Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
Leiknir R.
0
0
Víkingur R.
08.05.2022  -  19:15
Domusnovavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Rigning og vindur, íslenskt já takk
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Viktor Freyr Sigurðsson
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f) ('72)
8. Árni Elvar Árnason
9. Róbert Hauksson
9. Mikkel Dahl ('72)
11. Brynjar Hlöðversson
15. Birgir Baldvinsson ('87)
18. Emil Berger
23. Arnór Ingi Kristinsson
23. Dagur Austmann

Varamenn:
4. Patryk Hryniewicki
7. Maciej Makuszewski ('72)
8. Sindri Björnsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('87)
19. Jón Hrafn Barkarson
80. Mikkel Jakobsen ('72)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Ósvald Jarl Traustason
Valur Gunnarsson
Sólon Breki Leifsson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Halldór Geir Heiðarsson
Atli Jónasson

Gul spjöld:
Birgir Baldvinsson ('32)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
0-0 jafntefli niðurstaðan eftir þennan skrautlega leik

Víkingar fengu sín færi og áttu að fá að minnsta kosti 2 víti jafnvel 3, ótrúlegt alveg hreint

En ég þakka fyrir mig í kvöld og minni á viðtöl og skýrslu hér á eftir.
95. mín
92. mín
Enn og aftur er Kristall í færi!!!!

Davíð Atla með frábæra sendingu inn á teig en Kristll Máni skallar rétt framhjá markinu

Víkingar svoleiðis herja á Leiknismenn
90. mín
+6 mínútur í uppbót takk fyrir
89. mín
Ég trúi ekki mínum eigin augum, mér sýnist að þetta sér þriðja vítið sem Þorvaldur sleppir hér í dag

Ari Sigurpálsson reynir að pota í boltann á sama tíma og Dagur Austmann reynir að hreinsa frá og það er bara þannig að Ari hittir boltann en Dagur hittir manninn

Ja hérna hér
88. mín
Binni Hlö heldur um andlitið í teignum meðan að Víkingar eru í sókn og Víkingar alls ekki sáttir með að Þorvaldur stöðvi leikinn

En þetta eru víst reglurnar
88. mín Gult spjald: Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.)
Gyrðir ekki lengi að næla sér í gula kortið
87. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.) Út:Birgir Baldvinsson (Leiknir R.)
83. mín
Ari Sigurpáls með skot/sendingu eftir klafs í teignum sem fer rétt framhjá markinu

Tíminn tifar og tifar, Víkingar farnir að verða mjög óþolinmóðir...
83. mín
Inn:Axel Freyr Harðarson (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
81. mín
Mikkel Jakobsen með flotta fyrirgjöf en þar vantar bara einhverja Leiknismenn inn á teiginn...
78. mín
Hornspyrna frá vinstri fyrir Leiknismenn!

Emil Berger tekur hana en fer af Víkingi og aftur fyrir en Þorvaldur dæmir markspyrnu...
77. mín
Maciej með hörku skot fyrir utan teig en það fer framhjá markinu

Um að gera að reyna þar sem boltinn skoppar vel og völlurinn erfiður fyrir markmennina!
75. mín
72. mín
Inn:Maciej Makuszewski (Leiknir R.) Út:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
72. mín
Inn:Mikkel Jakobsen (Leiknir R.) Út:Mikkel Dahl (Leiknir R.)
70. mín
Ja hérna hér, Víkingar og Arnar Gunnlaugs trompast hérna!!!

Boltinn er laus í teignum og það kemur tækling á Ara Sigurpálsson, mér sýndist þetta einnig vera vítaspyrna en það var tæklað í ristina á Ara
66. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
66. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) Út:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
66. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
66. mín
Viktor Freyr!!

Nikolaj keyrir í átt að marki, boltinn stoppar svo fyrir Birni sem á gott skot niðri í fjærhornið sem Viktor gerir vel í að grípa!
63. mín
Sýnist vera þreföld skipting framundan í vændum hjá Vikes, Ari, Davíð og Helgi!
61. mín
Kristall Máni bara heppinn að fá ekki gult spjald fyrir dýfu eftir hann reyndi að fiska víti inn í teig Leiknismanna
57. mín
Ja hérna hér!

Emil Berger fær boltann úti hægra meginn og reynir fyrirgjöf inn á teig sem fer rétt yfir markið, Ingvar heppinn þessi var ekki neðar annars hefði hann legið í markinu...
54. mín
KRISTALL MÁNI!!!

Frábær sending inn fyrir þar sem Kristall Máni kemst einn inn fyrir gegn Viktori, Kristall á skot sem Viktor fer virkilega vel í markinu!

Dauðafæri aftur hjá Stalla..
53. mín
Leiknismenn fá hornspyrny frá vinstri!

Spyrnan er ágæt en Karl Friðleifur skallar þetta frá markinu!
52. mín
Hornspyrna frá hægri sem Kristall tekur

Þessi spyrna fer aftur fyrir markið og markspyrna niðurstaðan...
49. mín
Þarna var Viktor Freyr ansi heppinn, fékk boltann til baka frá Degi Austmann og spyrnir boltanum í Nikolaj Hansen sem var of seinn að átta sig að reyna aftur við boltann, þá hefði hann komist einn gegn Viktori
46. mín
Síðari farinn af stað hér í Breiðholtinu!
45. mín
Hálfleikur
Ágætis fyrri hálfleik lokið hér í Breiðholtinu þar sem að staðan er 0-0, bæði lið fengið sénsa en besta færið fékk Kristall Máni þegar hann fékk boltann inn í teignum en setti hann framhjá!

Sjáumst aftur eftir 15 mínútur.
37. mín
Binni Hlö liggur hér eftir

Eftir að hafa séð þetta í endursýningu þá gefur Nikolaj Hansen tvö olnbogaskot í magann

Nikolaj heppinn að Þorvaldur missti af þessu
35. mín
Enn eru Víkingar í færi, langur bolti á Birni Snæ sem tekur lista vel á móti boltanum í fyrsta, fer á hægri og á skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir endamörk
33. mín
Þetta var skemmtilegt hjá Viktor Örlygi!!

Klobbar einn og á skot fyrir utan teig en Viktor ver þetta virkilega vel í markinu og aftur fyrir endamörk!

Viktor Örlygur er einstaklega leikinn spilari
32. mín Gult spjald: Birgir Baldvinsson (Leiknir R.)
Keyrir svoleiðis í bakið á Kristali Inga
31. mín
Þegar að Víkingar áttu að fá víti eftir 6 mínútna leik
28. mín
KRISTALL MÁNI!!!

Logi með magnaða sendingu inn á teig þar sem að Kristall er aleinn í teignum ætlar að skjóta í fyrsta en boltinn fer rétt framhjá markinu...

Þetta var dauðafæri
27. mín
Hornspyrna frá hægri þar sem að Oliver skallar í átt að marki þar sem að boltinn fer af Kyle þaðan í hendurnar á Viktori Frey markmanni Leiknismanna

Leiknismenn heppnir
25. mín
"INN Í MILLISVÆÐIN" öskrar Arnar Gunnlaugsson inn á völlinn þar sem hann vill fá Erling Agnars og Kristal Mána í þessi svæði til að búa til fyrir liðsfélaga sína
19. mín
Há aukaspyrna inn á teig þar sem að boltinn dettur fyrir Arnór Inga í teignum sem á skotið en fer í varnarmann
17. mín
Hvar var Nikolaj þarna???

Viktor Örlygur með frábæra takta og kemst upp að endamörkum og rennir boltanum fyrir markið en þar er bara enginn Víkingur...
12. mín
Skyndisókn hjá Leiknismönnum þar sem að Róbert Hauksson fer 1 á 1 og reynir sendingu fyrir markið en Víkingar hamra þessu í burtu, skemmtilegar fyrstu mínútur hér á Domus Nova vellinum
11. mín
Leiknismenn í færi!!

Binni Hlö með frábæra sendingu á Arnór Inga sem kemur með fyrirgjöf inn á teig þar sem að Mikkel Dahl á skalla rétt framhjá markinu
8. mín
Víkingar að ég held eru að skarta fram nýjum varabúningi sem er ansi líkur varabúningi Liverpool, gaman að sjá.

6. mín
VÍKINGAR VILJA VÍTI!!!

Hár bolti inn á teig þar sem að Nikolaj er fyrri til í boltann og Viktor Freyr tekur hann niður en ekkert dæmt og hornspyrna niðurstaðan hjá Þorvaldi

Þarna áttu Víkingar að fá víti það er 100%
3. mín
Í viðtali fyrir leik talaði Arnar Gunnlaugs um að það væri smá tognun hjá Halldóri Smára, einnig efaðist hann um að Pablo Punyed fengi mínútur í dag
1. mín
Leiknismenn með aukspyrnu inn á teig! Emil Berger tekur hana og Ingvar er í veseni og kýlir boltann í Júlíus Magnússon og þaðan í hornspyrnu!
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað!!!

Það er eitthvað sem segir mér að þeir sem vinna leikinn verða yfir í baráttunni

Það eru Leiknismenn sem byrja leikinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn

Danski framherjinn Mikkel Dahl kemur inn í liðið hjá Leikni eftir að hafa verið fjarverandi vegna meiðsla, einnig kemur Emil Berger inn í lið Breiðhyltinga eftir að hafa verið í banni í síðustu umferð.

Halldór Smári er hvergi sjáanlegur í leikmannahópi Víkinga en Kyle McLagan kemur í hans stað en einnig kemur Logi Tómasson inn fyrir Davíð Örn Atlason. Þá er Pablo Punyed meðal varamanna.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar
Viðar Örn Kjartansson spáði í spilin fyrir þessa 4. umferð, svona spáir hann.

Leiknir 1-2 Víkingur
Verður hörkuleikur í Breiðholtinu og Víkingar munu bounce back eftir síðustu umferð. Verður 1-0 fyrir Leikni þangað til á 8. mínútu en þá tekur Daninn stóri málin í sínar hendur. Ottesen fær gult fyrir að hlaupa inná völlinn að fagna sigurmarkinu

Fyrir leik
Lykilmenn snúa til baka hjá Leikni

Leiknismenn eru að endurheimta danska markahrókinn Mikkel Dahl úr meiðslum. Ákvörðun var tekin fyrir leikinn gegn ÍBV í síðustu umferð að taka enga sénsa með hann þar sem hann væri að koma til baka eftir meiðsli.

Í viðtali í gær sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, frá því að Mikkel væri búinn að æfa alla vikuna og yrði klár í slaginn í dag. Mikkel var markakóngur færeysku deildarinnar í fyrra en á enn eftir að skora með Leikni í sumar. Ofan á það snýr Emil Berger aftur í lið Leiknis eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik.
Fyrir leik
Víkingar strax farnir að elta

Eftir 4 leiki eru Víkingar með 6 stig af 12 mögulegum og strax farnir að elta Blika sem sitja á toppi deildarinnar með 12 stig af 12 mögulegum, spurning hvort Víkingum þyki það betra að elta og vera ekki undir pressu á toppi deildarinnar, frekar að sækja sigra jafnt og þétt í gegnum tímabilið og kannski "toppa sig" þegar líður á sumarið. Kannski eru Blikarnir að toppa of snemma, maður veit aldrei. 23 leikir eftir.

Fyrir leik
Leikurinn í fyrra

Hörku leikur í fyrra þegar að þessi lið mættust í Breiðholtinu þegar að Leiknismenn gerðu sér lítið fyrir og unnu Víkingana með 2 mörkum gegn 1 en þar var það Sævar Atli sem gerði bæði mörk liðsins.

Læt eina mynd fylgja af Sigga Höskulds þakka Sævari fyrir hans framlag í þessum sigurleik.


Fyrir leik
Pablo snýr aftur í hóp Víkinga

Pablo Punyed einn mikilvægasti leikmaður þeirra síðasta sumar hefur verið fjarrverandi fyrstu fjóra leiki mótsins vegna meiðsla en hann snýr aftur í kvöld en Víkingar gáfu það út í dag. Verður gaman að sjá hvort hann verði í byrjunarliðinu.
Fyrir leik
Markaskorun Leiknismanna

Hingað til hafa Leiknismenn spilað 3 leiki gegn KA, ÍBV og Stjörnunni en hafa einungis skorað 1 mark í þessum þremur leikjum. Þess má einnig geta að eina markið sem Leiknismenn hafa skorað var sjálfsmark...

Sjáum hvað verður upp á teningnum í kvöld
Fyrir leik
Viðtal við Sigurð Höskuldsson þjálfara Leiknis fyrir leikinn gegn Víkingi.

Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('83)
18. Birnir Snær Ingason ('66)
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('66)
23. Nikolaj Hansen (f) ('66)
80. Kristall Máni Ingason

Varamenn:
9. Helgi Guðjónsson ('66)
10. Pablo Punyed
11. Stígur Diljan Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson ('66)
19. Axel Freyr Harðarson ('83)
24. Davíð Örn Atlason ('66)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Arnar Sölvi Arnmundsson
Markús Árni Vernharðsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: