Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Breiðablik
3
0
Stjarnan
Melina Ayres '41 1-0
Birta Georgsdóttir '51 2-0
Melina Ayres '63 3-0
09.05.2022  -  20:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Sólin skín og aðstæður upp á 10!
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Áhorfendur: 368
Maður leiksins: Ásta Eir Árnadóttir
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Natasha Anasi (f)
8. Taylor Marie Ziemer
10. Clara Sigurðardóttir ('69)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Karen María Sigurgeirsdóttir ('79)
17. Karitas Tómasdóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('79)
22. Melina Ayres ('69)
25. Anna Petryk
28. Birta Georgsdóttir ('87)

Varamenn:
55. Dísella Mey Ársælsdóttir (m)
11. Alexandra Soree
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('87)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('69)
19. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('79)
23. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('69)
26. Laufey Harpa Halldórsdóttir ('79)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Aron Már Björnsson
Ágústa Sigurjónsdóttir
Sigurður Frímann Meyvantsson
Hermann Óli Bjarkason

Gul spjöld:
Natasha Anasi ('36)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur sigur Blika staðreynd.
90. mín
Betsy með góða fyrirgjöf og skyndilega er Gyða Kristín í dauðafæri en skotið er mjög slakt og framhjá. Þarna verður Gyða að gera betur
87. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Markaskorarinn útaf.
86. mín
Inn:Eyrún Embla Hjartardóttir (Stjarnan) Út:Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
85. mín
Birta Georgs sleppur ein í gegn en nær ekki skoti á markið. Góður varnaleikur þarna hjá Stjörnukonum
81. mín Gult spjald: Sóley Guðmundsdóttir (Stjarnan)
Fyrir brot á miðjum velli
80. mín
Helena Ósk lætur hér vaða fyrir utan teig en boltinn fer framhjá, ekki svo galin tilraun
79. mín
Inn:Laufey Harpa Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
79. mín
Inn:Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz (Breiðablik) Út:Karen María Sigurgeirsdóttir (Breiðablik)
75. mín
386 Áhorfendur hér í dag
69. mín
Inn:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Þreföld skipting
69. mín
Inn:Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan) Út:Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
69. mín
Inn:Sóley Guðmundsdóttir (Stjarnan) Út:Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjarnan)
69. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (Breiðablik) Út:Clara Sigurðardóttir (Breiðablik)
Tvöföld skipting
69. mín
Inn:Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) Út:Melina Ayres (Breiðablik)
67. mín

Eftir Hornspyrnu frá Hildigunni er darraðadans í teignum og Natasha bjargar á línu.
63. mín MARK!
Melina Ayres (Breiðablik)
Skorar af miklu öryggi úr vítinu!
63. mín
Víti fyrir Breiðablik.

Chante fer í skógarhlaup og skot á autt markið frá Hildi fer í hendina á varnamanni.

Ekki viljaverk samt sem áður
60. mín
Hornspyrnan flýgur yfir allan pakkann og í innkast
60. mín
Fyrsta horn Stjörnunnar kemur hér og Hildigunnur tekur
55. mín
Inn:Heiða Ragney Viðarsdóttir (Stjarnan) Út:Alma Mathiesen (Stjarnan)
Alma haltrar af velli og getur ekki haldið leik áfram.
54. mín
Alma komin aftur inn
53. mín
Jasmín er komin aftur inná en nú þarfnast Alma aðhlynningar og fer út fyrir.
51. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Geggjað Mark!

Birta fær boltann hægra megin eftir innkast og leikur á varnarmenn Stjörnunnar og smelllir þessum upp í fjærhornið.
50. mín
Anna María brýtur á Önnu petryk hér en sleppur við spjald. Fínn staður fyrir fyrirgjöf. Taylor tekur.
48. mín
Hildigunnur á hér geggjaðan sprett og sendir fínan bolta í gegn á Jasmín sem er ein gegn Telmu sem gerir vel og lokar á hana. Þær skella hinsvegar saman og Jasmín þarf að fá aðhlynningu utanvallar en getur vonandi haldið áfram
47. mín
Clara á skot sem fer af Málfríði í vörninni og í hendurnar á Chante
46. mín
Leikur hafinn
Katrín Ásbjörns spyrnir boltanum í leik
45. mín
Hálfleikur
Blikar Leiða verðskuldað hér í hálfleik. Ekki mjög mikið um að vera en Blika þó alltaf haft stjórn á þessu. Melina mögulega ósátt að hafa nýtt færið sitt fyrr í leiknum.
45. mín
Málfríður missir boltann í vörninni og Blikar sækja hratt sem endar með því að Málfríður á skalla til baka eftir samskiptaleysi við Chante og boltinn rétt framhjá

Ekki gott moment hjá Málfríði.
45. mín
Anna Petryk tekur hornið vel og Karítas rís hæst í teignum en skallr rétt framhjá.
44. mín
Fyrsta horn Leiksins er Blika og Anna Petryk tekur
44. mín
Ásta Eir verið mjög lífleg hér í hægri bakverðinum í dag en Blikar hafa sótt mikið upp hægri kantinn.
41. mín MARK!
Melina Ayres (Breiðablik)
Stoðsending: Hildur Antonsdóttir
MARK
Ásta Eir með fyrirgjöf sem Hildur flikkar skemmtilega með hælnum í gegn á Melinu Ayres sem er ein gegn Chante og klárar vel.

Blikar leiða hér verðskuldað.
39. mín
Eftir fína sókn á Hildigunnur skot sem fer langt framhjá fjærsttönginni
36. mín Gult spjald: Natasha Anasi (Breiðablik)
Natasha hengur í Jasmínu í skyndisókn og hlýtur gult spjald
36. mín
Anna Petryk fellur í teignum og dauf köll um víti en það hefði verið ansi harður dómur. Blikar virðast vera að herða tökin.
34. mín
Fín sókn frá Blikum sem inniheldur tvær hættulegar fyrirgjafi frá hægri frá Ástu Eir en vörnin hjá Stjörnukonum heldur mjög vel
25. mín
Anna Petryk með aukaspyrnu á miðjum velli sem flýgur í gegnum allan pakkann í lúkurnar á Chante í markinu
22. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Hildur Antons með skot sem virðist fara í hendina á varnamanni Stjörnunnar en boltinn hrekkur í gegn á Melinu sem er ein á auðum sjó í sannkölluðu dauðafæri en skýtur rétt framhjá. Þarna átti Breiðablik að komast yfir.
17. mín
Alma Mathiesen á kraftmikin sprett upp miðjan völlin en missir boltan aðeins of langt frá sér og á mjög kröftuga tæklingu á Karítas. Alma dæmd brotlegt og heppin að sleppa við spjald.
12. mín
Hvorugt lið náð að ná almennilegum spilkafla í gang hér í upphafi leiks og lítið markvert gerst. Blikar líklega aðeins meira með boltann en dauft yfir þessu.
8. mín
Karítas komin á fætur og heldur leik áfram.
7. mín
Karítas liggur þessa stundina á vellinu og hlýtur aðhlynningu. Nær vonandi að halda leik áfram.
5. mín
Katrín Ásbjörns fær boltann og tekur á rás í átt að marki og nær skoti en það er laust og Telma grípur.
5. mín
Eftir fínt spil á Alma fyrirgjöf fyrir sem Telma missir en nær svo í annari tilraun.
3. mín
Tæpt!
Melina á sendingu í gegn á Hildi sem dettur og setur skrýtinn bolta í stöngina!
1. mín
Leikur hafinn
Breiðablik byrjar hér með boltann og sækja í átt að Fífunni.
Fyrir leik
Stef Bestu Deildarinnar hljómar þessa stundina og leikmenn ganga inn á völlinn. Anna Petryk er eins og áður með Ukraínska fánann vafinn um sig. Gaman að sjá.
Fyrir leik
Í hinni árlegu spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna deildarinnar var Stjarnan sett í 3. sæti deildarinnar en Breiðablik sæti ofar í það annað. Ljóst er þó að Breiðablik sættir sig ekki við neitt annað en það að enda leiktíðina á því að hampa titlinum.
Fyrir leik
Þessi lið mættust í vetur í Lengjubikarnum í virkilega jöfnum og skemmtilegum leik þar sem Blikar fóru með 3-2 sigur af hólmi en sá leikur var spilaður í Miðgarði sem er nýtt knatthús Stjörnunnar.

Liðin mættust auðvitað einnig tvisvar á seinasta tímabili og voru Stjörnukonur hlutskapari í þeim leikjum en sá fyrri fór 1-2 hér á Kópavogsvelli en sá seinni fór fram á Samsungvellinum og enduðu leikar þar 3-3.
Fyrir leik
Breiðablik

Breiðablik er hinsvegar með stigi minna en Stjörnukonur.

Blikar byrjuðu tímabilið á afar sannfærandi 4-1 heimasigri á Norðankonum í Þór/KA þar sem sigurinn var aldrei í hættu.

Í annari umferð fengu Blikar hinsvegar skell þegar þær töpuðu afar óvænt 1-0 á HS-Orku vellinum í Keflavík. Samantha Murphy markvörður Keflavíkur átti stórleik í leiknum og varði meðal annars víti frá Natöshu Anasi undir lok leiksins en Natasha gekk auðvitað í raðir Breiðabliks fyrir þetta tímabil.
Fyrir leik
Stjarnan

Stjarnan er með 4 stig eftir fyrstu tvo leikina í Bestu deild Kvenna.

Þær byrjuðu tímabilið á 1-1 jafntefli á Hásteinsvelli á móti ÍBV.

Í annari umferð þá fékk liðið KR-inga í heimsókn á Samsungvöllinn og kjóldrógu þær 5-1 í leik þar sem nýliðar KR áttu aldrei möguleika.

Fyrir leik
Góða kvöldið!

Hér verður bein textalýsing frá Kópavogsvelli þar sem fer fram leikur Breiðabliks og Stjörnunnar í Bestu Deild Kvenna.

Kristinn Friðrik Hrafnsson flautar leikinn á á slaginu 20:15.
Byrjunarlið:
1. Chante Sherese Sandiford (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f) ('86)
11. Betsy Doon Hassett
15. Alma Mathiesen ('55)
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir ('69)
18. Jasmín Erla Ingadóttir
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('69)
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('69)

Varamenn:
20. Aníta Ólafsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir ('69)
5. Eyrún Embla Hjartardóttir ('86)
14. Snædís María Jörundsdóttir ('69)
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('55)
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('69)
25. Rakel Lóa Brynjarsdóttir

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Hulda Björk Brynjarsdóttir

Gul spjöld:
Sóley Guðmundsdóttir ('81)

Rauð spjöld: