alice
Dóra María - Lára Kristín
Ásdís Karen - Ída Marín - Cyera
Elín Metta
Stoðsending: Helena Ósk Hálfdánardóttir
Þórdís Elva með geggjaðan bolta í hlaupið fyrir Helenu. Hún hleypur upp vinstra megin og á frábæra sendingu fyrir sem Bryndís Arna leggur í markið annarri tilraun. Sandra varði fyrst en Bryndís náði frákastinu og skoraði.
Tinna Brá
Katla - Kolbrún Tinna - Sæunn María Eva
Shannon - Þórdís
Þórhildur - Ísafold - Helena
Bryndís
Stúkan er ekki pökkuð, skulum orða það þannig.
Það er komið sumar!
Gleðilegt sumar ☀ï¸
— Guðmundur Ãsgeirsson (@gummi_aa) July 30, 2021
Bein textalýsing úr Ãrbænum: https://t.co/mlzCUr8S43 pic.twitter.com/hpRpNDwVLZ
Systurnar Ísafold Þórhallsdóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir byrja hjá Fylki. Þær ættu að þekkja nokkuð vel inn á hvor aðra.
Byrjunarliðin eru klár hér í Árbænum.
Fylkir gerir þrjár breytingar á liði sínu. María Eva Eyjólfsdóttir, Ísafold Þórhallsdóttir og Helena Ósk Hálfdánardóttir koma inn í byrjunarliðið fyrir Írisi Unu Þórðardóttur, Huldu Hrund Arnarsdóttur og Fjollu Shala.
Hjá Val er gerð ein breyting frá sigri gegn Þór/KA. Cyera Makenzie Hintzen kemur inn fyrir Sólveig Jóhannesdóttur Larsen.
Fylkir: Þórdís Elva Ágústsdóttir
Gríðarlega flottur leikmaður sem getur leyst margar mismunandi stöður. Með fyrirliðabandið og er ætlað leiðtogahlutverk.
Valur: Elín Metta Jensen
Það vita allir hvað Elín Metta getur. Á að fara út í atvinnumennsku við tækifæri.
Ég og góðvinur minn, Orri Rafn, settum saman lista á dögunum yfir vanmetnustu leikmenn Pepsi Max-deildarinnar. Það voru leikmenn úr þessum liðum á listanum.
Hér er byrjunarliðið skipað þeim 11 vanmetnustu à deildinni. pic.twitter.com/zvtQ0r4Be3
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) July 23, 2021
Sæunn Björnsdóttir (Fylkir)
Á yfir 100 meistaraflokks leiki. Fór í gegnum hið sterka yngri flokka starf Hauka, en er núna í Fylki. Almennur fótboltaáhugamaður veit ekki mikið um hana en ættu að kynna sér hana betur. Gæti náð lengra ef hún heldur rétt á spilunum.
Ída Marín Hermannsdóttir (Valur)
Ein sú vanmetnasta í deildinni. Spilar nánast allar mínútur fyrir Val, og gerir undantekningarlaust alltaf vel. Á sjaldan slaka leiki, mjög góður leikmaður sem er dugleg og hefur mikil gæði. Verið að stíga upp á þessu tímabili.
Þá voru tvær úr Val á bekknum; Málfríður Anna Eiríksdóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Eiður Ben Eiríksson, annar þjálfara Vals, skaut aðeins á sérfræðingar eftir leik gegn Þrótti á dögunum.
Ég heyrði einhvern tímann um daginn að við værum hægt lið og þetta væri fyrirsjáanlegt hjá okkur. Ég hvet sérfræðinga til þess að horfa aðeins betur á leikina og horfa á alla leikina ef þeir ætla að tjá sig eitthvað um okkar spilamennsku
Við erum búin að eiga marga góða leiki þótt við séum ekkert alltaf með flugeldasýningu fyrir framan markið og leikmenn eru búnir að spila vel sem hafa ekki fengið neitt umtal. Við hrósum okkar leikmönnum þegar þeir eiga það skilið og erum ekkert að stressa okkur á umræðunni.
Það er erfið spurning að svara. Liðinu var spáð góðu gengi fyrir mót og sjálfur hélt ég að þær myndu lenda í þriðja eða fjórða sæti.
Hvað er í gangi þarna? Þær misstu náttúrulega Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og Berglindi Rós Ágústsdóttur eftir síðustu leiktíð. Var það bara svona risastórt högg sem þær hafa ekki jafnað sig á? Það lítur að einhverju leyti þannig út en það liggur örugglega eitthvað meira að baki.
Sóknarmaðurinn Elín Metta Jensen var á dögunum orðuð við stórlið Inter á Ítalíu en hún er áfram í Val. Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokaði í gær og því er hægt að gera ráð fyrir því að hún klári tímabilið hér á Íslandi.
Hún er næst markahæst í deildinni með níu mörk. Markahæst er Agla María Albertsdóttir úr Breiðabliki með tíu mörk.
Leikurinn átti upprunalega að fara fram á miðvikudag en var frestað eftir að smit kom upp í leikmannahópi Fylkis. Leikurinn var færður yfir á daginn í dag; lið Fylkis er klárt í slaginn.
Fyrir þennan leik eru heimakonur í Fylki á botni Pepsi Max-deildarinnar. Þær hafa aðeins unnið tvo leiki í deildinni í sumar og eru með níu stig eftir 11 leiki. Þær hafa tapað þremur í röð fyrir leikinn í kvöld, en síðast unnu þær fótboltaleik í deildinni er þær lögðu Þrótt að velli, 2-4, 21. júní.
Á meðan eru andstæðingar þeirra, Valur, á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Valur er með 29 stig og getur í dag náð fjögurra stiga forskoti á toppnum. Þær geta komið sér í kjörstöðu til að vinna deildina - þó það sé auðvitað nóg eftir. Valur hefur fyrir þennan leik unnið fimm leiki í röð.
Það er frábært veður á höfuðborgarsvæðinu, loksins! Það er búið að taka Þjóðhátíð frá okkur um helgina, en að minnsta kosti fáum við gott veður. Það er tilvalið að nýta veðrið og skella sér á fótboltaleik í Árbæ.