Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Breiðablik
0
0
Virtus
21.08.2025  -  18:00
Kópavogsvöllur
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Mikkel Redder (Danmörk)
Byrjunarlið:

Varamenn:
1. Anton Ari Einarsson (m)
12. Brynjar Atli Bragason (m)
33. Gylfi Berg Snæhólm (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
7. Höskuldur Gunnlaugsson
8. Viktor Karl Einarsson
9. Óli Valur Ómarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
13. Anton Logi Lúðvíksson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson
26. Alekss Kotlevs
28. Birkir Þorsteinsson
29. Gabríel Snær Hallsson
30. Andri Rafn Yeoman
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
32. Kristinn Narfi Björgvinsson
38. Maríus Warén
39. Breki Freyr Ágústsson
44. Damir Muminovic
45. Þorleifur Úlfarsson
77. Tobias Thomsen
97. Þór Andersen Willumsson
98. Elmar Robertoson
99. Egill Valur Karlsson
99. Guðmundur Magnússon
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Danir með flautuna Dómarateymið í leik kvöldsins er frá Danmörku og er aðaldómari leiksins Mikkel Redder og aðstoðardómararar Deniz Yurdakul og Rene Risum. Lasse Graagaard er svo fjórði dómari og Mads Kristoffersen myndbandsdómgæsludómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Breiðablik Breiðablik byrjaði Evróputímabilið á því að vinna Egnatia frá Albaníu, 5-1 samanlagt. Síðan þá hefur þó hallað verulega undan fæti bæði í Evrópu og heima fyrir. Liðið mátti þola stórt tap gegn Lech Poznan frá Póllandi, 8-1 samanlagt áður en Zrjinski Mostar frá Bosníu sigraði, 3-2 samanlagt.

Blikar þurfa því að láta sér duga að spila í umspili í Sambandsdeildinni en blessunarlega er mótherjinn Virtus frá San Marínó, sem er með litla Evrópureynslu.
Mynd: EPA

Fyrir leik
AC Virtus Acquaviva Virtus eru meistararnir frá San Marínó en liðið hefur unnið deildina þar í landi seinustu tvö ár, fyrstu tveir deildartitlar í sögu félagsins.

Liðið dróst gegn Zrjinski Mostar í fyrstu umferð Meistardeildarinnar og líkt og Blikarnir þá lutu Virtus í lægra haldi gegn bosníska liðinu. Virtus duttu þó heldur betur í lukkupottinn og fengu að sleppa því að keppa í annari umferð Sambandsdeildarinnar og fóru beint í þá þriðju þar sem liðið vann magnaðan sigur gegn Milsami Orhei frá Moldóvu, 5-3 samanlagt.

Sigurinn gegn Milsami var fyrsti Evrópusigur Virtus í sögunni.

Mynd: EPA

Fyrir leik
Okkar að setja tóninn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég skynja mikinn gír í mönnum að henda í kröftuga frammistöðu hér á Kópavogsvelli. Maður veit ekkert mikið um þetta lið, og þessa deild. Að einhverju leiti gæti það bara verið fínt, þannig við erum bara að pæla í okkur og það sem við gerum okkar upp á tíu. Gerum það sem við getum gert, eins vel og við getum gert. Að því sögðu er þjálfarateymið búið að leggja fyrir okkur strategískt leikgreiningu, og prófíla mannskapinn hjá þeim. Ég lít á þetta þannig að þetta er okkar að setja tóninn á Kópavogsvelli á morgun, ekki spurning," segir Höskuldur Gunnlaugsson.

Breiðablik hefur ekki verið að ná í góð úrslit að undanförnu og langt síðan þeir unnu síðast leik. Leikmenn finna auðvitað fyrir því þegar langt er síðan síðasti sigur kom.

„Þetta er ekki taktur sem við viljum vera í. Alveg eins og þú getur dottið á gott 'rönn' og tengt saman marga sigra. Þá getur alveg myndast mynstur þar sem maður er eitthvað höktandi, og takturinn er ekki alveg upp á tíu. Það er bara kjörið tækifæri á morgun að snúa því gengi við, og byrja að fá w, á blað," sagði Höskuldur.

Breiðablik eru með töluvert yngra lið en Virtus og gætu því mögulega nýtt sér þá orku til að hlaupa yfir liðið líkt og þeir gerðu gegn Egnatia.

„Ég held það svona fyrirfram. Kannski burt séð frá einhverjum aldri hjá þeim. Þá held ég bara að henda í svona sjokkerandi háa ákefð á Kópavogsvelli, þegar að lið mætast og vita ekki alveg við hverju á að búast. Menn ætla aðeins að fara þreifa á hvorum öðrum fyrsta hálfleikinn eða slíkt í einvíginu. Þá að setja bara tóninn strax með háum ákefðar hlaupum fram og til baka, þá er oft erfitt fyrir andstæðinginn að ranka við sér við það. Það er bara eins og í box bardaga, að fá á sig vönkun eftir vönkun," sagði Höskuldur.

   20.08.2025 15:41
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Fyrir leik
Þurfa orkumikla frammistöðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er risa leikur, fyrir Breiðablik, risa leikur fyrir íslenskan fótbolta," sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks á fréttamannafundi fyrir fyrri leik Blika gegn Virtus frá San Marínó í umspili fyrir Sambandsdeildina. Sigurliðið í einvíginu kemst í deildarkeppnina.

„Við erum mjög vel undirbúnir og klárir að spila fyrri leikinn í þessu einvígi."

Breiðablik eru sigurstranglegri fyrir leikinn og Halldór segir að honum finnist hann vera með betra liðið.

„Við erum reynslumeiri á þessu sviði, en á sama skapi þá eru þeir ekki þarna fyrir tilviljun. Þeir slá út meistaralið frá Moldóvu með því að vinna þá 3-0 í síðasta leik. Það er engin heppni eða tilviljun. Þeir eru bara lið frá landi, líkt og Ísland, sem átti sér draum um að vera í riðlakeppni fyrir einhverjum árum sem var kannski óraunhæft. Það hefur breyst með þessu breyttu 'formati' í Evrópu. Þeir eru kannski á sama stað og íslensku liðin fyrir tveim til þrem árum, að ætla sér að skrifa söguna og vera fyrsta liðið til að tryggja sér í Evrópu. Þeir eru með mjög reynslumikið lið, hægt að segja gamalt lið. Mjög mikið af reynslumiklum leikmönnum sem kannski eru þarna, og ekki í b-deildinni á Ítalíu, því þeir hafa tækifæri að spila í Evrópu og upplifa draum um að spila í deildarkeppni í Evrópu áður en ferlinum lýkur. Þetta er bara fínasta lið og muna auðvitað mæta hérna til að hægja á leiknum, ná í úrslit, og fara með heim. Þannig að við erum reynslumeiri og ég tel okkur vera með betra lið, en það er enginn að fara gefa okkur neitt. Þeir eru ekki að fara leggjast hérna og láta pakka sér saman, það er algjörlega ljóst," sagði Halldór.

Virtus liðið er með þónokkra leikmenn í stórum hlutverkum sem eru orðnir mjög gamlir í fótbolta aldri. Breiðablik gæti því nýtt sér orkuna í yngri leikmönnum sem þeir hafa líkt og þeir gerðu gegn Egnatia.

„Það er hægt að gera það á annan hátt. Egnatia menn komu mjög hugrakkir inn í leikinn á móti okkur og ætluðu að pressa okkur út um allan völl maður á mann. Þeir kannski vanmátu Breiðablik á Kópavogsvelli þegar við gerum hlutina vel og hratt. Þetta verður allt öðruvísi leikur, þeir liggja mjög neðarlega og verja markið sitt neðarlega á vellinum. Við þurfum að spila hratt, við þurfum að vinna boltann hratt eftir að við töpum honum og halda þeim neðarlega á vellinum. Passa að þeir fái ekki súrefni til að koma sér inn í leikinn og líði eins og þeir fari að gera eitthvað. Ef við erum að tala um Egnatia þá er þetta allt önnur sviðsmynd, en já við þurfum mjög orkumikla frammistöðu, það er alveg ljóst," sagði Halldór.

   20.08.2025 15:25
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: