Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
Fjölnir
2
1
Vestri
Baldur Sigurðsson '6 1-0
1-1 Luke Rae '44
Ragnar Leósson '88 2-1
11.09.2021  -  14:00
Extra völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Luke Rae
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
6. Baldur Sigurðsson ('48)
7. Michael Bakare
8. Arnór Breki Ásþórsson
9. Andri Freyr Jónasson ('63)
15. Alexander Freyr Sindrason
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
22. Ragnar Leósson ('90)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f) ('81)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
31. Jóhann Árni Gunnarsson

Varamenn:
2. Valdimar Ingi Jónsson
7. Dagur Ingi Axelsson ('90)
10. Viktor Andri Hafþórsson ('63)
18. Kristófer Jacobson Reyes ('48)
18. Óskar Dagur Jónasson
20. Helgi Snær Agnarsson ('81)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Steinar Örn Gunnarsson
Kári Arnórsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Sigurður Frímann Meyvantsson

Gul spjöld:
Hans Viktor Guðmundsson ('28)
Jóhann Árni Gunnarsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fjölnir taka hér 3 stig, þrátt fyrir að eiga þau kannski ekki alveg skilið. Vestri betri í leiknum en mörkin skipta máli.

Skýrsla og viðtöl koma seinna í dag

Takk fyrir mig og góða helgi!
92. mín
Önnur hornspyrna fyrir Vestra.
91. mín
Vestri eiga hornspyrnu.

Tekið mjög lagt.
90. mín Gult spjald: Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir)
Kominn í bann fyrir síðasta leik umferðina.
90. mín
Inn:Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir) Út:Ragnar Leósson (Fjölnir)
88. mín MARK!
Ragnar Leósson (Fjölnir)
Stoðsending: Michael Bakare
FJÖLNIR ERU KOMNIR YFIR!

Flott sókn hjá Fjölnismönnum þar sem Bakare sendir boltann upp til vinstri á Ragnar Leó sem hleypur inn í teig og nær að skjóta boltanum framhjá Brenton í marki Vestra.
86. mín Gult spjald: Martin Montipo (Vestri)
84. mín
Inn:Daníel Agnar Ásgeirsson (Vestri) Út:Viktor Júlíusson (Vestri)
81. mín
Inn:Helgi Snær Agnarsson (Fjölnir) Út:Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
81. mín
Coelho með sendingu inn á teig og Montipo skallar rétt yfir markið.
78. mín
Horsnpyrna hjá Vestri.

Boltinn sparkaður út í aðra hornspyrnu fyrir Vestra.

Boltinn fór beint útaf frá spyrnunni.
75. mín
Vestri vinna hornspyrnu.
70. mín
Inn:Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri) Út:Nicolaj Madsen (Vestri)
64. mín
Fjölnir eiga aukaspyrnu.

Boltinn er sparkaður úr teignum.
63. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir) Út:Andri Freyr Jónasson (Fjölnir)
55. mín
Michael Barke með þrumuskot sem fer beint á Brenton í marki Vestra. Mjög vel varið hjá honum.
53. mín
Viktor Júlíus liggur eftir í teig eftir hornspyrnu Fjölnirs. Lítur út fyrir að hann fékk vondt í hálsinn eftir skalla bolta
52. mín
Önnur hornspyrna fyrir Fjölnir.
52. mín
Jóhann Árni með sendingu inn í teig sem leikmaður Vestri skallar svo útaf. Fjölnir eiga hornspyrnu.

Boltinn er sparkaður úr teig
48. mín
Inn:Kristófer Jacobson Reyes (Fjölnir) Út:Baldur Sigurðsson (Fjölnir)
48. mín
Inn:Sergine Fall (Vestri) Út:Aurelien Norest (Vestri)
46. mín
Luke Rae með flotta sendingu fram í teig á Martin Montipo sem nær skoti sem fer rétt svo framhjá.
46. mín
Fjölnir hefja hér seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Fjölnir mjög fínir fyrstu 10. mínúturnar, en Vestri tóku alveg yfir leiknum alveg þanga til var flautað var í hálfleik.
45. mín
Fjölnir vinnur hornspyrnu.

Fer lagt inn í teig sem Vestri leikmaður sparkar út.
44. mín MARK!
Luke Rae (Vestri)
FRÁBÆR AUKASPYRNU FRÁ LUKE!!!

Luke jafnar leikinn með fáranlegu góða spyrnu sem fór of hátt fyrir markvörðin en fer svo niður í hægra hornið. Gerist ekki betra en það!
43. mín
Vestri vinna aukaspyrnu á hættulegu færi rétt fyrir utan teig.
41. mín
Vestri með mikla pressu á Fjölnir og halda boltanum mjög vel. Þeir eru miklu líklegri með að jafna leikinn.
35. mín
Aurelien dæmdur brotlegur á Ragnar Leósson
32. mín
Elmar Atli situr hér eftir með smá höfuðhögg. Verður örugglega tilbúinn að spila eftir smá pásu.
30. mín
Luke Rae með aukaspyrnu inn í teig sem og boltinn er skallaður yfir mark.
28. mín Gult spjald: Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
22. mín
Daniel Osafo-Badu með skot langt yfir mark.
17. mín Gult spjald: Chechu Meneses (Vestri)
14. mín
Luke Rae með hörkuskot rétt fyri markið sem Sigurjón snertir út og Vestri vinna hornspyrnu.
10. mín
Fjölnir eiga hornspyrnu.

Boltinn sparkaður út úr teig
10. mín
Madsen dæmdur brotlegur.
6. mín MARK!
Baldur Sigurðsson (Fjölnir)
Stoðsending: Alexander Freyr Sindrason
Svaka mikil klessa í teignum og mjög erfitt var að sjá hver skoraði markið. En kynnirinn tilkynnir það að Baldur hafi skorað eftir að Alexander Freyr skallar boltanum til hanns eftir hornspyrnu.

Markið gat alveg eins hafið verið sjálfsmark frá Brenton í markinu.
5. mín
Fjölnir eiga hornspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Vestri byrja fyrri hálfleikinn.
Fyrir leik
Lið leiksins eru mætt í hús!
Fjölnir gerir 2 breytingar frá 2-1 sigri gegn ÍBV.

Sigurpáll Melberg Pálsson og Dofri Snorrason eru ekki í liðinu í dag á meðan Andri Freyr Jónasson og Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson koma inn í byrjunarliðið.

Vestri gerir 3 breytingar eftir 2-0 sigur gegn Þór.

Benedikt V. Warén, Pétur Bjarnason og Guðmundur Andrar Svavarsson fara úr liðinu og Luke Rae, Aurelien Norest og Diogo Coelho eru í byrjunarliðinu í staðinn.
Fyrir leik
Einar Ingi Jóhannsson er dómari leiksins og með honum til aðstoðar eru Bergur Daði Ágústsson og Guðni Freyr Ingvason. Eftirlits maður leiksins frá KSÍ er Ólafur Ingi Guðmundsson

Fyrir leik
Það hefjast 6 leikir úr Lengjudeildinni kl. 14:00.

Afturelding - Grindavík
Fjölnir - Vestri
Kórdrengir - Fram
Víkingur Ó. - Grótta
ÍBV - Þróttur R.
Þór - Selfoss

Hægt er að fylgjast með öllum leikjum gegnum beina textalýsingu hér á Fotbolti.net. Annars er hægt að horfa á leikinna í beinni á lengjudeildin.is og kostar það aðeins 1000kr fyrir leik. Nema fyrir leik ÍBV - Þróttur R. sem er á opinni dagskrá fyrir alla.
Fyrir leik
Úrslit liðana í fyrri umferð
Fjölnir spiluðu síðast gegn ÍBV aðeins 4 daga síðan og sigruðu Fjölnis menn þann leik 2-1. Michael Bakare átti bæði mörkin hjá Fjölnir. Fjölnir liggja í 4. sæti deildarinnar og eiga liðið mjög lítin, en eiga samt enþá tækifæri í að ná 2. sæti yfir ÍBV.


Michael Bakare


Vestri sigruðu Þór 2-0 í síðustu umferð og liggur liðið þægilega í 5. sæti. Vestri hafa átt lengri tíma til að hvíla sig eftir þann leik og það ætti að hjálpa liðinu aðeins gegn erfiðu Fjölnis liði.

Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og verið hjartanlega velkomin á þessa beina textalýsingu frá Extra vellinum í Grafarvogi. Hér mun lið Fjölnis og Vestri mætast í næst seinustu umferð Lengjudeildarinnar.

Leikurinn hefst kl. 14:00

Byrjunarlið:
Daniel Osafo-Badu
Brenton Muhammad
5. Aurelien Norest ('48)
5. Chechu Meneses
10. Nacho Gil
11. Nicolaj Madsen ('70)
17. Luke Rae
18. Martin Montipo
21. Viktor Júlíusson ('84)
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
55. Diogo Coelho

Varamenn:
1. Steven Van Dijk (m)
8. Daníel Agnar Ásgeirsson ('84)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('70)
77. Sergine Fall ('48)

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Jón Hálfdán Pétursson
Friðrik Rúnar Ásgeirsson
Bergþór Snær Jónasson
Margeir Ingólfsson

Gul spjöld:
Chechu Meneses ('17)
Martin Montipo ('86)

Rauð spjöld: