Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Breiðablik
4
1
Keflavík
Ísak Snær Þorvaldsson '2 1-0
Ísak Snær Þorvaldsson '22 2-0
Viktor Karl Einarsson '25 3-0
Jason Daði Svanþórsson '53 4-0
4-1 Patrik Johannesen '77
19.04.2022  -  19:45
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Upp á 10
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 1014
Maður leiksins: Ísak Snær
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('73)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('73)
10. Kristinn Steindórsson ('75)
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('64)
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('64)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
13. Anton Logi Lúðvíksson ('73)
15. Adam Örn Arnarson
16. Dagur Dan Þórhallsson ('73)
19. Sölvi Snær Guðbjargarson ('64)
30. Andri Rafn Yeoman ('75)
67. Omar Sowe ('64)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Anton Logi Lúðvíksson ('77)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggt hjá Blikunum í dag!!

Blikar einfaldlega bara mun betra liðið og frábærir fyrir framan markið!

Minni á viðtöl og skýrslu seinna í kvöld og þakka samfylgdina í kvöld!
91. mín
Falleg sókn hjá Breiðablik!!

Davíð keyrir upp völlinn og finnur Dag Dan inn í teig sem lyftir boltanum fyrir markið þar sem Sölvi Snær á skalla sem Sindri Snær vel!

+5 í uppbót
90. mín
Anton Ari!!!

Adam Ægir með skot fyrir utan teig sem Anton Ari ver í horn!!

Blikar eru sofandi þessa stundina!
85. mín
Keflvíkingar eru að lifna við!!

Adam Ægir með boltann úti vinstra megin og fer inn á völlinn, á fast skot í fjær sem Anton Ari fer út í teig og þar verður kalfs sem Blikar á endanum ná að hreinsa frá

Betra frá Keflvíkingum!
77. mín MARK!
Patrik Johannesen (Keflavík)
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
Jæja Keflvíkingar ná inn sárabótar marki!!

Adam Pálsson með sendingu frá vinstri inn á teig þar sem að Patrik Johannesen, Færeyingurinn fljúgandi vinnur skallaeinvígi og skallar hann skemmtilega yfir Anton Ara í markinu!

Gaman að þessu!
77. mín Gult spjald: Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
75. mín
Inn:Ásgeir Páll Magnússon (Keflavík) Út:Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
75. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
75. mín
Gísli Eyjólfs með frábært einstaklings framtak

Sólar líklega 3-4 menn og kemst einn gegn Sindra Kristni í þröngu færi en Sindri ver þetta vel frá honum!!

Þetta hefði verið rosalegt mark
73. mín
Inn:Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
73. mín
Inn:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
69. mín
Jason að skora fjórða mark Blika

67. mín
3 af 4 mörkum Blika koma úr Mosó en Jason og Ísak eru uppaldnir þar
65. mín
Virkilega skemmtilegt atvik hjá Óskari Hrafni, kemur skoppandi bolti til hans og gefur á Viktor Karl með öxlinni

Taktar
64. mín
Inn:Omar Sowe (Breiðablik) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Heiðursskipting

Welcome to Iceland Omar !
64. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
63. mín
Inn:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík) Út:Ernir Bjarnason (Keflavík)
63. mín
Inn:Edon Osmani (Keflavík) Út:Kian Williams (Keflavík)
62. mín
Þvílik skyndisókn Blika!!!

Höggi á Kidda, Kiddi á Jason, Jason potar boltanum framhjá einum, þaðan í gegn á Gísla sem fer einn á einn, á skot með hægri en boltinn endar rétt framhjá markinu

Þessi hefði mátt liggja inni fyrir þjóðina að sjá..
58. mín
Höskuldur með fasta sendingu inn á teig þar sem Keflvíkingar eru bara sofandi, Kiddi Steindórs fær galopið skot en á skot í varnarmann!
53. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson


Höskuldur með fasta sendingu inn á teig þar sem Jason tekur á móti boltanum, hótar skotinu og fíflar Keflvíking upp úr skónum og setur finnska manninn Dani Hatakka á rassinn og kemst einn gegn Sindra og klárar þetta snyrtilega í fjær

Mark í lagi hjá syni fasteignasalans!!
51. mín
Stutt hornspyrna frá Blikum, Oliver fær hann svo fyrir utan teig og kemur með frábæran bolta inn á teig sem Magnús Þór skallar rétt framhjá sínu eigin marki og önnur hornspyrna staðreynd.
50. mín
Létt yfir Hrafninum, skiljanlega

47. mín
Adam Ægir með aukaspyrnu inn á teig en þetta er bara æfingabolti fyrir Anton Ara..
46. mín
Seinni er farinn af stað!
45. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
45. mín
Hálfleikur
3-0 standa leikar í hálfleik þar sem það hefur einungis verið eitt lið á vellinum, yfirburðirnir verið gríðarlega miklir
45. mín
Blikar í færi!!

Sending upp vinstri kantinn þar sem Davíð Ingvars fær svokallaða "flugbraut"

Davíð leggur boltann út í teiginn á Gísla Eyjólfs sem á skot í varnarmann og yfir, sýndist þessa vera á leið í netið...
44. mín
Jæja núna kemur færi

Sending inn á teig frá hægri þar sem Kiddi Steindórs fær boltann á lofti og á skot yfir

Erfitt færi fyrir Kidda en maður hefur alveg séð hann klára svona áður
43. mín
Ofboðslega lítið að frétta síðustu 10 mínúturnar eftir að Viktor átti skot yfir..
36. mín
Rúnar Þór með aukaspyrnu inn á teig en Anton Ari er í engum vandræðum með að handsama þetta!
32. mín
FÆRI!

Kiddi Steindórs fær boltann inn í teig, leggur hann á Gísla sem finnur Viktor Karl inn í teignum sem á fast skot en það fer rétt yfir markið!!

Keflvíkingar heppnir að vera ekki 5 eða 6-0 undir...
31. mín
Adam Ægir reynir skot fyrir utan teig en það er virkilega slakt og endar nánast í innkasti....
28. mín
Blikar fá hornspyrnu frá vinstri!

Höskuldur tekur hana en hún fer yfir allann pakkann og þaðan í markspyrnu...
25. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Jason Daði Svanþórsson
Það er samba fótbolti á Kópavogsvelli!!!

Gísli Eyjólfs með sendingu inn fyrir á Jason Daða sem tekur ekkert spes fyrstu snertingu með bringunni, svo aðra slaka snertingu sem endar hjá Viktori Karli sem leggur hann með hægri fæti í hægra hornið!!

Smá lykt af hendi á Jason Daða í aðdragandum...
22. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
ANNAÐ SKALLAMARK????

Viktor Karl fær boltann úti hægra megin og kemur með flottan bolta inn á teig þar sem Ísak Snær nánast sneiðir hann með semi fulgskalla í fjærhornið!!

Þvílikt skallamark!!
19. mín
Alltaf góður banter á Twitter
17. mín
Lítið að frétta síðustu mínútur

KS10 þurfti að fara út af vegna höfuðmeiðsla og síðan þá hefur lítið verið að frétta..
10. mín
Blikar eru í kerfinu 4-2-3-1

Kef í 4-4-2 pa gamle moden
9. mín
Úffff þarna vantaði upp á í smá gæði hjá Gísla Eyjólfs..

Blikar komast í 2 á 1 stöðu með allann tímann í heiminum, Gísli reynir að finna Viktor Karl sem var kominn einn í gegn en sendingin er bara léleg og Sindri Kristinn handsamar þetta
6. mín
BLIKAR VILJA VÍTI!!

Ísak Snær fer niður í teignum en Egill segir bara "stattu í lappirnar drengur" og áfram með leikinn! Blikar ósáttir með Egil dómara en sýndist þetta vera rétt metið hjá honum!
5. mín
Blikar að ógna mikið aftur fyrir vörn Keflavíkur

Kef eru með línuna hátt upp og Blikar leita mikið aftur fyrir en Sindri Kristinn er vel vakandi í markinu!
2. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
VELKOMINN Í KÓPAVOGINN ÍSAK SNÆR!!!

Hornspyrna frá vinstri þar sem Höskuldur setur boltann inn á teig og dekkningin hjá Kef ekki til fyrirmyndar, Ísak gapandi frír og skallar boltann í netið!!

Sú byrjun!
1. mín
Fyrsta færið er strax komið!!

Gísli Eyjólfs fer sendingu inn á teig, er í þröngu færi og Sindri gerir vel í að koma á móti og loka á Gísla, hornspyrna staðreynd!
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn

Megi leikurinn vera frábær skemmtun!!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin

Adam Pálsson sem er nýgenginn til liðs við Keflavíkurliðið á láni frá Víkingi R. kemur beint í byrjunarlið gestanna. Rúnar Þór Sigurgeirsson sem spilaði lítið síðasta sumar er kominn til baka og er í byrjunarliði gestanna.

Þess má einnig geta að Ísak Snær Þorvaldsson sem kom frá ÍA er í byrjunarliði Blika í kvöld.
Fyrir leik
Klappað verður í 1 mínútu til heiðurs Einars Sumarliðasonar sem er einn ástsælasti sonur Breiðabliks en hann féll frá um miðjan febrúar. Þvílikur eðalmaður.
Fyrir leik
Gögn takk

Fyrir leik
Komnir / farnir hjá Blikum

Komnir
Adam Örn Arnarson frá Noregi
Dagur Dan Þórhallsson frá Noregi
Juan Camilo Pérez frá Venesúela
Ísak Snær Þorvaldsson frá Englandi
Mikkel Qvist frá Danmörku
Omar Sowe frá New York Red Bulls (á láni)
Pétur Theódór Árnason frá Gróttu
Anton Logi Lúðvíksson frá Aftureldingu (var á láni)
Ýmir Halldórsson frá Aftureldingu (var á láni)

Farnir
Alexander Helgi Sigurðarson til Svíþjóðar
Árni Vilhjálmsson til Frakklands
Davíð Örn Atlason til Víkings R.
Thomas Mikkelsen til Danmerkur
Arnar Númi Gíslason til Fjölnis (á láni)
Ágúst Orri Þorsteinsson til Svíþjóðar
Ásgeir Galdur Guðmundsson til Danmerkur
Rúrik Gunnarsson til KV
Fyrir leik
Komnir/farnir hjá KEF

Komnir
Adam Ægir Pálsson frá Víkingi á láni
Ásgeir Páll Magnússon frá Leikni F.
Dani Hatakka frá Finnlandi
Ernir Bjarnason frá Leikni R.
Ivan Kalyuzhnyi frá Úkraínu á láni
Patrik Johannesen frá Noregi
Rúnar Gissurarson frá Reyni S.
Sindri Snær Magnússon frá ÍA
Edon Osmani frá Reyni (var á láni)

Farnir
Ástbjörn Þórðarson í FH
Christian Volesky til Bandaríkjanna
Davíð Snær Jóhannsson til Ítalíu
Oliver Kelaart í Þrótt Vogum
Helgi Bergmann Hermannsson í Víði (á láni)
Fyrir leik
Pape spáir 3-0 sigri Blika

Pape Mamadou Faye, sá mikli höfðingi spáði í 1.umferðina hjá Fótbolta.net.

"Breiðablik hefur verið nálægt titlinum síðustu árin. Maður býst við að það sé hungur í mönnum að gera enn betur. Þetta er ungt og sterkt lið sem ætlar sér stóra hluti í sumar. Allt annað er ekki boðlegt í Kópavogi. Ég held að Keflvíkingar verði sáttir ef þeir halda sér uppi. Ég býst ekki við að þetta verði erfiður leikur fyrir Blika. Ég er ekki að segja að þeir séu að fara að labba í gegnum Keflavík, en ef þeir mæta og spila sinn leik þá verður þetta ekki mikið stress. Minn maður, Damir, skorar eitt eftir hornspyrnu"
Fyrir leik
AP mættur aftur til Keflavíkur

Adam Pálsson er genginn til liðs við Keflvíkinga á láni frá Víking R. en Adam þekkir vel til Keflavíkur þar sem hann var auðvitað keyptur til Víkinga frá Keflavík. Adam kom ekki einn hins vegar en Keflvíkingar nældu sér í 21 árs Úkraínumann á láni, skemmtileg styrking svona rétt fyrir mót.


Fyrir leik
Blikar í engu veseni með Keflavík á heimavelli en....

Blikar unnu Keflvíkinga þæginlega á heimavelli í fyrra en þar enduðu leikar 4-0 fyrir þeim grænklæddu þar sem að Thomas nokkur Mikkelsen skoraði þrennu en þegar að Blikarnir mættu til Keflavíkur töpuðu þeir 2-0 og svo mættu þeir aftur til Keflavíkur í Mjólkurbikarnum og duttu út..

Því Keflavík í Keflavík.... er alltaf Keflavík.
Fyrir leik
Gleðilega hátiíð kæra fólk!

Verið velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem að Breiðablik fær Keflavík í heimsókn.

Besta Deildin er farin af stað!!

Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson ('75)
10. Kian Williams ('63)
16. Sindri Þór Guðmundsson
18. Ernir Bjarnason ('63)
23. Joey Gibbs
24. Adam Ægir Pálsson
25. Frans Elvarsson (f)
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
6. Sindri Snær Magnússon
8. Ari Steinn Guðmundsson
11. Helgi Þór Jónsson
19. Edon Osmani ('63)
22. Ásgeir Páll Magnússon ('75)
28. Ingimundur Aron Guðnason ('63)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Jón Örvar Arason
Gunnar Örn Ástráðsson
Óskar Rúnarsson

Gul spjöld:
Frans Elvarsson ('45)

Rauð spjöld: