Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   fös 24. júní 2022 22:33
Elvar Geir Magnússon
Kristall Máni: Ég ætla að setja eitt úti í Malmö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar komust í kvöld í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar með því að vinna 1-0 sigur gegn Inter Escaldes frá Andorra á Víkingsvelli.

Víkingar áttu alls ekki góðan leik en náðu hinsvegar að klára verkefnið og koma sér í einvígi gegn Malmö. Kristall Máni Ingason reyndist bjargvættur Víkinga og skoraði eina markið.

Lestu um leikinn: Inter Escaldes 0 -  1 Víkingur R.

„Þetta var erfitt og menn virkuðu þreyttir en geggjað að ná inn marki og klára þennan leik. Það er það eina sem skiptir máli," sagði Kristall eftir leik.

Var þetta erfiðari leikur en menn bjuggust við?

„Nei ekki þannig, við vissum að þeir væru að fara að liggja til baka og vera þéttir. Við þurftum bara 1-0. Nú fer bara fullur fókus á að undirbúa okkur fyrir Selfoss (bikarinn á þriðjudag) og svo fer maður að hugsa um Malmö."

Staðan var markalaus í hálfleik. Það sást á hliðarlínunni að Arnari Gunnlaugs var ekki skemmt yfir frammistöðu Víkinga. Hvað sagði hann við menn í hálfleiknum?

„Bara að vera þolinmóðir og skila okkur inn í teiginn. Við þurftum að koma boltanum inn í teiginn, þá koma flestu mörkin."

Er ekki gaman að taka þátt í Evrópukeppni?

„Þetta er fyrsta skiptið mitt og þetta er geggjað."

Kristall hefur skorað í báðum Evrópuleikjum sínum til þessa en hann skoraði einnig gegn Levadia Tallinn.

„Ég ætla að setja eitt út í Malmö og halda þessu áfram. Ég get ekki beðið eftir því að spila á móti þeim, ef við mætum undirbúnir og með fullan fókus þá tel ég að við getum strítt þeim. Við getum gert eitthvað en þetta verður mjög erfitt. Við sjáum hvar við erum staddir miðað við þá og það er geggjað."
Athugasemdir
banner