Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Breiðablik
2
0
KA
Gísli Eyjólfsson '19 1-0
Viktor Karl Einarsson '73 2-0
21.08.2021  -  18:00
Kópavogsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Það er rigning á höfuðborgarsvæðinu en logn og ellefu gráðu hiti.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 695
Maður leiksins: Gísli Eyjólfsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('88)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
10. Árni Vilhjálmsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('67)
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('88)
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Sölvi Snær Guðbjargarson
24. Davíð Örn Atlason
29. Tómas Bjarki Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman ('67)

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Hildur Kristín Sveinsdóttir
Marinó Önundarson
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Viktor Örn Margeirsson ('71)
Alexander Helgi Sigurðarson ('85)
Andri Rafn Yeoman ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik vinnur 2-0 sigur!
94. mín
KA menn rangstæðir í aukaspyrnunni. Þessu er að ljúka!
93. mín Gult spjald: Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
KA á aukaspyrnu á vallarhelmingi Blika.
91. mín
Gísli Eyjólfs í hörkufæri en skotið fer framhjá.
91. mín
Fjórum mínútum bætt við.
90. mín
Jakob Snær með skot eða fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og afturfyrir. KA menn fá hins vegar ekki horn.
89. mín
Ef ég heyrði rétt í kallkerfinu þá eru 695 á Kópavogsvelli í dag.
88. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
85. mín
Grímsi með skotið í markmannshornið og Anton ver boltann til hliðar. Höskuldur svo fyrstur á lausa boltann.
85. mín Gult spjald: Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
84. mín
Akkúrat þá vinnur KA boltann og Alexander Helgi brýtur á Sveini við vítateig Breiðabliks. KA þarf mark núna.
84. mín
Lítið gerst síðustu mínútur. Blikar halda í boltann og ef KA menn ná til hans tapast hann strax aftur.
78. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
78. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA) Út:Rodrigo Gomes Mateo (KA)
78. mín
KA gefur allt í sóknarleikinn þegar boltinn vinnst og það getur skilið eftir pláss fyrir Blika til að nýta.
75. mín
Viktor Karl reyndi að finna Árna í vítateig KA en sendingin var lesin af Ívari.
73. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Gísli Eyjólfsson
Gísli vinnur boltann á vallarhelmingi KA og brunar að vítateig gestanna.

Gísli leggur boltann á Viktor Karl sem á skot úr teignum með hægri fæti í hægra markhornið og Blikar eru komnir í 2-0!!!
72. mín Gult spjald: Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Brýtur á Alexander Helga.
71. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Gult fyrir leiktöf.

Viktor verður í banni gegn KA á miðvikudaginn!
70. mín
Sveinn Margeir reynir skot fyrir utan teig en Viktor Örn er fyrir og kemur í veg fyrir að skotið komist á markið.
69. mín
Nökkvi missir boltann klaufalega út af og Blikar í stúkunni fagna. Arnar hvetur sinn mann áfram.
67. mín Gult spjald: Sebastiaan Brebels (KA)
Fyrir brot á Gísla.
67. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Fyrsta skipting Blika.
65. mín
Höggi fær boltann hægra megin, kemur sér fyrir framan miðjan teiginn og lætur vaða með vinstri en skotið fer framhjá.
64. mín
Mikkel Qvist skallar hornspyrnuna í burtu og KA byggir upp sókn.
63. mín
Davíð Ingvars fær boltann úti vinstra megin og leggur hann á Kidda.

Kiddi Steindórs í virkilega góðu færi en skotið hans er laust og Stubbur ver það í horn.
62. mín
Inn:Sveinn Margeir Hauksson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Ásgeir fer upp á topp, Nökkvi út á hægra kantinn og Sveinn á miðjuna.
62. mín
Inn:Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
61. mín
Árni með tilraun eftir að hann rann í vítateig KA, skotið fer framhjá.
60. mín
Snögg sókn hjá KA upp hægra megin, Brebels sendir á Gundelach sem kemur með boltann fyrir og Ásgeir reynir skot í fyrsta á lofti en það fer hátt yfir.
59. mín
KA menn eru allt annað en sáttir. Rodri liggur eftir og heldur um andlitið á sér, Alexander Helgi lenti á honum en það var aldrei brot.

Blikar sóttu upp völlinn og Gísli átti skot úr teignum en það var laust og Stubbur með það í teskaið.
57. mín
Höskuldur með tilþrif úti vinstra megin eftir hornið en Viktor Örn nær ekki að skjóta á markið.
56. mín
Árni vinnur einvígi við Ívar Örn og skilur Ívar eftir á miðjum vellinum.

Árni keyrir að teignum og reynir að finna Kidda í gegn en Rodri nær að hreinsa í horn.
55. mín
Elfar Árni reynir fyrirgjöf en Alexander Helgi nær að hreinsa.
53. mín
Grímsi í fínu færi inn á teignum en setur boltann framhjá.

Fékk boltann frá Gundelach en skýtur framhjá. Þorri átti hlaup fyrir Grímsa sem mér sýndist Grímsi vera að pirra sig út í.
52. mín
Vá. Þetta var hættulegt!

Stubbur reynir að finna Brebels sem þarf að hlaupa á móti boltanum. Alexander Helgi pressar á Brebels. Alexander á skot sem fer í stöngina og Stubbur heldur svo boltanum!
51. mín
Kiddi í fínasta færi en Ívar Örn hendir sér fyrir skotið inn á teignum.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað!

Engar breytingar sjáanlegar.
45. mín
Hálfleikur
Blikar leiða 1-0 í hálfleik.

KA menn eru alls ekki ánægðir með að hafa ekki fengið víti áðan þegar Ásgeir fór niður í teignum.
45. mín
KA á hornspyrnu. Skammt eftir af fyrri hálfleik.

Viktor Örn skallar fyrirgjöf Grímsa í burtu og Mikkel brýtur svo af sér.
45. mín
45+1

Þremur mínútum bætt við þennan fyrri hálfleik.
45. mín
Kiddi í góðri stöðu við vítateig KA en KA menn komast inn í sendinguna frá sóknarmanninum og sókninn rennur út í sandinn.
43. mín
Breiðablik á hornspyrnu.

Árni með skalla í öxlina á sér og framhjá eftir fyrirgjöf frá Höskuldi. Viktor Örn féll við í teignum en það var ekkert athugavert við það.
42. mín
Árni??? Horfðu á Stubbinn í markinu...

Árni kemst í mjög gott færi eftir hræðilega sendingu frá Mikkel sem Viktor Karl kemst inn í. Árni skýtur í fyrsta og skotið beint á Stubbinn sem skildi eftir opið í nærhorninu.
41. mín
Höskuldur með fyrirgjöf en Ívar Örn skallar boltann í burtu.
40. mín
Ásgeir þarf á aðhlyningu að halda en kemur svo aftur inn á.
39. mín
KA MENN VILJA VÍTI!!!

Ásgeir stígur út Alexander Helga og fer svo niður í teignm. Ekkert dæmt og Brebels á skot augnabliki síðar sem Anton Ari ver.
36. mín
Dauðafæri hjá Ásgeiri!!!

Bjarni með flotta sendingu í gegn og Ásgeir í kapphlaupi við Davíð Ingvars.

Ásgeir ákveður að taka skot með tánni sem fer beint á Antona Ara og svo á hann tilraun með vinstri sem fer ekki á markið.
35. mín
Höskuldur með skot fyrir utan teig með vinstri sem Steinþór ver og heldur. Fín tilraun.
33. mín
Grímsi fær aukaspyrnu á vallarhelmingi Breiðabliks.
30. mín
Davíð Ingvars með hörku bremsubúnað þarna og skildi Ásgeir eftir. Davíð kemur með boltann fyrir en hann fer af höndinni af Gísla og afturfyrir. KA á markspyrnu.
29. mín
Ívar Örn fær að koma aftur inn á og leikurinn heldur áfram.
28. mín
Vilhjálmur ræddi við þá Viktor Karl og Elfar Árna sem voru í einhverju rifrildi.
27. mín
ÚFFFFFF!!!

Ívar Örn og Anton Ari lenda saman og liggja eftir. Ívar nýbúinn að fá gult fyrir að fara af krafti í Gísla. Blikar vilja rautt. Anton kýlir boltann frá og fær svo Ívar í sig, Ívar fær aðhlynningu.
27. mín
KA á aukaspyrnu úti á vinstri kantinum. Grímsi tekur.
26. mín
Viktor Örn með hörkuskalla sem Stubbur í markinu ver mjög vel! Stubbur handsamar svo boltann skömmu síðar.
25. mín Gult spjald: Ívar Örn Árnason (KA)
Braut á Gísla.

Blikar eiga núna hornspyrnu.
24. mín
Blikar eiga aukaspyrnu úti á hægri kantinum. Mikkel brýtur á Jasoni og heimamenn vilja fá spjald á Danann.

Höskuldur með boltann inn á teiginn en KA menn ná að hreinsa eftir tilraun frá Árna Vill í varnarmann.
22. mín
Grímsi með lausan skalla og boltinn hrekkur af Damir til Antons Ara sem handsamar boltann. Einhver köll um sendingu til baka frá gestunum.
19. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Steindórsson
GÍSLI!!! Sláin inn! Geggjað mark.

Gísli fékk boltann fyrir utan teig, tók frábæran sprett inn á teiginn og lúðraði boltanum í slána og inn.

Ódýrt assist en Kiddi átti síðustu sendingu á Gísla fyrir einstaklingsframtakið.
19. mín
Jason Daði fær boltann inn á teignum og leggur boltann út á Árna en Mikkel er fyrir og bjargar!! Þessi var á leiðinni inn.
18. mín
Kiddi reynir að finna Gísla í hlaupinu inn á teignum en sendinginn fyrir aftan Gísla og Mikkel hreinsar. Elfar Árni svo dæmdur brotlegur þegar hann reyndi að vinna einvígi við Viktor Örn eftir langa sendingu.
17. mín
Blikar eru mun meira með boltann og eru líklegra liðið en KA hefur sýnt að liðið er öflugt á breikinu.
16. mín
Gísli fer auðveldlega framhjá Gundelach sem hékk aðeins í honum. Gísli kemst inn á teiginn og á skot en Rodri nær að koma sér fyrir.

Blikar eiga horn. Mikkel skallar í burtu og Davíð Ingvars lúðrað að marki en skotið frá Davíð fer yfir mark KA.
15. mín
Grímsi með boltann fyrir en Viktor Örn skallar frá. Brebels á svo skot sem fer hátt hátt yfir.
14. mín
Snörp skyndisókn hjá KA og Gundelach fær boltann inn á teignum. Hann reynir fyrirgjöf sem fer af Davíð Ingvars og KA á hornspyrnu.
12. mín
Gísli þræðir boltanum inn á Kidda sem reynir fyrirgjöf en Ívar Örn kemur sér fyrir og Blikar fá hornspyrnu.

Höskuldur með spyrnuna en hún fer beint afturfyrir.
10. mín
Árni kemur inn á aftur eftir um tvær mínútur utan vallar.
9. mín
Davíð Ingvars í álitlegri stöðu úti vinstra megin en kom með fyrirgjöf sem var of innarlega og fór í útspark.
8. mín
Árni situr í teig KA og heldur um höfuð sér. Hann þarf á aðhlynningu að halda. Það fossblæðir úr nefinu á honum.

Hann og Ívar Örn fóru upp í skallabolta áðan og Ívar hefur farið eitthvað í Árna.
7. mín
Kiddi með skot úr teignum eftir sendingu frá Árna en Ívar Örn hendir sér fyrir og blokkar þetta skot.
4. mín
Fín sókn hjá KA sem endar með skoti frá Grímsa sem Anton Ari ver og heldur. Anton Ari ætlar sér svo að vera snöggur að koma boltanum fram og þrumar í Bjarna Aðalsteins en þetta sleppur allt.
3. mín
Lið KA:
Steinþór
Gundelach - Ívar Örn - Mikkel - Þorri
Rodri
Brebels - Bjarni
Ásgeir - Elfar - Grímsi
2. mín
Höskuldur kemur með fyrirgjöfina og Kiddi kemst í boltann og skallar en skallinn fer til hliðar og svo rennur sókn Blika út í sandinn.
2. mín
Breiðablik fær fyrstu hornspyrnu leiksins.
1. mín
Lið Breiðabliks:
Anton Ari
Höskuldur - Damir - Viktor Örn - Davíð
Alexander
Jason Daði - Viktor Karl - Kiddi - Gísli
Árni
1. mín
Leikur hafinn
Breiðablik byrjar með boltann og sækir í átt að Sporthúsinu.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn. Breiðablik spilar í grænum treyjum og hvítum stuttbuxum. KA spilar í gulum treyjum og bláum stuttbuxum.
Fyrir leik
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn og honum til aðstoðar eru þeir Bryngeir Valdimarsson og Gylfi Már Sigurðsson.

Jóhann Gunnar Guðmundsson er varadómari og Þórarinn Dúi Gunnarsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Fyrir leik
KA menn, stuðningsmenn, eru í sóttvarnarhólfi: Gamla stúkan. Ekkert þak og þeir verða vel vökvaðir af úrkomunni.
Fyrir leik
Elfar Árni ræðir málin við Blika fyrir leik. Hann auðvitað lék með Breiðabliki á árum áður.
Fyrir leik
Það er rigning á höfuðborgarsvæðinu en logn og ellefu gráðu hiti.
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð:

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gerir engar breytingar frá síðasta leik gegn ÍA sem Blikar unnu 2-1. Markvörðurinn Brynjar Atli kemur aftur á bekkinn eftir að hafa verið fjarverandi í síðasta leik.

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, gerir eina breytingu frá síðasta leik gegn Stjörnunni sem KA vann 2-1. Dusan Brkovic tekur út leikbann og Ívar Örn Árnason kemur inn í liðið.
Fyrir leik
Valtarinn spáir heimasigri
Valtýr Björn Valtýsson er spámaður umferðarinnar. Hann spáir 3-1 sigri Breiðabliks í dag.

Blikar leika að mínu mati skemmtilegasta fótboltann í ár. Óstöðvandi lið þegar þeir hitta á sinn besta leik. Ég held að þessi leikur reynist Arnari vini mínum og hans mönnum í KA afar erfiður og blikar taka þetta svona 3-1. Gísli Eyjólfs setur að að minnsta kosti eitt mark og ætli Höskuldur setji ekki eitt mark.
Fyrir leik
Dusan missir af báðum leikjunum

Dusan Brkovic, miðvörður KA, missir af báðum leikjunum þar sem hann fékk sitt annað rauða spjald í sumar í síðasta leik. Það verður fróðlegt að sjá hvernig KA leysir hans fjarveru.
Fyrir leik
Leikurinn átti að hefjast klukkan 16:15:
en vegna bilunnar í flugvélinni sem KA átti flug með þurfti að fresta leiknum til 18:00.
Fyrir leik
Liðin mætast tvisvar í röð:
Leikurinn í kvöld er fyrri leikur liðanna því þau mætast aftur á miðvikudaginn.

Sá leikur er frestaður leikur frá því snemma á tímabilinu þegar leikmenn þessara liða voru fjarverandi vegna landsliðsverkefnis.
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og KA. Liðin eru í 3. og 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar fyrir 18. umferðina sem hófst í dag.

Breiðablik er með 32 stig í 3. sæti og KA er með 30 stig.
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo ('78)
5. Ívar Örn Árnason
8. Sebastiaan Brebels
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('62)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('78)
20. Mikkel Qvist
26. Mark Gundelach
27. Þorri Mar Þórisson
77. Bjarni Aðalsteinsson ('62)

Varamenn:
3. Kári Gautason
14. Andri Fannar Stefánsson ('78)
21. Nökkvi Þeyr Þórisson ('62)
29. Jakob Snær Árnason ('78)
30. Sveinn Margeir Hauksson ('62)
32. Þorvaldur Daði Jónsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Petar Ivancic
Jens Ingvarsson
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Ívar Arnbro Þórhallsson

Gul spjöld:
Ívar Örn Árnason ('25)
Sebastiaan Brebels ('67)
Sveinn Margeir Hauksson ('72)

Rauð spjöld: