Origo völlurinn
Besta-deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 1530
Maður leiksins: Jesper Juelsgård
KR-ingar fara strax í átt að honum og vilja ræða málin. Theodór Elmar, Stefan Ljubicic og fleiri KR-ingar ræða við hann.
Þriðji seiglu sigur Vals í röð í upphafi móts en á meðan KR-ingar tapa sínum öðrum leik í röð.
Grétar Snær tekur síðan tryllinginn í kjölfarið. Æðir í Hedlund og lætur menn heyra það.
Hann fær síðan seinna gula spjaldið í kjölfarið.
Þessi taska bÃður inni klefanum hjá Helga Mikael 🤡. pic.twitter.com/nQlorQAzat
— Reynir ElÃs* (@Ramboinn) April 30, 2022
Þessi innkoma Hauks Páls er að gera svo mikið fyrir mig. Verið fyrsti maður á blað allan sinn feril og auðvelt að vera fúll og pirraður að vera á bekknum. Sýnir hvers konar leiðtogi hann er. Stórkostlegur liðsmaður.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) April 30, 2022
Þetta byrjar á því að KR gefur boltann ekki til baka eftir að Guy Smit hafði kastað boltanum viljandi útaf.
Það fer svo að Haukur Páll lætur finna fyrir sér og fer harkalega með öxlina í Theodór Elmar. Í kjölfarið verður allt vitlaust inná vellinum.
Jesper Juelsgård the Danish Aaron Cresswell. More than happy to see a few more of them this season #bestadeildin
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) April 30, 2022
Helgi Mikael gerir mistök à hverri einustu umferð sem kostar lið sigur eða stig, agalegt að KSà sætti sig við svona standard. #fotboltinet
— Aron Steinn (@Aronsteinn2) April 30, 2022
Stoðsending: Patrick Pedersen
Framhjá varnarvegginum og boltinn teigur sveig í nærhornið.
KR-INGAR ERU BRJÁLAÐIR!! Theodór Elmar lætur Helga Mikael heyra það og Rúnar Kristinsson lætur Erlend Eiríksson heyra það.
KR vildu fá aukaspyrnu í aðdraganda skyndisóknar Vals.
Theodór og fleiri KR-ingar allt annað en sáttir. Töldu að brotið hefði verið á Elmari.
Ágúst Eðvald með að mér sýnist marktilraun sem fer ekki betur en svo að boltinn endar fyrir fæturnar á Patrick Pedersen innan vítateigs.
Patrick gerir vel, kemur sér í frábært færi einn gegn Beiti en Beitir ver vel. Boltinn skoppar aftur til Patricks sem reynir bakfallsspyrnu en boltinn framhjá fjærstönginni.
Dauðafæri!
Guðmundur Andri á skalla að tómu marki KR en Ægir Jarl kemur KR-ingum til bjargar á marklínu. Áður hafði Beitir náði að verja frá Tryggva Hrafni úr fínu færi.
Fyrst var það Hedlund en nú er það Kennie Chopart sem liggur og þarf aðhlynningu frá Valgeiri Viðarssyni sjúkraþjálfara KR-inga. Einar Óli Þorvarðarson sjúkraþjálfari Vals er einnig mættur inná völlinn og fylgist með.
Kennie þarf á skiptingu að halda...
Bæði lið hafa fengið tækifæri til að skora fleiri mörk. Þó sérstaklega Valsmenn sem hafa fengið tvívegis góðar skyndisóknir en ekki náð að klára þær með mark tilraun.
Sigurður Bjartur fékk að sama skapi einnig gott færi sem Guy Smit varði frá honum.
Geggjaður fyrri hálfleikur. KR betri, bæði á vellinum og stúkunni, en, de har Pedersen #fotboltinet #bestadeildin #valurkr
— Sigurður Marteinsson (@siggimarteins) April 30, 2022
Hvernig er þetta ekki vÃti á gjöf smit?#fotboltinet
— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) April 30, 2022
Sigurður Bjartur er poor man’s ungur Jón Daði. Hrá landsbyggð, barnatrú og hræðist ekki sviðið. #fotbolti
— Guðmundur Björn (@gudmundurbjorn) April 30, 2022
Vintage PP, what a header that is. Birkir Már not too shabby on the cross either.
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) April 30, 2022
Vindurinn með Gary Neville kross.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) April 30, 2022
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
Gull af sendingu frá Birki Má inn í teig sem Patrick skallar í nærhornið. Í hliðarnetið. Beitir kemur engum vörnum við.
Það var alvöru kraftur í þessum skalla frá Dananum.
Vá hvað mér finnst gaman að sjá menn vera bomba niður Kjartan Henry😂 #bestadeildin
— Baldvin Björgvinsson (@BBjorgvinsson) April 30, 2022
Finnur Tómas is massive. What a player.
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) April 30, 2022
Mikil small dick energy à Guy Smit
— DavÃð Guðrúnarson (@DaviBirgisson) April 30, 2022
Djöfulsins sérfræðingur er Kjartan Henry à þvà að pirra aðra
— 🤜 Kiddi PÃpari 🤛 (@kiddibalda) April 30, 2022
Tryggvi Hrafn á fleygiferð upp vinstri kantinn, finnur Guðmund Andra í fætur sem rennir síðan boltanum á Birki sem átti viðstöðulaust skot með vinstri vel yfir markið.
Þetta er bara vÃti á GÃ
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) April 30, 2022
Guy Smit ætlar síðan að halda leiknum áfram eftir að hafa handsamað boltann en hleypur í bakið á Kjartani Henry sem stendur fyrir honum og leikurinn stöðvast. Það er hiti að færasta í leikanna.
Patrick er kominn í dauðafæri en Beitir gerir vel, kemur vel út á móti og nær snertingu á boltann og boltinn aftur fyrir.
Birkir Heimisson með klaufaleg mistök í aðdragandanum.
Stoðsending: Kennie Chopart
Kennie með fyrirgjöf fyrir mark Vals frá hægri þar sem Kjartan Henry er mættur manna fyrstur og stýrir boltanum í markið.
Pálmi Rafn með frábæra sendingu upp völlinn, frá vinstri yfir á hægri vænginn, yfir Jesper Juelsgård og sendingin frá Kennie hárnákvæm.
KR-ingar misstu boltann á vallarhelmingi Vals og Valsmenn geystust upp völlinn. Tryggvi Hrafn var einn gegn Grétari Snæ sem gerði vel, náði að hlaupa Tryggva upp og stöðvaði hættulega stöðu Vals á vellinum.
Í þeirri seinni var það Jesper Juelsgård sem skallaði boltann frá.
Góð fyrirgjöf frá Kristni og ágætis tilraun frá Atla.
KR sækir í átt að Grillhúsinu á Laugavegi á meðan Valur sækir í átt að Grillhúsinu á Bústaðavegi.
Valur - KR. Besta sætið. El Clásico. 19:00 @St2Sport. Valsmenn unnið þrjá à röð gegn KR. #bestadeildin pic.twitter.com/wWm7glLCsQ
— Stefán Ãrni Pálsson (@stebboinn) April 30, 2022
Sigurður Bjartur Hallsson og Stefan Alexander Ljubicic fá sér sæti á varamannabekknum eftir að hafa byrjað fyrstu tvo leikina.
Annars stillir Heimir Guðjónsson þjálfari Vals upp óbreyttu byrjunarliði frá 1-0 sigrinum á Keflavík í síðustu umferð.