ÍBV
0
3
KA
0-1
Sveinn Margeir Hauksson
'45
0-2
Nökkvi Þeyr Þórisson
'72
0-3
Hallgrímur Mar Steingrímsson
'78
24.04.2022 - 14:00
Hásteinsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól og talsverður vindur. Völlurinn virkar þurr.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 522
Maður leiksins: Nökkvi Þeyr Þórisson
Hásteinsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól og talsverður vindur. Völlurinn virkar þurr.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 522
Maður leiksins: Nökkvi Þeyr Þórisson
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Andri Rúnar Bjarnason
('84)
2. Sigurður Arnar Magnússon (f)
3. Felix Örn Friðriksson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
10. Guðjón Pétur Lýðsson
('69)
16. Tómas Bent Magnússon
('62)
22. Atli Hrafn Andrason
('62)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
Varamenn:
9. Sito
('84)
17. Sigurður Grétar Benónýsson
19. Breki Ómarsson
('62)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Guðjón Orri Sigurjónsson
Björgvin Eyjólfsson
Arnar Breki Gunnarsson
David George Bell
Mikkel Vandal Hasling
Marc David Wilson
Halldór Jón Sigurður Þórðarson
Elías Árni Jónsson
Gul spjöld:
Hermann Hreiðarsson ('66)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
KA vinnur sannfærandi 3-0 sigur gegn ÍBV í eyjum. Viðtöl og skýrsla koma inn á síðuna seinna í dag.
88. mín
Nökkvi með sendingu á Jakob inn á vítateig ÍBV en Jakob með lélega fyrstu snertingu en missir boltann út fyrir.
85. mín
Sito með skalla sem Stubbur ver vel, fyrirgjöfin var frá Guðjóni Erni. Fyrsta snertingin frá Sito endaði næstum í markinu!
79. mín
ÍBV á hornspyrnu. KA menn verjast vel og ekkert kemur upp úr þessu fasta leikatriði.
78. mín
MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Daníel Hafsteinsson
Stoðsending: Daníel Hafsteinsson
KA menn keyra upp eftir aukaspyrnu frá ÍBV. Nökkvi fær mikið pláss, velur rétt - finnur Daníel í gegn sem rennir boltanum á Hallgrím sem tekur snertingu og rennir boltanum í autt netið.
KA vinnur þennan leik, það held ég að sé orðið ljóst.
KA vinnur þennan leik, það held ég að sé orðið ljóst.
75. mín
Alex Freyr liggur eftir, eftir skalleinvígi inn á teig KA. Alex stendur upp skömmu síðar og getur haldið leik áfram.
73. mín
Inn:Sebastiaan Brebels (KA)
Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Bjarni átt fínan leik inn á miðsvæðinu.
72. mín
MARK!
Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Stoðsending: Elfar Árni Aðalsteinsson
Stoðsending: Elfar Árni Aðalsteinsson
Eyjamenn eru æfir að hafa ekki fengið aukaspyrnu skömmu á undan en það var svolítið 50:50 atriði og alveg hægt að sleppa því.
Elfar Árni rennir boltanum út til hægri í teignum og Nökkvi skorar með skoti á nærstöngina, stöngin inn.
Elfar Árni rennir boltanum út til hægri í teignum og Nökkvi skorar með skoti á nærstöngina, stöngin inn.
71. mín
Felix sker inn á völlinn af vinstri kantinum, kemur sér að vítateignum, reynir skot en það er með hægri og var því ekki mjög hættulegt frá örvfætta vinstri bakverðinum.
67. mín
Ívar gerir vel í baráttunni við Andra Rúnar og tæklar boltann út fyrir. ÍBV á hornspyrnu.
Daníel skallar fyrirgjöf Guðjóns í burtu og ekkert kemur upp úr þessu.
Daníel skallar fyrirgjöf Guðjóns í burtu og ekkert kemur upp úr þessu.
66. mín
FELIX JAFNAR!!!
En rangstaða er dæmd, Breki er dæmdur rangstæður, stóð fyrir innan varnarlínu KA þegar Felix skaut og mátu dómararnir það þannigað hann hefði truflað Steinþór í markinu.
Frábærlega útfærð hornspyrna engu að síður!
En rangstaða er dæmd, Breki er dæmdur rangstæður, stóð fyrir innan varnarlínu KA þegar Felix skaut og mátu dómararnir það þannigað hann hefði truflað Steinþór í markinu.
Frábærlega útfærð hornspyrna engu að síður!
65. mín
Fyrirgjöf frá Guðjóni Erni sem fer af varnarmanni KA og aftur fyrir. ÍBV á horn.
64. mín
Hallgrímur fær boltann úti hægra megin í teignum, reynir skot en það fer framhjá fjærstönginni.
62. mín
Inn:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
Út:Atli Hrafn Andrason (ÍBV)
Fyrsti keppnisleikur Halldórs fyrir ÍBV.
62. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV)
Út:Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
Breki fer út á hægri og Halldór á vinstri.
62. mín
Inn:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Markaskorarinn tekinn af velli.
56. mín
Daníel finnur Nökkva í gegn en Eiður sýndist mér nær að halda í við Nökkva - Eiður gerir færið erfitt fyrir Nökkva sem á laust skot sem Halldór ver.
56. mín
Bjarni með flottan sprett inn á miðjunni, finnur Nökkva úti vinstra megin. Nökkvi sker inn á völlinn og reynir að skrúfa boltann í fjær en skotið fer yfir/framhjá.
51. mín
Gult spjald: Rodrigo Gomes Mateo (KA)
Rodri brýtur á Alex inn á vallarhelmingi KA.
Guðjón Pétur reynir fyrirgjöf úr aukaspyrnunni en sú kemst ekki inn á teiginn.
Guðjón Pétur reynir fyrirgjöf úr aukaspyrnunni en sú kemst ekki inn á teiginn.
50. mín
Andri Rúnar með skot, er aðeins of lengi og Bryan kemst fyrir. Þetta var færi!
Alex átti fyrirgjöfina, er að byrja seinni hálfleikinn vel.
Alex átti fyrirgjöfina, er að byrja seinni hálfleikinn vel.
49. mín
Víti?? Andri Rúnar þrumar boltanum í átt að marki KA og vill meina að boltinn fari í höndina á Ívari! Ekkert dæmt.
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið. KA skorar á besta tíma eins og sagt er, ÍBV fær á sama tíma á sig mark á versta tíma.
KA heilt yfir verið betra liðið á vellinum. Nokkur vafaatriði í báðum vítateigum sem hægt er að ræða um og mörkin væru eflaust fleiri ef liðin hefðu fengið vítaspyrnu(r).
KA heilt yfir verið betra liðið á vellinum. Nokkur vafaatriði í báðum vítateigum sem hægt er að ræða um og mörkin væru eflaust fleiri ef liðin hefðu fengið vítaspyrnu(r).
45. mín
MARK!
Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Stoðsending: Bryan Van Den Bogaert
Stoðsending: Bryan Van Den Bogaert
Sveinn Margeir fær boltann inn á teignum eftir fyrirgjöf frá Bryan, tekur við honum, gerir vel og klárar framhjá Halldóri í marki ÍBV.
KA kemst yfir í uppbótartíma!
KA kemst yfir í uppbótartíma!
45. mín
Eiður Aron með langa sendingu inn fyrir, finnur Andra Rúnar en fyrsta snerting ekki góð og í hendurnar á Steinþóri.
43. mín
Sigurður Arnar keyrir upp og reynir langskot. Það fer af varnarmanni og svo handsamar Stubbur boltann.
41. mín
Elfar Árni í daauuuuuðafæri! Bryan kemst inn á teiginn, sendir út á Elfar sem stýrir boltanum framhjá.
40. mín
KA gerir tilkall í vítaspyrnu en ekkert er dæmt. Nökkvi vildi meina að Sigurður hefði brotið á sér.
39. mín
Telmo kemur boltanum framhjá Bryan og fellur svo í grasið. Fær enga aukaspyrnu og eyjamenn lítið kátir með það.
KA sækir í kjölfarið upp hægri vænginn, Þorri með fyrirgjöf sem Eiður Aron skallar í innkast.
KA sækir í kjölfarið upp hægri vænginn, Þorri með fyrirgjöf sem Eiður Aron skallar í innkast.
37. mín
Boltinn í höndina á Ívari Erni inn á vítateig KA. Fannst þetta ekki vera víti, mikið kallað úr stúkunni og kannski eðlilega.
34. mín
Snörp sókn hjá ÍBV, Guðjón Pétur fær mikið pláss inn á miðsvæðinu, gefur hann til vinstri á Atla sem tékkar inn á völlinn og á skottilraun sem fer framhjá fjærstönginni, fínasta tilraun.
31. mín
Fínt spil hjá KA og Sveinn Margeir með fínt skot en Halldór Páll vel á verði og ver vel.
30. mín
ÍBV átti að fá víti þarna!!!!! Andri Rúnar með snertingu inn á teignum og Bryan (sýndist mér) fær boltann í höndina sem virkaði alls ekki í náttúrulegri stöðu. KA-menn stálheppnir!!
Þetta kom allt eftir flotta sókn og fína fyrirgjöf frá Atla Hrafni af vinstri kantinum.
Þetta kom allt eftir flotta sókn og fína fyrirgjöf frá Atla Hrafni af vinstri kantinum.
28. mín
Bryan með fyrirgjöf á Elfar Árna sem er frír inn á teignum en skallinn er laus og Halldór þarf ekki að hafa mikið fyrir því að verja.
26. mín
Rodri reynir að finna Nökkva á sprettinum en Guðjón Ernir rennir sér og kemur boltanum í innkast.
Alex Freyr liggur eftir og þarf aðhlynningu. Rodri vann boltann af Alex sem fór niður - virkaði ekki eins og brot við fyrstu sýn.
Alex Freyr liggur eftir og þarf aðhlynningu. Rodri vann boltann af Alex sem fór niður - virkaði ekki eins og brot við fyrstu sýn.
24. mín
Guðjón Ernir heppinn inn á eigin vítateig. Boltinn hrekkur af Guðjóni og til Elfars en skottilraun hans fer í varnarmann. Guðjón verið tæpur í kringum eigin vítateig!
22. mín
Tómas í mjög góðri fyrirgjafarstöðu, eftir lélega sendingu frá Ívari úr vörn KA, en sendingin frá Tómasi var of föst og KA á markspyrnu.
18. mín
Guðjón Ernir í smá brasi en nær að bjarga sér með tæklingu á Bryan inn á vítateig ÍBV.
16. mín
Telmo með flotta sendingu inn fyrir vörn KA og var boltinn mjög nálægt því að finna samherja í hlaupinu.
16. mín
Daníel brýtur á Guðjóni sem var á sprettinum upp hægri vænginn. Eyjamenn vildu spjald og ég held að þeir hafi eitthvað til síns máls. Daníel sleppur.
8. mín
Var þetta ekki mark!!!!??? Daníel fór framhjá Halldóri Páli og á skot á markið en Eiður Aron hreinsar. Boltinn virtist vera kominn yfir línuna!
Elfar Árni átti snertinguna inn á Daníel.
Ansi tæpt... eftir að hafa séð endursýningu var líklega rétt niðurstaða að dæma ekki mark.
Elfar Árni átti snertinguna inn á Daníel.
Ansi tæpt... eftir að hafa séð endursýningu var líklega rétt niðurstaða að dæma ekki mark.
6. mín
Elfar Árni brýtur á Halldóri í útsparki. Aukaspyrna dæmd og Elfar sleppur við spjald.
5. mín
Guðjón Pétur sinnir varnarvinnunni vel og kemst fyrir fyrirgjöf frá Þorra. KA á innkast og kemst inn á teiginn en boltinn endar hjá Halldóri í marki ÍBV.
4. mín
Lið KA:
Steinþór (Stubbur)
Þorri - Bykov - Ívar - Bryan
Rodri
Bjarni - Daníel
Sveinn - Elfar - Nökkvi
Steinþór (Stubbur)
Þorri - Bykov - Ívar - Bryan
Rodri
Bjarni - Daníel
Sveinn - Elfar - Nökkvi
3. mín
Lið ÍBV:
Halldór
Guðjón - Sigurður - Eiður - Felix
Alex - Telmo
Tómas - Guðjón - Atli
Andri
Halldór
Guðjón - Sigurður - Eiður - Felix
Alex - Telmo
Tómas - Guðjón - Atli
Andri
2. mín
Tómas Bent lætur vaða fyrir utan teig með vinstri. Skotið hátt yfir, hefði getað farið nær og tekið Bykov á!
1. mín
Eiður Aron liggur í jörðinni eftir skallaeinvígi. Staðinn upp og heldur leik áfram.
Fyrir leik
Þetta er engin mæting eyjamenn!!? Hlýtur að fjölga aðeins í stúkunum næstu mínúturnar en þessi mæting á fyrsta heimaleik er vonbrigði. Fjórir KA-merktir í stúkunni og styðja lið gestanna.
Það er reyndar leikur hjá handboltaliðinu í Garðabæ á eftir, sýni þessu smá skilning.
Það er reyndar leikur hjá handboltaliðinu í Garðabæ á eftir, sýni þessu smá skilning.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl. ÍBV er í hvítu búningunum sínum og KA er í gulri treyju og bláum stuttbuxum. Klassískt.
Fyrir leik
Dómararnir
Helgi Mikael Jónsson dæmir leikinn, Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eysteinn Hrafnkelsson eru aðoðardómarar, Þórður Ingi Guðjónsson er eftirlitsmaður KSÍ og Gunnar Oddur Hafliðason er skiltadómari.
Helgi Mikael Jónsson dæmir leikinn, Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eysteinn Hrafnkelsson eru aðoðardómarar, Þórður Ingi Guðjónsson er eftirlitsmaður KSÍ og Gunnar Oddur Hafliðason er skiltadómari.
Fyrir leik
Byrjunarlið ÍBV
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, gerir eina breytingu frá leiknum gegn Val. Atli Hrafn Andrason kemur inn fyrir Arnar Breka Gunnarsson sem tekur sér sæti á bekknum. Halldór Jón kemur inn á bekkinn og Jón Jökull Hjaltason dettur út úr hóp.
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, gerir eina breytingu frá leiknum gegn Val. Atli Hrafn Andrason kemur inn fyrir Arnar Breka Gunnarsson sem tekur sér sæti á bekknum. Halldór Jón kemur inn á bekkinn og Jón Jökull Hjaltason dettur út úr hóp.
Fyrir leik
Byrjunarlið KA
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, gerir eina breytingu frá sigrinum gegn Leikni. Sveinn Margeir Hauksson kemur inn í byrjunarliðið fyrir fyrirliðann Ásgeir Sigurgeirsson sem er ekki með í dag. Elfar Árni ber fyrirliðaband gestanna. Áki Sölvason kemur inn í hópinn fyrir Ásgeir.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, gerir eina breytingu frá sigrinum gegn Leikni. Sveinn Margeir Hauksson kemur inn í byrjunarliðið fyrir fyrirliðann Ásgeir Sigurgeirsson sem er ekki með í dag. Elfar Árni ber fyrirliðaband gestanna. Áki Sölvason kemur inn í hópinn fyrir Ásgeir.
Fyrir leik
Ég á ekki von á mörgum breytingum á byrjunarliðum liðanna frá því í fyrstu umferð.
Fyrir leik
Það er óvænt talsverður vindur á Hásteinsvelli. Skýjað en sólin en það hefur sést í sólina við og við. Eins og er þá er hitastigið 6-7°C.
Fyrir leik
Halldór Jón Sigurður Þórðarson og Marc Wilson voru ekki í leikmannahópi ÍBV í síðasta leik og verður fróðlegt að sjá hvort þeir verði með í dag. Andri Rúnar Bjarnason og Guðjón Pétur Lýðsson voru í byrjunarliðinu gegn Val en þurftu að fara af velli á 75. mínútu. Þeir virkuðu þreyttir og mega ekki taka of margar umferðir í að koma sér í sitt besta stand.
Fyrir leik
Dusan Brkovic tekur út leikbann í dag, annar leikurinn af þremur sem hann missir af í upphafi móts.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, sagði í viðtali eftir leikinn gegn Leikni að það styttist í að Sebastiaan Brebels og Hrannar Björn Steingrímsson verði klárir og þá er Hallgrímur Mar Steingrímsson líklegur í fleiri mínútur í komandi leikjum eftir að hafa glímt við meiðsli í vetur.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, sagði í viðtali eftir leikinn gegn Leikni að það styttist í að Sebastiaan Brebels og Hrannar Björn Steingrímsson verði klárir og þá er Hallgrímur Mar Steingrímsson líklegur í fleiri mínútur í komandi leikjum eftir að hafa glímt við meiðsli í vetur.
Fyrir leik
ÍBV lék gegn Val í fyrstu umferðinni og tapaði 2-1 á Origo vellinum. Sigurður Arnar Magnússon skoraði mark liðsins með skalla eftir hornspyrnu.
Fannst Eyjamenn sprungnir eftir hálftíma - Þurfa lykilmenn í betra stand sem fyrst"
KA lagði Leikni að velli, 1-0, á Dalvíkurvelli í sínum fyrsta leik. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik, með skalla eftir fyrirgjöf frá Ásgeiri Sigurgeirssyni.
Húsavíkur fjölskyldan stór í KA - Besti kosturinn á Norðurlandi"
Fannst Eyjamenn sprungnir eftir hálftíma - Þurfa lykilmenn í betra stand sem fyrst"
KA lagði Leikni að velli, 1-0, á Dalvíkurvelli í sínum fyrsta leik. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik, með skalla eftir fyrirgjöf frá Ásgeiri Sigurgeirssyni.
Húsavíkur fjölskyldan stór í KA - Besti kosturinn á Norðurlandi"
Fyrir leik
Veriði velkomnir lesendur góðir í beina textalýsingu frá leik ÍBV og KA í 2. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 14:00.
2. umferð à@bestadeildin kl 14 pic.twitter.com/cVkEjQRid8
 Sæbjörn Steinke (@saebjornth) April 24, 2022
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Oleksii Bykov
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
('82)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
('82)
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
26. Bryan Van Den Bogaert
('82)
27. Þorri Mar Þórisson
30. Sveinn Margeir Hauksson
('62)
77. Bjarni Aðalsteinsson
('73)
Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Kári Gautason
('82)
8. Sebastiaan Brebels
('73)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
('62)
14. Andri Fannar Stefánsson
('82)
18. Áki Sölvason
29. Jakob Snær Árnason
('82)
Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Branislav Radakovic
Georg Rúnar Ögmundsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Igor Bjarni Kostic
Gul spjöld:
Oleksii Bykov ('19)
Rodrigo Gomes Mateo ('51)
Daníel Hafsteinsson ('81)
Rauð spjöld: