City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
   fös 24. júní 2022 22:33
Elvar Geir Magnússon
Kristall Máni: Ég ætla að setja eitt úti í Malmö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar komust í kvöld í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar með því að vinna 1-0 sigur gegn Inter Escaldes frá Andorra á Víkingsvelli.

Víkingar áttu alls ekki góðan leik en náðu hinsvegar að klára verkefnið og koma sér í einvígi gegn Malmö. Kristall Máni Ingason reyndist bjargvættur Víkinga og skoraði eina markið.

Lestu um leikinn: Inter Escaldes 0 -  1 Víkingur R.

„Þetta var erfitt og menn virkuðu þreyttir en geggjað að ná inn marki og klára þennan leik. Það er það eina sem skiptir máli," sagði Kristall eftir leik.

Var þetta erfiðari leikur en menn bjuggust við?

„Nei ekki þannig, við vissum að þeir væru að fara að liggja til baka og vera þéttir. Við þurftum bara 1-0. Nú fer bara fullur fókus á að undirbúa okkur fyrir Selfoss (bikarinn á þriðjudag) og svo fer maður að hugsa um Malmö."

Staðan var markalaus í hálfleik. Það sást á hliðarlínunni að Arnari Gunnlaugs var ekki skemmt yfir frammistöðu Víkinga. Hvað sagði hann við menn í hálfleiknum?

„Bara að vera þolinmóðir og skila okkur inn í teiginn. Við þurftum að koma boltanum inn í teiginn, þá koma flestu mörkin."

Er ekki gaman að taka þátt í Evrópukeppni?

„Þetta er fyrsta skiptið mitt og þetta er geggjað."

Kristall hefur skorað í báðum Evrópuleikjum sínum til þessa en hann skoraði einnig gegn Levadia Tallinn.

„Ég ætla að setja eitt út í Malmö og halda þessu áfram. Ég get ekki beðið eftir því að spila á móti þeim, ef við mætum undirbúnir og með fullan fókus þá tel ég að við getum strítt þeim. Við getum gert eitthvað en þetta verður mjög erfitt. Við sjáum hvar við erum staddir miðað við þá og það er geggjað."
Athugasemdir
banner
banner
banner