Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Í BEINNI
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Egnatia
LL 1
0
Breiðablik
Fjölnir
2
3
ÍR
1-0 Bergvin Fannar Helgason '5 , sjálfsmark
Lúkas Logi Heimisson '26 2-0
2-1 Reynir Haraldsson '56
2-2 Reynir Haraldsson '58
2-3 Reynir Haraldsson '61 , víti
10.08.2021  -  18:00
Extra völlurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Hægur vindur, sólskin og um 18 gráðu hiti.
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Reynir Haraldsson
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
2. Valdimar Ingi Jónsson
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
6. Baldur Sigurðsson
7. Michael Bakare ('45)
8. Arnór Breki Ásþórsson
15. Alexander Freyr Sindrason
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
17. Lúkas Logi Heimisson ('78)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f) ('78)
31. Jóhann Árni Gunnarsson
- Meðalaldur 4 ár

Varamenn:
7. Dagur Ingi Axelsson
9. Andri Freyr Jónasson ('45)
10. Viktor Andri Hafþórsson ('78)
18. Kristófer Jacobson Reyes
20. Helgi Snær Agnarsson ('78)
28. Hans Viktor Guðmundsson

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Steinar Örn Gunnarsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Sigurður Frímann Meyvantsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍRingar LEGGJA FJÖLNI EFTIR AÐ HAFA VERIÐ 2-0 UNDIR Í HÁLFLEIK!!!

Svakaleg endurkoma og skal engan undra að ÍRingar fagni vel og innilega með stuðningsmönnum sínum!

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
94. mín
ÍRingar henda sér fyrir skot úr teignum á síðustu sekúndunum. Spennan er rosaleg,
93. mín
Mínúta eftir. Halda ÍRingar þetta út?????
92. mín
Andri með lausan skalla að marki í en Hjörvar með það alveg á hreinu.
91. mín
Inn:Hákon Dagur Matthíasson (ÍR) Út:Rees Greenwood (ÍR)
90. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti 4 mínútur.
88. mín
Stemmingin er öll ÍR sem fagnar hverjum unnum bolta sem marki.

Er annað risa Cupset í uppsiglingu.
87. mín
Heimamenn fá hornspyrnu.
83. mín
Sigurpáll Melberg sleppur innfyrir en Hjörvar Daði mætir honum vel og lokar ár færið.
82. mín Gult spjald: Arian Ari Morina (ÍR)
Brot á miðjum vellinum.
80. mín
Arian Ari Morin sleppur einn í gegn og er kominn fram hjá Sigurjóni sem er kominn langt út úr marki sínu. En línuvörðurinn lyftir flaggi sínu. Galin dómur þar sem Morina var á eigin vallarhelmingi þegar sendingin kom.
78. mín
Inn:Helgi Snær Agnarsson (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Breytinga er þörf.
78. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir) Út:Lúkas Logi Heimisson (Fjölnir)
Breytinga er þörf.
75. mín
Korter til stefnu og ÍR er bara betra liðið eins og stendur.

Heimamenn þurfa heldur betur að spýta í.
74. mín
Inn:Hilmir Vilberg Arnarsson (ÍR) Út:Hörður Máni Ásmundsson (ÍR)
74. mín
Inn:Arian Ari Morina (ÍR) Út:Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
72. mín
Bryngeir Valdimarsson er að taka við flautunni hér. Arnar Ingi hefur meiðst og getur ekki klárað.
71. mín
Valdimar Ingi í dauðafæri en hittir biltann illa og boltinn framhjá.
70. mín Gult spjald: Hörður Máni Ásmundsson (ÍR)
69. mín
Gestirnir fá hornspyrnu.
67. mín
Stórhættulegur bolti frá Gumma Kalla sem betur fer fyrir ÍR siglir framhjá öllum í teignum.

Heimamenn loksins mættir til seinni hálfleiks.
66. mín
Andri Jónasar með skalla framhjá eftir fyrirgjöf frá hægri.
64. mín
Maður er bara hálf sleginn eftir þennan rosalega kafla ÍR!

Sama má segja um Fjölnismenn sem vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið.
61. mín Mark úr víti!
Reynir Haraldsson (ÍR)
Þrenna á rétt rúmum fimm mínútum!!!!!!

Skorar af öryggi úr vítinu.

Þvílíkur viðsnúningur.
60. mín
ÍRingar eru að fá vítaspyrnu!!!!!!!!!!
58. mín MARK!
Reynir Haraldsson (ÍR)
ÍR ER BÚIÐ AÐ JAFNA!!!!!!!

Aftur er það Reynir sem fær boltann langt úti á velli og keyrir í átt að marki. Lætur skot ríða af af löngu færi sem Sigurjón slær í markið.

Markvörðurinn átti að gera mun betur þarna.
56. mín MARK!
Reynir Haraldsson (ÍR)
Þetta er bara sanngjarnt. Gestirnir verið betri hér í síðari hálfleik.

Sendinng þvert yfir völlinn á Reyni sem hefur tíma og pláss. Leikur á einn Fjölnismann á leið sinni inn á teiginn og leggur hann snyrtilega í netið.

Þetta er leikur á ný.
54. mín Gult spjald: Axel Kári Vignisson (ÍR)
Rosaleg tækling á miðjum vellinum. Má þakka fyrir að spjaldið er bara gult.
52. mín
Inn:Pétur Hrafn Friðriksson (ÍR) Út:Róbert Andri Ómarsson (ÍR)
Fyrsta skipting ÍR.
52. mín Gult spjald: Jordian G S Farahani (ÍR)
51. mín
Jorgen með fínt skot en Sigurjón gerir vel og ver.

Gestirnir mun líklegri.
48. mín
Gestinir að byrja nokkuð sterkt en engin færi litið dagsins ljós.

Eiga aukaspyrnu í ágætis fyrirgjafarmöguleika.

Spyrnan er góð og nær Bergvin fínum skalla sem Sigurjón ver í horn.

Hörður Máni setur boltann framhjá eftir hornið.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Gestirnir hefja leik hér í síðari hálfleik og þurfa að sækja.
45. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Fjölnir) Út:Michael Bakare (Fjölnir)
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Grafarvogi. Heimamenn leiða og þeim líður vel.

Ég ætla að skella mér í smá kælingu en hitinn í blaðamannaaðstöðu þeirra Fjölnismanna er gríðarlegur þegar sólin skín jafn skært og nú.
43. mín
ÍR fær hornspyrnu.
38. mín
Jorgen Pettersen með fast skot að marki Fjölnis en boltinn beint á Sigurjón sem á ekki í teljandi vandræðum með að grípa boltann.
33. mín
Þvílíkur darraðadans í teig Fjölnis eftir hornspyrnu og ÍR nær 3-4 skotum á markið nánast úr markteig en heimamenn lifa það af á einhvern ótrúlegan hátt.
32. mín
Fjölnismenn að stýra þessum leik frá a til ö og fátt sem bendir til þess að ÍR ætli sér að henda í annað Cupset.
26. mín MARK!
Lúkas Logi Heimisson (Fjölnir)
Stoðsending: Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Einfalt og skilvirkt hjá heimamönnum.

Vilhjálmur fær boltann á miðjum vallarhelmingi ÍR og á hnitmiðaða sendingu í svæðið fyrir Lúkas sem þakkar pent fyrir sig og skilar boltanum í netið af öryggi.
24. mín
Heimamenn stálheppnir. Kærlaus sending úr varnarlínunni finnur ÍRing sem keyrir upp vinstri vænginn. Boltinn berst inn á teiginn þar sem Bergvin er í fínu marktækifæri en skot hans hittir ekki markið.
21. mín
Smá hætta í teig gestanna eftir horn en Hjörvar Daði mætir að endingu út og hirðir boltann.
20. mín
Rislítill fótboltaleikur framan af en við erum þó komin með mark í leikinn. Það verður þó að segjast að mér finnst Fjölnisliðið eiga inni gír eða tvo.
15. mín
Gestirnir aðeins að vakna á ný og reyna að sækja. Ekki tekist að ógna marki Fjölnis þó.
12. mín
Michael Bakare með skot af varnarmanni og afturfyrir. Fjölnir fær horn.
11. mín
Leikurinn verið eign Fjölnis eftir markið. Pressa stíft þessa stundina og freista þess að bæta við.
5. mín SJÁLFSMARK!
Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
Skorar beint úr horni. Fæ ekki séð að neinn snerti boltann en kíki á endusýningu og leiðrétti ef svo er.

Boltinn strýkst af höfði Bergvins Fannars.
4. mín
Leikurinn fer afskaplega rólega af stað. Liðin að þreifa fyrir sér en ÍR líklega aðiens meira með boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér á Extravellinum í Grafarvogi.

Það eru heimamenn sem hefja leik hér í dag.
Fyrir leik
Það verður að segjast að mætingin nú þegar um 5 mínútur eru til leiks er ákveðin vonbrigði. Mjög fámennt á áhorfendabekkjunum.
Íslendingar þó þekktir fyrir að vera með seinni skipunum svo við vonum að úr rætist.
Fyrir leik
Aðstæður

Það er sannkölluð steik á Extravellinum. Hægur vindur og sólin skín skært. Gerist ekki mikið betra.
Fyrir leik
Tríóið

Arnar Ingi Ingvarsson heldur um flautuna í leik okkar í dag með þá Eysteinn Hrafnkelsson og Daníel Inga Þórisson sér til aðstoðar. Þórður Ingi Guðjónsson er eftirlitsmaður og Bryngeir Valdimarsson varadómari.


Fyrir leik
Fjölnir

Lengjudeildarlið Fjölnis hefur verið sveiflukennt þetta sumarið í deildinni og situr sem sakir standa í 5.sæti deildarinnar.

Leið þeirra í bikarnum þetta sumarið hófst í annari umferð keppninnar þar sem liðið mætti KÁ. Leikar fóru svo að Fjölnir hafði 7-1 sigur þar sem Jóhann Árni Gunnarsson (2) Lúkas Logi Heimisson (2) Hilmir Rafn Mikaelsson (2) og Orri Þórhallsson sáu um markaskorun.

Í 32.liða úrslitum mættu Fjölnismenn svo liði Augnabliks og hafði 4-1 sigur. Hallvarður Óskar Sigurðarson, Jóhann Árni, Lúkas Logi og Andri Freyr Jónasson gerðu mörk Fjölnis.


Fyrir leik
ÍR

Gestaliðið úr Breiðholti leikur líkt og undanfarin ár í 2.deild þar sem liðið situr í 9.sæti deildarinnar með 19 stig. Sú staða skiptir samt engu máli þegar kemur að leik kvöldsins enda allt önnur keppni og aðeins sigur fleytir liðum áfram. (augljólega)

ÍR hóf leik strax í fyrstu umferð keppninar þar sem liðið vann 3-2 útisigur á liði Elliða í Árbæ. Mörk ÍR í leiknum skoruðu þeir Bragi Karl Bjarkason og Róbert Árni Ómarsson en einnig urðu leikmenn Elliða fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Í annari umferð keppninar heimsótti ÍR Bessastaðavöll og lagði þar heimamenn í Álftanesi 2-0. Alexander Kosticm og Axel Kári Vignisson sáu þar um markaskorun.

Stærsti sigur ÍR til þessa í keppninni er þó án efa frækinn sigur þeirra á Lengjudeildarliði ÍBV sem stefnir hraðbyri á sæti í Pepsi Max deildinni að ári. Lærisveinar Helga Sigurðssonar af Heimaey sáu ekki til sólar á Hertzvellinum gegn sprækum ÍRingum sem gerðu sér lítið fyrir og lögðu Eyjamenn 3-0 og tryggðu sér þar með farseðlinn í 16 liða úrslit. Jón Kristinn Ingason, Jorgen Pettersen og Hörður Máni Ásmundsson gerðu mörk ÍR á þessu eftirminnilega bikarkvöldi í Breiðholti.


Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið velkomin til leiks í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Fjölnis og ÍR í 16.liða úrslitum Mjólkubikars karla.


Byrjunarlið:
25. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
Halldór Arnarsson
3. Reynir Haraldsson
4. Patrik Hermannsson
4. Jordian G S Farahani
9. Bergvin Fannar Helgason ('74)
10. Rees Greenwood ('91)
14. Jorgen Pettersen
20. Hörður Máni Ásmundsson ('74)
21. Róbert Andri Ómarsson ('52)
22. Axel Kári Vignisson
- Meðalaldur 2 ár

Varamenn:
13. Aron Óskar Þorleifsson (m)
7. Arian Ari Morina ('74)
9. Pétur Hrafn Friðriksson ('52)
16. Hilmir Vilberg Arnarsson ('74)
18. Sigurður Dagsson
19. Hákon Dagur Matthíasson ('91)
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Arnar Hallsson (Þ)
Arnar Steinn Einarsson (Þ)
Helgi Freyr Þorsteinsson
Magnús Þór Jónsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson
Matthías Pétur Einarsson
Alexander Kostic

Gul spjöld:
Jordian G S Farahani ('52)
Axel Kári Vignisson ('54)
Hörður Máni Ásmundsson ('70)
Arian Ari Morina ('82)

Rauð spjöld: