PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 09:20
Elvar Geir Magnússon
Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez
Powerade
Nunez er til sölu.
Nunez er til sölu.
Mynd: Getty Images
Ferguson er á óskalista West Ham,
Ferguson er á óskalista West Ham,
Mynd: Getty Images
Casadei til Torino?
Casadei til Torino?
Mynd: Getty Images
Sóknarmaður Liverpool til sölu, Ítalskt stórveldi hefur áhuga á Marcus Rashford og Evan Ferguson er meðal nafna á óskalista West Ham. Hér er slúðurpakkinn á þessum rosalega mikla mánudegi.

Liverpool er opið fyrir því að samþykkja tilboð upp á 50-60 milljónir punda í úrúgvæska framherjann Darwin Nunez (25). (Football Insider)

AC Milan er nýjasta félagið til að íhuga að gera lánstilboð í Marcus Rashford (27), framherja Manchester United og enska landsliðsins. (Mail)

West Ham er að setja saman lista fyrir janúargluggann og ætlar að fá inn sóknarmann. Evan Ferguson (20) framherji Brighton, Hwang Hee-chan (28) framherji Wolves og Emmanuel Latte Lath (26) framherji Middlesbrough eru allir á blaði. (Telegraph)

Matheus Cunha (25) er nálægt því að skrifa undir nýjan samning hjá Wolves en Arsenal hefur áhuga á honum. (Telegraph)

Randal Kolo Muani (26) gæti farið frá Paris St-Germain í þessum mánuði en AC Milan, Juventus, Bayern München, RB Leipzig, Aston Villa og Tottenham hafa öll áhuga á þessum franska framherja. (Ben Jacobs)

Cesare Casadei (21), miðjumaður Chelsea, hefur samþykkt að ganga til liðs við ítalska A-deildarliðið Torino. Félögin hafa þó ekki náð saman um verð. (Gianluca di Marzio)

Galatasaray í Tyrklandi er „100%“ sannfært um að Victor Osimhen (26), sem er á láni frá Napoli, muni ekki yfirgefa félagið í janúar. (Florian Plettenberg)

AC Milan hefur boðist til að taka Dani Olmo (26), leikmann Barcelona, ??á sex mánaða lánssamningi þar sem Spánverjinn er ekki tiltækur með Börsungum eins og er vegna skráningartakmarkana í La Liga. (Corriere della Sera)

Olmo vill ekki fara frá Barcelona sem hefur fengið óopinberar fyrirspurnir um leikmanninn en ekki formlegt tilboð. (Marca)

Brasilíska félagið Santos hefur lagt fram tilboð í enska miðjumanninn Josh Windass (30) hjá Sheffield Wednesday. (TalkSport)

Swansea City er meðal margra evrópskra félaga sem hafa áhuga á að fá Sádi-arabíska miðjumanninn Abdulmalik al-Jaber (20) sem spilar með Zeljeznicar í Bosníu. (TeamTalk)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner