Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
Aberdeen
2
1
Breiðablik
Ryan Hedges '46 1-0
1-1 Gísli Eyjólfsson '59
Ryan Hedges '70 2-1
12.08.2021  -  18:45
Pittodrie Stadium
Sambandsdeild UEFA
Aðstæður: Ljómandi fínt veður
Dómari: Marco Di Bello (Ítalía)
Maður leiksins: Ryan Hedges (Aberdeen)
Byrjunarlið:
1. Joe Lewis (m)
2. Ross McCrorie
3. Jack Mackenzie ('79)
4. Andrew Considine
5. Declan Gallagher ('46)
8. Scott Brown (f)
9. Christian Ramirez ('79)
11. Ryan Hedges ('87)
15. Dylan McGeaouch ('46)
19. Lewis Ferguson
22. Calvin Ramsay

Varamenn:
25. Gary Woods (m)
30. Tom Ritchie (m)
10. Niall McGinn
14. Jay Emmanuel-Thomas ('79)
16. Funso Ojo ('46)
17. Johnny Hayes ('79)
18. Connor McLennan ('46)
20. Teddy Jenks ('87)
21. Jack Gurr
24. Dean Campbell
28. Michael Ruth
35. Mason Hancock

Liðsstjórn:
Stephen Glass (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar úr leik en þeir hafa verið íslenskri knattspyrnu til sóma í þessari keppni. Þeirra spilamennska verið frábær heilt yfir og klárlega eitthvað til að byggja á.

Aberdeen fer áfram og á möguleika á því að komast í riðlakeppnina.


90. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma
90. mín
Aberdeen með tvö skot með stuttu millibili sem hafa flogið hátt yfir markið.
89. mín
Þetta er að fjara út, því miður.
87. mín
Inn:Teddy Jenks (Aberdeen) Út:Ryan Hedges (Aberdeen)
Besti maður vallarins af velli.
87. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
87. mín
Inn:Finnur Orri Margeirsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
87. mín
Fyrirliði Blika með slaka hornspyrnu sem Jay Emmanuel-Thomas skallar frá.
86. mín
Höskuldur tekur spyrnuna og Viktor rétt missir af boltanum. Blikar fá hornspyrnu.
85. mín
Blikar þurfa tvö mörk... það verður erfitt. Fá samt aukaspyrnu hér á ágætis stað.
82. mín
Gísli með fyrirgjöf og markvörður Aberdeen, Joe Lewis, í alls konar vandræðum. Handsamar þó boltann í annarri tilraun.
79. mín
Inn:Johnny Hayes (Aberdeen) Út:Jack Mackenzie (Aberdeen)
79. mín
Inn:Jay Emmanuel-Thomas (Aberdeen) Út:Christian Ramirez (Aberdeen)
78. mín
JASON DAÐI, SKJÓTTU Á MARKIÐ!
Jason kominn í mjög gott færi en ætlar að vera sniðugur og leggja boltann til hliðar. Varnarmenn Aberdeen komast inn í þetta og Blikar fá horn. Þarna átti strákurinn efnilegi bara að negla boltanum á markið.
76. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
75. mín
McLennan sloppinn einn í gegn. Getur gengið frá einvíginu en Anton Ari sér við honum.
72. mín
Árni kominn í gott færi strax eftir markið en setur boltann hátt yfir markið.
71. mín
Blikar naga sig eflaust í handarbökin að hafa ekki nýtt þau færi sem þeir hafa fengið. Það er að reynast dýrt.
70. mín MARK!
Ryan Hedges (Aberdeen)
Stoðsending: Christian Ramirez
Andskotans

Kemur langur bolti upp sem Ramirez ætlar sér að taka niður. Móttakan er ekki sérstök en dettur einhvern veginn niður fyrir Hedges sem skorar með stórgóðu skoti.
69. mín
Þessi ítalski dómari er að fara að fá falleinkunn með þessu áframhaldi. Viktor tosaður niður við endalínu, alveg upp við aðstoðardómarann. Ekkert dæmt. Svo er flautuð aukaspyrna á Viktor.
66. mín
Jason er ótrúlega góður í fótbolta. Úr Mosfellsbæ til Skotlands. Hann á eftir að ná langt. Engin spurning um það. Verður orðinn atvinnumaður erlendis innan skamms.


65. mín
JASON!!!
Þarna hefðu Blikar getað skorað!!!

Viktor gerir frábærlega og vinnur boltann hátt á vellinum. Boltinn berst til Árna sem vinnur Jason. Joe Lewis kemur langt á móti honum og lokar á Mosfellinginn sem var í dauðafæri.

Árni fær svo skotfæri fyrir utan teig en setur boltann yfir markið.
64. mín
Aberdeen að hóta öðru marki
Smá ruglingur í vörn Blika og Hedges kemst í ágætis stöðu til að skora annað mark sitt. Anton Ari ver hins vegar skot hans.
63. mín
McLennan með skot - við vítateiginn - hátt yfir markið.
61. mín
Áhugaverðar þessar rúmu 30 mínútur sem eru eftir. Blikar þurfa að vinna þennan leik með einu til að koma honum í framlengingu. Vinni Blikar með tveimur mörkum, fara þeir áfram í næstu umferð. Endi þessi leikur svona eða með sigri Aberdeen, þá fara heimamenn áfram í næstu umferð.
61. mín Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
60. mín
GÍSLI EYJÓLFSSON!!


60. mín
Þetta var fyrsta skot Blika á markið í leiknum.
59. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
JÁÁÁÁÁÁÁÁÁ
Jason fær boltann úti hægra megin og kemur honum upp á Viktor Karl. Miðjumaðurinn leggur boltann svo út í teiginn á Gísla sem nær frábæru skoti og skorar.

ÞARNA!!!!!
57. mín
Vel spilað hjá Aberdeen en Viktor Örn nær að koma boltanum frá. Hann haltrar svo þegar hann hleypur upp völlinn. Vonandi ekkert alvarlegt.
56. mín
Fyrirgjöf og Árni nær skallanum. Sama niðurstaða og áðan; langt fram hjá.
55. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Davíð Örn Atlason (Breiðablik)
55. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
53. mín
Breiðablik fær hornspyrnu. Taka þetta stutt. Kemur svo fyrirgjöf og Árni skallar boltann langt fram hjá markinu í litlu jafnvægi.
52. mín
Vallarstarfsmenn Aberdeen hafa vökvað völlinn of mikið í hálfleik. Hann er eins og skautasvell miðað við það hversu mikið leikmenn eru að renna þessa stundina.
51. mín
Skotarnir næstum því búnir að bæta við öðru marki. Ojo er að skapa alls konar usla. Ferguson með skot rétt fram hjá markinu. Byrjaði allt saman á því að Oliver rann á vellinum.
49. mín Gult spjald: Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
47. mín
Þetta er svo klaufalegt mark. Maður verður að gera kröfu á Blika að gera betur þarna.
46. mín MARK!
Ryan Hedges (Aberdeen)
Stoðsending: Funso Ojo
Æji

Damir klaufi. Vinnur boltann af Ojo og tapar honum aftur. Davíð Atla með slaka tæklingu og Ojo leggur boltann bara þægilega út á Ryan Hedges, sem er einn og óvaldaður í teignum.

Nú verður róðurinn þungur fyrir Blika.
46. mín
Inn:Connor McLennan (Aberdeen) Út:Declan Gallagher (Aberdeen)
46. mín
Inn:Funso Ojo (Aberdeen) Út:Dylan McGeaouch (Aberdeen)
46. mín
Leikur hafinn
Jæja, þá förumn við aftur af stað. Fáum við mark í þennan leik? Ég er nokkuð viss um það. Kannski í fleirtölu.
45. mín
Hálfleikur
Þetta er vel hægt. Framundan eru mikilvægustu 45 mínútur sumarsins hjá Blikum. Það eru engin útivallarmörk. Blikar þurfa bara eitt mark til að koma þessu í framlengingu - þar að segja ef Aberdeen skorar ekki.

Koma svo Blikar!

45. mín
Hálfleikur
Tölfræðin:
Markttilraunir: 8 - 1
Á mark: 3 - 1
Brot: 4 - 5

Mér líður eins og Blikar hafi verið meira með boltann en það er ekkert um það á vef UEFA. Bæði lið hafa fengið eitt dauðafæri til að skora.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik. Blikarnir voru fínir framan af og fengu algjört dauðafæri til að taka forystuna. Það hefði verið gaman að sjá þann bolta liggja í netinu. Aberdeen ívið sterkari undir lok hálfleiksins.

Næstu 45 mínútur verða spennandi!
45. mín
Scott Brown er byggður eins og ég veit ekki hvað. Það er erfitt að vinna þennan mann í einvígi.


44. mín
Óskar þarf að fara að hugsa um að taka Gísla út af með þessu áframhaldi. Hann var að brjóta af sér. Er á gulu spjaldi. Gísli, passa sig!
43. mín
Aberdeen aðeins að taka völdin síðustu mínútur. Árni Vill er svolítið einangraður upp á topp hjá Blikum. Kópavogsliðið þarf að ná tökunum aftur. Það er það sem þeir gera best.
42. mín
FÓKUS!!!
Aberdeen opnar vörnina hjá Blikum og Ramirez sleppur í gegn. Skot hans er hins vegar slakt og Anton Ari ver það.
39. mín
McKenzie með skot frá vinstri sem Anton Ari gerir vel í að verja. Mosfellingurinn búinn að vera algjörlega frábær upp á síðkastið.


37. mín
Það er að færast mikið líf í þennan leik og því fagna ég.
36. mín
Bondarinn vildi fá vítaspyrnu áðan þegar Viktor Karl var einn á móti marki. Mér sýndist McRorie fara í boltann en það var erfitt að sjá það.

Ef hann fór í Viktor Karl, þá átti það auðvitað að vera víti og rautt spjald.
36. mín
ANTON ARI!!
Aberdeen fær hér dauðafæri. Oliver missir boltann klaufalega og skoska liðið fær í kjölfarið frábært tækifæri til að taka forystuna. Anton Ari ver hins vegar mjög vel og bjargar Blikum.
33. mín
Viktor Karl fékk dauðafæri.


32. mín
DAUÐAFÆRI!!!!!
Þarna áttu Blikarnir að skora!!

Frábær sókn. Jason Daði vinnur boltann á vallarhelmingi Blika og geysist upp. Hann leggur svo boltann á Viktor Karl. Þeir eru tveir á tvo. Viktor leggur hann á Árna og fær hann svo aftur. Viktor er nánast einn gegn marki en setur boltann fram hjá.

Ross McCrorie sýnist mér ná að tækla boltann. Þetta hefði átt að vera hornspyrna en markspyrna dæmd.
31. mín
Þú spilar eiginlega ekki leik í Skotlandi án þess að fá að minnsta kosti eitt slæmt högg. Considine rekur olnbogann í hálsinn á Davíð Atla. Bakvörðurinn liggur eftir, hóstar smávegis og stendur aftur upp.
25. mín
Aberdeen vill hendi og víti, en Ítalinn er vel staðsettur og dæmir ekkert. Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið hárrétt?
24. mín
Það er baulað á Gísla Eyjólfs. Líklega vegna þess að hann braut á Brown áðan.
21. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Fyrir brot á fyrirliða Aberdeen. Brown glotti hann stóð aftur upp.
20. mín
Passing the ball, won't give you a goal er sungið a pöllunum.
18. mín
Það er öll pressan á Skotunum og það sést.
14. mín
Jason Daði gerir vel og á lága, fasta sendingu inn í teiginn. Þarna vantaði bara Blika til að stýra boltanum á markið. Árni reyndi en án árangurs.

Blikarnir mjög fínir til þessa!
11. mín
Það er ekkert stress í Blikum. Þeir eru mjög yfirvegaðir er þeir halda boltanum.
10. mín
Lið Blika (4-2-3-1):
Anton Ari
Davíð Örn - Damir - Viktor Örn - Davíð
Oliver - Viktor Karl
Jason - Höskuldur - Gísli
Árni
8. mín
Jason Daði getur sett það á ferilskrána að hann er búinn að klobba harðhausinn Scott Brown.
4. mín
Þetta má ekki vera svona auðvelt. Ein sending upp í loftið og það býr til hættulega stöðu. Það myndast smá darraðadans upp úr horninu en boltinn fer svo aftur fyrir endamörk og Blikar fá markspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað. Koma svo Blikar!
Fyrir leik
Oliver byrjar leikinn.
Fyrir leik
Það er baulað þegar grænklæddir Blikar ganga út á völlinn.
Fyrir leik
Það er vel mætt á völlinn í Aberdeen. Stuðningsmenn skoska liðsins í góðum gír.
Fyrir leik
Er að fá tíðindi um mögulega breytingu á byrjunarliði Blika. Oliver Sigurjónsson kveinkar sér í upphitun og kemur Alexander Helgi væntanlega inn í byrjunarliðið fyrir hann.


Fyrir leik
Núna þurfa Blikarnir að hlusta vel á Óskar og vinna þennan leik bara.
Fyrir leik
Óskar Hrafn skaut á Aberdeen
Þjálfari Blika skaut á skoska liðið og þeirra leikstíl eftir tapið á Laugardalsvelli.

'Ef að frá eru skildar fyrstu sex mínúturnar, þá fannst mér við mikið betri allan leikinn. Við erum að fara til Aberdeen, ætlum að vinna með tveimur og slá þessa gæja út,' sagði Óskar í samtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn.

'Þeir gera enga tilraun til að spila fótbolta, eyddu meiri tíma í að tefja en að senda hann á milli. Við eigum að vinna þetta lið, þannig met ég þetta.'

Kom Aberdeen eitthvað á óvart? 'Ég bjóst ekki við því að þeir væru svona lélegir. Ég hélt þeir myndu reyna að spila fótbolta. Þeir gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Þeir eru líkamlega sterkir, fljótir og öflugir í loftinu.'


Fyrir leik
Fyrri leikurinn
Fyrri leikurinn endaði með 3-2 sigri Aberdeen.

Úr úrslitafrétt:
Breiðablik þurfti að sætta sig við svekkjandi tap gegn Aberdeen frá Skotlandi í fyrri leiðanna í 3. umferð forkeppni Sambansdeildar UEFA á Laugardalsvelli í kvöld.

Blikar voru ekki alveg á tánum í föstum leikatriðum til að byrja með. 'Hornspyrnan er tekin meðfram jörðinni og Ramirez kemur í hlaup á nærstöngina og þrumar boltanum í nærhornið framhjá Antoni Ara. Vel útfært hjá Skotunum en Blikar ekki tilbúnir!' skrifaði Sæbjörn Þór Steinke í beinni textalýsingu eftir aðeins þriggja mínútna leik.

Átta mínútum síðar komst Aberdeen í 2-0 og aftur kom markið eftir fast leikatriði.



Blikar létu þessa skelfilegu byrjun ekki slá sig út af laginu. Gísli Eyjólfsson minnkaði muninn á 16. mínútu og rétt fyrir leikhlé jafnaði Árni Vilhjálmsson úr vítaspyrnu. Árni var mjög öflugur í fyrri hálfleik.



Breiðablik byrjaði seinni hálfleikinn hins vegar líka illa og Aberdeen tók forystuna aftur þegar örfáar mínútur voru liðnar frá upphafsflauti. Ramirez var aftur á ferðinni fyrir skoska liðið.

Aberdeen gerði ekki mikið eftir það. Seinni hálfleikurinn var frekar rólegur heilt yfir og fleiri mörk ekki skoruð. Aberdeen hægði mjög á leiknum undir lokin og Breiðablik náði ekki að koma tempóinu upp, eins og í fyrri hálfleik.
Hvet alla til að taka þátt í umræðunni á Twitter með myllumerkinu #fotboltinet. Þitt tíst gæti birst í lýsingunni.
Fyrir leik
Sigurður Heiðar Höskuldssson, þjálfari ársins í Pepsi Max-deildinni til þessa, var á meðal þeirra sem spáði í leikinn fyrir okkur.

Ég hef það mikla trú á þessu Breiðabliks-projecti og er það bjartsýnn maður að eðlisfari að ég er alltaf að fara að spá Blikunum áfram. Óskar hefur líklega náð að kynda vel í Aberdeen með þessu viðtali eftir fyrri leikinn og það mun setja þá aðeins úr jafnvægi; 1-3 lokatölur. Árni Vill með tvö, Aberdeen minnkar í 1-2 og dæla nokkrum háum inn á teig í kjölfarið. Gísli Eyjólfs skorar hins vegar sigurmarkið úr skyndisókn í lokin.

Já, við vonum það!


Fyrir leik
Ég fékk nokkra álitsgjafa til að spá í þennan leik og þeir voru flestir bjartsýnir. Smelltu hér til að skoða fréttina.
Fyrir leik
BYRJUNARLIÐ ABERDEEN
Declan Gallagher, Ryan Hedges og Dylan McGeouch koma inn í byrjunarlið Aberdeen fyrir Jay Emmanuel-Thomas, Funso Ojo og Johnny Hayes.

Fyrirliðinn Scott Brown er auðvitað á sínum stað í byrjunarliðinu!


Fyrir leik
BYRJUNARLIÐ BLIKA
Óskar Hrafn Þorvaldsson gerir tvær breytingar frá fyrri leiknum, sem endaði með 3-2 tapi. Inn í liðið koma Jason Daði Svanþórsson og Davíð Örn Atlason fyrir Alexander Helga Sigurðarson og Kristin Steindórsson.


Fyrir leik
Því miður erum við ekki í Skotlandi á þessum leik. Þess í stað tökum við textalýsinguna í gegnum Stöð 2 Sport.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn kæru lesendur.

Hér verður bein textalýsing frá leik Breiðabliks við Aberdeen í Skotlandi. Þetta er seinni leikur liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.


Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('55)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('87)
10. Árni Vilhjálmsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('87)
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson
24. Davíð Örn Atlason ('55)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
5. Elfar Freyr Helgason
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('55)
10. Kristinn Steindórsson ('55)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
18. Finnur Orri Margeirsson ('87)
19. Sölvi Snær Guðbjargarson ('87)
27. Tómas Orri Róbertsson
29. Arnar Númi Gíslason
29. Tómas Bjarki Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)

Gul spjöld:
Gísli Eyjólfsson ('21)
Árni Vilhjálmsson ('49)
Höskuldur Gunnlaugsson ('61)
Viktor Karl Einarsson ('76)

Rauð spjöld: