Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
Víkingur R.
3
1
KR
Viktor Örlygur Andrason '35 1-0
Nikolaj Hansen '41 2-0
Erlingur Agnarsson '68 3-0
3-1 Kristján Flóki Finnbogason '90
12.08.2021  -  19:15
Víkingsvöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Lauflétt gola og sól. 14 gráðu hiti.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Erlingur Agnarsson - Víkingur
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
Kári Árnason ('62)
7. Erlingur Agnarsson ('77)
8. Viktor Örlygur Andrason ('69)
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen ('77)
80. Kristall Máni Ingason ('77)
- Meðalaldur 13 ár

Varamenn:
3. Logi Tómasson ('77)
9. Helgi Guðjónsson ('77)
11. Adam Ægir Pálsson ('69)
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
77. Kwame Quee ('77)
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Einar Guðnason
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Halldór Smári Sigurðsson ('57)
Nikolaj Hansen ('64)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar yfirspiluðu þunga KR-inga í kvöld! Viðtöl, skýrsla og dráttur í 8-liða úrslitin seinna í kvöld. Engin ástæða til annars en að vera með okkur í stuðinu.
90. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
+5
90. mín
+2

Uppbótartími í gangi. Egill Arnar skiltadómari gaf merki um að fimm mínútum yrði bætt við.
90. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Sárabótamark. Kristján Flóki skorar af stuttu færi eftir sendingu frá varamanninum Atla Sigurjónssyni.
90. mín
Pepsi Max-deildarliðin Víkingur, Fylkir, HK, ÍA, Keflavík og Valur verða öll í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit í kvöld. Einnig Vestri úr Lengjudeildinni og ÍR úr 2. deild.

Eru Víkingar að fara að verja bikarmeistaratitil sinn?
87. mín
Sláin! Kennie Chopart með skot yfir vegginn og í slána.
86. mín
Ingvar með tvær flottar vörslur með stuttu millibili. Smá skotæfing sem hann fær hér í lok leiks.

Svo er brotið á Stefáni Árna og KR fær aukaspyrnu rétt við vítateigsbogann.
85. mín
Logi Tómasson í dauðafæri en Beitir ver. Flagg á loft. Þetta hefði ekki talið.
83. mín
Kwame með skot eftir hornspyrnu. Kwame grípur boltann.

Við verðum með beina textalýsingu frá drættinum í 8-liða úrslitin seinna í kvöld. Dregið í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 Sport.
82. mín
Síðasti sigur Víkings gegn KR var í júlímánuði 2018. Langþráður sigur í uppsiglingu vægast sagt!
79. mín
Beitir stálheppinn! Fór í skógarferð og Helgi Guðjónsson vann boltann, átti skot fyrir utan teig en yfir fór boltinn!
78. mín
Kwame með skot framhjá markinu.
77. mín
Inn:Arnþór Ingi Kristinsson (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
77. mín
Inn:Kwame Quee (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
77. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
77. mín
Inn:Logi Tómasson (Víkingur R.) Út:Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
76. mín Gult spjald: Grétar Snær Gunnarsson (KR)
Kristall er fórnarlambið.
75. mín
Erlingur Agnarsson reynir að koma boltanum á Nikolaj Hansen en KR-ingar komast fyrir sendinguna.
73. mín
Víkingar með öll spil á sinni hendi og afskaplega erfitt að sjá annað en að þeir verði í pottinum þegar Henry Birgir dregur í 8-liða úrslitin seinna í kvöld.
69. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR) Út:Pálmi Rafn Pálmason (KR)
69. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
68. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Kristall Máni Ingason
FYRSTA MARK HANS Á ÞESSU TÍMABILI!

Kristall Máni laumar boltanum glæsilega á Erling sem kemur boltanum framhjá Beiti á faglegan hátt!

Mark og stoðsending frá Erlingi.
68. mín
Óskar Örn með skot fyrir utan teig. Laust. Auðvelt fyrir Ingvar.
66. mín
Pálmi er haltrandi en leikurinn heldur áfram. Sé ekki fram á að hann geti haldið leik áfram mikið lengur.
64. mín Gult spjald: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Braut á Pálma. Pálmi þarf aðhlynningu.
64. mín
DAUÐAFÆRI!!!! Stefán Árni leggur boltann á Kristján Flóka sem skýtur framhjá úr dauðafæri! Flóki virtist hræddur við Júlíus Magnússon sem var þarna fyrir aftan hann og nær að trufla!

Þarna átti KR að minnka muninn.
62. mín
Inn:Sölvi Ottesen (Víkingur R.) Út:Kári Árnason (Víkingur R.)
Kári leikið frábærlega í kvöld en þarf að fara af velli vegna meiðsla. Besti vinur hans kemur inn í staðinn.
61. mín


Kári Árnason leggst niður í teignum. Sölvi gerir sig kláran. Það er skipting á leiðinni.
59. mín
Inn:Stefán Árni Geirsson (KR) Út:Ægir Jarl Jónasson (KR)
Stefán svo sannarlega með getuna í að brjóta þetta upp fyrir KR-inga.
58. mín
Grétar heldur leik áfram. Kristinn Jónsson með aukaspyrnuna en Kári Árnason skallar boltann frá. Þá kemur skipting frá KR...
57. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Halldór Smári með tæklingu. Tekur mann og bolta. Grétar Snær þarf aðhlynningu.
56. mín
Óskar Örn reynir að komast framhjá Kára en Kári verst afskaplega vel og kemst í knöttinn.
55. mín
Stefán Árni að gera sig kláran í að koma inn.
52. mín
Kristján Flóki með skemmtilega hælspyrnu á Theodór Elmar sem á sendingu inn í teiginn en þarna vantar einfaldlega fleiri KR-inga í teiginn.
51. mín
Ekkert kom úr horninu. KR-ingar einoka boltann algjörlega hér á fyrstu mínútum seinni hálfleiksins.
50. mín
Kjartan Henry með sendingu inn í teiginn. Halldór Smári skallar boltann afturfyrir í hornspyrnu sem KR-ingar eiga.
48. mín
KR fær aukaspyrnu. Kristinn Jónsson tekur hana og sendir á fjærstöngina en Víkingar ná að verjast. Hugur í KR-ingum eftir hálfleiksræðuna hjá Rúnari. Fengu þeir hárblásarann?
47. mín
Vó!!! KR-ingar mæta eldferskir til leiks og byrja seinni hálfleikinn á baneitraði sókn. Kennie með sendinguna en Víkingar ná að koma hættunni frá. Skýr skilaboð.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn á fulla ferð
45. mín
Sömu 22 og hófu leikinn mæta út í seinni hálfleik. Ef staðan breytist ekki bráðlega er alveg ljóst að það er þó stutt í skiptingu hjá Rúnari Kristins.
45. mín
Ég kíkti í VIP-salinn hjá Víkingum í hálfleiknum og þar er óhætt að segja að gleðin sé við völd. Víkingar verið afskaplega flottir í þessum leik en hvar mun hið mikilvæga og klisjukennda þriðja mark enda? Bíðum og sjáum!
45. mín
Hálfleikur
Víkingar í hörkustöðu í hálfleik. Hillý og Jón syngja, dansa og tralla í stúkunni.
45. mín
Atli Sigurjónsson og Stefán Árni Geirsson báðir að hita upp hjá KR-ingum. Gætum fengið tvöfalda skiptingu í hálfleik.

44. mín
Víkingar hefðu getað skorað þriðja markið!!! Kristall Máni með skalla beint í fangið á Beiti eftir góða sendingu frá Erlingi.

Heimamenn leika á als oddi!
41. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Erlingur Agnarsson
HEIMAMENN ERU Í STUÐI! ROOOSALEGA VAR ÞETTA EINFALT EITTHVAÐ!

Víkingar sundurspila KR-inga auðveldlega. Skyndilega er Erlingur kominn í geggjaða stöðu, Beitir fer út á móti honum en Erlingur rennir knettinum vel á Nikolaj sem á ekki í vandræðum með að reka smiðshöggið.
40. mín
Kristinn Jónsson með hættulega fyrirgjöf en það vantaði árás frá KR-ingum á þennan bolta! Hann flaug í innkast hinumegin.
35. mín MARK!
Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Stoðsending: Atli Barkarson
VIRKILEGA FÍN SÓKN VÍKINGA!!!

Samvinna Kristals Mána og Atla Barkar á vinstri vængnum endar með fyrirgjöf frá Atla. Viktor Örlygur er mættur í teiginn og klárar með þéttingsföstu skoti í fyrsta með vinstri fæti.

Heimamenn eru komnir yfir.
32. mín
Kristinn Jónsson með fyrirgjöf en Ingvar rís upp eins og fuglinn Felix og handsamar þennan bolta.
28. mín Gult spjald: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Sparkaði boltanum í burtu löngu eftir að búið var að flauta. Víkingar eiga aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi KR-inga.
26. mín
Óbein aukaspyrna alveg við markteiginn. Víkingar fjölmenna á marlínuna. Boltanum rennt á Kjartan Henry sem á skot en Ingvar Jónsson nær að komast fyrir og ver!

Alltof sjaldan sem við sjáum óbeina aukaspyrnu í teignum. Þetta hressti.
25. mín
DARRAÐADANS Í TEIGNUM HJÁ VÍKINGUM!!!

Einar Ingi dómari dæmir hér ÓBEINA aukaspyrnu! Ingvar Jónsson handsamaði boltann eftir snertingu frá Karli Friðleifi. Ekki viss um að þetta hafi verið áætluð sending á Ingvar en það þýðir ekki að deila við dómarann.
19. mín
Kristinn Jónsson með fyrirgjöf. Halldór Smári missir af boltanum og Kjartan Henry nær skalla á markið en hann er frekar máttlítill. Auðveldur viðureigna fyrir Ingvar Jónsson í marki Víkinga.
14. mín
KRISTALL MÁNI! Með skot við vítateigslínuna en skotið í hliðarnetið. Ágætis tilraun fyrir heimamenn.
13. mín
KR í sókn. Ægir Jarl að reyna að ná valdi á boltanum en Júlíus Magnússon tæklar svo boltann afturfyrir í hornspyrnu. Fyrsta hornspyrna leiksins.

Theodór Elmar með fyrirgjöf sem Nikolaj skallar frá og í kjölfarð á Víkingur hættulega skyndisókn.
11. mín
Kristall Máni reynir að komast framhjá Kennie Chopart á vinstri vængnum en sá danski eins og veggur. Flott vörn hjá Kennie, hirðir boltann.
10. mín
Það hefur hægt og rólega fjölgað í stúkunni. Mjög íslenskt að vera að mæta eftir að leikurinn fer af stað.

ÞÁ KEMUR HÖRKUFÆRI! KR-ingar. Kjartan Henry hitti ekki boltann og knötturinn skoppaði svo til Ægis sem átti skottilraun framhjá markinu.
6. mín
Víkingur í sókn. Atli Barkar með hættulega fyrirgjöf en Arnór Sveinn nær mikilvægum skalla í teignum og kemur hættunni frá.

Kári Árnason brýtur svo á Kjartani Henry á miðlínunni, fellur hann. Kjartan Henry liggur eftir og þarf aðhlynningu. Ekki síðasta rimmann milli þessara manna í kvöld, það er klárt!

Kári fær tiltal frá Einari dómara. KR-ingar vildu sjá gult spjald á loft.
5. mín
Byrjunarlið Víkings:
Ingvar
Karl - Kári - Halldór Smári - Atli Barkar
Pablo - Júlli Magg - Viktor Örlygur
Elrlingur - Nikolaj - Kristall
4. mín
Brögð og brellur frá Kristali Mána hér í upphafi, eða Stalla eins og gárungar kalla hann. Skemmtilegur leikmaður sem mun vonandi halda áfram að leika listir sínar í kvöld.

Byrjunarlð KR:
Beitir
Kennie - Grétar - Arnór - Kiddi Jóns
Pálmi Rafn - Elmar - Ægir
Flóki - Kjartan Henry - Óskar Örn
1. mín
Leikur hafinn
Víkingar hefja leik. KR-ingar sækja í átt að félagsheimilinu í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn. Miðað við hversu stór þessi leikur er þá er mætingin í stúkuna vonbrigði. Vonandi fara fleiri að mæta... eins og áður sagði þá má búast við langri dagskrá í kvöld!

Hamingjan, hún er hér!
Fyrir leik
Vítakeppni á dagskrá í kvöld?

Bæði lið, og dómararnir, eru að hita upp í blíðunni. Ég hef það sterklega á tilfinningunni að áhorfendur séu að fara að fá allt fyrir peninginn. Það má búast við þokkalegum hita á vellinum eins og áður þegar þessi tvö lið mætast. Leikið er til þrautar og við gætum siglt alla leið í vítaspyrnukeppni.
Fyrir leik
KR-ingar fóru upp á Skaga í 32-liða úrslitum og mættu Kára. Kári komst yfir undir lok fyrri hálfleiks en KR gerði tvö mörk í seinni hálfleik og fór áfram með 2-1 útisigri.

Víkingur unnu 3-0 sigur á Sindra. Adam Ægir Pálsson, Kwame Quee og Viktor Örlygur Andrason skoruðu.
Fyrir leik


Heimavöllur hamingjunnar stendur undir nafni í kvöld. 14 gráðu hiti og lauflétt gola. Viðrar vel til loftárása.
Fyrir leik


Hjá Víkingum er Ingvar Jónsson í markinu eins og í hinum bikarleiknum sem liðið spilaði. Þórður Ingason, sem er aðalmarkvörður Víkinga, hvílir á bekknum. Pablo Punyed kemur aftur inn í byrjunarliðið eftir að hafa tekið út leikbann í 2-2 jafnteflinu gegn KA.

Fyrir leik
Theodór Elmar í byrjunarliðinu.


Byrjunarlið KR:
Rúnar Kristinsson gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá 1-1 jafntefli gegn FH. Arnþór Ingi Kristinsson og Stefán Árni Geirsson fara á bekkinn. Ægir Jarl Jónasson og Theodór Elmar Bjarnason koma inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Dregið í 8-liða úrslit eftir leikinn
Þetta er síðasti leikur 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins og að honum loknum verður dregið í 8-liða úrslitin.

Pepsi Max-deildarliðin Fylkir, HK, ÍA, Keflavík og Valur verða öll í pottinum. Einnig Vestri úr Lengjudeildinni og ÍR úr 2. deild.

Fyrir leik
Þriðja liðið er svona skipað


Einar Ingi Jóhannsson er aðaldómari leiksins og aðstoðardómarar þeir Þórður Arnar Árnason og Kristján Már Ólafs. Fjórði dómari er Egill Arnar Sigurþórsson.
Fyrir leik
Velkomin með okkur í beina textalýsingu frá leik Víkings og KR í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Ríkjandi bikarmeistarar í Víkingi (frá 2019 þar sem keppnin var ekki kláruð í fyrra) mæta KR-ingum í mjög safaríkum bikarslag sem flautaður verður á klukkan 19:15. Vel við hæfi að klára bikarvikuna á þessum svakalega leik á heimavell hamingjunnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í deildarleik á þessum velli í sumar og nánast ógjörningur að spá fyrir um niðurstöðu í þessu einvígi.


Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('69)
Theodór Elmar Bjarnason ('77)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson ('59)
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('77)
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Stefán Árni Geirsson ('59)
8. Emil Ásmundsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
23. Atli Sigurjónsson ('69)
- Meðalaldur 29 ár

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Sigurvin Ólafsson

Gul spjöld:
Pálmi Rafn Pálmason ('28)
Grétar Snær Gunnarsson ('76)
Arnþór Ingi Kristinsson ('90)

Rauð spjöld: