Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
Breiðablik
4
3
Fram
Kristinn Steindórsson '7 1-0
Kristinn Steindórsson '9 , víti 2-0
2-1 Guðmundur Magnússon '26
Kristinn Steindórsson '33 , misnotað víti 2-1
2-2 Fred Saraiva '58
Höskuldur Gunnlaugsson '60 3-2
3-3 Tiago Fernandes '62
Omar Sowe '87 4-3
22.05.2022  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Stillt og hlýtt
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Tiago Manuel Da Silva Fernandes
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson ('90)
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('75)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Mikkel Qvist
13. Anton Logi Lúðvíksson ('90)
15. Adam Örn Arnarson
24. Galdur Guðmundsson
30. Andri Rafn Yeoman
67. Omar Sowe ('75)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið! Torsóttur sigur Blika staðreynd. Sjö sigurleikir í röð. Framarar geta hinsvegar verið stoltir af sinni frammistöðu.
92. mín
Sigurreifir Blikar syngja "hverjir eru á toppnum í Bestu deildinni?"
91. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma
90. mín
Inn:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
90. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Jannik Pohl (Fram)
90. mín
Inn:Aron Snær Ingason (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
87. mín MARK!
Omar Sowe (Breiðablik)
Um leið og ég ýtti á Enter á seinustu færslu er Omar Sowe búinn að opna markareikning sinn í Kópavogi og koma Blikum yfir.

Damir hóf sóknina og eftir gott spil endar boltinn hjá Omari sem skorar með skoti fyrir utan teig
87. mín
Þetta hefur verið geggjaður leikur og ég trúi því ekki að dramatíkinni sé lokið
84. mín
Ekkert verður úr horninu
83. mín
Fram fær horn.. Föstu leikatriðin hafa aldeilis gengið upp í dag
78. mín
Inn:Alexander Már Þorláksson (Fram) Út:Tiago Fernandes (Fram)
Besti maður vallarins (að mínu mati) að ljúka leik hér í dag. Mark, stoðsending og flottir sprettir.
76. mín
Omar Sowe skorar með sinni fyrstu snertingu í leiknum en það var búið að flagga hann rangstæðan.
75. mín
Inn:Omar Sowe (Breiðablik) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
74. mín
Framarar miklu nær því að skora núna. Fred fær gott færi eftir hornið en Anton Ari ver
73. mín Gult spjald: Jón Sveinsson (Fram)
Framarar vilja fá vítaspyrnu. Sýnist það vera Viktor sem ýtir í bakið á Jannik. Framarar fá horn og Jón Sveins er æfur yfir því að fá ekki víti. Fær að lokum gult.
72. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Sparkar Tiago niður
71. mín
1568 manns lögðu leið sína á þennan leik í kvöld. Ljómandi fín mætig
69. mín
Gísli tekur flottan sprett þar sem hann fíflar hvern framarann á fætur ðrum. Er kominn í þrönga stöðu en reynir skot og fær horn
66. mín Gult spjald: Guðmundur Magnússon (Fram)
Er dæmdur brotlegur og lætur einhver vel valin orð falla
62. mín MARK!
Tiago Fernandes (Fram)
Hvað er aðgerast hérna??? Ég er að skrifa um markið hjá Blikum og þá er Tiago allt í einu búinn að jafna aftur!

Fram skoraði einhverjum 14 sekúndum eftir að hafa tekið miðjuna.

Fred gaf langan bolta á Jannik sem renndi honum á Tiago sem var einn og skoraði í autt markið. Blikar brjálaðir og vilja rangstöðu
60. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Oliver Sigurjónsson
ÞAð stóð ekki jafnt lengi! Blikar fengu aukaspyrnu á miðjum vallarhelmngi fram og Höskuldur stangar hann í netið
58. mín MARK!
Fred Saraiva (Fram)
Það er jafnt!!!! Fred ttekur aukaspyrnu vinstra megin við teiginn. Ég get ekki séð að boltinn komi við neinn á leiðinni í netið. Boltinn endar amk í markinu og Framarar því búnir að jafna.
54. mín
Vá.. Þarna vildu Framarar fá víti þegar Jannik Holmsgaard fellur í teignum. Fljótt á litið sýnist mér þeir hafa nokkuð til síns máls
53. mín
Núna komust Blikar í álitlega sókn eftir góðan sprett frá Deki Dan en Delphin Tshiembe, varnarmaður fram rátt nær að bjarga frá marki
50. mín
Það er einhvernveginn ekki sama flæði í spilamennsku Blika núna. Eru mikið að tapa boltanum og lenta í vandræðum
47. mín
Framarar koma af krafti inn í seinni hálfleikinn. Allt önnur byrjun hjá þeim núna en í fyrri hálfleiknum
45. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur farinn af stað. Vonandi verður jafnmikið fjör
45. mín
Hálfleikur
Ljómandi skemmtilegum fyrri hálfleik lokið. Staðan 2-1
45. mín
JESÚS GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Þarna fékk hann dauðafæri til að jafna leikinn einn gegn Antoni Ara.. Eftir snarpa sókn rennir JAnnik boltanum fyrir á Gumma sem reynir að vippa yfir Anton en boltinn fer naumlega framhjá. Þetta gæti reynst dýrt .egar upp er staðið
43. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
Sérstakt. Það er brotið á Alex Frey og hann fær dæmda aukaspyrnu. HAnn stekkur á lappir og hreytir einhverju í Einar Inga dómara og uppsker að launum gult spjald
36. mín Gult spjald: Hlynur Atli Magnússon (Fram)
Stoppar Ísak sem er á miklum sprett og að sleppa í gegn
33. mín Misnotað víti!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Kiddi þrumar boltanum yfir markið. Þarna gat hann fullkomnað þrennuna
33. mín
aftur fá Blikar víti. Brotið á Gísla Eyjólfs. Alex Freyr brotlegur
32. mín
Allt annað að sjá til Framliðsins eftir markið. Meiri barátta og þeir ógna miklu meira
29. mín
Gummi Magg að skora sitt fjórða mark í sumar. Hann er þar með að bæta sinn besta árangur yfir markaskorun á einu tímabili í efstu deild. Hann skoraði þrjú mörk fyrir Víking Ó í efstu deild sumarið 2013.
26. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Stoðsending: Tiago Fernandes
Flott hornspyrna og allit í einu er þetta orðið að leik aftur. Tiago með góða spyrnu og Gummi Magg stekkur hæst í teignum og stangar hann í netið
26. mín
Framarar hafa varla farið yfir miðju en fá nú hornspyrnu
21. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (Fram) Út:Albert Hafsteinsson (Fram)
Albert getur greinilega ekki haldið áfram og er tekinn af velli
15. mín
Blikar nálægt því að bæta við. Fyrst á Höskuldur skot sem Ólafur ver, síðan á Jason Daði tvö skot. Fyrra skotið fer í varnarmann en Ólafur ver það seinna í horn. Ekkert verður úr horninu
14. mín
Það var verið að gauka því að mér í fjölmiðlastúkunni að Kiddi Steindórs er að spila sinn 200. mótsleik fyrir Blika í dag. Viðeigandi að byrja þann leik á tveimur mörkum
12. mín
Lengi getur vont versnað hjá Fram. Albert HAfsteins sest í grasið og þarf aðhlynningu. Vonandi getur hann haldið áfram.
9. mín Mark úr víti!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Kristinn Steindórs skorar af gríðarlegu öryggi. Sendir Ólaf í vitlaust horn. Þetta byrjar ekki vel hjá gestunum. Kiddi að skora tvívegis á tveimur mínútum
8. mín
Víti.. Brotið á Ísaki Snæ innan teigs. Már Ægisson brotlegur
7. mín MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Dagur Dan Þórhallsson
Þetta hefur eiginlega legið í loftinu frá 1. mínútu. Krristinn Steindórsson skorar af stuttu færi eftir góða sókn sem endaði með því að Dagur Dan átti fyrirgjöf á Kristinn sem var algerlega aleinn inn á teig fram
5. mín
Aftur eru Blikar í álitlegri sókn. Eftir fyrirgjöf fær Gísli boltann og tekur skot sem virðist vera á leiðinni í markið en samherji hans, Ísak Snær, er fyrir honum og fær boltann í sig.
4. mín
Blikar eru að byrja af meiri krafti. Jason á góðan sprett og gefur svo á Gísla Eyjólfs sem reynir skot í fyrsta fyrir utan teig en boltinn fer vel yfir markið
1. mín
Þetta byrjar með látum. Blikar búnir að halda boltanum í ca 55 sekúndur og Oliver gerir árás inn á teig Fram. Fer niður og vill fá vítaspyrnu en Einar Ingi dómari er ekki á sama máli
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað
Fyrir leik
Ólafur Íshólm, markvörður Fram, hefur í seinustu leikjum spilað í hvítrauðri röndóttri treyju sem gerir nákvæmlega ekkert fyrir mig.

Ég hitti Ólaf í ónefndri matvöruverslun í morgun og tók af honum loforð um að skipta um treyju fyrir leik kvöldsins. Það hryggir mig að sjá að hann stóð ekki við loforðið.
Fyrir leik
Liðin rölta út á völl. Blikar eru í sínum hefðbundnu grænu treyjum og Framarar spila í hvítu í dag
Fyrir leik
Það er ljómandi fínt veður í Kópavoginum. Nokkuð vel mætt og stemming í stúkunni
Fyrir leik
Liðin mættust seinast í Íslandsmóti árið 2014 en það ár féll Fram úr deildinni. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Blikar unnu seinni leikinn 3-0
Fyrir leik
Óbreytt hjá heimamönnum frá seinasta leik.

Hjá gestunum kemur Gummi Magg í byrjunarliðið en hann hefur verið heitur undanfarið. Tiago og Alex Freyr koma einnig inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Breiðablik er á toppi Bestu-deildarinnar og hefur unnið alla sex leiki sín til þessa. Framarar eru í 9. sætinu með 5 stig, hafa unnið einn leik, gert tvö jafntefli og tapað þremur.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Einar Ingi Jóhannsson er dómari leiksins í dag og hann er með þá Andra Vigfússon og Ragnar Þór Bender sér til aðstoðar á línunum.

Elías Ingi Árnason er skiltadómari og Viðar Helgason er eftirlitsmaður KSÍ sem hefur auga á umgjörðinni og frammistöðu dómara.
Einar Ingi er dómari leiksins.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Fram í Bestu-deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Kópavogsvelli.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
7. Guðmundur Magnússon (f) ('90)
8. Albert Hafsteinsson ('21)
10. Fred Saraiva
14. Hlynur Atli Magnússon
21. Indriði Áki Þorláksson
23. Már Ægisson
26. Jannik Pohl ('90)
28. Tiago Fernandes ('78)
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Gunnar Gunnarsson
6. Tryggvi Snær Geirsson ('21)
11. Magnús Þórðarson ('90)
15. Hosine Bility
32. Aron Snær Ingason ('90)
33. Alexander Már Þorláksson ('78)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Sverrir Ólafur Benónýsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson
Einar Haraldsson

Gul spjöld:
Hlynur Atli Magnússon ('36)
Alex Freyr Elísson ('43)
Guðmundur Magnússon ('66)
Jón Sveinsson ('73)

Rauð spjöld: