Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Ísland
1
5
Suður-Kórea
0-1 Guesung Cho '15
0-1 Guesung Cho '24 , misnotað víti
0-2 Changhoon Kwon '26
0-3 Seungho Paik '28
Sveinn Aron Guðjohnsen '54 1-3
1-4 Jingyu Kim '73
1-5 Jisung Eom '85
15.01.2022  -  11:00
Mardan Antalya, Tyrklandi
Vináttulandsleikur
Aðstæður: Sól og 18 gráður
Dómari: Ali Palabiyik (Tyrkland)
Byrjunarlið:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Alfons Sampsted ('46)
3. Davíð Kristján Ólafsson ('84)
4. Alex Þór Hauksson ('46)
4. Ari Leifsson ('46)
6. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Viktor Karl Einarsson
9. Sveinn Aron Guðjohnsen ('63)
11. Gísli Eyjólfsson ('70)
21. Arnór Ingvi Traustason

Varamenn:
1. Jökull Andrésson (m)
2. Atli Barkarson ('84)
6. Ísak Óli Ólafsson ('46)
7. Kristall Máni Ingason ('46)
8. Viktor Örlygur Andrason ('46)
10. Valdimar Þór Ingimundarson
16. Finnur Tómas Pálmason
17. Valgeir Lunddal Friðriksson
19. Viðar Ari Jónsson ('70)
22. Jón Daði Böðvarsson ('63)

Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)
Davíð Snorri Jónasson
Ólafur Ingi Skúlason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið í Tyrklandi. 1 - 5 sigur Suður Kóreu staðreynd.
90. mín
Suður Kórea fær hér sína 3 hornspyrnu á stuttum tíma, þetta er að fjara út í Belek í Tyrklandi.
85. mín MARK!
Jisung Eom (Suður-Kórea)
Æjjjjj. Kemur fyrirgjöf frá vinstri beint á kollinn á Jisung Eom sem skallar boltann í netið af stuttu færi.
84. mín
Inn:Atli Barkarson (Ísland) Út:Davíð Kristján Ólafsson (Ísland)
82. mín
Viðar Ari kemur boltaum á Jón Daða sem vinnur hornspyrnu fyrir Ísland.

Jón Daði nálægt því að skora eftir hornið, vandraðagangur inn á teig Kóreumanna og boltinn endar fyrir fætur Jón Daða sem nær skoti en boltinn af varnamanni og í aðra hornspyrnu.
78. mín
Lítið eftir af leiknum í Belek í Tyrklandi. Kóreumenn hafa takið aftur yfir leikinn eftir flotta byrjun á síðari hálfleik hjá Íslandi.
75. mín
Inn:Jisung Eom (Suður-Kórea) Út:Minkyu Song (Suður-Kórea)
73. mín MARK!
Jingyu Kim (Suður-Kórea)
Dounggyeong Lee og Jingyu Kim með frábæran samleik sem endar með skoti Donggyeong sem Hákon Rafn ver út í teiginn beint á Jingyu Kim sem kláraði í netið.
70. mín
Inn:Viðar Ari Jónsson (Ísland) Út:Gísli Eyjólfsson (Ísland)
64. mín
Kórea tekur hornspyrnu og boltinn beint á Yeongjae Lee sem tekur boltann í fyrsta og boltinn í slánna og niður.

Þarna vorum við heppnir.
63. mín
Inn:Jón Daði Böðvarsson (Ísland) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland)
Markaskorarinn kemur útaf fyrir Jón Daða Böðvarsson sem skoraði mark Íslands á móti Úganda.
60. mín
Inn:Gunhee Kim (Suður-Kórea) Út:Guesung Cho (Suður-Kórea)
57. mín
Kóreumenn keyra upp hægri vænginn og reyna fyrirgjöf en Ísak Óli kemur boltaum í hornspyrnu.
54. mín MARK!
Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland)
Stoðsending: Davíð Kristján Ólafsson
JÁJÁ!!!!

Davíð Kristján fær boltann út til vinstri og finnur Svein Aron inn á teignum sem nær skoti sem fer í Kóreumann en Sveinn fær boltann aftur og kláraði vel í annari tilraun!

Miklu betra. Koma svo!!
51. mín
Betra hjá okkar mönnum! Við erum að ná að halda boltanum betur en í fyrri hálfleik. Kristall Máni komið sterkur inn og kom sér strax í hálffæri eftir fyrirgjöf frá Viktori Karl.
47. mín
Suður Kórea gerði sömuleiðis þrefalda skiptingu í hálfleik og set ég þær inn þegar ég fæ upplýsingar um þær.
46. mín
Inn:Sangwoo Kang (Suður-Kórea) Út:Jingyu Kim (Suður-Kórea)
46. mín
Inn:Yeongjae Lee (Suður-Kórea) Út:Changhoon Kwon (Suður-Kórea)
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Arnar Þór Viðarsson gerir þrefalda skiptingu.
46. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Ísland) Út:Alex Þór Hauksson (Ísland)
46. mín
Inn:Ísak Óli Ólafsson (Ísland) Út:Ari Leifsson (Ísland)
46. mín
Inn:Kristall Máni Ingason (Ísland) Út:Alfons Sampsted (Ísland)
45. mín
Hálfleikur
Kóreumenn fara með góða stöðu inn í hálfleik. Vonandi getum við endurskipulagt okkur og komið sterkari inn í síðari hálfleikinn.

Elvar Geir Magnússon
35. mín
Það er eins og þetta þriðja mark Kóreu hafi drepið leikinn en það er lítið er að frétta inn á vellinum þessa stundina.
28. mín MARK!
Seungho Paik (Suður-Kórea)
Seungho Paik með rosalegt mark.

Kórea kemur boltanum fyrir og Gesung Cho næri skoti úr vítateignum en Íslendingar kasta sér fyrir skotið en Kóreumenn halda boltanum og boltinn lagður út á Seungho Paik sem tekur við honum og hamrar boltanum upp í skeytin fjær af 25 metrunum.
26. mín MARK!
Changhoon Kwon (Suður-Kórea)
Suður Kórea er að bæta við marki.

Kemur langur bolti inn fyrir úr vörn Kóreu beint á Changhoon Kwon sem var ekki rangstæður en Davíð Kristján spilaði hann réttstæðan. Changhoon Kwon gerði allt rétt og kláraði færið framhjá Hákoni Rafni.
24. mín Misnotað víti!
Guesung Cho (Suður-Kórea)
Hákon Rafn ver vítið frá Changhoon Kwon!!
24. mín
Kórea fær víti.

Guesung Cho fær boltann inn fyrir og Ari Leifsson dæmdur brotlegur, rosalega klaufalegt brot hjá Ara.
17. mín
Suður Kóresa nálægt því að bæta við öðru marki en Hákon Rafn með tvær góðar vörslur í röð.
15. mín MARK!
Guesung Cho (Suður-Kórea)
Suður Kórea kemst yfir. Einnar snertingar fótbolti hjá Kóreu sem endar með að boltanum er lyft innfyrir á Guesung Cho sem kláraði framhjá Hákoni Rafn.
14. mín
Lítið að frétta sóknarlega hjá Suður Kóreu þrátt fyrir að halda mun meira í boltann. Ísland er að loka vel.
11. mín
Sveinn Aron gerir vel og hristir 2 Kóreu leikmenn af sér og finnur Davíð Kristján sem framlengir boltanum út til vinstri á Gísla og Ísland vinnur horn.
6. mín
Suður-Kórea er meira með boltann eins og við mátti búast og stýra þessum leik á fyrstu 6 mínútunum en Ísland er að gera vel í varnarfærslum sínum.
3. mín
Góð sókn hjá okkar mönnum!!

Arnór Ingvi fær boltann á miðjum vallarhelmingi Kóreu og finnur Svein Aron í gegn en Sveinn vel fyrir innan.
1. mín
Leikur hafinn
Ali Palabiyik flautar til leiks í Belek. Við byrjum með boltann!
Fyrir leik
Leikmenn liðana ganga inn á völlinn og byrjað er að hlýða á Íslenska þjóðsönginn. Ísland leikur alhvítt hér í dag. Veðrið í Antalya er frábært 18 gráðu hiti og heiðskírt.
Fyrir leik


Það er tómlegt á Mardan vellinum, þessum 8 þúsund sæta æfingavelli í Antalya þar sem leikur dagsins fer fram.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Jæja núna styttist í upphafsflaut tyrkneska dómarans Ali Palabiyik. Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.

Leikurinn hefst klukkan 11:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og það verður Guðmundur Benediktsson sem lýsir leiknum.

Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Damir einn af fjórum núverandi leikmönnum Breiðabliks í byrjunarliðinu



Arnar Þór Viðarsson hefur opinberað byrjunarliðið. Átta breytingar eru gerðar á byrjunarliðinu frá því í leiknum gegn Úganda.

Damir Muminovic er í vörninni en þessi 31 árs leikmaður Breiðabliks er að spila sinn fyrsta landsleik.

Hann er einn af fjórum núverandi leikmönnum Blika sem byrja leikinn en Viktor Karl Einarsson, Gísli Eyjólfsson og Höskuldur Gunnlaugsson eru allir í byrjunarliðinu.

Hákon Rafn Valdimarsson er í markinu og Arnór Ingvi Traustason er áfram með fyrirliðabandið. Jón Daði Böðvarsson, sem skoraði gegn Úganda, byrjar á bekknum.
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Eiga von á allt öðrum leik
"Við eig­um von á allt öðrum leik. Það vant­ar 4-5 sem eru oft­ast í byrjunarliðinu hjá þeim. Það vant­ar miðjumennina þeirra og Son (leikmann Tottenham). Að öðru leyti er þetta sterk­ur hóp­ur hjá þeim sem hef­ur spilað lengi sam­an," sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í gær.

"Þjálf­ar­inn tók við fyr­ir nokkrum og þeir hafa breytt sín­um leikstíl. Þeir eru ekki bara skynd­isókn­arlið leng­ur, held­ur halda bolt­an­um bet­ur innan liðsins. Við eig­um ekki von á því að stjórna leikn­um á morg­un eins og á móti Úganda og að því leyti verður þetta öðruvísi," sagði Arnar.

Fékk mörg svör gegn Úganda
Ertu að sjá á æfingum og í þessum leik gegn Úganda einhverja menn sem eru klárir í alvöruna, að spila keppnisleik fyrir Ísland?

"Eins og ég talaði um fyrr í vikunni þá eru það þessi svör sem ég vil fá frá leikmönnunum, hverjir koma inn og sýna okkur að þeir séu klárir. Það voru mörg svör sem komu á móti Úganda en svo snýst þetta líka um að kynnast þeim leikmönnum sem ég hef aldrei unnið með áður."

"Það er mjög jákvætt að sjá karakterinn hjá leikmönnum og hvernig þeir fúnkera í hóp. Það er erfitt að segja til um það núna akkúrat hverjir verða strax með aftur í mars. Það fer eftir því hvaða leikmenn eru klárir í slaginn í mars."

"Stærsta verkefnið fyrir okkur var líka að tengja þetta við þá leikmenn sem eru ennþá gjaldgengir í U21 árs landsliðið til þess að sjá hvort þeir séu klárir í skrefið upp á við. Það er mikill munur á því að spila fyrir U21 og A-landsliðið. Öftustu sex á móti Úganda, varnarlínan, djúpi miðjumaðurinn og markvörðurinn - þar erum við með leikmenn sem eru á U21 aldri. Ég var mjög ánægður með þau svör sem ég fékk frá þessum leikmönnum."


Suður-Kórea mun líklega stjórna leiknum
Hverja verða áherslurnar?

"Áhersl­urn­ar verða öðru­vísi en á móti Úganda. Við vilj­um loka á þessi litlu mis­tök og í dag fór­um við yfir varnarfærslur, hvenær og hvar viljum við setja pressu á andstæðinginn. Suður-Kórea spil­ar 4-3-3 sem er spegilmyndin á okk­ar kerfi oft á tíðum. Það er gott að fá leik á móti mjög góðu liði og liði sem spil­ar hraðan fót­bolta til að æfa þessa varnarfærslu."

Mjög jákvætt hvernig eldri leikmenn hafa miðlað til þeirra yngri
Eldri og reynslumeiri leikmennirnir, eins og Arnór Ingvi, Jón Daði, Ingvar og Damir - ertu búinn að vera ánægður með þá í kringum yngri leikmennina?

"Já, það er búið að vera mjög jákvætt. Þrátt fyr­ir að Ingvar sé mjög svekkt­ur með að hafa meiðst þá hef­ur hann verið mjög jákvæður í kring­um yngri markverðina. Þá hef­ur Damir verið mjög já­kvæður og mik­ill leiðtogi. Ég er að kynn­ast þeim í fyrsta skipti og þeir hafa litið vel út. Damir hefur strax stigið inn og tekið sína stöðu í hópnum. Þetta eru allt leikmenn sem hafa verið mjög jákvæðir gagnvart yngri leikmönnum. Þó að þeir ungu séu efnilegir þá verða þeir líka að stíga upp og læra hratt, við höfum ekki endalausan tíma til þess að læra. Við þurfum að læra hratt af þeim mistökum sem við gerum."
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Markvörðurinn Ingvar Jónsson verður ekki með í leiknum í dag. Ingvar, sem varð Íslands- og bikarmeistari með Víkingi síðasta sumar, þurfti að stíga út af æfingu í gær vegna meiðsla.

"Það er því miður ómögulegt fyrir hann að spila," sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í morgun.

"Ingvar er mjög svekktur að upp hafi komið smávægileg meiðsli. Það kom upp hnjask hjá einhverjum leikmönnum gegn Úganda en fyrir utan Ingvar eru allir klárir."

Jökull Andrésson og Hákon Rafn Valdimarsson skiptu með sér hálfleikjum í 1-1 jafnteflinu gegn Úganda á miðvikudaginn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Heil og sæl, verið velkomin með okkur í beina textalýsingu frá vináttulandsleik Íslands og Suður-Kóreu. Þetta er annar leikur Íslands í þessari æfingaferð í Tyrklandi.

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úganda, en leikið var í Belek í Tyrklandi.

Ísland byrjaði leikinn vel og tók forystuna eftir aðeins sex mínútna leik. Viðar Ari Jónsson átti þá flotta fyrirgjöf sem Jón Daði Böðvarsson skallaði í netið. Liðið hélt áfram að leika vel eftir markið, en fljótlega komst Úganda betur inn í leikinn. Úganda jafnaði af vítapunktinum. Leikurinn var nokkuð jafn eftir þetta þangað til að flautað var til leiksloka.

Leikur Íslands og Suður-Kóreu í dag er fyrsta viðureign þessara þjóða. Bein útsending verður frá leiknum á Stöð 2 Sport.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
21. Hyenwoo Jo (m)
3. Jin Su Kim
8. Seungho Paik
9. Guesung Cho ('60)
10. Donggyeong Lee
10. Jingyu Kim ('46)
17. Minkyu Song ('75)
19. Younggwon Kim
22. Changhoon Kwon ('46)
23. Taehwan Kim
25. Jisu Park

Varamenn:
1. Seunggyu Kim (m)
12. Sungyun Gu (m)
27. Bumkeun Song (m)
2. Yong Lee
5. Wooyoung Jung
6. Yeongjae Lee ('46)
6. Seung-Beom Ko
11. Dongjun Lee
13. Youngwook Cho
14. Chul Hong
15. Sangwoo Kang ('46)
17. Daewon Kim
18. Gunhee Kim ('60)
20. Jimook Choi
24. Jisung Eom ('75)

Liðsstjórn:
Paulo Bento (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: