Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 23. ágúst 2021 16:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Helena Ólafs spáir í 15. umferð Pepsi Max-kvenna
Valur getur orðið Íslandsmeistari á miðvikudag.
Valur getur orðið Íslandsmeistari á miðvikudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét Lára Viðarsdóttir og Helena Ólafsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir og Helena Ólafsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld hefst 15. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Helena Ólafsdóttir, þáttastýra Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport, fékk það verkefni að spá í leikina.

Selfoss 2 - 1 ÍBV (18 í kvöld)
Ég spái því að Selfoss vinni þennan leik á heimavelli. DP er auðvitað farin frá Eyjunni fögru og það munar um það. Hólmfríður hætt og það er missir fyrir Selfoss en ég held að Selfoss vilji enda þetta mót vel og það með Alfreð sem er að hætta eftir að móti lýkur. Brenna Lovera mun skora bæði mörkin en hún er í stuði og þá er erfitt að eiga við heimaliðið.

Þróttur R. 1 - 0 Þór/KA (18 í kvöld)
Pínu erfiður leikur að spá í því það er mín tilfinning að lið Þórs/KA sé að eflast og fá meiri trú á sig og verkefnið. Þrátt fyrir flottan fyrsta heimsigur í síðustu umferð gæti ég trúað að lið Þróttar verði of stór biti fyrir þær. Þróttur er á fullu að vinna í því að ná sínum besta árangri í Pepsi Max-deildinni. Mörkin verða ekki mörg enda hefur Arna Sif farið fyrir sínum konum og spilað frábærlega. Held samt að Ólöf Sigríður finni netið og skori markið sem mun skilja liðin af í þessum leik.

Stjarnan 1 - 1 Fylkir (18 á morgun)
Tö lið sem eru svolítið löskuð þessa stundina. Kristján þjálfari hefur verið að gera frábæra hluti með þetta Stjörnulið en það að missa Katrínu Ásbjörnsdóttur er svolítið dýrt. Fylkir er að berjast fyrir lífi sínu og mun berjast allt til enda en ég held að þeim takist ekki að vinna Stjörnuna.

Valur 3 - 0 Tindastóll (18 á miðvikudag)
Valur er einfaldlega of stór biti fyrir nýliðana og mun vinna þeinnan leik örugglega á heimavelli. Valsliðið hefur verið að spila frábærlega undanfarið og er að tryggja sér titilinn, og þá munu þær ekki gefa neitt eftir í þessum leik.

Keflavík 1 - 2 Breiðablik (18 á miðvikudag)
Blikar vinna þennan leik, en ekkert örgugglega. Keflavík er með þannig lið að maður veit stundum ekkert á hverju maður á von. Þær unnu hins vegar Blika í Kópavoginum í fyrri viðureign liðanna og spurningin er hvort Blikarnir muni það of vel og hreinlega sigli yfir þær. Hef trú á að sigur Keflavíkur á ÍBV í síðustu umferð gefi þeim trú og þetta verður jöfn viðureign allt til enda.
Athugasemdir
banner
banner
banner