Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 24. júní 2022 22:33
Elvar Geir Magnússon
Kristall Máni: Ég ætla að setja eitt úti í Malmö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar komust í kvöld í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar með því að vinna 1-0 sigur gegn Inter Escaldes frá Andorra á Víkingsvelli.

Víkingar áttu alls ekki góðan leik en náðu hinsvegar að klára verkefnið og koma sér í einvígi gegn Malmö. Kristall Máni Ingason reyndist bjargvættur Víkinga og skoraði eina markið.

Lestu um leikinn: Inter Escaldes 0 -  1 Víkingur R.

„Þetta var erfitt og menn virkuðu þreyttir en geggjað að ná inn marki og klára þennan leik. Það er það eina sem skiptir máli," sagði Kristall eftir leik.

Var þetta erfiðari leikur en menn bjuggust við?

„Nei ekki þannig, við vissum að þeir væru að fara að liggja til baka og vera þéttir. Við þurftum bara 1-0. Nú fer bara fullur fókus á að undirbúa okkur fyrir Selfoss (bikarinn á þriðjudag) og svo fer maður að hugsa um Malmö."

Staðan var markalaus í hálfleik. Það sást á hliðarlínunni að Arnari Gunnlaugs var ekki skemmt yfir frammistöðu Víkinga. Hvað sagði hann við menn í hálfleiknum?

„Bara að vera þolinmóðir og skila okkur inn í teiginn. Við þurftum að koma boltanum inn í teiginn, þá koma flestu mörkin."

Er ekki gaman að taka þátt í Evrópukeppni?

„Þetta er fyrsta skiptið mitt og þetta er geggjað."

Kristall hefur skorað í báðum Evrópuleikjum sínum til þessa en hann skoraði einnig gegn Levadia Tallinn.

„Ég ætla að setja eitt út í Malmö og halda þessu áfram. Ég get ekki beðið eftir því að spila á móti þeim, ef við mætum undirbúnir og með fullan fókus þá tel ég að við getum strítt þeim. Við getum gert eitthvað en þetta verður mjög erfitt. Við sjáum hvar við erum staddir miðað við þá og það er geggjað."
Athugasemdir
banner
banner