
2




Eleda Stadion, Malmö
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Aðstæður: Sólin skín, 20 gráður og völlurinn frábær
Dómari: Dumitru Muntean (Moldóva)














Allt hrós á Víkinga, rosalega góð frammistaða við svakalega erfiðar aðstæður.
Það er allt opið fyrir seinni leikinn sem verður á þriðjudaginn í næstu viku á heimavelli hamingjunnar.

Helgi nýtir sér hræðileg varnarmistök Jonas Knudsen og laumar boltanum framhjá Dahlin markverði Malmö.
ÞETTA MARK GÆTI REYNST SVAKALEGA ÞÝÐINGARMIKIÐ!
Match fixing in Malmö
— Einar Guðnason (@EinarGudna) July 5, 2022
Eftir Gunnar Helgason pic.twitter.com/l6fzmwmzap
Þessi dómari kann bókstaflega ekki reglurnar. Fjórði dómari þurfti að leiðrétta hann áðan.
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) July 5, 2022
Galið
Fær hann ekki spjald fyrir að berja à auglýsingarskiltið þarna? Stórhættulegt að æsa svona upp à áhorfendum!
— Auðunn Blöndal (@Auddib) July 5, 2022


TELL EM ÓLI! #fotboltinet #eurovikes pic.twitter.com/XGhFY4hj2m
— Egill "Big Baby" Birgis (@Storabarnid) July 5, 2022
Ég er að horfa á leik Malmö og VÃkingur R. Bjór leyfður á vellinum. Eini sem er ölvaður er dómarinn.
— Jón JúlÃus Karlsson (@JonJKarlsson) July 5, 2022
Þetta er skandall, gæinn er að fa greitt fyrir hagræðingu, þessi rugl gulu spjöld og svo þetta rauða til að toppa þetta !
— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) July 5, 2022
Það sem ég finn til með stuðningsfólki #EuroVikes. Nú er bara að bÃta frá sér og halda haus. Skandall að svona dómari sé að dæma svona mikilvægan leik. #fotboltinet
— Matti Matti Matt. Hann/Him (@mattimatt) July 5, 2022
Skammarlegt hjá UEFA að láta þennan dómara dæma. Er à engum takt við eitt eða neitt og spjaldar allt og alla
— El Loco Gunnar (@GunniSchram1996) July 5, 2022
Andskotinn! Hafi ég einhvern tÃmanm séð dómara eyðileggja leik … 😡#fotboltinet
— Hanna-KatrÃn (@HannaKataF) July 5, 2022
Málmverjar búnir að buffa og úrbeina Kristal allan tÃmann. Hann svarar á fullkominn hátt en þessu moldóvska úrtaki fannst þá sniðugast að reka hann út af. Finn til með fólkinu hinum megin à Fossvoginum.
— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) July 5, 2022
Toivonen fékk að öskra á okkar fólk à stúkunni án þess að fá spjald
— Einar Guðnason (@EinarGudna) July 5, 2022
Láta þennan dómara blása à hléi, það aest langar leiðir að hann er með nokkra kalda à bumbunni. #eurovikes #fotboltinet
— G. Orri Rósenkranz (@OrriRosenkranz) July 5, 2022

Stoðsending: Jo Inge Berget


FÆR SITT ANNAÐ GULA SPJALD OG ÞAR MEÐ RAUTT, fyrir að ögra áhorfendum!
'Sussaði' á stuðningsmenn Malmö eftir að hann skoraði og fær sitt annað gula spjald. Hvaða þvæludómari er þetta???

Stoðsending: Pablo Punyed
Viktor Örlygur sem kemur boltanum á Pablo sem á baneitraða sendingu á Kristal sem er í dauðafæri og skorar af yfirvegun.
3 mörk í 3 Evrópuleikjum.
Þessi dómari þarna à Malmö er stórhættulegur. Ætti að fá alvarlegt tiltal à hálfleik.
— Hans Steinar (@hanssteinar) July 5, 2022



Eftir endursýningu er spurning hvort Halldór Smári hefði ekki hreinlega átt að fá vítaspyrnu!?? Sparkað í höfuð Halldórs þarna áðan. Það er ekki VAR á þessu stigi keppninnar. Leikmenn Víkings voru ekki mikið að kalla eftir víti.
Djöfuls skÃtamark!!!
— Hrafn Kristjánsson 🇺🇦 (@ravenk72) July 5, 2022

Stoðsending: Veljko Birmancevic
Skotið breytti um stefnu af Júlíusi Magnússyni og Þórður Ingason var sigraður.
Svekkjandi eftir fína byrjun Víkinga.
MÅL! Martin Olsson med sitt första mål för MFF!#MFFVIK | 1–0 | (16) pic.twitter.com/fZT8OFqGxg
— Malmö FF (@Malmo_FF) July 5, 2022
Oliver Ekroth skallar boltann frábærlega inn eftir aukaspyrnu frá Pablo. Frábær spyrna og skallinn geggjaður. En Ekroth flaggaður rangstæður svo þetta telur ekki.

Doddi Inga
Karl - Ekroth - Halldór Smári - Logi
Erlingur - Júlli Magg - Pablo - Viktor Örlygur
Kristall Máni - Nikolaj
Malmö er sagt vera í 5-3-2.

Kári Árnason talaði um það á fréttamannafundi í gær að Anders Christiansen væri leikmaður sem Víkingar þyrftu sérstaklega að gæta sín á. Christiansen er 32 ára danskur miðjumaur og er með fyrirliðabandið hjá Malmö.
15 mÃnútur à þessa veislu. Okkar fólk er að komast à gang. #eurovikes pic.twitter.com/ofKcxl9Nok
— Hörður Ãgústsson (@horduragustsson) July 5, 2022
Við feðgarnir sitjum á Ölveri með Jón og Hillý. Jón er handviss um sigur okkar manna. Það gefur mér sjálfstraust.
— Einar Guðnason (@EinarGudna) July 5, 2022
H alldór Smári appreciation society #EuroVikes pic.twitter.com/Wkk4hhWIix
— dóri Sævarsson (@halldoringi) July 5, 2022
Aldrei vekja mig #EuroVikes pic.twitter.com/oQMP1h6bj2
— Hörður Ãgústsson (@horduragustsson) July 5, 2022
Our starting - 11 for the game against
— VÃkingur (@vikingurfc) July 5, 2022
🆚 @Malmo_FF @St2Sport @footballiceland#ChampionsLeague #fotboltinet #st2sport #vikesmalmö pic.twitter.com/GFlZcXzhrh
#EuroVikes pic.twitter.com/d75UmLSXrW
— Björn Friðgeir Björnsson (@bjornfr) July 5, 2022
Fegurðin. Þetta er að bresta á #EuroVikes pic.twitter.com/wIEaxX2WFb
— Hörður Ãgústsson (@horduragustsson) July 5, 2022

Þegar þetta er skrifað er Lengjan.is að bjóða upp á stuðulinn 10,14 á Víking en 1,14 á Malmö sigur. Jafntefli er 4,66.

Þjálfari sænska meistaraliðsins er Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkinga. Hann var mættur á úrslitaleik umspilsins í Víkinni um daginn.
Malmö er sem stendur í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en liðið tapaði fyrir Sundsvall í síðasta deildarleik. Það er þokkaleg press á Milos fyrir þetta einvígi gegn hans fyrrum félagi.
Íslands og bikarmeistarar Víkings hafa verið á mikilli sigurbraut að undanförnu og unnið átta leiki í röð, síðan liðið tapaði fyrir Breiðabliki á heimavelli þann 16. maí.
Sigurleikirnir átta:
Valur 1-3 Víkingur (Besta)
Haukar 0-7 Víkingur (Bikarinn)
Víkingur 2-1 KA (Besta)
ÍBV 0-3 Víkingur (Besta)
Víkingur 6-1 Levadia (Evrópa)
Víkingur 1-0 Inter Andorra (Evrópa)
Selfoss 0-6 Víkingur (Bikarinn)
KR 0-3 Víkingur (Besta)

Dómarinn kemur frá Moldóvu og heitir Muntean. Þess má geta að hann hefur dæmt á Víkingsvelli en hann dæmdi U21 landsleik gegn Írlandi 2019. Hann dæmdi annan leik á Íslandi fyrr á því ári, leik Stjörnunnar og Espanyol.

Kristall Máni Ingason hefur skorað í báðum Evrópuleikjum sínum til þessa en hann skoraði gegn Levadia Tallinn og svo sigurmarkið gegn Inter Escaldes frá Andorra.
"Ég ætla að setja eitt út í Malmö og halda þessu áfram. Ég get ekki beðið eftir því að spila á móti þeim, ef við mætum undirbúnir og með fullan fókus þá tel ég að við getum strítt þeim. Við getum gert eitthvað en þetta verður mjög erfitt. Við sjáum hvar við erum staddir miðað við þá og það er geggjað," sagði Kristall í viðtali eftir að Víkingur tryggði sér sigur í umspilinu.
Ef Íslands- og bikarmeistararnir koma á óvart og vinna Malmö mun liðið mæta Ballkani frá Kosóvó eða Zalgiris frá Litháen í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.
Ef Víkingur tapar þá fer liðið inn í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar og leikur gegn The New Saints frá Wales eða Linfield frá Norður-Írlandi.
Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og textalýsingin er frá þeirri útsendingu en við erum með okkar mann á vellinum, Halldór Inga Sævarsson, sem mun vonandi senda okkur einhverja mola.














