Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   fös 24. júní 2022 22:33
Elvar Geir Magnússon
Kristall Máni: Ég ætla að setja eitt úti í Malmö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar komust í kvöld í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar með því að vinna 1-0 sigur gegn Inter Escaldes frá Andorra á Víkingsvelli.

Víkingar áttu alls ekki góðan leik en náðu hinsvegar að klára verkefnið og koma sér í einvígi gegn Malmö. Kristall Máni Ingason reyndist bjargvættur Víkinga og skoraði eina markið.

Lestu um leikinn: Inter Escaldes 0 -  1 Víkingur R.

„Þetta var erfitt og menn virkuðu þreyttir en geggjað að ná inn marki og klára þennan leik. Það er það eina sem skiptir máli," sagði Kristall eftir leik.

Var þetta erfiðari leikur en menn bjuggust við?

„Nei ekki þannig, við vissum að þeir væru að fara að liggja til baka og vera þéttir. Við þurftum bara 1-0. Nú fer bara fullur fókus á að undirbúa okkur fyrir Selfoss (bikarinn á þriðjudag) og svo fer maður að hugsa um Malmö."

Staðan var markalaus í hálfleik. Það sást á hliðarlínunni að Arnari Gunnlaugs var ekki skemmt yfir frammistöðu Víkinga. Hvað sagði hann við menn í hálfleiknum?

„Bara að vera þolinmóðir og skila okkur inn í teiginn. Við þurftum að koma boltanum inn í teiginn, þá koma flestu mörkin."

Er ekki gaman að taka þátt í Evrópukeppni?

„Þetta er fyrsta skiptið mitt og þetta er geggjað."

Kristall hefur skorað í báðum Evrópuleikjum sínum til þessa en hann skoraði einnig gegn Levadia Tallinn.

„Ég ætla að setja eitt út í Malmö og halda þessu áfram. Ég get ekki beðið eftir því að spila á móti þeim, ef við mætum undirbúnir og með fullan fókus þá tel ég að við getum strítt þeim. Við getum gert eitthvað en þetta verður mjög erfitt. Við sjáum hvar við erum staddir miðað við þá og það er geggjað."
Athugasemdir
banner
banner