Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
Fylkir
1
5
Valur
Bryndís Arna Níelsdóttir '5 1-0
1-1 Mist Edvardsdóttir '13
1-2 Mist Edvardsdóttir '15
1-3 Cyera Hintzen '17
1-4 Ásdís Karen Halldórsdóttir '77
1-5 Elín Metta Jensen '90
30.07.2021  -  17:00
Würth völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Eins og maður sé á Benídorm
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: Alltof fáir
Maður leiksins: Mist Edvardsdóttir (Valur)
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
Bryndís Arna Níelsdóttir ('65)
5. Katla María Þórðardóttir
7. María Eva Eyjólfsdóttir
9. Shannon Simon ('90)
13. Ísafold Þórhallsdóttir ('53)
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
23. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)
27. Þórhildur Þórhallsdóttir ('90)
28. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
12. Birna Dís Eymundsdóttir (m)
4. Íris Una Þórðardóttir
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('65)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir ('53)
22. Katrín Vala Zinovieva ('90)
29. Erna Þurý Fjölvarsdóttir ('90)

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ágúst Aron Gunnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er þetta búið. Sannfærandi hjá Íslandsmeistarakandídötunum.

Skýrsla og viðtöl koma inn von bráðar.
90. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
ÞÁ SKORAR HÚN

Hún er búin að jafna Öglu Maríu! Einfalt mark. Sending í gegn og Elín klárar vel. Frábær undirbúningur hjá Fanndísi! Gæði.
90. mín
Inn:Erna Þurý Fjölvarsdóttir (Fylkir) Út:Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylkir)
Erna er fædd 2005 og Katrín fædd 2004.
90. mín
Inn:Katrín Vala Zinovieva (Fylkir) Út:Shannon Simon (Fylkir)
Erna er fædd 2005 og Katrín fædd 2004.
90. mín
Margrét Björg reynir skot af 30 metrunum en þetta var aldrei líklegt.
89. mín
Aðalbjörn búinn að setja flautuna í vasann. Þarna átti Valur að fá aukaspyrnu á hættulegum stað en ekkert dæmt.
87. mín
Sæunn liggur eftir og fær aðhlynningu.
86. mín
Katla er fædd 2005 og er að spila sinn annan leik fyrir Val í sumar. Hún spilaði fyrri hluta sumars með KH og skoraði þar sex mörk í fjórum leikjum. Alvöru efni þarna á ferðinni!
85. mín
Inn:Clarissa Larisey (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
85. mín
Inn:Katla Tryggvadóttir (Valur) Út:Dóra María Lárusdóttir (Valur)
85. mín
Inn:Arna Eiríksdóttir (Valur) Út:Mary Alice Vignola (Valur)
85. mín
Valur að taka þrefalda breytingu.
84. mín
Elín reynir að þræða Fanndísi í gegn en sendingin er of föst og Tinna nær boltanum fyrst.
83. mín
Mary Alice meidd og haltrar út af.
80. mín
Stefnir ekki í það að Elín nái að jafna eða taka fram úr í baráttunni við Öglu um gullskóinn. Hún er búin að fá færi til þess en hefur ekki nýtt þau.


79. mín
ELÍN METTA!?
Elísa með sendingu upp völlinn sem fer í hausinn á Kolbrúnu Tinnu og beint fyrir fætur Elínu. Hún er komin einn gegn Tinnu, en setur boltann í stöngina og næstum því í hina stöngina. Ekki fer boltinn inn samt.
78. mín
Ásdís Karen með fjórða markið.

77. mín MARK!
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Stoðsending: Lára Kristín Pedersen
FJÓRÐA MARKIÐ!
Lára Kristín með skot í varnarmann. Boltinn fellur fyrir Ásdísi sem á skot sem Tinna á að verja. Hún missir boltann hins vegar inn. Þarna geri á kröfu á að Tinna geri betur.
76. mín
Elín Metta er mikið að koma sér í færi en hingað til hafa skot hennar öll ratað á Tinnu, fram hjá eða yfir. Á hér eitt sem Telma grípur.
75. mín
Sæunn bjargar á línu!
73. mín
Inn:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur) Út:Cyera Hintzen (Valur)
73. mín
MARÍA EVA
Bakvörðurinn með tæklingu sem bjargar dauðafæri. Þetta var lúxustækling! Frábær seinni hálfleikur hjá vinstri bakverði Fylkis.
72. mín
Er Valur að ná fjögurra stiga forskoti á toppnum? Það eru allar líkur á því.

71. mín
Þessi seinni hálfleikur hefur verið heldur rólegur. Það þarf mark til að sprengja þetta upp, eins og gerðist í fyrri hálfleik.
67. mín
Ég segi það aftur; það er alvöru sumarverður í Árbænum!
65. mín
Inn:Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir) Út:Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir)
Fyrsti leikur Margrétar á tímabilinu.
63. mín
Ásdís reynir að komast fram hjá Maríu Evu í teignum en bakvörður Fylkis verst frábærlega. Ásdís ekki nálægt því að komast fram hjá henni.
61. mín
Inn:Fanndís Friðriksdóttir (Valur) Út:Ída Marín Hermannsdóttir (Valur)
61. mín
Elín Metta með fína skottilraun hægra megin við teiginn. Fram hjá!
60. mín
Fimmtán mínútur liðnar af seinni hálfleik. Ekki alveg jafn fjörugar og fyrstu fimmtán í fyrri hálfleik.
57. mín
Elísa í fínu skotfæri og lætur vaða með vinstri. Fer í Maríu Evu og þaðan kemur Fylkir hættunni í burtu.
55. mín
Smá kraftur í Fylki fram á við núna. Þá tekur Valsarinn í stúkunni við sér.
55. mín
Sæunn vinnur boltann af harðfylgi og Katla María - sýnist mér - á skallann rétt fram hjá. Ágætis tilraun.
53. mín
Inn:Erna Sólveig Sverrisdóttir (Fylkir) Út:Ísafold Þórhallsdóttir (Fylkir)
Fædd árið 2004; Erna er að spila sinn sjötta keppnisleik í meistaraflokki.
52. mín
Bryndís mjög einangruð upp á topp og er ekki að komast mikið í boltann. Liðsfélagar hennar mikið að reyna að spila boltanum aftur fyrir vörnina en miðverðir Vals með allt á hreinu.
50. mín
Helena með mjög skemmilegan bolta fyrir markið. Bryndís nær hins vegar ekki að taka á móti honum. Þetta var hættulegt!
49. mín
Elín Metta með frábæran sprett upp hægri, beygir inn á teiginn og lága sendingu fyrir sem Cyera potar rétt fram hjá markinu!
46. mín
Ída Marín með tilraun lengst utan af velli. Skemmtileg tilraun, rétt fram hjá markinu. Hún er að spila á sínum gamla heimavelli í dag.
46. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta komið aftur í gang. Áfram gakk!

Vökvunarkerfið að slá í gegn. Búið að vökva sóknarhelming Fylkis vel. Dómararnir og Valskonur hlaupa undan gusunni.
45. mín
Hálfleikur
Vökvunarkerfið í gangi akkúrat á þeim stað þar sem varamenn Vals eru í upphitun. Fá hér smá gusu yfir sig sýnist mér.
45. mín
Tölfræði
Skottilraunir: 2 - 9
Á mark: 2 - 6
Hættulegar sóknir: 12 - 28
Með bolta: 37 - 63%
45. mín
Hálfleikur
Þetta var mjög áhugaverður fyrri hálfleikur. Fylkir byrjaði af þvílíkum krafti og tók forystuna. Valskonur voru nokkuð lengi í gang en settu svo í fluggírinn. Staðan 1-3 þegar flautað er til hálfleiks. Það er erfitt að sjá leið fyrir Fylki aftur inn í þennan leik; snýst allt um fimmta markið, hvar það dettur.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur.
45. mín
Rangstöðumark
Valur fær aukaspyrnu á fínum stað áður en flautað er til hálfleiks. Dóra María tekur spyrnuna sem er af um 20 metra færi. Flott spyrna sem Tinna Brá ver beint fyrir fætur Elínar, sem skorar. En rangstæða dæmd!
44. mín
Mary Alice að eiga góðan leik.


43. mín
Mary Alice kemst upp að endamörkum - svona nánast - og á skot sem Tinna ver vel með fætinum. Boltinn berst til Ásdísar sem á skot yfir markið.
43. mín
Heimaliðið mikið að reyna sendingar á bara ekki neinn.
42. mín
Ásdís Karen er mikið að reyna skot úr þröngu færi. Á hér eitt slíkt sem var aldrei líklegt til árangurs.
37. mín
Fín sókn hjá Val en Cyera er dæmd rangstæð áður en hún nær að koma boltanum fyrir á Elínu. Það er ekkert að frétta hjá Fylki; áttu ágætis tíu mínútur en svo hefur ekkert gerst hjá heimakonum fram á við.
36. mín
Lára liggur eftir, fékk höfuðhögg sýnist mér. Hún er staðin aftur uppog heldur væntanlega leik áfram.
35. mín
Elísa Viðars með hættulega fyrirgjöf en Katla María er á réttum stað og bægir hættunni frá.
32. mín
Það er erfitt að sjá Fylki koma til baka úr þessu.
31. mín
Ásdís Karen með skot úr þröngu færi sem Tinna ver ágætlega.
30. mín
Valur! Valur! Valur

Einn frábær stuðningsmaður að halda upp stemningu á vellinum. Það þarf fleiri svona meistara!
28. mín
Mist er ótrúleg í loftinu. Með skalla rétt fram hjá eftir fyrirgjöf Dóru.
28. mín
ÞESSAR HORNSPYRNUR HJÁ VAL
Dóra María er með eitraðar hornspyrnur og þær eru alltaf stórhættulegar. Á hornspyrnu frá vinstri sem Lára Kristín skallar að marki.

Bjargað á línu! Fylkir ræður ekkert við þessar hornspyrnur.
25. mín
Maður er eiginlega bara enn að jafna sig á þessum fyrstu 20 mínútum. Þvílíkur leikur hingað til. Synd að það sé ekki meira fólk á vellinum.
22. mín
En þvílíka byrjunin á þessum leik. Bara gaman þessar fyrstu 22 mínúturnar.

Ég get eiginlega lofað því að mörkin verða fleiri í þessum leik.
21. mín
Það er umræða hér í blaðamannastúkunni um það hvort Mary Alice eigi að fá stoðsendingu fyrir sinn þátt í þriðja markinu. Veit ekki með það. Hún átti sendingu fyrir sem Tinna Brá sló lengst út í teiginn. Cyera kom svo á ferðinni og kláraði. Ætla alla vega ekki að skrá stoðsendingu hér strax.

Fantasy dómnefndin þarf að fara yfir þetta.
20. mín
Cyera skoraði þriðja mark Vals.


18. mín
Fylkir var í mjög álitlegri sókn þarna strax á eftir sem endaði með skoti beint á Söndru. Það var snerting og ef Þórhildur hefði farið niður, þá hefði það mögulega verið vítaspyrna.
17. mín MARK!
Cyera Hintzen (Valur)
STUTT GAMAN HJÁ FYLKI
Valur er bara að ganga frá þessum leik. Mary Alice á sendingu inn í teiginn sem Tinna Brá slær beint fyrir fætur Cyeru. Auðvelt fyrir hana að klára.

Valur skorað þrjú mörk á fimm mínútum.
16. mín
Dóra María með tvær stoðsendingar og Mist með tvö mörk.


15. mín MARK!
Mist Edvardsdóttir (Valur)
Stoðsending: Dóra María Lárusdóttir
AFTUR!!!!!
Aftur tekur Dóra María hornspyrnu, en núna frá hægri. Mist mætir á ferðinni og stangar boltann í netið. Uppskriftin þarf ekki að vera voðalega flókin þegar þú ert með svona öfluga skallakonu í þínu liði.

FYLKIR 1 - 2 VALUR
14. mín
Mist búin að jafna metin.


13. mín MARK!
Mist Edvardsdóttir (Valur)
Stoðsending: Dóra María Lárusdóttir
MARK!!!!
Dóra Laría með fína aukaspyrnu inn á teiginn sem heimaliðið skallar aftur fyrir. Hornspyrna sem Dóra tekur og Mist er rétt kona á réttum stað; skallar boltann í varnarmann og inn.

Þetta er fljótt að gerast! Frábær byrjun á þessum leik!
10. mín
Helena Ósk er mætt aftur á völlinn og hún er mjög lífleg. Þetta sem hún lenti í áðan hefur ekki verið mjög alvarlegt.
10. mín
Fylkir að hóta öðru marki. Vörn Vals er mjög framarlega og Fylkisstelpur eru að nýta það með hraða sínum. Helena Ósk reynir hér skot úr ágætis færi en varnarmaður Vals kemst fyrir það.
8. mín
Lið Vals (4-2-3-1):
Sandra
Elísa - Málfríður - Mist - Mary Alice
Dóra María - Lára Kristín
Ásdís Karen - Ída Marín - Cyera
Elín Metta
7. mín
Þetta er heldur betur óvænt. Botnliðið er komið yfir gegn toppliðinu. Hvað gerist núna? Þetta mark er mjög gott fyrir leikinn myndi ég segja.
6. mín
Bryndís Arna skoraði fyrir Fylki!


6. mín
Helena Ósk varð fyrir einhverju hnjaski þegar hún lagði upp. Hún er fyrir utan völlinn að fá aðhlynningu.
5. mín MARK!
Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Helena Ósk Hálfdánardóttir
ÞAÐ ER EKKERT ANNAÐ!!!

Þórdís Elva með geggjaðan bolta í hlaupið fyrir Helenu. Hún hleypur upp vinstra megin og á frábæra sendingu fyrir sem Bryndís Arna leggur í markið annarri tilraun. Sandra varði fyrst en Bryndís náði frákastinu og skoraði.
4. mín
Lið Fylkis (4-2-3-1):
Tinna Brá
Katla - Kolbrún Tinna - Sæunn María Eva
Shannon - Þórdís
Þórhildur - Ísafold - Helena
Bryndís
3. mín
Elín Metta á fyrirgjöf frá vinstri sem Ásdís skallar að marki en auðvelt fyrir Tinnu að handsama boltann.
1. mín
Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er í stúkunni að styðja sínar stelpur í Fylki.
1. mín
Leikur hafinn
Búið að lesa liðin upp og allt klárt. Engin handabönd vegna Covid. Flautað til leiks, Valur byrjar með boltann og sækir í átt að sundlauginni.

Stúkan er ekki pökkuð, skulum orða það þannig.
Fyrir leik
Grasið vel vökvað. Þetta verður veisla.
Fyrir leik
TÍU MÍNÚTNA VIÐVÖRUN
Fyrir leik
Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson dæmir þennan leik. Hann og aðstoðardómarar hans eru mættir út á völl að hita upp. Eru öll í stuttermarbol. Ekki annað hægt í þessu veðri.

Það er komið sumar!
Endilega takið þátt í umræðunni í kringum leikinn með myllumerkinu #fotboltinet á Twitter.
Fyrir leik
Fylkir nær ekki að fylla varamannabekkinn hjá sér. Aðeins sex á varamannabekknum.
Fyrir leik
Systur byrja hjá Fylki
Systurnar Ísafold Þórhallsdóttir og Þórhildur Þórhallsdóttir byrja hjá Fylki. Þær ættu að þekkja nokkuð vel inn á hvor aðra.
Fyrir leik
BYRJUNARLIÐIN KLÁR
Byrjunarliðin eru klár hér í Árbænum.

Fylkir gerir þrjár breytingar á liði sínu. María Eva Eyjólfsdóttir, Ísafold Þórhallsdóttir og Helena Ósk Hálfdánardóttir koma inn í byrjunarliðið fyrir Írisi Unu Þórðardóttur, Huldu Hrund Arnarsdóttur og Fjollu Shala.

Hjá Val er gerð ein breyting frá sigri gegn Þór/KA. Cyera Makenzie Hintzen kemur inn fyrir Sólveig Jóhannesdóttur Larsen.
Fyrir leik
LYKILMENN:

Fylkir: Þórdís Elva Ágústsdóttir
Gríðarlega flottur leikmaður sem getur leyst margar mismunandi stöður. Með fyrirliðabandið og er ætlað leiðtogahlutverk.



Valur: Elín Metta Jensen
Það vita allir hvað Elín Metta getur. Á að fara út í atvinnumennsku við tækifæri.


Fyrir leik
Vanmetnar
Ég og góðvinur minn, Orri Rafn, settum saman lista á dögunum yfir vanmetnustu leikmenn Pepsi Max-deildarinnar. Það voru leikmenn úr þessum liðum á listanum.



Sæunn Björnsdóttir (Fylkir)
Á yfir 100 meistaraflokks leiki. Fór í gegnum hið sterka yngri flokka starf Hauka, en er núna í Fylki. Almennur fótboltaáhugamaður veit ekki mikið um hana en ættu að kynna sér hana betur. Gæti náð lengra ef hún heldur rétt á spilunum.



Ída Marín Hermannsdóttir (Valur)
Ein sú vanmetnasta í deildinni. Spilar nánast allar mínútur fyrir Val, og gerir undantekningarlaust alltaf vel. Á sjaldan slaka leiki, mjög góður leikmaður sem er dugleg og hefur mikil gæði. Verið að stíga upp á þessu tímabili.



Þá voru tvær úr Val á bekknum; Málfríður Anna Eiríksdóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Fyrir leik
Skaut aðeins á sérfræðinga
Eiður Ben Eiríksson, annar þjálfara Vals, skaut aðeins á sérfræðingar eftir leik gegn Þrótti á dögunum.

Ég heyrði einhvern tímann um daginn að við værum hægt lið og þetta væri fyrirsjáanlegt hjá okkur. Ég hvet sérfræðinga til þess að horfa aðeins betur á leikina og horfa á alla leikina ef þeir ætla að tjá sig eitthvað um okkar spilamennsku

Við erum búin að eiga marga góða leiki þótt við séum ekkert alltaf með flugeldasýningu fyrir framan markið og leikmenn eru búnir að spila vel sem hafa ekki fengið neitt umtal. Við hrósum okkar leikmönnum þegar þeir eiga það skilið og erum ekkert að stressa okkur á umræðunni.


Fyrir leik
Hvað er í gangi hjá Fylki?
Það er erfið spurning að svara. Liðinu var spáð góðu gengi fyrir mót og sjálfur hélt ég að þær myndu lenda í þriðja eða fjórða sæti.

Hvað er í gangi þarna? Þær misstu náttúrulega Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og Berglindi Rós Ágústsdóttur eftir síðustu leiktíð. Var það bara svona risastórt högg sem þær hafa ekki jafnað sig á? Það lítur að einhverju leyti þannig út en það liggur örugglega eitthvað meira að baki.


Fyrir leik
Valur hélt í Elínu
Sóknarmaðurinn Elín Metta Jensen var á dögunum orðuð við stórlið Inter á Ítalíu en hún er áfram í Val. Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokaði í gær og því er hægt að gera ráð fyrir því að hún klári tímabilið hér á Íslandi.

Hún er næst markahæst í deildinni með níu mörk. Markahæst er Agla María Albertsdóttir úr Breiðabliki með tíu mörk.


Fyrir leik
Leiknum var frestað
Leikurinn átti upprunalega að fara fram á miðvikudag en var frestað eftir að smit kom upp í leikmannahópi Fylkis. Leikurinn var færður yfir á daginn í dag; lið Fylkis er klárt í slaginn.
Fyrir leik
Þetta er toppliðið gegn botnliðinu. Nær Fylkir að stríða Val? Það er erfitt að sjá það gerast, en það getur svo sem allt gerst í fótbolta.
Fyrir leik
Staðan?
Fyrir þennan leik eru heimakonur í Fylki á botni Pepsi Max-deildarinnar. Þær hafa aðeins unnið tvo leiki í deildinni í sumar og eru með níu stig eftir 11 leiki. Þær hafa tapað þremur í röð fyrir leikinn í kvöld, en síðast unnu þær fótboltaleik í deildinni er þær lögðu Þrótt að velli, 2-4, 21. júní.



Á meðan eru andstæðingar þeirra, Valur, á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Valur er með 29 stig og getur í dag náð fjögurra stiga forskoti á toppnum. Þær geta komið sér í kjörstöðu til að vinna deildina - þó það sé auðvitað nóg eftir. Valur hefur fyrir þennan leik unnið fimm leiki í röð.


Fyrir leik
Litla veðrið!
Það er frábært veður á höfuðborgarsvæðinu, loksins! Það er búið að taka Þjóðhátíð frá okkur um helgina, en að minnsta kosti fáum við gott veður. Það er tilvalið að nýta veðrið og skella sér á fótboltaleik í Árbæ.
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá Würth vellinum í Árbæ. Þar mætast Fylkir og Valur í Pepsi Max-deild kvenna.


Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
6. Mist Edvardsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('85)
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('61)
10. Elín Metta Jensen
13. Cyera Hintzen ('73)
16. Mary Alice Vignola ('85)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('85)

Varamenn:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir ('85)
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('73)
17. Katla Tryggvadóttir ('85)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('61)
77. Clarissa Larisey ('85)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Ásta Árnadóttir
María Hjaltalín

Gul spjöld:

Rauð spjöld: