Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
Stjarnan
1
1
Þór/KA
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir '13 1-0
1-1 Karen María Sigurgeirsdóttir '89
06.08.2021  -  18:00
Samsungvöllurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Flottar; Logn, alskýjað og 13 gráðu hiti
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Maður leiksins: Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
Byrjunarlið:
1. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
Anna María Baldursdóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
11. Betsy Doon Hassett
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('40)
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
- Meðalaldur 10 ár

Varamenn:
2. Sóley Guðmundsdóttir
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
12. María Björg Ágústsdóttir
15. Alma Mathiesen ('40)
19. Elín Helga Ingadóttir
28. Mist Smáradóttir
33. Klara Mist Karlsdóttir
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Hugrún Elvarsdóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Gunnar Guðni Leifsson

Gul spjöld:
Sædís Rún Heiðarsdóttir ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Eitt stig á hvort lið.
95. mín
Stjarnan vill fá hendi víti þarna. Það hefði mögulega átti að dæma þarna á Colleen.
93. mín
Arna Sif skallar hornspyrnu Sædísar í burtu.
92. mín
Arna Dís með góðan sprett, hefði mögulega getað krækt í vítaspyrnu en fær hornspyrnu.
90. mín
Hildigunnur með skotið rétt framhjá!

Arna Dís reyndi að komast í boltann en náði ekki til hans.
89. mín MARK!
Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Arna Sif Ásgrímsdóttir
Þór/KA jafnar!!
Margrét Árnadóttir fær boltann á miðjum vallarhelmingi Stjörnunnar, kemur boltanum á Örnu Sif sem sendir áfram á Kareni við vítateiginn. Karen tekur eina snertingu og á svo skot sem fer yfir Höllu Margréti í markinu.
85. mín
Colleen með fyrirgjöf esem Málfríður Erna kemst inn í og hreinsar.
84. mín
Karen María með tilraun en skotið fer yfir markið hjá Höllu.
80. mín
Fín sókn hjá Stjörnunni. Alma gerir vel við vítateiginn og finnur Gyðu en varnarmenn Þór/KA komast svo í milli.
79. mín
Virðist vera í lagi með Heiðu og er hún að gera sig klára að koma inn á aftur.

Komin inn á.
79. mín
Hulda Björg dæmd brotleg inn á vítateig Stjörnunnar.
78. mín
Heiða er staðin upp. Þór/KA á horn.

Margrét átti skot sem fór af Örnu Dís og afturfyrir.
76. mín
Úff Heiða liggur á vellinum, hreyfist ekki. Sagði eitthvað við dómarann áður en hún lagðist niður.
74. mín Gult spjald: Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA)
Reif í Hildigunni.
71. mín
Hildigunnur kemst inn á teiginn og á fyrirgjöf með vinstri fæti sem fer beint í hendurnar á Hörpu. Fínasta sókn frá Stjörnunni, góð sending frá Ingibjörgu á Hildigunni í uppspilinu.
69. mín
Arna Sif með skot með vinstri fæti fyrir utan teig sem fer beint á Höllu Margréti.
67. mín
Þór/KA er komið í þriggja manna varnarlínu og Arna Sif er komin framarlega á miðjuna. Huldurnar og Arna Kristins eru í miðverðinum.
66. mín
NAUJJJJ

Þór/KA í hörku færi!

Langur bolti fram sem Heiða Ragney fær aðeins í sig og boltinn berst á Margréti sem fer framhjá Höllu. Margrét fer aðeins of langt með boltann og nær ekki skoti á markið.
66. mín
Inn:Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA) Út:Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir (Þór/KA)
66. mín
Inn:Arna Kristinsdóttir (Þór/KA) Út:Steingerður Snorradóttir (Þór/KA)
64. mín
Betsy með skot sem fer rétt framhjá. Vill fá horn en fær ekki, sýndist vera snerting en hvað veit maður...
60. mín
Saga Líf með skemmtileg tilþrif og Þór/KA nær smá spili en svo kemur ein mislukkuð sending og Stjarnan nær að stöðva þetta upphlaup.
59. mín
Arna Dís með flotta takta á hægri kantinum, fær hrós úr stúkunni.
57. mín
Ingibjörg Lúcía með hörkuskot sem fer beint í höfuðið á Huldu Björg.

Hulda fellur til jarðar og Ásmundur stöðvar leikinn. Hulda hins vegar stendur strax upp aftur og leikurinn getur haldið áfram.

Colleen er komin aftur inn á.
56. mín
Colleen er utan vallar þessa stundina hjá Þór/KA og fær aðhlynningu.
55. mín
Heiða Ragney í smá brasi og Margrét vinnur boltann. Shaina kemst svo í boltann og tekur sprettinn inn á teig og á skot sem fer yfir mark Stjörnunnar, ekki galin tilraun.
52. mín
Stjarnan á horn, Sædís tekur.

Sædís með fyrirgjöfina á fjær en Arna Sif skallar í burtu.

Ingibjörg Lúcía á svo fyrirgjöf sem fer beint í hendurnar á Hörpu.
50. mín
Boltinn hrekkur af fætinum á Betsy og í höndina á hennni og dæmir dómarinn hendi, óheppni. Stjarnan var á álitlegum stað á vallarhelmingi Þór/KA.
46. mín
Þór/KA byrjar með boltann í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Katrín er borin yfir völlinn á börum í hálfleik. Lítur ekki vel út.
45. mín
Hálfleikur
45+3

Fyrri hálfleik lokið. Stjarnan leiðir verðskuldað.
45. mín
45+3

Alma með fyrirgjöf sem fer í gegnum teiginn hjá Þór/KA.
45. mín
45+2

Karen María með ágætt skot fyrir utan teig sem Halla Margrét ver og heldur.
45. mín
45+1

Steingerður með laust skot sem fer á Höllu Margréti.

Það var smá atgangur inn á teignum á undan og reyndi Arna Sif að ná skoti að marki heimakvenna en náði því ekki.
45. mín Gult spjald: Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjarnan)
Colleen með flott tilþrif og kemst framhjá Sædísi sem togar hana niður.
40. mín
Inn:Alma Mathiesen (Stjarnan) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Sýnist það vera ökklinn á Katrínu sem fór illa út úr þessari tæklingu áðan.
40. mín Gult spjald: Colleen Kennedy (Þór/KA)
Togar í Sædísi á sprettinum.
39. mín
Leikurinn er farinn af stað aftur en Katrín lítur ekki út fyrir að geta haldið leik áfram.
36. mín
Arna Sif heppin þarna og Katrín óheppin. Arna náði ekki til boltans í tæklingu og fór í Katrínu sem liggur eftir og þarf aðhlynningu.
35. mín
Málfríður Erna með hörku varnarleik, var komin út til hægri og vann boltann Shaina sem var á sprettinum.
33. mín
Stjarnan í stórsókn. Katrín var í dauðafæri en rann á ögurstundu og Arna Sif komst fyrir. Boltinn fór svo á Hildigunni sem náði skoti á markið en það tiltöltulega beint á Hörpu.

Stjarnan mun líklegra liðið til að skora næsta mark.
29. mín
Karen María með skot sem fer langt framhjá, hitti boltann illa.
28. mín
Hildigunnur með fyrirgjöfina og Betsy kemst í boltann og á tilraun af stuttu færi, Harpa gerir vel að verja og halda þessu skoti.
26. mín
Hulda Björg skallar í burtu eftir fyrirgjöf frá Örnu Dís.
25. mín
Það vantar takt í spilið hjá Þór/KA, gengur illa að tengja saman nokkrar sendingar og búa eitthvað til.
23. mín
Betsy í fínu færi eftir langt innkast frá Sædísi. Katrín flikkaði boltanum áfram og Betsy á skot úr teignum en það fer beint á Hörpu sem ver.
23. mín
Arna Dís með vinstri fótar skot fyrir utan teig, skotið beint á Hörpu en tilraunin ágæt.
21. mín
Katrín með vinstri fótar skot frá vítateigslínu, skotið fer framhjá marki Þór/KA.
19. mín
Katrín reynir að finna Hildigunni á sprettinum en boltinn of langur og Harpa nær til hans.
18. mín
Sædís Rún með flotta tæklingu og vinnur boltann af Colleen.
17. mín
Góður varnarleikur hjá Örnu Dís. Nær að stíga fyrir Steingerði á sprettinum og skýlir boltanum afturfyrir. Stjarnan á markspyrnu.
13. mín MARK!
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Málfríður Erna Sigurðardóttir
Málfríður Erna með flotta sendingu upp völlinn og ætlaði að finna Hildigunni í gegn. Það tókst henni boltinn fer yfir Huldu Björg, Aran Sif rann og féll við og boltinn barst á Hildigunni.

Hún fór framhjá Hörpu í marki Þór/KA og skoraði í autt markið. Virkilega vel gert hjá Hildigunni og Málfríði.
11. mín
Þór/KA fær horn, heimamenn í stúkunni ósáttir við þennan dóm.

Karen María reynir að finna Örnu Sif í teignum, Stjörnukonur skalla í burtu og Arna er svo dæmd brotleg.
10. mín
Saga Líf með vinstrifótar skot fyrir utan teig, sending til vinstri hefði sennilega verið betri kostur í þessari stöðu, skotið laust og framhjá.
8. mín
Margrét lætur vaða fyrir utan teig en skotið fer talsvert framhjá. Kröftugt skot og alls ekki galin tilraun.
7. mín
Það er logn, alskýjað og 13 gráðu hiti í Garðabænum.
6. mín
Sædís með fyrirgjöf sem fer beint í hendurnar á Hörpu.
4. mín
Lið Stjörnunnar:
Halla
Arna - Anna - Málfríður - Sædís
Heiða - Ingibjörg
Gyða - Betsy - Hildigunnar
Katrín
3. mín
Lið Þór/KA:

Harpa
Hulda Karen - Hulda Björg - Arna Sif - Steingerður
Snædís - Saga
Colleen - Margrét - Karen
Shaina
2. mín
Gyða Kristín með skot í varnarmann Þór/KA.
1. mín
Heiða Ragney fylgir Margréti eins og skugginn í upphafi leiks.
1. mín
Leikur hafinn
Stjarnan byrjar með boltann.
Fyrir leik
Þór/KA spilar í hvítum búningum og Stjarnan er í bláum treyjum og hvítum stuttbuxum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár: Þrjár og tvær breytingar
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, gerir þrjár breytingar á sínu liði frá leiknum gegn Selfossi. Þær Betsy, Sædís Rún og Heiða Ragney koma inn fyrir Úlfu Dís, Sóleyju og Ölmu.

Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, gerir tvær breytingingar á sínu liði frá leiknum gegn Breiðabliki, Þær Steingerður og Snædís Ósk koma inn í liðið fyrir þær Jakobínu Hjörvarsdóttur og Agnesi Birtu Stefánsdóttur.
Fyrir leik
Spáir útisigri

Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Piteå í Svíþjóð og íslenska landsliðsins, spáir í leiki umferðarinnar.

Stjarnan 0 - 1 Þor/KA
Ég held að það verði stemning i Þor/KA rutunni a leiðinni norður.
Fyrir leik
Ótrúleg dramatík í fyrri leiknum

Ég textalýsti einnig fyrri leik þessara liða í sumar, sá leikur fór fram í Boganum í upphafi móts.

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma, 0-1 útisigur Stjörnunnar staðreynd.

,,Leikurinn var algjör 0-0 leikur og gerðist fátt markvert í honum," skrifaði ég í skýrsluna eftir leik.
Fyrir leik
Staðan í deildinni og síðustu leikir:
Stjarnan er með nítján stig í þriðja sæti deildarinnar. Liðið hefur unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum, þar af síðustu tvo leiki. Síðasti leikur var gegn Selfossi í síðustu viku og vann Stjarnan 2-1 heimasigur. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði bæbi mörk Stjörnunnar en hélt í kjölfarið til Bandaríkjanna þar sem hún er í námi þar.

Úlfa Dís

Þór/KA er í 7. sæti deildarinnar með fjórtán stig. Liðið hefur gert þrjú jafntefli í síðustu fimm leikjum, unnið einn og tapað einum. Síðasti leikur var gegn Breiðabliki í síðustu viku og endaði sá leikur 2-2 á heimavelli Þór/KA. Colleen Kennedy og Arna Sif Ásgrímsdóttir skoruðu mörk Þór/KA.

Arna Sif
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Þór/KA. Leikurinn er liður í þrettándu umferð deildarinnar. Fjögur lið hafa þegar leikið þrettán leiki þar sem flýta þurfti leikjum Vals og Breiðabliks vegna þátttöku í Meistaradeildinni. Þór/KA og Selfoss eru liðin sem hafa leikið þrettán leiki.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 og fer fram á Samsungvellinum í Garðabæ.

Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
Saga Líf Sigurðardóttir
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir ('66)
Steingerður Snorradóttir ('66)
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
13. Colleen Kennedy
14. Margrét Árnadóttir
21. Shaina Faiena Ashouri
22. Hulda Karen Ingvarsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
- Meðalaldur 9 ár

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
20. Arna Kristinsdóttir ('66)
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('66)
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Perry John James Mclachlan (Þ)
Bojana Besic
Haraldur Ingólfsson
Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir
Andrea Þórey Hjaltadóttir

Gul spjöld:
Colleen Kennedy ('40)
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('74)

Rauð spjöld: