Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Evan Ferguson, Thomas Frank, Ruben Neves, Eduardo Camavinga og fleiri koma við sögu.
Chelsea er að undirbúa 50 milljón evra tilboð í tvítuga franska varnarmanninn Jeremy Jacquet en Renners vill fá rúmlega 60 milljónir evra fyrir hann. (RMC Sport)
Napoli gæti reynt að næla í írska framherjan Evan Ferguson (21), sem er á láni hjá Roma frá Brighton, ef hollenski vængmaðurinn Noa Lang (26), fer í þessum mánuði. (Corriere dello Sport)
Stjórn Tottenham mun funda um framtíð Thomas Frank í dag eftir tap liðsins gegn West Ham í gær. (Independent)
Bournemouth er í viðræðum við Lazio um að fá gríska markvörðinn Christos Mandas (24), á láni. (Sky Sports)
Newcastle hefur áhuga á Stefan de Vrij, (33), varnarmanni Inter. (Football Insider)
Aston Villa hefur rætt við Club Brugge um kaup á Raphael Onyedika, (24), en Galatasaray er fremst í kapphlaupinu um nígeríska miðjumanninn. (Sacha Tavolieri)
Arsenal er að skoða Nathaniel Brown (22), þýskan vinstri bakvörð Frankfurt og Ousmane Diomande, (22), miðvörð Sporting og Fílabeinsstrandarinnar. (Caught Offside)
Liverpool hefur snúið sér að Alessandro Bastoni (26), varnarmanni Inter eftir að félagið missti af Marc Guehi, varnarmanni Crystal Palace til Man City. (Teamtalk)
Juventus hefur aukið áhuga sinn á Jean-Philippe Mateta (28), sóknarmanni Crystal Palace og ræddi við umboðsmenn franska framherjans á föstudaginn. (Mail)
Aston Villa, Tottenham og Man Utd hafa öll áhuga á Pierre Kalulu (25), varnarmanni Juventus en eru ólíkleg til að bjóða í hann fyrr en eftir tímabilið. (Calciomercato)
Man Utd vill fá portúgalska miðjumanninn Ruben Neves (28), en Al-Hilal vill fá um 20 milljónir punda fyrir hann. (Football Insider)
Liverpool er með augastað á Eduardo Camavinga (23), miðjumanni Real Madrid. (Fichajes)
West Ham ræddi við Barcelona um möguleikann á að kaupa Marc-Andre ter Stegen (33), en þýski makvörðurinn er á leið til Giorna. (Teamtalk)
Tottenham er í baráttu við Aston Villa og Newcastle um hinn 24 ára gamla Kevin Schade, framherja Brentford. (Caught Offside)
Chelsea ætlar að kalla David Datro Fofana (23), til baka úr láni frá tyrkneska félaginu Fatih Karagumruk. Chelsea vill selja hann í janúar en hann er orðaður við Celtic. (Football Insider)
Jadon Sancho (25), sem er á láni hjá Aston Villa, gæti verið að snúa aftur til Dortmund í þriðja sinn en félagið vill fá hann á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Man Utd rennur út næsta sumar. (Fichajes)
Athugasemdir




