
Stjarnan
1
0
Fylkir

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
'76
1-0
24.08.2021 - 18:00
Samsungvöllurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Þurrt en dálítið hvasst
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Áhorfendur: 98
Maður leiksins: Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir - Stjarnan
Samsungvöllurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Þurrt en dálítið hvasst
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Áhorfendur: 98
Maður leiksins: Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir - Stjarnan
Byrjunarlið:
1. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
('70)

8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
('86)

24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir

Varamenn:
2. Sóley Guðmundsdóttir
('70)
('80)


4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
('86)

12. María Björg Ágústsdóttir
14. Snædís María Jörundsdóttir
19. Elín Helga Ingadóttir
('80)

28. Mist Smáradóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir
33. Klara Mist Karlsdóttir
Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
90. mín
+4
Klafs í teig Stjörnunnar og Fylkiskonur nánast allar komnar upp á topp. Setja mikla pressu og eru ekki langt frá því að koma boltanum inn.
Klafs í teig Stjörnunnar og Fylkiskonur nánast allar komnar upp á topp. Setja mikla pressu og eru ekki langt frá því að koma boltanum inn.
86. mín

Inn:Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir (Stjarnan)
Út:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
85. mín
Hildigunnur fær boltann upp vinstra meginn og keyrir á Kötlu og á skot sem fer rétt framhjá markinu. Boltinn fer af Kötlu og í horn.
80. mín

Inn:Elín Helga Ingadóttir (Stjarnan)
Út:Sóley Guðmundsdóttir (Stjarnan)
Sóley þarf skiptingu, þetta lítur ekki vel út.
80. mín
Sóley liggur eftir og virðist halda utan um kálfann. Við í blaðamannastúkunni sáum ekki hvað gerðist en hún virtist bara fara sjálf niður.
76. mín
MARK!

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
Það er komið mark!!!
Hildigunnur með þrumufleyg sem Tinna Brá ræður ekki við!
Hildigunnur með þrumufleyg sem Tinna Brá ræður ekki við!
75. mín
Katla María liggur eftir og virðist vera með krampa, Fylkiskonur taka krísufund á meðan en Betsy fer og aðstoðar hana.
72. mín
Arna Dís í fínu færi eftir sendingu frá Betsy, en hún hittir boltann illa og hann fer langt framhjá.
71. mín
Betsy við það að sleppa í gegn en Sæunn og María fylgja henni fast á eftir og eiginlega klemma hana á milli sín. Stjarnan vill fá aukaspyrnu þarna sem ég held að hefði alveg verið réttlátur dómur.
62. mín
HAAA
Hildigunnur fær sendingu ein gegn Tinnu og boltinn virðist á leiðinni inn en Betsy ætlar að gulltryggja þetta og setur hann yfir línuna, en hún er rangstæð!!
Katla hefði mögulega náð að bjarga þarna á línu en Betsy sá um að bjarga Fylki þarna.
Hildigunnur fær sendingu ein gegn Tinnu og boltinn virðist á leiðinni inn en Betsy ætlar að gulltryggja þetta og setur hann yfir línuna, en hún er rangstæð!!
Katla hefði mögulega náð að bjarga þarna á línu en Betsy sá um að bjarga Fylki þarna.
61. mín
Færi!!
Arna Dís fær sendingu inn í teig þar sem hún er í góðri stöðu en hún setur boltann yfir!
Arna Dís fær sendingu inn í teig þar sem hún er í góðri stöðu en hún setur boltann yfir!
52. mín
Fín sókn hjá Fylki sem endar með skoti frá Helenu. Ekki mikill kraftur í skotinu og Halla ekki í neinum vandræðum í markinu.
50. mín
Úfff! Klafs í teignum eftir hornið og Anna María reynir skot sem fer í varnarmann en boltinn berst á Betsy sem á skot sem fer framhjá markinu.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik en bæði lið búin að eiga góð færi.
Allt frekar jafnt úti á vellinum en Stjarnan kannski aðeins líklegri á köflum.
Allt frekar jafnt úti á vellinum en Stjarnan kannski aðeins líklegri á köflum.
41. mín
Heiða Ragney með skot af löngu færi sem fer langt framhjá.
Mikið af skottilraunum hérna á Samsungvellinum!
Mikið af skottilraunum hérna á Samsungvellinum!
40. mín
Fylkir í enn einni skyndisókninni, Þórdís komin fremst með tvo varnarmenn í sér og ákveður að láta bara vaða. Boltinn beint í fangið á Höllu. Frekar ótímabært skot en Helena var með henni alveg opin.
36. mín
María Eva með sendingu inn á teig og Sæunn hleypur Höllu í markinu niður.
Arnar Ingi gefur Sæunni tiltal.
Arnar Ingi gefur Sæunni tiltal.
19. mín
Eva Rut liggur eftir í teignum eftir baráttu við Heiðu Ragney. Leikurinn er stöðvaður og Eva fær aðhlynningu.
17. mín
Þórhildur Þórhalls vinnur boltann fyrir utan sinn eigin teig, keyrir upp völlinn og skilur Stjörnukonur eftir. Hún sendir út til hægri á Shannon og þær eru einar gegn Örnu Dís en Shannon flýgur á hausinn svo ekkert verður úr þessu góða tækifæri Fylkis!
13. mín
Þórhildur Þórhalls með skot af löngu færi en Halla Margrét í engum vandræðum með þetta.
10. mín
Hildigunnur fær stungu inn fyrir og er við það að sleppa í gegn en Katla kemur á ferðinni í góða tæklingu.
6. mín
Stjarnan í færi!
Hildigunnur með góða fyrirgjöf fyrir markið og þar er Betsy ein á auðum sjó en skallinn rétt framhjá markinu.
Hildigunnur með góða fyrirgjöf fyrir markið og þar er Betsy ein á auðum sjó en skallinn rétt framhjá markinu.
4. mín
Fyrsta færi leiksins!
Málfríður með misheppnaða sendingu á Önnu Maríu og Shannon Simon kemst á milli og setur boltan út til vinstri á Helenu sem er að sleppa ein í gegn, hún tekur skotið en það er yfir markið.
Málfríður með misheppnaða sendingu á Önnu Maríu og Shannon Simon kemst á milli og setur boltan út til vinstri á Helenu sem er að sleppa ein í gegn, hún tekur skotið en það er yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað. Það eru gestirnir seme byrja með boltann og sækja í átt að Hafnarfirði.
Fyrir leik
Nú eru 10 mínútur í leik og liðin eru farin inn í klefa að stilla saman strengi sína. Ég held við megum eiga von á hörkuleik hérna!
Fyrir leik
Dómararnir
Arnar Ingi Ingvarsson fer með flautuna í kvöld og honum til aðstoðar verða Ásmundur Hrafn Magnússon og Guðni Freyr Ingason. Eftirlitsmaður er Bergur Þór Steingrímsson.
Arnar Ingi Ingvarsson fer með flautuna í kvöld og honum til aðstoðar verða Ásmundur Hrafn Magnússon og Guðni Freyr Ingason. Eftirlitsmaður er Bergur Þór Steingrímsson.

Fyrir leik
Byrjunarliðin
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.
Stjarnan gerir tvær breytingar á sínu liði frá síðasta leik. Hildigunnur Ýr kemur aftur inn í liðið ásamt Eyrúnu Emblu, sem er fædd árið 2005. Elín Helga sest á bekkinn og Alma Mathiesen er ekki á skýrslu í kvöld.
Ein breyting er á liði Fylkis. Fjolla Shala kemur inn fyrir Ísafold.
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.
Stjarnan gerir tvær breytingar á sínu liði frá síðasta leik. Hildigunnur Ýr kemur aftur inn í liðið ásamt Eyrúnu Emblu, sem er fædd árið 2005. Elín Helga sest á bekkinn og Alma Mathiesen er ekki á skýrslu í kvöld.
Ein breyting er á liði Fylkis. Fjolla Shala kemur inn fyrir Ísafold.
Fyrir leik
Fylkiskonur leika líka án Bryndísar Örnu sem viðbeinsbrotnaði undir lok leiksins gegn Keflavík. Bryndís skoraði bæði mörk Fylkis í 2-1 sigrinum og var valin maður leiksins hér á Fótbolti.net. Hún er komin með 6 mörk í deildinni í sumar og ljóst að þau verða ekki fleiri.

Fyrir leik
Undanfarið gengi liðanna
Stjarnan hefur fengið 6 stig úr síðustu 5 leikjum sínum. Þær heimsóttu Þrótt í síðustu umferð þar sem þær töpuðu 2-0.
Fylkir hefur verið í basli í sumar og hafa fengið 3 stig úr síðustu 5 leikjum, en þær náðu í sigur gegn Keflavík í þarsíðustu umferð. Í síðustu umferð tóku þær á móti Selfyssingum og töpuðu 3-4.
Stjarnan hefur fengið 6 stig úr síðustu 5 leikjum sínum. Þær heimsóttu Þrótt í síðustu umferð þar sem þær töpuðu 2-0.
Fylkir hefur verið í basli í sumar og hafa fengið 3 stig úr síðustu 5 leikjum, en þær náðu í sigur gegn Keflavík í þarsíðustu umferð. Í síðustu umferð tóku þær á móti Selfyssingum og töpuðu 3-4.
Fyrir leik
Fleiri breytingar á liðunum
Bæði lið hafa misst leikmenn til Bandaríkjanna í háskólaboltann.
Hjá Stjörnunni eru Úlfa Dís, María Sól, Birta Guðlaugs og Birna Jóhanns farnar út.
Hjá Fylki eru Stefanía Ragnars, Valgerður Ósk, Kolbrún Tinna, Berglind Baldurs og María Björg farnar.
Bæði lið hafa misst leikmenn til Bandaríkjanna í háskólaboltann.
Hjá Stjörnunni eru Úlfa Dís, María Sól, Birta Guðlaugs og Birna Jóhanns farnar út.
Hjá Fylki eru Stefanía Ragnars, Valgerður Ósk, Kolbrún Tinna, Berglind Baldurs og María Björg farnar.
Fyrir leik
Katrín Ásbjörns er búin að spila vel fyrir Stjörnuna í sumar en hún varð fyrir því óláni að slíta liðband og verður því ekki meira með í sumar.

Fyrir leik
Helena Ólafsdóttir spáði í 15. umferðina og spáir hún jafntefli. Smellið hér til að sjá spána í heild!
,,Tvö lið sem eru svolítið löskuð þessa stundina. Kristján þjálfari hefur verið að gera frábæra hluti með þetta Stjörnulið en það að missa Katrínu Ásbjörnsdóttur er svolítið dýrt. Fylkir er að berjast fyrir lífi sínu og mun berjast allt til enda en ég held að þeim takist ekki að vinna Stjörnuna."
,,Tvö lið sem eru svolítið löskuð þessa stundina. Kristján þjálfari hefur verið að gera frábæra hluti með þetta Stjörnulið en það að missa Katrínu Ásbjörnsdóttur er svolítið dýrt. Fylkir er að berjast fyrir lífi sínu og mun berjast allt til enda en ég held að þeim takist ekki að vinna Stjörnuna."
Fyrir leik
Fyrri viðureignin
Liðin mættust 6. júní í Árbænum þar sem Stjarnan fór með 2-1 sigur. Hulda Hrund kom Fylki í forystu á 15. mínútu en Katrín Ásbjörns jafnaði á 38. mínútu. Betsy átti sigurmarkið fyrir Stjörnuna á 54. mínútu.
Liðin mættust 6. júní í Árbænum þar sem Stjarnan fór með 2-1 sigur. Hulda Hrund kom Fylki í forystu á 15. mínútu en Katrín Ásbjörns jafnaði á 38. mínútu. Betsy átti sigurmarkið fyrir Stjörnuna á 54. mínútu.
Fyrir leik
Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur hjá Fylki sem er í bullandi fallbaráttu í níunda og næst neðsta sæti deildarinnar með 12 stig, líkt og Keflavík sem er í 8. sæti með betri markatölu. Tindastóll eru neðstar með 11 stig.
Stjarnan er í 5. sæti deildarinnar með 20 stig en Selfoss og Þróttur eru bæði með 25 stig í 3. og 4. sætinu.
Stjarnan er í 5. sæti deildarinnar með 20 stig en Selfoss og Þróttur eru bæði með 25 stig í 3. og 4. sætinu.
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
4. Íris Una Þórðardóttir
('78)

5. Katla María Þórðardóttir
7. María Eva Eyjólfsdóttir
9. Shannon Simon
('69)

11. Fjolla Shala
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
('46)

19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)
27. Þórhildur Þórhallsdóttir
('89)

28. Sæunn Björnsdóttir
Varamenn:
12. Birna Dís Eymundsdóttir (m)
13. Ísafold Þórhallsdóttir
('46)

17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir
('69)

18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
('89)

22. Katrín Vala Zinovieva
29. Erna Þurý Fjölvarsdóttir
Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Margrét Magnúsdóttir (Þ)
Jón Steindór Þorsteinsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Tinna Björk Birgisdóttir
Bryndís Arna Níelsdóttir
Sara Dögg Ásþórsdóttir
Ágúst Aron Gunnarsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld: