Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
ÍA
1
0
FH
Ísak Snær Þorvaldsson '6 1-0
Jónatan Ingi Jónsson '64
11.08.2021  -  18:00
Norðurálsvöllurinn
Mjólkurbikar karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Árni Marinó Einarsson(ÍA)
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson ('62)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
7. Sindri Snær Magnússon
9. Viktor Jónsson ('62)
10. Steinar Þorsteinsson
18. Elias Tamburini ('46)
19. Ísak Snær Þorvaldsson
20. Guðmundur Tyrfingsson
22. Hákon Ingi Jónsson ('78)
44. Alex Davey ('66)

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
4. Aron Kristófer Lárusson ('62)
4. Hlynur Sævar Jónsson ('46)
14. Ólafur Valur Valdimarsson
16. Brynjar Snær Pálsson ('66)
19. Eyþór Aron Wöhler ('62)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('78)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Arnar Már Guðjónsson
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson

Gul spjöld:
Elias Tamburini ('40)
Gísli Laxdal Unnarsson ('52)
Eyþór Aron Wöhler ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið og það eru Skagamenn sem verða í pottinum þegar það verður dregið í 8-liða úrslit Mjókurbikars karla!
91. mín Gult spjald: Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
90. mín
90 mín á klukkuni
90. mín
Morten Beck í dauðfæri en Árni ver!!!
89. mín
FH-ingar að fá færi!! Eggert fær gott skotfæri innan teigs en Skagamenn hendas sér fyrir boltann. FH-ingar beint í aðra sókn og Eggert einn en Árni ver frábærlega
82. mín
VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!! Eggert Gunnþór með hörku skot en Árni ver frábærlega í stöngina og svo hrekkur boltinn í hendurnar á honum
81. mín
Inn:Morten Beck Guldsmed (FH) Út:Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
80. mín
Eggert Gunnþór með skalla að marki ÍA en Árni grípur auðveldlega.
78. mín
Skagamenn tæpir hérna í vörninni!! Lennon við það að komast einn í gegn en á síðustu stundu nær Árni í markinu að hreinsa.
78. mín
Inn:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) Út:Hákon Ingi Jónsson (ÍA)
75. mín
Skagamenn með flotta sókn og Steinar með fyrirgjöf en skallinn frá Eyþóri beint á Gunnar í markinu.
72. mín
Brynjar Snær með geggjaðann bolta fyrir og Wöhler hársbreidd frá því að reka tánna í boltann og koma heimamönnum í 2-0
69. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Pétur Viðarsson (FH)
66. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (ÍA) Út:Alex Davey (ÍA)
64. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
64. mín Rautt spjald: Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Jónatan virðist slá Hlyn Sævar beint í punginn og fær beint rautt! Ákaflega heimskulegt
62. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (ÍA) Út:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
62. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (ÍA) Út:Viktor Jónsson (ÍA)
58. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
Fékk þetta að öllum líkndum fyrir tuð
58. mín
Óttar Bjarni með skalla eftir fyrirgjöf frá Gumma Tyrfings en rétt framhjá.
57. mín Gult spjald: Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
52. mín
Eggert Gunnþór með skall yfir markið eftir aukaspyrnu frá Hödda.
52. mín Gult spjald: Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
49. mín
LENNON!!!! Steven Lennon fær dauðafæri í teig Skagamanna en Árni með frábæra vörslu!
46. mín
Inn:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA) Út:Elias Tamburini (ÍA)
46. mín
Þá er seinni hálfleikur farinn af stað hjá okkur og nú eru það Skagamenn sem byrja með boltann og sækja í átt frá höllini.
45. mín
Hálfleikur
Skagamenn leiða í hálfleik
43. mín
Davey með langt innkast og það myndast smá hætt í teig FH en þeir koma þessu í burt á endanum. Skagamenn halda áfram að sækja og fá horn
40. mín Gult spjald: Elias Tamburini (ÍA)
39. mín
FH-ingar með hornspyrnu og það kemur smá panikk í teignum en Skagamenn hreinsa. Gestirnir beint aftur í sókn og Höddi með skot en rétt framhjá markinu.
35. mín
Aftur fá FH-ingar aukaspyrnu á góðum stað og aftur er það Lennon sem tekur skotið og núna er það bara rétt framhjáog í hliðarnetið
31. mín
Pétur Viðars með skot á vítateigslínunni en í varnarmann og auðvelt fyrir Árna í markinu.
29. mín
Steinar með sendingu inn fyrir vörn FH og Gísli er við það að komast í gegn en Höddi löpp með flotta vörn og stoppar þetta.
28. mín
Gísli Laxdal fær hérna fínt skotfæri utan teigs en þessi tilraun fer ekki í sögubækurnar.
23. mín
FH-ingar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem Lennon tekur og nær góðu skoti á markið en Árni ver vel og í horn.
16. mín
Skagamenn fá hérna horn og Sindri nær skallanum en slakur og yfir markið.
12. mín
Hákon Ingi fer ansi illa hérna með Ólaf Guðmundsson sendir boltann inn fyrir en Sindri missir boltann aftur fyrir.
11. mín
Skagamenn með fína skyndisókn eftir hornspyrnu FH en FH-ingar hreinsa í horn.
6. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA)
Stoðsending: Sindri Snær Magnússon
Það er bara þannig! Skagamenn komast hérna yfir. Sindri gerir mjög vel á miðjunni og vinnur boltann af FH-ingum og sendir hann í gegn þar sem Ísak Snær kemst einn á móti Gunnari og klárar mjög vel.
3. mín
Hákon Ingi með flotta sendingu inn fyrir vörn FH og Steinar kemst upp að endalínu en það vantar bara fleiri Skagamenn í teiginn og færið rennur út í sandinn.
2. mín
FH-ingar fá strax flott færi en Jóntan Ingi setur boltann rétt framhjá markinu.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað hjá okkur og það eru FH-ingar sem byrja með boltann og sækja í átt frá höllini. Skagamenn að sjálfsögðu í gulum treyjum og svörtum buxum og FH-ingar í hvítum treyjum og svörtum buxum.
Fyrir leik
Það eru sko algjörar toppaðstæður til að spila fótbolta á Akranesi í dag! Smá gola, 14 gráður og völlurinn lítur mjög vel út. Skyldumæting!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Jóhannes Karl Guðjónsson gerir eina breytingu á byrjunarliði ÍA frá 4-1 sigrinum gegn HK. Guðmundur Tyrfingsson kemur inn fyrir Wout Droste.

Ólafir Jóhannesson gerir eina breytingu á byrjunarliði FH frá 1-1 jafntefli gegn KR. Guðmann Þórisson kemur inn og Björn Daníel Sverrisson sest á bekkinn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það má kannski segja að dýrðardögunum sé lokið hjá báðum liðum og frammistaða þeirra í Pepsi Max-deildinni í sumar sé ekkert til að hrópa húrra fyrir og fallbarátta eltir þau.

Heimamenn í ÍA eru í botnsæti deildarinnar með 12 stig en FH er í 7. sætinu með 19 stig.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Liðin komu bæði inn í keppnina í 32 liða úrslitin í ár og fengu þá bæði heimaleik.

ÍA fékk Fram í heimsókn á Akranesið 23. júní og vann þá 3 - 0 heimasigur með tveimur mörkum frá Steinari Þorsteinssyni og einu frá Morten Beck. Sá síðarnefndi hefur verið kallaður aftur til FH úr láni.

FH vann sama kvöld 4 - 1 sigur á Njarðvík í leik sem var fyrsti leikur Ólafs Jóhannessonar með liðið.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmir leikinn í dag og er með þá Eðvarð Eðvarðsson og Svein Þórð Þórðarson sér til aðstoðar á línunum. Enginn skiltadómari er á þessum leik en KSÍ sendi Þórarinn Dúa Gunnarsson sem eftirlitsmann sem tekur út frammistöðu dómara og umgjörðina.
Sigurður Hjörtur dæmir leikinn í dag.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign ÍA og FH í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Norðurálsvelli á Akranesi.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson ('69)
4. Ólafur Guðmundsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
11. Jónatan Ingi Jónsson
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('81)
21. Guðmann Þórisson

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
2. Jóhann Ægir Arnarsson
10. Björn Daníel Sverrisson
14. Morten Beck Guldsmed ('81)
22. Oliver Heiðarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('69)
34. Logi Hrafn Róbertsson
35. Óskar Atli Magnússon

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Davíð Þór Viðarsson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Kári Sveinsson

Gul spjöld:
Baldur Logi Guðlaugsson ('57)
Guðmann Þórisson ('58)
Pétur Viðarsson ('64)

Rauð spjöld:
Jónatan Ingi Jónsson ('64)