Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Breiðablik
4
1
KA
Ísak Snær Þorvaldsson '24 1-0
Jason Daði Svanþórsson '65 2-0
Viktor Karl Einarsson '70 3-0
Jason Daði Svanþórsson '81 4-0
4-1 Elfar Árni Aðalsteinsson '89
20.06.2022  -  19:30
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Sú gula lætur sjá sig og allt upp á 10
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1352
Maður leiksins: Ísak Snær Þorvaldsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('85)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson ('64)
14. Jason Daði Svanþórsson ('85)
16. Dagur Dan Þórhallsson
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('77)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Mikkel Qvist
3. Oliver Sigurjónsson ('64)
5. Elfar Freyr Helgason
15. Adam Örn Arnarson ('85)
20. William Cole Campbell ('85)
24. Galdur Guðmundsson ('77)
30. Andri Rafn Yeoman

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Gísli Eyjólfsson ('32)
Dagur Dan Þórhallsson ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ívar Orri flautar hér til leiksloka, það eru Blikar sem vinna 4-1 eftir frábæran fótboltaleik og sérstaklega síðari hálfleik.

Þakka fyrir mig í kvöld og minni á viðtöl og skýrslu hér á eftir!
92. mín Gult spjald: Sveinn Margeir Hauksson (KA)
89. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Þetta var sannkallaður "Mood Killer" !!

Big Glacier farinn að syngja stöndum upp fyrir Breiðablik, allir standandi að klappa svo skorar gamli Blikinn Elfar Árni eftir klafs í teignum og á skot undir Anton Ara

Markmennirnir held ég búnir að fá samtals 3 mörk undir sig í kvöld
85. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
85. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
85. mín
Inn:William Cole Campbell (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
William Cole að fá debut með Blikum, áhugavert!
85. mín
Inn:Adam Örn Arnarson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
85. mín
Davíð I með skot niðri í fjær sem Stubburinn missir aðeins frá sér en handsamar svo knöttinn!
83. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (KA)
82. mín Gult spjald: Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
81. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Davíð Ingvarsson
ÞAÐ ER KOMIÐ 4-0!!! KA MENN SOFANDI!

Oliver með aukaspyrnu á vinstri kantinn þar sem að Sveinn Margeir að mér sýnist er bara sofandi og Davíð fær að taka boltann niður með bringunni og renna boltanum fyrir markið þar sem að Jason Daði tæklar boltann í nærhornið og inn!!

Þvílíkur 16 mínútna kafli sem Blikar eru að eiga hérna!!!
80. mín Gult spjald: Dusan Brkovic (KA)
77. mín
Inn:Galdur Guðmundsson (Breiðablik) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Heiðursskipting, öll stúkan nánast stóð upp
76. mín
Hann er víst mannlegur eftir allt saman!!!

Dagur Dan keyrir upp allann völlinn nánast, hann er með Ísak við hlið sér og leggur hann á Ísak sem er í dauðafæri en á skot í fyrsta veeel yfir markið!!!
76. mín
Blikar að undirbúa tvöfalda breytingu, Yeoman og Magic
75. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Þorri Mar Þórisson (KA)
Fyrrum Blikinn, Steinþór Freyr kominn hér inn á
73. mín
70. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Ísak Snær Þorvaldsson
Ísak Snær er bara svindkall !!!!!!

Ísak fær sendingu inn á miðju, fellur við, stendur upp, nær samt boltanum, keyrir í átt að teignum með tvo í sér, kemst upp að teignum, stígur ofan á boltann með tvo í sér og bíður bara eftir að Viktor Karl kemur á ferðinni, Ísak gefur á hann og Viktor hamrar boltanum í fyrsta undir stubb í markinu!!!

Hvað er í gangi hérna
69. mín Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
67. mín
65. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Ísak Snær Þorvaldsson
BLIKARNIR REFSA !!!

Viktor Karl vinnur boltann á miðjunni og á sendingu á Ísak Snæ sem keyrir upp allann vallarhelming KA manna, Jason fylgir honum hægra megin og Ísak leggur bara boltann til hliðar og þar kemur Jason öskufljótur og klárar þetta snyrtilega framhjá Stubbi í markinu!!!!

Addi G hlýtur að vera hundfúll með færanýtingu sinna manna í kvöld...
64. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
63. mín
Hallgrímur Mar reynir skot í fyrsta rétt fyrir utan teiginn en hittir boltann rosalega illa og endar langt framhjá markinu!
61. mín
Viti menn, KA eiga hér hornspyrnu

Hallgrímur tekur hana, spyrnan er ágæt en jú, Damir skallar bara aftur fyrir og enn önnur hornspyrnan..
59. mín
Enn og aftur fast leikatriði KA

HMS með góða hornspyrnu á nærsvæðið sem Ásgeir Sigurgeirs skallar rétt yfir markið!!
57. mín
Hallgrímur Mar með aukaspyrnu inn á teig sem að Ívar Örn nær að reka hausinn í, hann þurfti aðeins að teygja sig í boltann og varð skallinn því erfiður og endaði yfir markið Blikum
55. mín
1352 sem mættir eru á Kópavogsvöll hér í kvöld, ágætis mæting miðað við að gestirnir koma frá Akureyri
53. mín
KA í færi!

Bykov með góða fyrirgjöf frá vinstri á pönnuna á Ásgeiri sem á skalla sem Anton Ari ver vel í markinu!
51. mín
Davíð Ingvars klaufi!!!

Þorri rennur á vallarhelmingi Blika og þeir grænklæddu keyra í skyndisókn, Dagur keyrir upp völlinn og svo kemur Davíð í svokallað "underlap" og er í frábærri stöðu að renna boltanum fyrir á Jason sem er fyrir opnu marki, fyrirgjöfin verður að eitthverskonar skot-fyrirgjöf og Stubbur slær þetta á samherja sinn sem hamrar boltanum í burtu!
48. mín
Blikar fá hornspyrnu frá hægri, Höskuldur tekur hana!

Spyrnan er svona lala og KA menn skalla þetta bara í burt!
46. mín
46. mín
Seinni er farinn af stað!!
45. mín
Hálfleikur
Jæja þá flautar Ívar til hálfleiks þar sem Blikar fara með 1-0 forystu inn í klefann, skemmtilegur fyrri hálfleikur verð ég að segja, jæja komum aftur eftir korter!
45. mín
ÁSGEIR !!!

Fyrirgjöf frá vinstri sem dettur fyrir Ásgeir Sigurgeirsson sem er bara galopinn í teignum, lætur boltann skoppa og á svo fast skot en Anton slær það í burtu og stekkur svo á knöttinn og handsamar boltann!!

Þetta var dauðafæri!!
44. mín
KA hljóta að vera mjög ósáttir með hversu illa þeir fara með föstu leikatriðin sín.. fengið svona 8 hornspyrnur en aldrei nálægt því að skora!
40. mín
Svipuð sókn og í marki Blika en núna var það Dagur Dan sem átti skotið í stað Ísaks en boltinn rétt framhjá markinu

KA eiga hornspyrnu í þessum skrifuðu
38. mín
Copy/Paste!!

Sveinn Margir fær boltann á nákvæmlega sama stað og þegar hann skaut rétt framhjá markinu eftir rúmar 2 mínútur og á nákvæmlega eins skot, sem lekur framhjá stönginni fjær

KA eru aðeins að sækja í sig veðrið
36. mín
Gísli Eyjólfs fær skottækifæri fyrir utan teig eftir einstaklingsframtak frá Degi Dan en skotið er of innarlega og Stubbur í engum vandræðum með að handsama þetta skot!
32. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
31. mín
Loksins kemur eitthvað frá KA!

Góð sókn hjá gulum þar sem að Bykov kemur í utanáhlaupinu vinsta megin og á fasta fyrirgjöf með jörðinni en þarna vantaði bara gula treyju til þess að reka tánna í boltann, þá hefði boltinn endað í netinu

Nánast ekki skapað neitt síðan á upphafs mínútum leiksins!
28. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Nökkvi hlýtur að vera meiddur, gamli Blikinn kemur inn á
24. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
ÞESSI DRENGUR!!! ÓTRÚLEGUR

Höskuldur fær boltann úti hægra megin og á fasta fyrirgjöf með jörðinni og þar kemur Ísak á ferðinni og klárar þetta bara niðri hægra megin út við stöng!!

Boltinn sogast að þessum gæja!!
20. mín
DAMIR!!!

Hornspyrna frá hægri frá Höskuldi bara beint inn á markteig þar sem Damir fær galopinn skalla en fer eitthvern veginn að því að skalla yfir markið!

Besta færi Blika
18. mín
Rúmar 20 mínútur liðnar af þessum leik og Addi G er að gera það sem að Addi G gerir svo vel, Blikarnir eru ekki að skapa sér nein alvöru færi heldur bara koma sér í góðar stöður og ná ekki að gera mikið við þær
16. mín
Eftir að hafa fengið skilaboð frá miklum meistara þá hefur það ekkert með "look" eða veður að gera að Anton Logi sé með vettlinga

Áfram gakk eins og maðurinn sagði einu sinni
12. mín
Viktor Karl með mjög góða aukaspyrnu fyrir markið en boltinn kannski aðeins of utarlega þar sem að svona 3-4 sóknarmenn Blika rétt misstu af boltanum!
6. mín
Gísli Eyjólfs reynir skot í kyrrstöðu við vítateigshornið en þetta var aldrei á leiðinni í netið

Virtist vera misskilningur milli hans og Högga
2. mín
KA fá fyrsta færið, þarna mátti ekki miklu muna!!

KA fara í hálfgerða skyndisókn og Nökkvi á frábæra sendingu á Svein M sem á lúmkst skot sem svoleiðis lekur framhjá stönginni og út af

Anton Ari lookaði "shaky"
1. mín
Leikur hafinn
Þessi leikur er farinn af stað!

Megi þessi leikur vera frábær skemmtun!

KA virðast hafa unnið hlutkestið og skipta liðin um vallarhelming áður en Ívar flautar til leiks, KA láta Blikana sækja í fyrri með sólina í augun.
Fyrir leik
Spámaðurinn spáir heimasigri

Hinn skemmtilegi og "fyrrum leikmaður Blika" ef maður leyfir sér aðeins, Sævar Atli Magnússon spáði í spilin fyrir þessa 10. umferð og þetta hafði hann að segja.

Breiðablik 2 - 0 KA (20. júní)
"Að fara á Kópavogsvöll og elta boltann nánast allan tímann er ekkert það skemmtilegt en samt valdeflandi og þetta verður þægilegur sigur fyrir Blikana. Jason Daði með eitt sólo mark og Ísak Snær með eitt þar sem hann hleypur með boltann inn í markið.. "

Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin

Ísak Snær Þorvaldsson, sem hefur verið magnaður í sumar, snýr aftur í lið Blika eftir leikbann og kemur Anton Logi Lúðvíksson einnig inn í liðið. Oliver Sigurjónsson og Kristinn Steindórsson detta út.

Hjá KA kemur Hallgrímur Mar Steingrímsson inn fyrir Bjarna Aðalsteinsson.
Fyrir leik
Maðurinn með flautuna

Ívar Orri sér til þess að allt gangi smurt fyrir sig í kvöld og að menn hagi sér almennilega

Honum til aðstoðar í kvöld verða Birkir Sigurðarson og Antoníus Bjarki Halldórsson. Varadómari er Einar Ingi Jóhannsson.
Fyrir leik
KA geta hleypt smá spennu í mótið

Eins og flestir vita kannski þá sitja Blikar á toppi deildarinanr með 24 stig eftir 9 leiki spilaða en KA sitja í 4. sætinu, sjö stigum frá toppliðinu og með sigri í dag geta þeir minnkað muninn í 4 stig og Stjarnan getur þá með sigri á KR minnkað muninn í aðeins 3 stig

Þetta er nefnilega svakalegur leikur hér í kvöld!
Fyrir leik
Addi G mætir á sinn gamla heimavöll
Þjálfari KA, Arnar Grétarsson er auðvitað goðsögn í græna hluta Kópavogs eftir að hafa spilað og þjálfað hjá Breiðablik og mætir hann nú í þriðja sinn á Kópavogsvöll sem andstæðingur Blika (læt fylgja hér skemmtilega mynd af Kópacabana stuðningsmannasveit Blika með fána af Adda G)

Fyrir leik
Blikar sóttu 6 af 6 mögulegum í fyrra

Þrátt fyrir flott og vel skipulagt lið KA sem gerðu mörgum liðum gríðarlega erfitt fyrir voru það Blikarnir sem sóttu öll 6 stigin sem í boði voru milli þessara liða en Blikar unnu fyrri leikinn 2-1 á heimavelli og unnu svo 0-2 fyrir norðan
Fyrir leik
Dömur mínar og herrar veriði hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem að Breiðablik fær KA í heimsókn í 10. umferð Bestu deildar karla!
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Oleksii Bykov
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson ('85)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('85)
21. Nökkvi Þeyr Þórisson ('28)
27. Þorri Mar Þórisson ('75)
30. Sveinn Margeir Hauksson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Kári Gautason
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('28)
14. Andri Fannar Stefánsson ('85)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('75)
29. Jakob Snær Árnason ('85)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Igor Bjarni Kostic

Gul spjöld:
Elfar Árni Aðalsteinsson ('69)
Dusan Brkovic ('80)
Daníel Hafsteinsson ('83)
Sveinn Margeir Hauksson ('92)

Rauð spjöld: