Keflavík
1
4
Njarðvík
0-1
Kenneth Hogg
'3
0-2
Magnús Þórir Matthíasson
'38
Patrik Johannesen
'43
, víti
1-2
1-3
Magnús Þórir Matthíasson
'63
1-4
Oumar Diouck
'94
25.05.2022 - 19:15
HS Orku völlurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Sólin farin að skína, hægur vindur og völlurinn þokkalegur. Stúkan að fyllast og stemming góð!
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 1220
Maður leiksins: Einar Orri Einarsson
HS Orku völlurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Sólin farin að skína, hægur vindur og völlurinn þokkalegur. Stúkan að fyllast og stemming góð!
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 1220
Maður leiksins: Einar Orri Einarsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
('58)
10. Kian Williams
('74)
16. Sindri Þór Guðmundsson
17. Ivan Kaliuzhnyi
18. Ernir Bjarnason
('74)
19. Edon Osmani
('58)
22. Ásgeir Páll Magnússon
24. Adam Ægir Pálsson
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen
Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
4. Nacho Heras
('58)
6. Sindri Snær Magnússon
('74)
9. Adam Árni Róbertsson
('58)
('62)
10. Dagur Ingi Valsson
('74)
11. Helgi Þór Jónsson
('62)
28. Ingimundur Aron Guðnason
Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Óskar Rúnarsson
Gul spjöld:
Magnús Þór Magnússon (f) ('20)
Ivan Kaliuzhnyi ('66)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fábær sigur Njarðvíkur staðreynd sem hreinlega völtuðu yfir granna sína í Keflavík.
Fáum viðtöl og skýrslu síðar í kvöld. Til hamingju grænir.
Fáum viðtöl og skýrslu síðar í kvöld. Til hamingju grænir.
94. mín
MARK!
Oumar Diouck (Njarðvík)
Stoðsending: Kenneth Hogg
Stoðsending: Kenneth Hogg
VIðeigandi og verðskuldað
Hogg vinnur boltann hátt á vellinum finnur Oumar einn á auðum sjó sem leikur inn á teiginn og skorar stönginn inn.
Grænir eru í partýgír og mega alveg vera það.
Hogg vinnur boltann hátt á vellinum finnur Oumar einn á auðum sjó sem leikur inn á teiginn og skorar stönginn inn.
Grænir eru í partýgír og mega alveg vera það.
93. mín
Adam Ægir með boltann fyrir en Blakala með þetta allt á hreinu og hirðir boltann.
92. mín
Það er sannkölluð karnival stemming í græna hluta stúkunnar og þeir eiga það alveg skilið hér í kvöldsólinni í Keflavík. Verið frábærir innan sem utan vallar í kvöld.
90. mín
Ef eitthvað er eru Njarðvíkingar líklegri til þess að bæta við en hitt.
Verið hreint stórkostlegt kvöld fyrir þá.
Verið hreint stórkostlegt kvöld fyrir þá.
88. mín
Farið að styttast all verulega í snörunni hjá Keflavík. En uppbótartími verður reyndar líklega ríflegur.
86. mín
Inn:Eiður Orri Ragnarsson (Njarðvík)
Út:Einar Orri Einarsson (Njarðvík)
Ekkert spjald á Einar Orra í dag en þvílík vinnsla!
85. mín
Reynir sleppur í gegn fyrir Græna en hleypur sig í ógönngur og skot hans beint á Sindra.
83. mín
Það eru ansi margir fætur í grænum treyjum farnir að þyngjast. Einar Orri fær krampa en naglinn sá heldur áfram fram í rauðan dauðann.
81. mín
Skot í stöng!
Patrik með skotið en boltinn í utanverða stöngina úr aukaspyrnunni.
Patrik með skotið en boltinn í utanverða stöngina úr aukaspyrnunni.
80. mín
Inn:Reynir Aðalbjörn Ágústsson (Njarðvík)
Út:Magnús Þórir Matthíasson (Njarðvík)
Magnús Þórir með krampa og Sindri Kristinn að hjálpa honum. Sannur íþróttaandi hjá Sindra.
78. mín
Boltinn á leið yfir línunna á marki Njarðvíkur en Bessi bjargara með bakfallsspyrnu.
Mómentið er hreinlega með Njarðvíkingum.
Mómentið er hreinlega með Njarðvíkingum.
77. mín
Adam Ægir með skot af löngu færi sem Blakala þarf að slá yfir slánna.
Hornið tekið inn á markteig en Njarðvíkingar koma boltanum frá.
Hornið tekið inn á markteig en Njarðvíkingar koma boltanum frá.
71. mín
Bergþór Ingi sem ég hef ekki hugmynd um hvenær kom inná eða fyrir hvern í dauðafæri í teignum en setur boltann framhjá.
Sá hefði getað klárað þetta þarna.
Sá hefði getað klárað þetta þarna.
67. mín
Keflavík fær horn. Þeir þurfa að fara að sýna eitthvað annað og meira en þeir hafa gert.
63. mín
MARK!
Magnús Þórir Matthíasson (Njarðvík)
Hvað gerðist þarna?
Eftir dómarakast er Maggi allt í einu bara einn í gegn úti til hægri! Gefur ekki svona manni svona tækifæri enda nýtir hann það af stakri prýði og setur boltann fram hjá Sindra í annað sinn í leiknum.
Eftir dómarakast er Maggi allt í einu bara einn í gegn úti til hægri! Gefur ekki svona manni svona tækifæri enda nýtir hann það af stakri prýði og setur boltann fram hjá Sindra í annað sinn í leiknum.
62. mín
Inn:Helgi Þór Jónsson (Keflavík)
Út:Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
Stutt gaman hjá Adam sem þarf að fara af velli eftir höfuðhögg
60. mín
Þrefaldur árekstur á vellinum.
Til marks um baráttuna í leiknum liggja þrír leikmenn á vellinum og halda um höfuðið eftir baráttuna um sama boltann.
Ekki algeng sjón það.
Til marks um baráttuna í leiknum liggja þrír leikmenn á vellinum og halda um höfuðið eftir baráttuna um sama boltann.
Ekki algeng sjón það.
56. mín
Ultras í báðum liðum að eiga stórleik í stúkunni, kalla sín á milli í gríð og erg. Meðalaldurinn reyndar ekki nema 10-12 ár en bara skemmtilegt.
51. mín
Gult spjald: Úlfur Ágúst Björnsson (Njarðvík)
Sparkar boltanum i burtu eftir að hafa verið flaggaður rangstæður. Ég er ekkert viss um að hann hafi heyrt í flautunni.
48. mín
Það er geggjað að sjá hvað menn eru ekki að skilja neitt eftir í tæklingum. Það er farið í öll návígi af fullri hörku og alls ekkert gefið eftir.
45. mín
Hálfleikur
VÁ þessi fyrri hálfleikur var eitthvað annað. Þvílík barátta og stemming. Ég þarf kælingu og kem aftur að vörmu spori með síðari hálfleik
44. mín
Oumar Diouck aleinn í teignum og skallar í slánna og niður!!!!!! Nær frákastinu sjálfur en Sindri ver!
Njarðvíkingar svo dæmdir brotlegir í kjölfarið.
Þessi leikur! Og RÚV að sýna Stjarnan - KR!
Njarðvíkingar svo dæmdir brotlegir í kjölfarið.
Þessi leikur! Og RÚV að sýna Stjarnan - KR!
43. mín
Mark úr víti!
Patrik Johannesen (Keflavík)
Blakala velur vitlaust og Patrik setur boltann af öryggi í hornið. Alvöru fyrri háfleikur sem við erum að fá hérna!
41. mín
Keflavík fær víti!
Hárréttur dómur, Patrik togaður niður af McAusland í teignum.
Hárréttur dómur, Patrik togaður niður af McAusland í teignum.
38. mín
MARK!
Magnús Þórir Matthíasson (Njarðvík)
Auðvitað er það hann!!!!!!!
Njarðvíkingar sækja hratt upp völlinn frá hægri. Heimamenn furðu fáliðaðir til baka, Maggi fær boltann við D-bogann og leggur hann þægilega fram hjá Sindra í markinu. Hefur alveg gert þetta áður á þessum velli.
Grænir eru í paradís í sólinni í stúkunni og syngja dátt og skal engan undra.
Njarðvíkingar sækja hratt upp völlinn frá hægri. Heimamenn furðu fáliðaðir til baka, Maggi fær boltann við D-bogann og leggur hann þægilega fram hjá Sindra í markinu. Hefur alveg gert þetta áður á þessum velli.
Grænir eru í paradís í sólinni í stúkunni og syngja dátt og skal engan undra.
37. mín
Það er lágmark að skjóta á markið! Adam Ægir með laufléttan æfingabolta beint í lúkurnar á Blakala.
36. mín
Ekkert varð úr fyrri spyrnunni en strax í kjölfarið brotið á Erni nánast á vítateigslínu örlítið til vinstri við D-bogann. Stórhættulegur staður.
33. mín
Heimamenn að þyngja pressuna, Adam með fast skot/fyrirgjöf frá hægri en framhjá öllum í teignum sem og markinu.
32. mín
Heimamenn að vinna sig í áltilega stöðu en flaggið á loft. Hefði litlu breytt. McAusland með þetta allt á hreinu.
31. mín
Patrik hittir markið úr spyrnunni en Blakala löngu mættur í hornið og grípur auðveldlega.
30. mín
Spyrna Ivans skölluð frá en Oumar dæmdur brotlegur fyrir utan teig þegar hann skallar saman við Erni. 25 metra færi eða svo örlítið til hægri við vítapunkt.
25. mín
Adam Ægir fer niður í teignum en Helgi segir bara NEI! Ætla mér ekki að dæma um það sá það einfaldlega ekki nógu vel.
23. mín
Hér fljúga flöskur að lukkudýri Keflavíkur þegar hann gengur að stuðningsmönnum Njarðvíkur.
Það er alvöru banter í gangi hérna!
Það er alvöru banter í gangi hérna!
22. mín
Skyndisókn Keflavíkur, Kian að sleppa í gegn en Blakala mætir honum og ver í horn!
22. mín
Hætta í teig Keflavíkur eftir aukaspyrnuna en Hogg nær ekki til boltans. Njarðvík fær þó horn.
20. mín
Gult spjald: Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík)
Fyrstur í bókina þegar hann reynir að stöðva skyndisókn, þurfti aðstoð til sem Ernir Bjarnason veitti slíkur var krafturinn í Ara Má.
SvÃður örlÃtið að komast ekki á völlinn en textalýsingin er frábær og þakka góðar batakveðjur ðŸ™#Bjarnabóarnir #ÃframNjarðvÃk #fotboltinet
— StefánMarteinn (@Stefanmarteinn7) May 25, 2022
16. mín
Keflvíkingar meira með boltann en hafa ekki skapað sér neitt á þessum fyrsta stundarfjórðungi.
13. mín
Ásgeir Páll reynir skot af talsverður færi en Blakala blakar honum frá í hornspyrnu.
12. mín
Ertu á vellinum og ert á Twitter?
Vertu með á twitter undir myllumerkinu #fotboltinet. Stemmingin hér þarf að skila sér til landsmanna.
Vertu með á twitter undir myllumerkinu #fotboltinet. Stemmingin hér þarf að skila sér til landsmanna.
9. mín
Það er alvöru hiti í þessu og baráttan á vellinum mikil. Grænir í stúkunni í talsvert meira stuði hér í upphafi af skiljanlegum ástæðum.
Njarðvík sækir og vinnur horn.
Skallað frá og Keflvíkingar hefja sókn.
Njarðvík sækir og vinnur horn.
Skallað frá og Keflvíkingar hefja sókn.
Nágranna slagur à dag. @fcnjardvik vs @FcKeflavik. Legg til að slagurinn verði héðan à frá nefndur „Sá stutti" enda ekki nema 806 m frá miðju KeflavÃkurvallar til miðju NjarðvÃkurvallar à beinni loftlÃnu. Örugglega stysta vegalengd á milli knattspyrnuvalla á Ãslandi #fotboltinet pic.twitter.com/LynukGCVg0
— Ãrni Jóhannsson (@arnijo) May 23, 2019
3. mín
MARK!
Kenneth Hogg (Njarðvík)
Var það Úlfur eða ekki? Nei það var Hogg. Pakkinn þéttur í teig Keflavíkur en það sem eftir stendur er að boltinn er í netinu og Njarðvíkingar eru komnir yfir,
Gestirnir í draumalandi strax í byrjun. Sendi batakveðjur á Stefán Martein sem er mjög líklega að lesa þessa lýsingu í stað þess að vera hér í minn stað.
Gestirnir í draumalandi strax í byrjun. Sendi batakveðjur á Stefán Martein sem er mjög líklega að lesa þessa lýsingu í stað þess að vera hér í minn stað.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Það eru gestirnir úr næstu götu sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Rölti hér út og skoðaði stúkuna hér á vellinum. Hún er að verða pökkuð! Bara frábært að sjá.
Fyrir leik
Það er algvöru mæting hér á HS-Orkuvöllinn í kvöld og eftirvænting í loftinu.
Þetta verður eitthvað!
Liðin að ganga til vallar.
Þetta verður eitthvað!
Liðin að ganga til vallar.
Fyrir leik
Jóhann Ingi Jónsson átti að flauta þennan leik en það er alls ekki hann sem er að hita hér upp fyrir leik.
Fæ þær upplýsingar frá eftirlitsmanni að Jóhann hafi verið færður á leik Stjörnunar og KR og hingað til Keflavíkur er mættur Helgi Mikael Jónasson.
Honum til aðstoðar eru Eysteinn Hrafnkelsson og Breki Sigurðsson. Eftirlitsmaður er Sigurður Óli Þórleifsson.
Fæ þær upplýsingar frá eftirlitsmanni að Jóhann hafi verið færður á leik Stjörnunar og KR og hingað til Keflavíkur er mættur Helgi Mikael Jónasson.
Honum til aðstoðar eru Eysteinn Hrafnkelsson og Breki Sigurðsson. Eftirlitsmaður er Sigurður Óli Þórleifsson.
Fyrir leik
Tuttugu mínútur í leik og fólk farið að koma sér fyrir í stúkunni. Grillið á fullu og gullnar veigar að flæða úr dælu, börnin með ís og einhverjir með andlitsmálningu. Það eina sem vantar í þessa klassísku íslensku fjölskylduhátíð er hoppukastalinn.
Fyrir leik
Gestirnir í Njarðvík hafa farið frábærlega af stað á Íslandsmótinu í sumar.
Þeir sitja með fullt hús á toppi 2.deildar karla eftir þrjár umferðir og virðist fátt ætla að stoppa þá í leið sinni upp í Lengjudeildina.
Mjólkurbikarinn hefur þá einnig farið vel af stað en þeir fengu alvöru prófraun strax í fyrstu umferð þegar þeir tóku á móti Fjölnismönnum. Sá leikur endaði 1-1 og þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Njarðvíkingar höfðu betur.
Njarðvíkingar fengu svo KFG í heimsókn í annari umferð þar sem heimamenn tóku öruggan 5-2 sigur.
Það verður því afar áhugaverð viðreign milli þessara nágrannafélaga hér í kvöld.
Þeir sitja með fullt hús á toppi 2.deildar karla eftir þrjár umferðir og virðist fátt ætla að stoppa þá í leið sinni upp í Lengjudeildina.
Mjólkurbikarinn hefur þá einnig farið vel af stað en þeir fengu alvöru prófraun strax í fyrstu umferð þegar þeir tóku á móti Fjölnismönnum. Sá leikur endaði 1-1 og þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Njarðvíkingar höfðu betur.
Njarðvíkingar fengu svo KFG í heimsókn í annari umferð þar sem heimamenn tóku öruggan 5-2 sigur.
Það verður því afar áhugaverð viðreign milli þessara nágrannafélaga hér í kvöld.
Fyrir leik
Eftir erfiða byrjun á sumrinu hjá Keflavík hefur aðeins verið að birta til og hefur liðið sótt 7 stig í síðustu 4 leikjum sínum í Bestu deild karla.
Þeir sigruðu til að mynda FH í síðustu umferð 2-1 á HS Orku vellinum hérna í Keflavík.
Keflavíkingar eru að hefja leik í Mjólkurbikar karla þetta tímabilið núna í leiknum gegn Njarðvík.
Þeir sigruðu til að mynda FH í síðustu umferð 2-1 á HS Orku vellinum hérna í Keflavík.
Keflavíkingar eru að hefja leik í Mjólkurbikar karla þetta tímabilið núna í leiknum gegn Njarðvík.
Fyrir leik
Hólmar Örn fór yfir framkomu stjórnar Keflavíkur í sinn garð og annarra leikmanna liðsins í viðtali við Víkurfréttir á dögunum en Hólmar Örn er aðstoðarþjálfari Njarðvíkurliðsins.
Fyrir leik
Keflavík og Njarðvík hafa tvívegis mæst í bikarkeppni. Í fyrra skiptið var það árið 1985 þegar spilað var á heimavelli Njarðvíkur, þá sigraði Keflavík með þrem mörkum frá Sigurði Björgvinssyni, Helga Bentssyni og Njarðvíkingar skoruðu eitt sjálfsmark.
Liðin mættust svo aftur í bikarnum fyrir þrem árum eða 2019 á heimavelli Keflvíkinga og þá voru það Njarðvíkingar sem höfðu betur en aðeins eitt mark var skorað í leiknum og kom það í hlut Kenneth Hogg að slá Keflvíkinga út.
Liðin mættust svo aftur í bikarnum fyrir þrem árum eða 2019 á heimavelli Keflvíkinga og þá voru það Njarðvíkingar sem höfðu betur en aðeins eitt mark var skorað í leiknum og kom það í hlut Kenneth Hogg að slá Keflvíkinga út.
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala
2. Bessi Jóhannsson
3. Sigurjón Már Markússon
6. Einar Orri Einarsson
('86)
8. Kenneth Hogg
9. Oumar Diouck
11. Magnús Þórir Matthíasson
('80)
13. Marc Mcausland (f)
15. Ari Már Andrésson
16. Úlfur Ágúst Björnsson
24. Hreggviður Hermannsson
('45)
Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
2. Viðar Már Ragnarsson
('45)
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Eiður Orri Ragnarsson
('86)
10. Bergþór Ingi Smárason
21. Reynir Aðalbjörn Ágústsson
('80)
25. Hólmar Örn Rúnarsson
25. Heiðar Snær Ragnarsson
Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Brynjar Freyr Garðarsson
Helgi Már Helgason
Óskar Ingi Víglundsson
Hörður Sveinsson
Gul spjöld:
Marc Mcausland ('42)
Úlfur Ágúst Björnsson ('51)
Robert Blakala ('79)
Oumar Diouck ('80)
Rauð spjöld: