Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fös 24. júní 2022 22:33
Elvar Geir Magnússon
Kristall Máni: Ég ætla að setja eitt úti í Malmö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar komust í kvöld í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar með því að vinna 1-0 sigur gegn Inter Escaldes frá Andorra á Víkingsvelli.

Víkingar áttu alls ekki góðan leik en náðu hinsvegar að klára verkefnið og koma sér í einvígi gegn Malmö. Kristall Máni Ingason reyndist bjargvættur Víkinga og skoraði eina markið.

Lestu um leikinn: Inter Escaldes 0 -  1 Víkingur R.

„Þetta var erfitt og menn virkuðu þreyttir en geggjað að ná inn marki og klára þennan leik. Það er það eina sem skiptir máli," sagði Kristall eftir leik.

Var þetta erfiðari leikur en menn bjuggust við?

„Nei ekki þannig, við vissum að þeir væru að fara að liggja til baka og vera þéttir. Við þurftum bara 1-0. Nú fer bara fullur fókus á að undirbúa okkur fyrir Selfoss (bikarinn á þriðjudag) og svo fer maður að hugsa um Malmö."

Staðan var markalaus í hálfleik. Það sást á hliðarlínunni að Arnari Gunnlaugs var ekki skemmt yfir frammistöðu Víkinga. Hvað sagði hann við menn í hálfleiknum?

„Bara að vera þolinmóðir og skila okkur inn í teiginn. Við þurftum að koma boltanum inn í teiginn, þá koma flestu mörkin."

Er ekki gaman að taka þátt í Evrópukeppni?

„Þetta er fyrsta skiptið mitt og þetta er geggjað."

Kristall hefur skorað í báðum Evrópuleikjum sínum til þessa en hann skoraði einnig gegn Levadia Tallinn.

„Ég ætla að setja eitt út í Malmö og halda þessu áfram. Ég get ekki beðið eftir því að spila á móti þeim, ef við mætum undirbúnir og með fullan fókus þá tel ég að við getum strítt þeim. Við getum gert eitthvað en þetta verður mjög erfitt. Við sjáum hvar við erum staddir miðað við þá og það er geggjað."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner