Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
   fim 24. apríl 2025 10:39
Brynjar Ingi Erluson
Ensku félögin horfa til Argentínu - Fer De Bruyne til Aston Villa?
Powerade
Verður De Bruyne áfram í ensku úrvalsdeildinni?
Verður De Bruyne áfram í ensku úrvalsdeildinni?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Daniel Farke gæti misst starfið þrátt fyrir að hafa komið Leeds upp
Daniel Farke gæti misst starfið þrátt fyrir að hafa komið Leeds upp
Mynd: Leeds
Arsenal er vongott um að landa Martin Zubimendi
Arsenal er vongott um að landa Martin Zubimendi
Mynd: EPA
Powerade-slúðurpakkinn er mættur á fyrsta degi sumars og er margt áhugavert í honum eins og venjulega.

Stjórn Aston Villa hefur rætt innanbúðar hvort félagið eigi að reyna við belgíska miðjumanninn Kevin de Bruyne (33), en hann mun yfirgefa Manchester City þegar samningur hans rennur út í sumar. (Sky Sports)

Leeds United er að íhuga að reka Daniel Farke, stjóra liðsins, þó honum hafi tekist að koma liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina. (Mail)

Liverpool, Real Madrid og Manchester City eru meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á Milos Kerkez (21), vinstri bakverði Bournemouth. (Sky Sports)

Manchester United er í baráttunni við Chelsea og Real Madrid um argentínska ungstirnið Francuo Mastantuono (17), sem er á mála hjá River Plate í heimalandinu. Hann er með 38 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Mail)

Man Utd mun þá fá samkeppni um brasilíska landsliðsmanninn Matheus Cunha (25), sem er á mála hjá Wolves, en Arsenal, Aston Villa og þrjú önnur félög fyrir deildinni eru áhugasöm um framherjann. (Sky Sports)

Nottingham Forest og Bayer Leverkusen ætla að reyna við James McAtee (22), miðjumann Manchester City ef Morgan Gibbs-White (25) og Florian Wirtz (21) fara í sumar. (Telegraph)

Mohammed Kudus (24), leikmaður West Ham, er orðaður við Al-Nassr í Sádi-Arabíu. (Guardian)

Al-Hilal hefur lagt fram 75 milljóna punda tilboð í Raphinha (28), leikmann Barcelona og brasilíska landsliðsins. Hann myndi fá fjögurra ára samning og fá tæplega 40 milljónir punda í árslaun. (Sport)

Joao Felix (25), leikmaður Chelsea, hefur hafið viðræður við uppeldisfélag sitt, Benfica. (Caught Offside)

Viðræður Hansi Flick við Barcelona eru komnar langt á veg, en hann mun skrifa undir nýjan samning sem gildir til 2027. (Sky í Þýskalandi)

Vinicius Jr. (24), leikmaður Real Madrid, er við það að framlengja samning sinn við félagið. (Fabrizio Romano)

Arsenal er vongott um að kaupa spænska landsliðsmanninn Martin Zubimendi (26) frá Real Sociedad. Hann hefur einnig verið orðaður við Real Madrid. (Caught Offside)

Leeds United, sem tryggði sér á dögunum sæti aftur í ensku úrvalsdeildina, gæti misst spænskka vinstri bakvörðinn Junior Firpo til Real Betis í sumar. (Todofichajes)
Athugasemdir
banner