Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
ÍA
2
3
Breiðablik
0-1 Kristinn Steindórsson '12
0-2 Anton Logi Lúðvíksson '36
Kaj Leo Í Bartalstovu '50 , víti 1-2
Kaj Leo Í Bartalstovu '74 2-2
2-3 Gísli Eyjólfsson '90
27.06.2022  -  19:45
Norðurálsvöllurinn
Mjólkurbikar karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Dagur Dan Þórhallsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson ('71)
3. Johannes Vall
5. Wout Droste
6. Oliver Stefánsson
10. Steinar Þorsteinsson
11. Kaj Leo Í Bartalstovu
16. Brynjar Snær Pálsson ('58)
19. Eyþór Aron Wöhler
44. Alex Davey ('35)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason

Varamenn:
1. Árni Marinó Einarsson
4. Hlynur Sævar Jónsson ('35)
8. Hallur Flosason
14. Breki Þór Hermannsson
17. Ingi Þór Sigurðsson ('58)
20. Guðmundur Tyrfingsson ('71)
77. Haukur Andri Haraldsson

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Guðlaugur Baldursson

Gul spjöld:
Brynjar Snær Pálsson ('42)
Hlynur Sævar Jónsson ('87)
Oliver Stefánsson ('90)
Johannes Vall ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með sigri Blika. Þeir eru komnir áfram í 8. liða úrslit. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín Gult spjald: Johannes Vall (ÍA)
+5
90. mín Gult spjald: Oliver Stefánsson (ÍA)
+4
90. mín Gult spjald: Galdur Guðmundsson (Breiðablik)
+2
90. mín
5 mín bætt við.

Skagamenn þurfa að kasta sér öllum fram ef þeir ætla sér að jafna metin.
90. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Omar Sowe
MAAARRRRKKKK!!!
Gíslí Eyjólfsson að sjá til þess að ekki verði framlengt eða hvað?

Fékk flotta sendingu frá Omari, lagði hann fyrir sig fyrir utan teig og skaut honum snyrtilega í neðarlega í hægra hornið. Óverjandi fyrir Árna Snæ í markinu.
87. mín Gult spjald: Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
82. mín
Inn:Omar Sowe (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
81. mín
Ég sagði í lok fyrri hálfleiks að ég sæi ekki hvernig ÍA ætlaði sér að fá eitthvað út úr þessum leik....

Hef alveg gaman að hafa rangt fyrir mér stundum. En munum það að leikurinn er alls ekki búinn og það er framlenging og vító alveg í boði.
79. mín
Ingi Þór með flott skot að marki Blika úr teig Blika og Anton Ari þarf að hafa sig allan við að blaka boltanum yfir markið.
74. mín MARK!
Kaj Leo Í Bartalstovu (ÍA)
MAAAAARRRKKKK!!!!

Hvað var Davíð Ingvars og Anton Ari eiginlega að gera!

Það kom löng há sending fram úr vörn ÍA. Davíð Ingvars hleypur að boltanum og Anton Ari kemur langt út úr markinu og hleypur Davíð niður. Kaj Leo nær bara nær boltanum,

Anton Ari er kominn langt út úr teignum og Kaj ekki í vandræðum með að setja boltann í autt markið.
72. mín
Inn:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) Út:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
71. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (ÍA) Út:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Gísli ekki alveg heill eftir byltuna áðan.
71. mín Gult spjald: Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
68. mín
Allt að sjóða upp út á milli leikmanna. Mikkel Qvuist lenti saman við Kaj Leo sem lá eftir og vildi fá brot á Qvist. Ekkert dæmt. Jón Þór og Guðlaugur Baldurs voru brjálaðir yfir að ekki var dæmt. Stuttu seinna hoppar Qvist upp í skallabolta og Wöhler lá eftir og leikmenn ÍA urðu brjálaðir yfir því að Qvist hafi ekki fengið spjald.

Spennustigið er að hækka!
58. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Brynjar Snær Pálsson (ÍA)
Loksins náðu skagamenn skiptingunni. Brynjar Snær tekinn af velli.
57. mín
Skagamenn voru að undirbúa skiptingu. Blikar fengu horn og í hornspyrnunni gerðist eitthvað og Gísli Laxdal liggur eftir og þarf aðhlynningu.
55. mín
Sá á Twitter að það var verið að auglýsa eftir ÍA ultras.

Get látið vita af því að þau eru svo sannarlega hér á vellinum og eru búin að vera lífleg, sérstaklega þessar fyrstu mínútur seinni hálfleiksins.
53. mín
Hef varla undan við að skrifa því bæði lið eru að sækja til skiptis. Skagamenn hafa lifnað allverulega eftir markið og komu líflegir inn í seinni hálfleikinn. Verður fróðlegt að heyra hvað Jón Þór sagði inn í klefa í hálfleiknum.
50. mín Mark úr víti!
Kaj Leo Í Bartalstovu (ÍA)
SKAGAMENN MINNKA MUNINN
Gísli Laxdal féll niður í teignum og vítaspyrna dæmd. Virtist vera hárréttur dómur því ekki voru mikil mótmæli frá Blikum.

Kaj Leo fór á punktinn og setti hann örugglega framhjá Antoni Ara.

Við erum komin með leik í gang!
50. mín
VÍTASPYRNA!
49. mín
Frábær stungusending hjá Jóni Gísla Eyland þar sem Eyþór fékk boltann inn í teig. En Qvuist steig hann út.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn og Bikar byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
+3

Kominn hálfleikur. Fáum okkur kaffi og sjáum hvað seinni hálfleikur ber í skauti sér.
45. mín
+2

Fyrsta skot skagamanna að marki en Anton Ari átti ekki í vandræðum með skot Kaj Leós.
45. mín
Ég hreinlega veit ekki hvað þarf að breytast hjá heimamönnum ef þeir ætla sér að fá eitthvað út úr þessum leik. Blikar eru bara einu númeri of stórir fyrir þá.

Þremur mínútum bætt við.
42. mín Gult spjald: Brynjar Snær Pálsson (ÍA)
38. mín
Inn:Galdur Guðmundsson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Oliver er búinn að vera eitthvað að kveinka sér, haltraði hér áðan.
36. mín MARK!
Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Steindórsson
MAAARRRRKKKKK!
Boltinn skoppaði yfir Hlyn sem er nýkominn inn á, Ísak nær boltanum, sendir á Kidda sem kemur boltanum á Anton Loga sem kemur á ferðinni og þrumar boltanum í vinstra hornið.

Auðvelt.
35. mín
Inn:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA) Út:Alex Davey (ÍA)
33. mín
Alex haltar af velli og virkar mjög kvalinn. Skagamenn undirbúa skiptingu.
30. mín
Alex Davey liggur á jörðinni og kveinkar sér eftir að hafa hoppað upp á Ísak Snæ. Er að hljóta aðhlynningu en virðist sárþjáður.
24. mín
Fyrir utan markið að þá hefur eiginlegt færi ekki komið í leiknum. Kalla eftir fleiri færum og fleiri mörkum. Fáum smá líf í þetta!
21. mín
Það er aðeins að lifna yfir Skagamönnum og þeir eru farnir að færa sig ofar á völlinn. Gæti dottið inn jöfnunarmark?
15. mín Gult spjald: Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
15. mín
Forysta Blika er ekki óverðskulduð. Þeir ná að þrýsta ÍA mjög aftarlega trekk í trekk og Skagamenn treysta á skyndisóknir.
12. mín MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Dagur Dan Þórhallsson
MAAAARRRKKKK!!!!
Dagur Dan geystist upp völlinn, lék á hvern leikmann ÍA, lagði boltann á Kidda sem fór inn í teiginn og setti hann í fjærhornið hægra megin.

Virkilega flottur undirbúningur hjá Degi Dan og vel klárað hjá Kidda.
5. mín
Ísak Snær af miklu harðfylgni nær að leika sér með boltann inn í teig ÍA og sendir háa sendingu, of háa og ÍA nær að hreinsa frá.
2. mín
Blikar byrja að krafti og þrýsta Skagamönnum aftarlega. Boltinn berst til Olivers sem skýtur í átt að marki en boltinn framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Skagamenn byrja með boltann og leika í átt að sementsreitinum.
Fyrir leik
Fyrir leik
Jason Daði er tæpur vegna meiðsla

Jason Daði er ekki með í dag vegna þess að hann er tæpur vegna meiðsla samkv því sem Óskar Hrafn tjáði blaðamanni Vísi.is rétt í þessu.
Mæli með að ef þú lesandi góður ert á Twitter að nota myllumerkið #fotboltinet á meðan leik stendur.

Fyrir leik
Veðurfréttir

Lognið er alls ekkert að flýta sér á Flórídaskaganum og sól og bara næs veður. Hvet alla til þess að mæta á völlinn.
Fyrir leik
Ein breyting hjá Skagamönnum

Skagamenn gera eina breytingu á liði sínu frá jafnteflinu á móti FH í Bestu deildinni. Wout Droste kemur í stað Christian Wöhler sem er utan hóps.
Fyrir leik
Jason Daði ekki í leikmannahópi Blika
Byrjunarliðin eru komin inn.

Breiðablik vann 4-0 sigur gegn KR í síðasta deildarleik sínum. Jason Daði Svanþórsson er ekki í leikmannahópi Breiðabliks í kvöld. Mikkel Qvist byrjar en Viktor Örn Margeirsson er á bekknum. Damir Muminovic kemur inn í liðið eftir að hafa verið í banni gegn KR. Gísli Eyjólfsson varð fyrir meiðslum gegn KR en er á bekknum í kvöld.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik

Vilhjálmur Alvar heldur utanum flautuna og spjöldin í kvöld. Gylfi Már Sigurðsson er AD1 og Ragnar Þór Bender AD2
Fyrir leik

Liðin mættust í Bestu deildinni 7 maí og þar sigruðu Blikar örugglega 1 - 5 þar sem Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö mörk. Var svo tekinn af velli og villtist á sínum gamla heimavelli og ætlaði í varmannaskýli heimamanna eins og hann var vanur. Hafliði Breiðfjörð náði þessari skemmtilegu mynd af því.

En Ísak er búinn að vera á eldi í allt sumar. 11 mörk í 11 leikjum og hefur svo sannarlega vakið athygli.
Fyrir leik
Bikartölfræðin
Heimamenn hafa 9 sinnum orðið Bikarmeistarar. Síðast árið 2003 og höfðu ekki komist í úrslitaleik Bikarsins frá þeim tíma og þangað til í fyrra.

Breiðablik hefur einu sinni orðið Bikarmeistarar og var það árið 2009. Þeir fóru í úrslitaleikinn á móti Stjörnunni 2018 og töpuðu þar.

Liðin hafa mæst níu sinnum í Bikarkeppninni og hafa Skagamenn unnið 7 leiki en Blikar 2 og eru það í síðustu tvö skipti sem þau hafa mæst.

Síðast mættust liðin i 16 liða úrslitum árið 2016, einmitt á Norðurálsvelli og þar unnu Blikar 1 - 2.
Fyrir leik

Óskar Hrafn hefur svo sannarlega ástæðu til að brosa. Breiðablik eru langefstir í Bestu deildinni, búnir að sigra 10 af ellefu leikjum og skora 35 mörk og eru með besta og heitasta mann deildarinnar innaborðs....nánar um það á eftir.
Fyrir leik


Það er búið að vera bras á drengjum Jón Þórs þjálfara ÍA í Bestu deildinni í sumar. Sitja í 10 sæti deildarinnar með 8 stig og hafa ekki unnið leik síðan í annarri umferð. En hefur verið stígandi í síðustu leikjum og tvö jafntefli í röð gefa vonandi góð fyrirheit fyrir Skagamenn.

Skagamenn komust í úrslit Mjólkurbikarsins í fyrra og vilja alveg örugglega endurtaka það í ár.
Fyrir leik

Þetta er leikur í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. En eins og allir vita að þá er bikarkeppnin styðsta leið liða í Evrópu.
Fyrir leik
Hey hó og gleðilegan Mjólkubikar!


Verið velkomin á Norðurálsvöllinn á Akranesi þar sem heimamenn í ÍA taka á móti toppliði Bestu deildarinnar, Breiðablik! Leikurinn hefst kl. 19:45, verður vonandi skemmtilegur kvöldleikur.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Mikkel Qvist
3. Oliver Sigurjónsson ('38)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('82)
10. Kristinn Steindórsson
13. Anton Logi Lúðvíksson ('72)
16. Dagur Dan Þórhallsson
18. Davíð Ingvarsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
11. Gísli Eyjólfsson ('72)
14. Jason Daði Svanþórsson
15. Adam Örn Arnarson
21. Viktor Örn Margeirsson
24. Galdur Guðmundsson ('38)
30. Andri Rafn Yeoman
67. Omar Sowe ('82)

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Aron Már Björnsson
Alex Tristan Gunnþórsson
Ásdís Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Kristinn Steindórsson ('15)
Ísak Snær Þorvaldsson ('71)
Galdur Guðmundsson ('90)

Rauð spjöld: