Víkingur R.
1
0
Breiðablik
Erlingur Agnarsson
'23
1-0
Pablo Punyed
'57
10.04.2022 - 20:00
Víkingsvöllur
Meistarar meistaranna karlar
Aðstæður: Hægur vindur, skýjað og svalt. Teppið blautt og allt klárt.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Víkingsvöllur
Meistarar meistaranna karlar
Aðstæður: Hægur vindur, skýjað og svalt. Teppið blautt og allt klárt.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
('89)
9. Helgi Guðjónsson
('67)
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Ari Sigurpálsson
('60)
20. Júlíus Magnússon (f)
('60)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
('89)
24. Davíð Örn Atlason
80. Kristall Máni Ingason
Varamenn:
3. Logi Tómasson
('89)
5. Kyle McLagan
8. Viktor Örlygur Andrason
('60)
11. Adam Ægir Pálsson
18. Birnir Snær Ingason
('89)
19. Axel Freyr Harðarson
('60)
23. Nikolaj Hansen
('67)
Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Ragnar Jónsson
Rúnar Pálmarsson
Arnar Sölvi Arnmundsson
Gul spjöld:
Pablo Punyed ('12)
Rauð spjöld:
Pablo Punyed ('57)
Leik lokið!
Víkingar eru Meistarar meistarana 2022
Viðtöl og annað á leiðinni en ég þakka fyrir mig í kvöld.
Viðtöl og annað á leiðinni en ég þakka fyrir mig í kvöld.
96. mín
Blikar reyna og reyna en ná ekki að brjóta niður varnarmúr Víkinga.
Davið Atla fær höfuðhögg og liggur eftir. Lyktar af reynslu.
Davið Atla fær höfuðhögg og liggur eftir. Lyktar af reynslu.
94. mín
Gult spjald: Adam Örn Arnarson (Breiðablik)
Fer beint í ökklann á Birni og uppsker gult spjald.
94. mín
Blikum liggur á en vinna afskaplega illa úr hlutunum og setja boltann rakleitt áfram.
Víkingar taka sér allan tíma sem þeir vilja fyrir innkastið.
Víkingar taka sér allan tíma sem þeir vilja fyrir innkastið.
86. mín
Ingvar Jóns með stórbrotna markvörslu frá Kidda Steindórs eftir að boltinn hrökk óvænt til Kidda í teignum.
78. mín
Leikurinn í talsverðu jafnvægi þrátt fyrir mismun á fjölda leikmanna. Blikar vissulega meira með boltann en lítið að ná að skapa sér og Víkingar hættulegir sem fyrr úr skyndisóknum.
75. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Út:Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Miðjumaður til.
70. mín
Viktor Örlygur í dauðafæri í teig Blika eftir slaka varnartilburði Höskulds en setur boltann yfir.
68. mín
Blikar tekið völdin hér á vellinum en ekki náð að skapa sér teljandi færi ennþá.
Pressan þó þung frá þeim.
Pressan þó þung frá þeim.
64. mín
Skyndisókn Blika, Kristinn Steindórs hægra megin í teignum en skot hans framhjá.
60. mín
Inn:Axel Freyr Harðarson (Víkingur R.)
Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Tvöföld breyting hjá Vikingum,
60. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Út:Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Tvöföld breyting hjá Vikingum,
58. mín
Of mikið á gangi núna, Víkingur liggur óvígur í eigin teig og þarf aðhlynningu.
Vikingar að undirbúa skiptingu, Viktor Örlygur að koma inn á. Líklega til að þétta miðjuna eftir brotthvarf Pablo.
Vikingar að undirbúa skiptingu, Viktor Örlygur að koma inn á. Líklega til að þétta miðjuna eftir brotthvarf Pablo.
57. mín
Rautt spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Virðist sparka í Viktor Karl að mér sýnist,
Fær að ég held seinna gula og þar með rautt frekar en beint rautt.
Fær að ég held seinna gula og þar með rautt frekar en beint rautt.
55. mín
Jason Daði fer niður eftir viðskipti við Ingvar Jóns og Blikar vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Rosalega skrýtið allt og ég hreinlega sá þetta ekki nægilega vel.
Rosalega skrýtið allt og ég hreinlega sá þetta ekki nægilega vel.
51. mín
Víkingar stórhættulegir í skyndisóknum, Erlingur í fínu færi eftir sendingu frá Karl Friðleifi en setur boltann yfir af tiltölulega stuttu færi.
49. mín
Víkingar hársbreidd frá því að spila sig í gegnum vörn Blika, Kristall og Erlingur þar á ferð en fyrsta snertingin ekki á bandi Erlings.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann hér í síðari hálfleik líkt og lög leiksins gera ráð fyrir.
Gestirnir byrja með boltann hér í síðari hálfleik líkt og lög leiksins gera ráð fyrir.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér, heilt yfir sanngjörn staða og Vikingar ívið betri þó Blikar hafi átt sína kafla.
Fáum okkur kaffi og komum aftur með síðari að vörmu spori.
Fáum okkur kaffi og komum aftur með síðari að vörmu spori.
42. mín
Klaufagangur í öftustu línu Vikinga sem redda sér fyrir horn og gefa horn.
Blikar dæmdir brotlegir eftir hornið.
Blikar dæmdir brotlegir eftir hornið.
40. mín
Kristall liggur á miðjum vellinum og þarf aðhlynningu, Viktor Örn brotlegur.
Kristall stendur að endingu upp og virðist í lagi en ekkert sérlega sáttur.
Kristall stendur að endingu upp og virðist í lagi en ekkert sérlega sáttur.
33. mín
Sóknarlota frá Blikum, Víkingar verjast fimlega og sóknin endar með skoti frá Gísla sem fer víðsfjarri markinu.
32. mín
Eitt lið á vellinum. Viktor hreinsar boltann af tánum á Helga þegar hann býr sig undir að hamra á markið. Víkingar fá horn sem Blikar hreinsa.
30. mín
Víkingar tæta vörn Blika í sig og Ari skilar boltanum í netið, en flaggið á lofti.
28. mín
Víkinga verið heilt yfir betri og staðan sanngjörn að mínu mati,
Víkingum gengið ágætlega að sækja og þá sérstaklega upp vinstra megin þar sem Helgi hefur reynst Höskuldi erfiður.
Víkingum gengið ágætlega að sækja og þá sérstaklega upp vinstra megin þar sem Helgi hefur reynst Höskuldi erfiður.
Some counter attack, that. Vikes getting to that near post a little too easy - telegraphed that same move a few times already #fotboltinet
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) April 10, 2022
23. mín
MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
Þetta þarf ekki að vera flókið.
Boltinn settur upp í vinstra hornið fyrir Helga að elta, hann hefur betur við Höskuld, lítur upp sér Erling í hlaupinu á nærstöng og setur hann fast með jörðinni fyrir fætur Erlings sem skilar boltanum í netið.
Boltinn settur upp í vinstra hornið fyrir Helga að elta, hann hefur betur við Höskuld, lítur upp sér Erling í hlaupinu á nærstöng og setur hann fast með jörðinni fyrir fætur Erlings sem skilar boltanum í netið.
22. mín
Davíð Atla fær högg á andlitið og steinliggur, klárt óviljaverk í klafsi og aukaspyrna feykinóg.
20. mín
Gult spjald: Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
Fer groddarlega í Kristal Mána og uppsker réttilega gult.
19. mín
Komið að Blikum, Kiddi Steindórs með skotið úr teignum eftir sendingu frá Ísak en boltinn beint í fang Ingvars.
18. mín
Aftur sækja Víkingar og Helgi aftur að skapa, setur fastan bolta með jörðinni sem fer af Damir og stefnir í netið en Anton með þetta allt á hreinu.
17. mín
Blikar aðeins að vakna. En ekki skapað sér neitt.
Víkingar sækja, Helgi með fyrirgjöfina sem Erlingur skallar yfir.
Víkingar sækja, Helgi með fyrirgjöfina sem Erlingur skallar yfir.
15. mín
Blikar fá hér horn og annað til. Eftir það seinna á Viktor Karl skot hátt hátt yfir.
12. mín
Gult spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Missir boltann klaufalega frá sér og brýtur á Gísla sem var á leið í skyndisókn.
9. mín
Óskar Hrafn ekki sáttur með sína menn og kallar eftir því að menn fari að byrja leikinn.
8. mín
Lagleg skyndisókn Víkinga endar með skoti frá Erlingi sem nær þó engum krafti í skotið sem endar beint á Antoni í marki Blika.
6. mín
Kristall að sleppa einn í gegn en nær ekki að koma boltanum fyrir sig og færið rennur út í sandinn.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Víkinni. Það eru Víkingar sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Liðin eru kominn inn hér til hliðar fyrir lesendur að glöggva sig á. Nokkuð klárt að Kristinn Steindórs er fremsti maður hjá Blikum í kvöld til að byrja með.
Hjá Víkingum fær Helgi Guðjónsson að byrja í stað Niko Hansen sem situr á bekknum og Ari Sigurpáls byrjar líklega á kostnað Viktors Örlygs. Að öðru leyti myndi ég telja þetta eftir bókinni hjá liðunum.
Hjá Víkingum fær Helgi Guðjónsson að byrja í stað Niko Hansen sem situr á bekknum og Ari Sigurpáls byrjar líklega á kostnað Viktors Örlygs. Að öðru leyti myndi ég telja þetta eftir bókinni hjá liðunum.
Fyrir leik
Allir á völlinn
Það er fátt því til fyrirstöðu að enda þessa helgi í Víkinni í kvöld. Veðurspáin er fín þó vissara sé að taka með sér úlpu.
Á ekki von á öðru en að umgjörðin hjá Víkingum verði eins og best verður á kosið og leikurinn vonandi á pari.
Það er fátt því til fyrirstöðu að enda þessa helgi í Víkinni í kvöld. Veðurspáin er fín þó vissara sé að taka með sér úlpu.
Á ekki von á öðru en að umgjörðin hjá Víkingum verði eins og best verður á kosið og leikurinn vonandi á pari.
Fyrir leik
Fyrri viðureignir
Þegar viðureignir liðana síðustu 5 ár eru skoðaðar má sjá að þeim leiðist ekkert að sækja hvort á annað. 14 leikir og 46 mörk síðustu 5 ár gera tæplega 3,3 mörk að meðaltali í leik.
Miðað við þá tölfræði ættum við að eiga von á mörkum í kvöld.
Þegar viðureignir liðana síðustu 5 ár eru skoðaðar má sjá að þeim leiðist ekkert að sækja hvort á annað. 14 leikir og 46 mörk síðustu 5 ár gera tæplega 3,3 mörk að meðaltali í leik.
Miðað við þá tölfræði ættum við að eiga von á mörkum í kvöld.
KEPPNISTREYJA VÃÂKINGS 2022 pic.twitter.com/qCR71DL3p6
— VÃÂkingur (@vikingurfc) April 10, 2022
Fyrir leik
Gaman að því að lið taki upp á því að frumsýna nýjar keppnistreyjur með skemmtilegum hætti. En gefum Víkingum sjálfum orðið í kynningu þeirra um treyjuna.
Í ár skörtum við Víkingar nýrri keppnistreyju. Treyjan er trú 114 ára sögu félagsins en á sama tíma og sagan er virt leika nýir og ferskir straumar um treyjuna. Víkingstreyjan í ár er hönnuð af Bergi Guðnasyni, fatahönnuði, og Íslands- og bikarmeistaranum Halldóri Smára sem er leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins.
Suðurgötufélagið
Víkingar heiðra söguna með því að minnast "Suðurgötufélagsins" undir hálsmáli á bakhlið treyjunnar. Knattspyrnufélagið Víkingur var kallað "Suðurgötufélagið" eftir stofnun þess þar sem Víkingsstrákarnir áttu flestir heima við Suðurgötu. Þar í miðbæ Reykjavíkur var fyrstu fræjum hamingjunnar sáð af strákunum og uppskeran var ríkuleg á síðasta ári, þó í hverfi 108.
Leturgerðin sem notuð er í nafni "Suðurgötufélagsins" á treyjunni er sérstaklega endurhönnuð af hönnunarteyminu Avista en fyrirmyndin var fundin í blaði Þjóðólfs frá júní 1908, því fyrsta eftir stofnun Víkings.
Endurunnin treyja
Eflaust hafa strákarnir sem stofnuðu félagið safnað flöskum og selt til eð eiga skotsilfur sem var svo nýtt til að fjárfesta í fyrsta boltanum. Flöskur nútímans eru nú grunnur að treyju félagsins. Nýja keppnistreyja okkar Víkinga er gerð úr endurunnum plastflöskum en hver treyja er framleidd úr 13 flöskum. Félagið lagði mikla áherslu á að þessi leið væri farin við framleiðslu treyjunnar og er það mikið gleðiefni að allir flokkar félagsins spili í treyjum sem eru framleiddar úr endurunnum plastflöskum. Hér er hægt að fræðast meira um framleiðsluferlið hjá Macron: https://www.youtube.com/watch?v=FHSNuijAOJA
Útlit
Í félagsmerki Víkings eru fjórar rauðar rendur og þrjár svartar líkt og eru á nýju treyjunni. Svörtu rendurnar fjara út við brjóst og fær treyjan þannig ferskt og nútímalegt útlit.
Á treyjunni í ár er nýtt útlit á kraga og stroffi á ermum en innblásturinn er komin frá sérstakri keppnistreyju Víkings fyrir Evrópuleik gegn Real Sociedad árið 1982. Hvítur er nokkuð ríkjandi í félagsmerkinu og fer vel með hvítum Macron merkjunum á brjósti og öxlun. Kraginn og stroffið innihalda tvær mjóar rendur, aðra svarta og hina rauða, ólíkt treyjunni frá 1982 sem hafði báðar rendurnar rauðar.
Barfly
Lagið Barfly með Jeff Who? er fyrir löngu orðið að þjóðsöng Víkinga enda er það spilað og sungið í hvert skipti sem lið Víkings skorar mark. Á stærðarmiðanum, inn í treyjunni, er svokölluð "soundwave" mynd af laginu.
Ólafur Magnússon sá um ljósmyndun á treyjunni og módelin eru Birnir Snær Ingason og Hulda Ösp Ágústsdóttir, leikmenn félagsins.
Í ár skörtum við Víkingar nýrri keppnistreyju. Treyjan er trú 114 ára sögu félagsins en á sama tíma og sagan er virt leika nýir og ferskir straumar um treyjuna. Víkingstreyjan í ár er hönnuð af Bergi Guðnasyni, fatahönnuði, og Íslands- og bikarmeistaranum Halldóri Smára sem er leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins.
Suðurgötufélagið
Víkingar heiðra söguna með því að minnast "Suðurgötufélagsins" undir hálsmáli á bakhlið treyjunnar. Knattspyrnufélagið Víkingur var kallað "Suðurgötufélagið" eftir stofnun þess þar sem Víkingsstrákarnir áttu flestir heima við Suðurgötu. Þar í miðbæ Reykjavíkur var fyrstu fræjum hamingjunnar sáð af strákunum og uppskeran var ríkuleg á síðasta ári, þó í hverfi 108.
Leturgerðin sem notuð er í nafni "Suðurgötufélagsins" á treyjunni er sérstaklega endurhönnuð af hönnunarteyminu Avista en fyrirmyndin var fundin í blaði Þjóðólfs frá júní 1908, því fyrsta eftir stofnun Víkings.
Endurunnin treyja
Eflaust hafa strákarnir sem stofnuðu félagið safnað flöskum og selt til eð eiga skotsilfur sem var svo nýtt til að fjárfesta í fyrsta boltanum. Flöskur nútímans eru nú grunnur að treyju félagsins. Nýja keppnistreyja okkar Víkinga er gerð úr endurunnum plastflöskum en hver treyja er framleidd úr 13 flöskum. Félagið lagði mikla áherslu á að þessi leið væri farin við framleiðslu treyjunnar og er það mikið gleðiefni að allir flokkar félagsins spili í treyjum sem eru framleiddar úr endurunnum plastflöskum. Hér er hægt að fræðast meira um framleiðsluferlið hjá Macron: https://www.youtube.com/watch?v=FHSNuijAOJA
Útlit
Í félagsmerki Víkings eru fjórar rauðar rendur og þrjár svartar líkt og eru á nýju treyjunni. Svörtu rendurnar fjara út við brjóst og fær treyjan þannig ferskt og nútímalegt útlit.
Á treyjunni í ár er nýtt útlit á kraga og stroffi á ermum en innblásturinn er komin frá sérstakri keppnistreyju Víkings fyrir Evrópuleik gegn Real Sociedad árið 1982. Hvítur er nokkuð ríkjandi í félagsmerkinu og fer vel með hvítum Macron merkjunum á brjósti og öxlun. Kraginn og stroffið innihalda tvær mjóar rendur, aðra svarta og hina rauða, ólíkt treyjunni frá 1982 sem hafði báðar rendurnar rauðar.
Barfly
Lagið Barfly með Jeff Who? er fyrir löngu orðið að þjóðsöng Víkinga enda er það spilað og sungið í hvert skipti sem lið Víkings skorar mark. Á stærðarmiðanum, inn í treyjunni, er svokölluð "soundwave" mynd af laginu.
Ólafur Magnússon sá um ljósmyndun á treyjunni og módelin eru Birnir Snær Ingason og Hulda Ösp Ágústsdóttir, leikmenn félagsins.
Fyrir leik
Spámaðurinn
Heiðursmaðurinn frá Héraði Eysteinn Húni Hauksson er spámaður minn fyrir kvöldið. Eitthvað um 300 leikir sem leikmaður auk 10 ára reynslu sem þjálfari í meistaraflokki svo maðurinn ætti að hafa eitthvað fram að færa.
''Ætti að verða fjörugt þar sem báðir þjálfarar virðast lifa fyrir hátt tempo og djarfan leik, auk þess að tefla fram haug af marksæknum leikmönnum. 2-2 og Ingvar Jóns tryggir þetta í vítakeppni.,,
Heiðursmaðurinn frá Héraði Eysteinn Húni Hauksson er spámaður minn fyrir kvöldið. Eitthvað um 300 leikir sem leikmaður auk 10 ára reynslu sem þjálfari í meistaraflokki svo maðurinn ætti að hafa eitthvað fram að færa.
''Ætti að verða fjörugt þar sem báðir þjálfarar virðast lifa fyrir hátt tempo og djarfan leik, auk þess að tefla fram haug af marksæknum leikmönnum. 2-2 og Ingvar Jóns tryggir þetta í vítakeppni.,,
Fyrir leik
Víkingur
Ríkjandi Íslands og Bikarmeistarar mæta til leiks eftir ótrúlegt sumar 2021. Engin hefur gleymt dramatíkinni á Meistaravöllum í 21.umferð eða handriti Kára og Sölva. En það er í fyrra, nýtt tímabil er hafið og tækifæri fyrir Víkinga að sýna að þeir hafi ekki verið one hit wonder í kvöld.
Komnir
Ari Sigurpálsson frá Ítalíu
Arnór Borg Guðjohnsen frá Fylki
Birnir Snær Ingason frá HK
Davíð Örn Atlason frá Breiðabliki
Kyle McLagan frá Fram
Oliver Ekroth frá Svíþjóð
Axel Freyr Harðarson frá Kórdrengjum (var á láni)
Farnir
Atli Barkarson til Danmerkur
Halldór Jón Sigurður Þórðarson til ÍBV
Kári Árnason hættur
Kwame Quee til Sádí-Arabíu
Sölvi Geir Ottesen hættur
Brotthvarf Sölva og Kára er það sem flestir horfa til hjá Víkingum fyrir þetta tímabil. Kyle McLagan og Oliver Ekroth voru fengnir til liðsins til að bæta í þau skörð en líklega er samkeppnin um stöðu í miðri vörninni á milli þeirra þar sem Herra Víkingi Halldóri Smára Sigurðssyni verður vart haggað úr vörninni.Við vitum hvað miðja Víkinga stendur fyrir með Pablo og Júlíus og sóknarlega ætti liðið að vera vel skipað en nýju tímabili fylgja nýjar áskoranir.
Spurningarnar fyrir tímabilið hjá Víkingum er þó nokkuð margar en leikurinn í kvöld gæti gefið vísbendingar um framhaldið. Er Brotthvarf Kára og Sölva of stórt? Mun Niko Hansen halda áfram að skora? Tekst Arnari að berja mönnum sömu trú í brjóst og í fyrra?
Ríkjandi Íslands og Bikarmeistarar mæta til leiks eftir ótrúlegt sumar 2021. Engin hefur gleymt dramatíkinni á Meistaravöllum í 21.umferð eða handriti Kára og Sölva. En það er í fyrra, nýtt tímabil er hafið og tækifæri fyrir Víkinga að sýna að þeir hafi ekki verið one hit wonder í kvöld.
Komnir
Ari Sigurpálsson frá Ítalíu
Arnór Borg Guðjohnsen frá Fylki
Birnir Snær Ingason frá HK
Davíð Örn Atlason frá Breiðabliki
Kyle McLagan frá Fram
Oliver Ekroth frá Svíþjóð
Axel Freyr Harðarson frá Kórdrengjum (var á láni)
Farnir
Atli Barkarson til Danmerkur
Halldór Jón Sigurður Þórðarson til ÍBV
Kári Árnason hættur
Kwame Quee til Sádí-Arabíu
Sölvi Geir Ottesen hættur
Brotthvarf Sölva og Kára er það sem flestir horfa til hjá Víkingum fyrir þetta tímabil. Kyle McLagan og Oliver Ekroth voru fengnir til liðsins til að bæta í þau skörð en líklega er samkeppnin um stöðu í miðri vörninni á milli þeirra þar sem Herra Víkingi Halldóri Smára Sigurðssyni verður vart haggað úr vörninni.Við vitum hvað miðja Víkinga stendur fyrir með Pablo og Júlíus og sóknarlega ætti liðið að vera vel skipað en nýju tímabili fylgja nýjar áskoranir.
Spurningarnar fyrir tímabilið hjá Víkingum er þó nokkuð margar en leikurinn í kvöld gæti gefið vísbendingar um framhaldið. Er Brotthvarf Kára og Sölva of stórt? Mun Niko Hansen halda áfram að skora? Tekst Arnari að berja mönnum sömu trú í brjóst og í fyrra?
Fyrir leik
Breiðablik
Blikar hafa á síðustu árum verið eitt allra skemmtilegasta lið deildarinnar og þótt spila frábæra knattspyrnu. Titlarnir hafa þó látið á sér standa og eflaust mikið hungur í mönnum í Kópavogi að bæta úr því í sumar.
Komnir
Adam Örn Arnarson frá Noregi
Dagur Dan Þórhallsson frá Noregi
Juan Camilo Pérez frá Venesúela
Ísak Snær Þorvaldsson frá Englandi
Mikkel Qvist frá Danmörku
Omar Sowe frá New York Red Bulls (á láni)
Pétur Theódór Árnason frá Gróttu
Anton Logi Lúðvíksson frá Aftureldingu (var á láni)
Stefán Ingi Sigurðarson frá ÍBV (var á láni)
Viktor Elmar Gautason frá Þrótti R. (var á láni)
Ýmir Halldórsson frá Aftureldingu (var á láni)
Farnir
Alexander Helgi Sigurðarson til Svíþjóðar
Árni Vilhjálmsson til Frakklands
Davíð Örn Atlason til Víkings R.
Thomas Mikkelsen til Danmerkur
Arnar Númi Gíslason til Fjölnis (á láni)
Ágúst Orri Þorsteinsson til Svíþjóðar
Ásgeir Galdur Guðmundsson til Danmerkur
Rúrik Gunnarsson til KV
Blikar hafa á að skipa breiðum og góðum hópi leikmanna sem flestir gera tilkall til sætis í byrjunarliði í mörgum liðum deildarinnar. Varnarlega og á miðjum vellinum eru fá lið betur skipuð en það er helst staða fremsta manns sem gæti verið vandamál fyrir Blika. Árni Vilhjálmsson hélt til Frakklands að loknu síðasta tímabili og Pétur Theodór Árnason sem kom til Blika frá Gróttu varð fyrir því óláni að slíta krossband í vetur. Kristinn Steindórsson hefur leyst stöðu framherja af og til í vetur en hvort hann verði þar í kvöld eða sumar verður að koma í ljós.
Blikar hafa á síðustu árum verið eitt allra skemmtilegasta lið deildarinnar og þótt spila frábæra knattspyrnu. Titlarnir hafa þó látið á sér standa og eflaust mikið hungur í mönnum í Kópavogi að bæta úr því í sumar.
Komnir
Adam Örn Arnarson frá Noregi
Dagur Dan Þórhallsson frá Noregi
Juan Camilo Pérez frá Venesúela
Ísak Snær Þorvaldsson frá Englandi
Mikkel Qvist frá Danmörku
Omar Sowe frá New York Red Bulls (á láni)
Pétur Theódór Árnason frá Gróttu
Anton Logi Lúðvíksson frá Aftureldingu (var á láni)
Stefán Ingi Sigurðarson frá ÍBV (var á láni)
Viktor Elmar Gautason frá Þrótti R. (var á láni)
Ýmir Halldórsson frá Aftureldingu (var á láni)
Farnir
Alexander Helgi Sigurðarson til Svíþjóðar
Árni Vilhjálmsson til Frakklands
Davíð Örn Atlason til Víkings R.
Thomas Mikkelsen til Danmerkur
Arnar Númi Gíslason til Fjölnis (á láni)
Ágúst Orri Þorsteinsson til Svíþjóðar
Ásgeir Galdur Guðmundsson til Danmerkur
Rúrik Gunnarsson til KV
Blikar hafa á að skipa breiðum og góðum hópi leikmanna sem flestir gera tilkall til sætis í byrjunarliði í mörgum liðum deildarinnar. Varnarlega og á miðjum vellinum eru fá lið betur skipuð en það er helst staða fremsta manns sem gæti verið vandamál fyrir Blika. Árni Vilhjálmsson hélt til Frakklands að loknu síðasta tímabili og Pétur Theodór Árnason sem kom til Blika frá Gróttu varð fyrir því óláni að slíta krossband í vetur. Kristinn Steindórsson hefur leyst stöðu framherja af og til í vetur en hvort hann verði þar í kvöld eða sumar verður að koma í ljós.
Fyrir leik
Við hér á Fótbolti.net erum þessa dagana að birta spá okkar fyrir tímabilið í Bestu deildinni. Fjögur sæti í spánni eru óbirt og eru bæði liðin sem mæta hér í kvöld í einhverju af þeim fjórum sætum.
Við reiknum því með því (skiljanlega) að bæði þessi lið verði í toppbaráttu í sumar og vonandi að þau sýni okkur afhverju hér í kvöld.
Við reiknum því með því (skiljanlega) að bæði þessi lið verði í toppbaráttu í sumar og vonandi að þau sýni okkur afhverju hér í kvöld.
Fyrir leik
Knattspyrnusumarið 2022 er að rúlla af stað!
Löngum vetri er að ljúka og það er loksins komið að því!
Meistarar meistaranna, formlegt upphaf tímabilsins á Frónni er leikur kvöldsins. Tvöfaldir meistarar Víkinga taka á móti liði Breiðabliks sem endaði í öðru sæti deildarinnar í fyrra eins og ég hygg að flestir muni.
Löngum vetri er að ljúka og það er loksins komið að því!
Meistarar meistaranna, formlegt upphaf tímabilsins á Frónni er leikur kvöldsins. Tvöfaldir meistarar Víkinga taka á móti liði Breiðabliks sem endaði í öðru sæti deildarinnar í fyrra eins og ég hygg að flestir muni.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
18. Davíð Ingvarsson
('75)
21. Viktor Örn Margeirsson
('89)
22. Ísak Snær Þorvaldsson
Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson
('75)
13. Anton Logi Lúðvíksson
15. Adam Örn Arnarson
('89)
19. Sölvi Snær Guðbjargarson
30. Andri Rafn Yeoman
67. Omar Sowe
Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson
Gul spjöld:
Dagur Dan Þórhallsson ('20)
Viktor Karl Einarsson ('75)
Adam Örn Arnarson ('94)
Rauð spjöld: