
Ísrael
2
2
Ísland

Liel Adaba
'25
1-0
1-1
Þórir Jóhann Helgason
'42
1-2
Arnór Sigurðsson
'52
Shon Weissman
'84
2-2
02.06.2022 - 18:45
Sammy Ofer Stadium
Landslið karla - Þjóðadeildin
Aðstæður: Léttskýjað og 21 gráða
Dómari: Andris Treimanis (Lettland)
Sammy Ofer Stadium
Landslið karla - Þjóðadeildin
Aðstæður: Léttskýjað og 21 gráða
Dómari: Andris Treimanis (Lettland)
Byrjunarlið:
18. Ofir Marciano (m)
2. Eli Dasa
4. Miguel Vítor
8. Dor Peretz
('72)

10. Munas Dabbur
('60)

11. Liel Adaba
('79)


11. Manor Solomon
13. Sean Goldberg
14. Doron Leidner
16. Mohammad Abu Fani
('60)

20. Eden Karzev
('72)


Varamenn:
1. Yoav Jarafi (m)
18. Omri Glazer (m)
3. Dan Glazer
('72)

5. Iyad Abu Abaid
6. Mahmoud Jaber
('60)

7. Omer Atzili
('79)

9. Shon Weissman
('60)


9. Tai Baribo
('72)

10. Ramzi Safuri
12. Sun Menachem
15. Dolev Haziza
22. Omri Gandelman
Liðsstjórn:
Alon Hazan (Þ)
Gul spjöld:
Eden Karzev ('65)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Andris Treimanis flautar til leiksloka. 2-2 jafntefli niðurstaðan.
Strákarnir okkar mæta heim til Íslands með eitt stig eftir þetta jafntefli hér í kvöld. Margt frábært í leik Íslands í kvöld sem hægt er að taka með inn í næstu leiki. Sjáumst á Laugardalsvellli á Mánudaginn þegar við tökum á móti Albönum!
Takk fyrir mig í kvöld!
Strákarnir okkar mæta heim til Íslands með eitt stig eftir þetta jafntefli hér í kvöld. Margt frábært í leik Íslands í kvöld sem hægt er að taka með inn í næstu leiki. Sjáumst á Laugardalsvellli á Mánudaginn þegar við tökum á móti Albönum!
Takk fyrir mig í kvöld!
94. mín
FLAUTA ÞETTA AF TAKK!
Omer Atzil labbar framhjá Daníel og setur boltann inn á teiginn og Hörður setur boltann næstum því í eigið net
Omer Atzil labbar framhjá Daníel og setur boltann inn á teiginn og Hörður setur boltann næstum því í eigið net
92. mín
JESÚS MINN ALMÁTTUGUR.
Eli Dasa með geggjaðan bolta inn á teiginn og Alfons missir Weissman fyrir framan sig og Shon Weissman nær skallanum sem hann setur í grasið og yfir markið sem betur fer!!
Eli Dasa með geggjaðan bolta inn á teiginn og Alfons missir Weissman fyrir framan sig og Shon Weissman nær skallanum sem hann setur í grasið og yfir markið sem betur fer!!
Blinda hliðin hjá Herði Björgvini. Hlið sem sést aðeins of oft fyrir minn smekk.
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) June 2, 2022
86. mín
Þetta mark lág alls ekki í loftinu og gæti verið komin þreyta í Íslenska liðið. Spurning hvort Arnar Þór geri einhverjar breytingar til að kreista fram sigurmarki.
84. mín
MARK!

Shon Weissman (Ísrael)
Stoðsending: Doron Leidner
Stoðsending: Doron Leidner
NEIIIIIIINEINEINEI!!
Leidner keyrir upp vinstri vænginn og setur boltann fast inn á teiginn þar sem Shon Weissman er og skallar boltann í netið.
Leidner keyrir upp vinstri vænginn og setur boltann fast inn á teiginn þar sem Shon Weissman er og skallar boltann í netið.
81. mín
ÞÓRIR JÓHANN!!!
Boltinn kemur fyrir frá vinstri og boltinn hrekkur fyrir fætur Þóris sem nær góðu skoti en Ofir Marciano ver vel.
Þarna var tækifæri!
Boltinn kemur fyrir frá vinstri og boltinn hrekkur fyrir fætur Þóris sem nær góðu skoti en Ofir Marciano ver vel.
Þarna var tækifæri!
78. mín
Gult spjald: Birkir Bjarnason (Ísland)

Fyrirliðin fer hér í bókina fyrir einhvern kjaft.
77. mín

Inn:Stefán Teitur Þórðarson (Ísland)
Út:Hákon Arnar Haraldsson (Ísland)
Hákon Arnar settist niður á jörðina og heldur utan um lærið á sér. Vonandi ekki alvarlegt en Hákon verið geggjaður hér í kvöld.
71. mín
Salomon fær boltann út til vinstri og rennir boltanum út á Peretz sem nær skoti en boltinn af Daníel Leó og afturfyrir endamörk.
69. mín
RÚNAR ALEX!!
Hörður Björgvin með slæma sendingu fram völlinn og boltinn beint á Adaba sem keyrir af stað og finnur Shon Weissman inn á teiginn sem sleppur aleinn á móti Rúnari Alex sem emur út á móti og gerir sig breiðan og lokar vel!
Hörður Björgvin með slæma sendingu fram völlinn og boltinn beint á Adaba sem keyrir af stað og finnur Shon Weissman inn á teiginn sem sleppur aleinn á móti Rúnari Alex sem emur út á móti og gerir sig breiðan og lokar vel!
65. mín
Gult spjald: Eden Karzev (Ísrael)

Hákon langt á undan Eden í boltann og Karzev klippir Hákon niður sem liggur eftir. Vonandi ekki alvarlegt en Hákon verið gjörsamlega magnaður í sínum fyrsta landsleik fyrir Ísland.
62. mín
SÉNS FYRIR ÍSLAND!!!
Brotið á Alberti á miðjum vallarhelming Ísraela og Jón Dagur spyrnir boltanum fyrir og Hákon Arnar vinnur skallan og boltinn inn á Birki sem snéri bakinu í marki og nær ekki að koma sér í góða stöðu til að setja boltann á markið.
Brotið á Alberti á miðjum vallarhelming Ísraela og Jón Dagur spyrnir boltanum fyrir og Hákon Arnar vinnur skallan og boltinn inn á Birki sem snéri bakinu í marki og nær ekki að koma sér í góða stöðu til að setja boltann á markið.
59. mín

Inn:Albert Guðmundsson (Ísland)
Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland)
Sveinn Aron verið flottur í kvöld og Albert Guðmundsson er mættur inn á.
Þessi sending hjá HerðiðŸ˜
— Einar Guðnason (@EinarGudna) June 2, 2022
52. mín
MARK!

Arnór Sigurðsson (Ísland)
Stoðsending: Hörður Björgvin Magnússon
Stoðsending: Hörður Björgvin Magnússon
ARNÓR SIGURÐSSON!!!!
Hörður Björgvin með magnaðan sprett úr vörninni og smellir boltanum í milli hafsenta Ísraela inn á Arnór Sigurðsson sem tekur við honum og smellir boltanum í fast fjær hornið. Óverjandi fyrir Ofir Marciano í markinu.
Þessi sending hjá Herði og þetta slútt VÁÁÁ
ÞETTA ER KLASSI!!!!
Hörður Björgvin með magnaðan sprett úr vörninni og smellir boltanum í milli hafsenta Ísraela inn á Arnór Sigurðsson sem tekur við honum og smellir boltanum í fast fjær hornið. Óverjandi fyrir Ofir Marciano í markinu.
Þessi sending hjá Herði og þetta slútt VÁÁÁ
ÞETTA ER KLASSI!!!!
50. mín
ADABA Í DAUÐAFÆRI!!
Salomon rennir boltanum í gegn á Liel sem sleppur einn á móti Rúnar Alex en Liel setur boltann í raun beint á Rúnar.
Salomon rennir boltanum í gegn á Liel sem sleppur einn á móti Rúnar Alex en Liel setur boltann í raun beint á Rúnar.
49. mín
Þarna vorum við heppnir!!
Adaba fær boltann til hægri og rennir boltanum út í Eli Dasa sem kemur með góðan bolta inn á teiginn en enginn nær að setja stóru tánna sína í boltann og hann rúllar afturfyrir.
Adaba fær boltann til hægri og rennir boltanum út í Eli Dasa sem kemur með góðan bolta inn á teiginn en enginn nær að setja stóru tánna sína í boltann og hann rúllar afturfyrir.
46. mín

Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Ísland)
Út:Brynjar Ingi Bjarnason (Ísland)
Brynjar Ingi fékk eitthvað högg í fyrri hálfleiknum og er tekinn hér af velli sem þýðir að Hörður Björgvin færir sig í miðvörðin og Davíð Kristján kemur í vinstri bakvörðin.
45. mín
Hálfleikur
Andris Treimanis flautar til hálfleiks. Eftir má basl fyrstu 30 mínútur leiksins vorum við miklu betri aðilinn og staðan í hálfleik 1-1.
Margir ljósir punktar sem hægt er að taka eftir þennan fyrri hálfleik og vonandi komum við af sama krafti og við enduðum fyrri hálfleikinn í þann síðari.
Margir ljósir punktar sem hægt er að taka eftir þennan fyrri hálfleik og vonandi komum við af sama krafti og við enduðum fyrri hálfleikinn í þann síðari.
42. mín
MARK!

Þórir Jóhann Helgason (Ísland)
Stoðsending: Jón Dagur Þorsteinsson
Stoðsending: Jón Dagur Þorsteinsson
JÁJÁJÁ VIÐ ERUM AÐ JAFNA!!!!
Jón Dagur fær boltann út til vinstri og tekur við honum og setur boltann inn á hættusvæðið og Ofir Marciano missir boltann til Þóris Jóhanns sem setur boltann í netið.
1-1!
Jón Dagur fær boltann út til vinstri og tekur við honum og setur boltann inn á hættusvæðið og Ofir Marciano missir boltann til Þóris Jóhanns sem setur boltann í netið.
1-1!
39. mín
MIKLU BETRA HJÁ ÍSLANDI!!
Eftir magnaðan sprett hjá Jón Degi þar sem hann labbar framhjá Eli Dasa og kemur boltanum á teiginn og boltinn berst til Þóris sem nær skoti á markið en boltinn af varnarmanni og í hornspyrnu.
Eftir magnaðan sprett hjá Jón Degi þar sem hann labbar framhjá Eli Dasa og kemur boltanum á teiginn og boltinn berst til Þóris sem nær skoti á markið en boltinn af varnarmanni og í hornspyrnu.
Hákon er baller. #fotbolti
— Arnar Már Guðjónsson (@ArnarMarG) June 2, 2022
35. mín
VÁÁÁ JÓN DAGUR ÞORSTEINSSON!!!
Eftir aukaspyrnu úti vinstra megin frá Jón Degi kemur hann sér beint inn á teiginn og fær boltann frá Þóri Jóhanni á fjær og tekur boltann viðstöðulaust og boltinn var á leiðinni í netið en Ofir Marciano ver í stöngina.
Meira svona strákar!!
Eftir aukaspyrnu úti vinstra megin frá Jón Degi kemur hann sér beint inn á teiginn og fær boltann frá Þóri Jóhanni á fjær og tekur boltann viðstöðulaust og boltinn var á leiðinni í netið en Ofir Marciano ver í stöngina.
Meira svona strákar!!
Lið sem pressa og pressa vel. Sammerkt: hörku hafsentar og reyndir. Ãsland, not so much.
— Örvar Arnarsson (@orvar05) June 2, 2022
Það er að verða komið ár sÃðan ég sá Brynjar Inga spila vel. Barnalegur varnarleikur trekk à trekk
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) June 2, 2022
26. mín
EIGUM VIÐ EKKI AÐ FÁ VÍTI ÞARNA???
Arnór Sigurðsson fær boltann inn fyrir eftir frábæran undirbúning frá Hákoni og kemst einn á móti Ofir Marciano sem kemur á móti og virðist brjóta á Arnóri eftir að hann setti boltann yfir markið.
Þetta var dauðafæriiii
Arnór Sigurðsson fær boltann inn fyrir eftir frábæran undirbúning frá Hákoni og kemst einn á móti Ofir Marciano sem kemur á móti og virðist brjóta á Arnóri eftir að hann setti boltann yfir markið.
Þetta var dauðafæriiii
25. mín
MARK!

Liel Adaba (Ísrael)
Stoðsending: Manor Solomon
Stoðsending: Manor Solomon
ALLTOF EINFALT FYRIR ÍSRAEL.
Salomon fær boltann vinstra meginn og kemst inn á teiginn og chippar boltanum yfir á fjær þar sem Adaba var og setti boltann í netið.
Salomon fær boltann vinstra meginn og kemst inn á teiginn og chippar boltanum yfir á fjær þar sem Adaba var og setti boltann í netið.
20. mín
Eli Dasa er bara hálfgerður vængmaður hér þessar fyrstu 20 mínútur leiksins en hann er upp og niður vænginn. Fær boltann upp hægri vænginn og á fyrirgjöf sem er fín en góður varnarleikur hjá Íslandi.
16. mín
Gult spjald: Þórir Jóhann Helgason (Ísland)

Alltof seinn í Doron Leidner sem var á leiðinni upp vænginn.
15. mín
Jón Dagur með frábæra löpp. Tekur hornspyrnu frá hægri inn á teiginn og við vinnum aðra hornspyrnu sem ekkert verður úr.
14. mín
Birkir Bjarna fær boltann á miðjum vellarhelming Ísraela og Abu Fani brýtur á honum og Jón Dagur tekur aukaspyrnuna og er hún góð inn á teiginn og boltinn af Ísraelum og við fáum horn!
12. mín
Adaba fær boltann út til hægri en Hörður Björgvin með frábæran varnaleik og Adaba missir boltann aftur fyrir.
9. mín
Ísrael stjórnar ferðinni þessar fyrstu mínútur en við verjumst vel.
Liggjum aftarlega og treystum á skyndisóknir.
Liggjum aftarlega og treystum á skyndisóknir.
5. mín
RÚNAR ALEX MEÐ GEGGJAÐA VÖRSLU!!!
Boltinn kemur inn fyrir á Liel Adaba sem er kolrangur og flaggið niðri og Adaba nær góðu skoti á markið og Rúnar Alex ver stórkostlega og þá fór flaggið á loft.
Boltinn kemur inn fyrir á Liel Adaba sem er kolrangur og flaggið niðri og Adaba nær góðu skoti á markið og Rúnar Alex ver stórkostlega og þá fór flaggið á loft.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað á Sammy Ofer Stadium. Ísland byrjar með boltann.
Áfram Ísland!!
Áfram Ísland!!
Fyrir leik
Andis Treimanis frá Lettlandi leiðir liðin inn á völlinn og strákarnir okkar skarta nýju búningum sambandsins sem hefur fengið einhverja gangrýni og verð ég að vera á móti þeirri gagnrýni en þeir looka mjög vel ef þið spurjið mig.
Styttist í upphafsflautið.
Styttist í upphafsflautið.
Fyrir leik
Það vekur athygli hjá einhverjum að Albert Guðmundsson byrji á bekknum í kvöld og Hörður Magnússon spurði Arnar Þór Viðarsson út í hann í viðtali á vellinum í kvöld og segir Arnar að valið snúist fyrst og fremst um hvað hentar liðinu gegn Ísrael.
,,Albert byrjar á bekknum eins og ellefu aðrir. Við erum að leggja upp leikplan sem hentar hér á útivelli. Ísrael eru sterkir á heimavelli. Það eru mjög margir góðir leikmenn í hópnum hjá okkur og maður velur kannski aðeins meira fyrir einhverja aðra styrkilega heldur en Albert hefur"
,,Albert byrjar á bekknum eins og ellefu aðrir. Við erum að leggja upp leikplan sem hentar hér á útivelli. Ísrael eru sterkir á heimavelli. Það eru mjög margir góðir leikmenn í hópnum hjá okkur og maður velur kannski aðeins meira fyrir einhverja aðra styrkilega heldur en Albert hefur"

Fyrir leik
Styttist í upphafsflautið á Sammy Ofer Stadium!
Leikurinn verður sýndur í opinni dagskrá á Viaplay og er útsendingin nú þegar hafin. Vilhjálmur Freyr Hallsson úr Steve Dagskrá er mættur með fyrrum landsliðsmennina Rúrik Gíslason og Kára Árnason í settið með sér.
Leikurinn verður sýndur í opinni dagskrá á Viaplay og er útsendingin nú þegar hafin. Vilhjálmur Freyr Hallsson úr Steve Dagskrá er mættur með fyrrum landsliðsmennina Rúrik Gíslason og Kára Árnason í settið með sér.
Fyrir leik
Hákon Arnar Haraldsson leikur sinn fyrsta A-landsleik í kvöld. Óskum honum til hamingju með það.

Hákon Arnar Haraldsson leikur sinn fyrsta A-landsleik í kvöld. Óskum honum til hamingju með það.
Fyrir leik
Ísak Bergmann Jóhannesson tekur út leikbann í kvöld og er því ekki með. Hann verður hinsvegar með í hinum leikjum gluggans.

Ísak Bergmann Jóhannesson tekur út leikbann í kvöld og er því ekki með. Hann verður hinsvegar með í hinum leikjum gluggans.
Fyrir leik
Búið er að tilkynna byrjunarlið Íslands en það er nánast eins og líklegt byrjunarlið sem Fótbolti.net birti fyrr í vikunni. Eina breytingin er sú að Arnór Sigurðsson er í byrjunarliðinu en ekki Albert Guðmundsson.
Birkir Bjarnason er með fyrirliðabandið og spilar sinn 108. landsleik og Hörður Björgvin Magnússon er einnig meðal byrjunarliðsmanna. Á miðsvæðinu er hinn 19 ára gamli Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður FC Kaupmannahöfn.
Birkir Bjarnason er með fyrirliðabandið og spilar sinn 108. landsleik og Hörður Björgvin Magnússon er einnig meðal byrjunarliðsmanna. Á miðsvæðinu er hinn 19 ára gamli Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður FC Kaupmannahöfn.
Fyrir leik
Við viljum ná fyrsta sætinu
Ísland er í B-deild Þjóðadeildarinnar en auk Ísrael er Albanía í riðlinum. Það eru aðeins þrjú lið þar sem Rússland átti að vera í riðlinum en liðinu meinuð þátttaka eftir innrásina í Úkraínu.
Rússland er í 36. sæti á styrkleikalista FIFA og hefði því verið sterkasta lið riðilsins samkvæmt pappírnum. Ísland er í 63. sæti, Albanía í 66. sæti og Ísrael í 76. sæti.
Liðið sem vinnur riðilinn mun komast upp í A-deildina.
"Það breytir riðlinum mikið að Rússland sé sjálfkrafa í fjórða sæti. Það líta öll liðin á þetta þannig að þau geti unnið riðilinn, við gerum það líka. Við erum spenntir að byrja þetta. Við erum ekkert hræddir við að segja það að við viljum ná fyrsta sætinu. Öll liðin eiga möguleika á því að vinna þetta og öll geta þau endað í þriðja sæti," sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í samtali við Fótbolta.net í vikunni.

Ísland er í B-deild Þjóðadeildarinnar en auk Ísrael er Albanía í riðlinum. Það eru aðeins þrjú lið þar sem Rússland átti að vera í riðlinum en liðinu meinuð þátttaka eftir innrásina í Úkraínu.
Rússland er í 36. sæti á styrkleikalista FIFA og hefði því verið sterkasta lið riðilsins samkvæmt pappírnum. Ísland er í 63. sæti, Albanía í 66. sæti og Ísrael í 76. sæti.
Liðið sem vinnur riðilinn mun komast upp í A-deildina.
"Það breytir riðlinum mikið að Rússland sé sjálfkrafa í fjórða sæti. Það líta öll liðin á þetta þannig að þau geti unnið riðilinn, við gerum það líka. Við erum spenntir að byrja þetta. Við erum ekkert hræddir við að segja það að við viljum ná fyrsta sætinu. Öll liðin eiga möguleika á því að vinna þetta og öll geta þau endað í þriðja sæti," sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í samtali við Fótbolta.net í vikunni.
Fyrir leik
Andris Treimanis frá Lettlandi mun dæma leikinn en hann á fjölda leikja að baki í Evrópudeildinni og einnig hefur hann dæmt hina ýmsu landsleiki.
Hann hélt um flautuna á Laugardalsvelli þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Belgíu í október 2020. Með tapinu var fall Íslands úr A-deild Þjóðadeildarinnar niður í B-deildina.
Aðstoðardómararnir og fjórði dómarinn í kvöld koma líka frá Lettlandi en Hollendingar sjá um VAR-myndbandsdómgæsluna. Aðal VAR dómari er Jeroen Manschot.

Andris Treimanis frá Lettlandi mun dæma leikinn en hann á fjölda leikja að baki í Evrópudeildinni og einnig hefur hann dæmt hina ýmsu landsleiki.
Hann hélt um flautuna á Laugardalsvelli þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Belgíu í október 2020. Með tapinu var fall Íslands úr A-deild Þjóðadeildarinnar niður í B-deildina.
Aðstoðardómararnir og fjórði dómarinn í kvöld koma líka frá Lettlandi en Hollendingar sjá um VAR-myndbandsdómgæsluna. Aðal VAR dómari er Jeroen Manschot.
Fyrir leik
Sammy Ofer leikvangurinn er nýlegur, opnaði 2014 og tekur 30.780 áhorfendur.
Hann er nefndur í höfuðið á auðkýfingi sem fjármagnaði 19% af kostnaði við byggingu vallarins. Ofer var útgerðarmaður og einn ríkasti maður Ísrael en hann lést 2011, tveimur árum eftir að framkvæmdir hófust við leikvanginn.
Maccabi Haifa og Hapoel Haifa spila heimaleiki sína á leikvangnum og ísraelska landsliðið spilar valda leiki þar.
Íslenska landsliðið æfði á vellinum í gær. Þar á meðal var Hörður Björgvin Magnússon sem kom til móts við hópinn á þriðjudagskvöld.

Sammy Ofer leikvangurinn er nýlegur, opnaði 2014 og tekur 30.780 áhorfendur.
Hann er nefndur í höfuðið á auðkýfingi sem fjármagnaði 19% af kostnaði við byggingu vallarins. Ofer var útgerðarmaður og einn ríkasti maður Ísrael en hann lést 2011, tveimur árum eftir að framkvæmdir hófust við leikvanginn.
Maccabi Haifa og Hapoel Haifa spila heimaleiki sína á leikvangnum og ísraelska landsliðið spilar valda leiki þar.
Íslenska landsliðið æfði á vellinum í gær. Þar á meðal var Hörður Björgvin Magnússon sem kom til móts við hópinn á þriðjudagskvöld.

Training at the match stadium in Haifa. We play Israel here on Thursday in the UEFA Nations League. âš½ï¸ðŸ‡®ðŸ‡¸ pic.twitter.com/CsA0dpDbRi
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 1, 2022
Fyrir leik
Þessi leikur er fyrsti leikurinn af fjórum sem okkar menn spila í þessari landsleikjatörn. Liðið spilar þrjá leiki í Þjóðadeildinni og einn vináttuleik við San Marino.
Leikirnir:
Ísrael - Ísland fimmtudaginn 2.júní kl. 18:45 (Þjóðadeildin)
Ísland - Albanía mánudaginn 6.júní kl. 18:45 (Þjóðadeildin)
San Marino - Ísland fimmtudaginn 9.júní kl. 18:45 (Vináttuleikur)
Ísland - Ísrael mánudaginn 13.júní kl. 18:45. (Þjóðadeildin)
Leikirnir:
Ísrael - Ísland fimmtudaginn 2.júní kl. 18:45 (Þjóðadeildin)
Ísland - Albanía mánudaginn 6.júní kl. 18:45 (Þjóðadeildin)
San Marino - Ísland fimmtudaginn 9.júní kl. 18:45 (Vináttuleikur)
Ísland - Ísrael mánudaginn 13.júní kl. 18:45. (Þjóðadeildin)

Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
6. Brynjar Ingi Bjarnason
('46)

8. Birkir Bjarnason
('88)


8. Hákon Arnar Haraldsson
('77)

9. Sveinn Aron Guðjohnsen
('59)

10. Arnór Sigurðsson


11. Jón Dagur Þorsteinsson
('77)

14. Þórir Jóhann Helgason


20. Daníel Leó Grétarsson
23. Hörður Björgvin Magnússon
Varamenn:
13. Ingvar Jónsson (m)
13. Patrik Gunnarsson (m)
3. Davíð Kristján Ólafsson
('46)

4. Ari Leifsson
10. Albert Guðmundsson
('59)

15. Aron Elís Þrándarson
('88)

16. Stefán Teitur Þórðarson
('77)

17. Valgeir Lunddal Friðriksson
18. Mikael Anderson
('77)

19. Bjarki Steinn Bjarkason
23. Mikael Egill Ellertsson
Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)
Gul spjöld:
Þórir Jóhann Helgason ('16)
Birkir Bjarnason ('78)
Arnór Sigurðsson ('82)
Rauð spjöld: