Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
KA
0
2
Breiðablik
0-1 Kristinn Steindórsson '46
0-2 Árni Vilhjálmsson '55
25.08.2021  -  18:00
Greifavöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Algjör steik - 24° hiti og smá gola. Þetta er Akureyri, við hverju búist þið?
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: Ekki vitað
Maður leiksins: Kristinn Steindórsson
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
8. Sebastiaan Brebels
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('62)
20. Mikkel Qvist
26. Mark Gundelach
27. Þorri Mar Þórisson ('74)
29. Jakob Snær Árnason ('62)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('62)

Varamenn:
3. Kári Gautason
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('62)
14. Andri Fannar Stefánsson ('74)
21. Nökkvi Þeyr Þórisson ('62)
30. Sveinn Margeir Hauksson ('62)
32. Þorvaldur Daði Jónsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Ívar Arnbro Þórhallsson

Gul spjöld:
Mikkel Qvist ('44)
Hallgrímur Jónasson ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar fara á topp deildarinnar!

Draumabyrjun gestanna í seinni hálfleik gerði út um leik sem að var algjörlega í járnum í þeim fyrri. Þeir grænklæddu príla upp á topp töflunnar með sigrinum en KA færa sig niður í 5. sæti deildarinnar.
92. mín
Blikarnir eru að sigla þessu heim. KA menn ná ekki að koma sér í hættulegar stöður og gestunum líður bara alveg hreint ágætlega.
90. mín
Uppbótartíminn er 5 mínútur.
89. mín
Aukaspyrna Hallgríms er rétt yfir!
88. mín Gult spjald: Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Rífur Elfar Árna niður sem að hafði unnið boltann frábærlega og bjóst til þess að hefja skyndisókn. Fagmannlegt hjá Andra.
87. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðablik) Út:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
86. mín
Hallgrímur Mar gerir vel í að koma boltanum inná teig en Elfar Árni nær ekki nægilega vel til boltans.
83. mín
Langt á milli manna hjá KA. Blikarnir eiga ekki í neinum vandræðum með að stöðva þeirra sóknaruppbyggingu.
80. mín
Tíu mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Það er nú eða aldrei fyrir heimamenn. Fátt sem að bendir til þess að þeir komi sér aftur inn í leikinn. Blikar líta virkilega vel út og gefa fá færi á sér.
78. mín
Gríðarlegt kraðak inni á teig Blika eftir innkast Ívars! Gestirnir ná þó að koma boltanum í horn eftir mikinn skallatennis. Ekkert verður úr horninu og Jóhann stöðvar leikinn eftir höfuðmeiðsli Árna.
76. mín
Höskuldur í ágætis færi! Reynir að snúa Ívar af sér inni á teig en varnarmaðurinn gerir vel í að blokka skot hans aftur fyrir. Blikar fá horn.
74. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA) Út:Þorri Mar Þórisson (KA)
Andri kemur inná um leið og KA menn fá hornspyrnu.
72. mín
Miðað við gang leiksins þessa stundina þá myndi ég kalla lítið kraftaverk ef að KA menn ná einhverju út úr þessum leik. Allt gert í flýti og lítil gæði í sendingum.

Blikarnir ná á meðan að halda boltanum vel og finna næg svæði um allan völl. Gísli Eyjólfsson hefur verið frábær.
69. mín Gult spjald: Hallgrímur Jónasson (KA)
Mikill pirringur.
68. mín
KR er yfir á Skaganum og ef úrslitin haldast eins og þau eru núna að þá fara KA niður í 5. sætið. Blikar fara á notalegri stað - uppá topp deildarinnar.
67. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
65. mín
Blikar eru að fá lítil brot um allan völl og ná þar með að draga allt tempó úr leiknum. KA menn eru hugmyndalausir og ekki líklegir til afreka þessa stundina.
62. mín
Inn:Sveinn Margeir Hauksson (KA) Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
62. mín
Inn:Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Út:Jakob Snær Árnason (KA)
62. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
61. mín
KA menn eru að undirbúa þrefalda skiptingu. Þeir hafa byrjað þennan seinni hálfleik hörmulega.
55. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Steindórsson
BLIKAR TVÖFALDA FORYSTU SÍNA!!!

Þeir eru svo fljótir fram! Glæsileg skyndisókn Blika endar með því að Kristinn er fundinn rétt fyrir utan miðjan teiginn hjá KA. Hann á meistaralega sendingu á milli varnarmanna á Árna.

Árni gerir engin mistök og setur boltann rólega framhjá Steinþóri, sem þó nær að slæma hendi í boltann. 0-2 og þetta er orðin fjallganga hjá heimamönnum!
51. mín
Rodri í færi!

Rodri á langskot sem er blokkað en fær boltann aftur fyrir sig inni í teig Breiðabliks. Hann neglir á markið en svona 1000 leikmenn Blika henda sér fyrir skotið.

Andri Rafn liggur eftir og þarf aðhlynningu. Virtist fá boltann í andlitið eftir að annar varnarmaður Blika hafði blokkað skot Rodri.

Jóhann stöðvaði leikinn við lítinn fögnuð KA manna!
48. mín
KA menn freista þess að svara strax og Ívar Örn skallar yfir eftir hornspyrnu frá Hallgrími.
46. mín MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
BLIKAR KOMAST YFIR!!!

Ívar Örn með slaka sendingu úr vörn KA sem að Gísli kemst inn í. Blikar setja boltann út á kant þar sem að Höskuldur á fyrirgjöf sem fer af KA manni og til Kristins.

Kristinn nær einhvernveginn að stýra boltanum með höfðinu í fjærhornið, framhjá Steinþóri. 0-1!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!

Blikar koma seinni hálfleik af stað.
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið!

Spennuþrungnum fyrri hálfleik lokið hér á Greifavellinum. Lítið verið um færi en bæði lið hafa farið illa með efnilegar opnanir. Það sést vel að hér er mikið undir og baráttan er gríðarleg.

Það verður spennandi að sjá hvort liðið tekur frumkvæðið í seinni hálfleik. KA menn byrjuðu af miklum krafti og Blikar komust varla í boltann fyrsta korterið, en á eftir kom kafli þar sem að Blikar voru líklegri. Heilt yfir hefur jafnræði verið með liðunum.
45. mín
Blikar fá horn hér í lok fyrri hálfleiks. Ein mínúta í uppbót.
44. mín Gult spjald: Mikkel Qvist (KA)
Alltof seinn í Gísla á miðjunni. Fáránlegt.
43. mín
Boltinn fer endanna á milli!

Gundelach varðist frábærlega gegn Gísla og Davíð sem höfðu mikið pláss á vinstri kantinum. Boltinn barst svo snarlega til Hallgríms sem að reyndi að taka Höskuld og Damir á. Hann kom boltanum á Ásgeir en skot hans var laust og skapaði því lítil vandræði fyrir Anton.
41. mín
Þorri Mar gerir ágætlega þegar hann klippir inn á völlinn af vinstri kantinum. Hann nær föstu skoti á mark Blika, en það er beint á Anton í markinu.
40. mín
Fimm mínútur til hálfleiks og þetta er allt í járnum. Mikið jafnvægi þessa stundina og ekki mikið um opnanir.
37. mín
Qvist fer ansi harkalega í Viktor Karl sem liggur eftir. Blikar fá aukaspyrnu stutt fyrir utan teig KA, utarlega hægra megin. Daninn fór ansi geyst í Viktor þarna.
34. mín
Aðeins of stutt sending aftur á Anton Ara setur hann í vandræði en hann er rétt á undan Ásegeiri og lúðrar boltanum útaf.
29. mín
Blikar hafa tekið stjórnina og KA menn liggja aftar á vellinum og freista þess að sækja hratt.
23. mín
Árni Vilhjálms í færi!

Gísli Eyjólfsson vinnur boltann á miðjunni eftir arfaslaka þversendingu Gundelach ofarlega á vellinum. Hann stingur honum á Jason, sem finnur Árna. Árni klippir inn í teignum á hægri löppina og þrumar á markið, en Ívar Örn fleygir sér fyrir skotið.
23. mín
Útfærsla Blika er skelfileg og KA menn vinna boltann.
22. mín
Fínt spil hjá Blikunum vinstra megin endar með því að þeir fá horn.
19. mín
Aftur kallar stúkan eftir víti á Blikana. Þorri Mar var í kapphlaupi við Damir, en virtist missa fæturnar sjálfur frekar en að varnarmaðurinn hafi stuggað við honum.
16. mín
Blikum gengur ekki vel að tengja saman sendingar en eru þó að komast aðeins betur inn í leikinn.
15. mín
Hallgrímur Mar með skot fyrir utan teig sem fer í varnarmann en ratar beint í fangið á Antoni.
15. mín
Korter liðið og stúkan hefur ekki stoppað. Það er geggjað að vera hér. Nú eiga KA innkast sem Ívar ætlar að taka langt.
12. mín
Anton Ari sleppur með skrekkinn!

Markmaðurinn er alltof lengi að athafna sig og Ásgeir er hársbreidd frá því að hirða boltann af honum, en blessunarlega fyrir Blika þá datt boltinn fyrir hendur Antons.
9. mín
KA menn vilja víti eftir baráttu Ásgeirs og Finns Orra. Sýndist rétt hjá Jóhanni að láta leikinn halda bara áfram. Ásgeir var talsvert kvikari en Finnur í kapphlaupinu.
6. mín
Meiri kraftur í KA liðinu hér í upphafi. Gundelach og Jakob Snær mikið í boltanum.
5. mín
Árni Vilhjálmsson liggur eftir þar sem að hann reyndi að teygja sig í boltann. Rakst í Gundelach, sýndist mér. Hann er þó staðinn upp og virkar sprækur.
2. mín
Hornið tekið stutt en ekkert kemur úr því. KA heldur boltanum.
1. mín
KA menn vinna hornspyrnu. Jakob gerir vel í að halda boltanum inná og Blikar hreinsa.
1. mín
Leikur hafinn
KA menn koma þessu af stað.
Fyrir leik
Geggjuð stemning!

Stuðningsmenn KA láta vel í sér heyra, fleiri Blikar að mæta og vonandi fáum við glimrandi góðan leik!
Fyrir leik
20 mínútur í leik. Nokkur gulklædd mætt í stúkuna og ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að söngvökvi hafi verið innbyrtur! Bíð spenntur eftir Blikum og hlakka til að heyra í þeim syngja sig hása.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Umræðan dásamlega um Greifavöll

Sæbjörn Steinke spurði þjálfara liðanna eftir síðasta leik hvernig þeir sæju fyrir sér seinni leikinn og voru sammála um að ástand Greifavallar myndi hafa áhrif á hraða leiksins og flot boltans.

,,Það verður ekki sami hraði í þeim leik því völlurinn bara býður ekki uppá það,'' sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA.

Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Blika, tók í svipaðan streng: ,,Við reynum alltaf að spila fótbolta en auðvitað hefur það áhrif þegar boltinn rúllar ekki eins og á sléttu gervigrasi og skoppar kannski í kálfa eða hné þegar menn senda beinar innanfótarsendingar.''


Úr síðasta leik á Greifavelli. Þar höfðu KA betur gegn Stjörnunni.

Fyrir leik
Tveir Blikar í leikbanni

Viktor Örn Margeirsson og Alexander Helgi Sigurðarson taka út leikbann gegn KA í dag. Báðir fengu spjald í fyrri leik liðanna á laugardaginn. Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, var ósáttur við spjaldið sem að Viktor fékk.

,,Viktor fær gjörsamlega galið spjald þar sem að hann er að taka aukaspyrnu á nákvæmlega sama hraða og allar aukaspyrnur í leiknum. Dómarateymið ákveður að hann sé að tefja leikinn á þeim tímapunkti sem að við stýrðum leiknum ágætlega.''


Viktor tekur út leikbann í dag.

Fyrir leik
Í fyrra á Greifavellinum

Í fyrra gerðu liðin ævintýralegt 2-2 jafntefli þar sem að Guðmundur Steinn Hafsteinsson virtist hafa tryggt KA sigurinn í uppbótartíma þegar hann skoraði úr vítaspyrnu. Blikar brunuðu upp í sókn og fengu sjálfir víti og Daninn magnaði, Thomas Mikkelsen, bjargaði stigi fyrir gestina.


Mikkelsen bjargaði stigi á dramatískan hátt fyrir Blika í fyrra.

Fyrir leik
Dusan enn í banni

Líkt og í fyrri leiknum er Dusan Brkovic í banni. Miðvörðurinn sterki hefur verið virkilega flottur í hjarta varnarinnar hjá KA. Ívar Örn Árnason kom inn í liðið í hans stað í síðasta leik og líklegt að hann haldi sæti sínu.


Ekki með.
Fyrir leik
Skemmst er þó frá því að segja að Þórsarar tóku hreint ekki vel í þessa bón og verða galvaskir Blikar bara að treysta á eigin söngva og styrk í dag. Efast ekki um að þau láti vel í sér heyra.
Fyrir leik
Stuðningsmenn Blika verða líklega ekki margir í stúkunni á Greifavellinum og þá er oft ráð að biðja um aðstoð. Í þessu tilfelli ákváðu tveir þeirra að athuga hvort að hjálpina væri að finna hinu megin við ána.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Jóhann Ingi Jónsson. Honum til aðstoðar eru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Sveinn Þórður Þórðarson.

Jóhann dæmdi leik FH og Keflavíkur í síðustu umferð, en þar gaf hann Nacho Heras beint rautt spjald. Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, sagði að um klárt rautt spjald hefði verið að ræða en annar þjálfari Keflavíkur, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, taldi pressu frá þjálfarateymi FH hafa haft sitt að segja og sagði að dómararnir hefðu rætt saman í margar mínútur áður en að þeir loksins komust að niðurstöðu.


Jóhann mundar flautuna í dag.

Fyrir leik
Góðan daginn!

Hér fer fram textalýsing á stórleik KA og Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla. Leiknum hefur verið frestað oftar en einu sinni og endaði skipulagið á þann veg að liðin spila tvisvar í röð gegn hvoru öðru.

Liðin mættust á laugardaginn síðasta á Kópavogsvelli og þar unnu Blikar verðskuldað en KA menn yfirgáfu völlinn með óbragð í munninum - þar sem að Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins, sleppti nokkuð augljósri vítaspyrnu í stöðunni 1-0. Heilt yfir voru heimamenn þó betri og KA þurfa að spila margfalt betur í dag ef að þeir ætla að blanda sér í Evrópu- og titilbaráttu.


Gísli Eyjólfsson skoraði glæsimark á laugardaginn.

Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
10. Árni Vilhjálmsson ('87)
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('67)
18. Finnur Orri Margeirsson
18. Davíð Ingvarsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson
5. Elfar Freyr Helgason
19. Sölvi Snær Guðbjargarson ('87)
24. Davíð Örn Atlason ('67)
29. Tómas Bjarki Jónsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Hildur Kristín Sveinsdóttir
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Andri Rafn Yeoman ('88)

Rauð spjöld: