Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 15. september 2025 10:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
West Ham orðað við nýjan stjóra - Man Utd með tvo í sigtinu
Powerade
Tekur Nuno Santo við West Ham?
Tekur Nuno Santo við West Ham?
Mynd: EPA
Denzel Dumfries orðaður við United.
Denzel Dumfries orðaður við United.
Mynd: EPA
West Ham gæti reynt að fá Nuno Espirito Santo ef Graham Potter verður rekinn, Arsenal á meðal félaga sem hefur áhuga á Luiz Gustavo Benedetti og Man Utd sýnir áhuga á Elliot Anderson. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins sem BBC tekur saman og pakkinn er í boði Powerade.



West Ham íhugar að fá Nuno Espirito Santo í stjórastólinn ef Graham Potter verður látinn fara. (Alan Nixon)

Arsenal, Barcelona og Napoli hafa áhuga á Luiz Gustavo Benedetti (19) miðverði Palmeiras. (Mundo Deportivo)

Man Utd hefur áhuga á Elliot Anderson (22) sem er metinn á 70 milljónir punda. Anderson er ánægður á City Ground og er ekkert að íhuga að fara. (Football Insider)

70 milljóna punda tilboði Chelsea í Kenan Yildiz (20) framherja Juventus var hafnað í sumar. Juve vill endursemja við Tyrkjann. (Calciomercato)

Crystal Palace gæti íhugað að samþykkja 60 milljónir punda fyrir Adam Wharton í janúar. Liverpool er á meðal félaga sem vill fá enska miðjumanninn. (Teamtalk)

Man Utd mun berjast við Man City um Denzel Dumfries (29) bakvörð Inter. (Football Insider)

Real Madrid fylgist með Jeremy Monga (16) vængmann Leicester. (Fichajes)
Athugasemdir