Keflavík
3
1
Fram
Frans Elvarsson
'3
1-0
Patrik Johannesen
'31
2-0
2-1
Guðmundur Magnússon
'74
Nacho Heras
'78
3-1
03.07.2022 - 19:15
HS Orku völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Blæs úr norðri en sólin skín og veður milt. Völlurinn alveg ágætur
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 520
Maður leiksins: Nacho Heras
HS Orku völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Blæs úr norðri en sólin skín og veður milt. Völlurinn alveg ágætur
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 520
Maður leiksins: Nacho Heras
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
10. Kian Williams
('89)
16. Sindri Þór Guðmundsson
18. Ernir Bjarnason
23. Joey Gibbs
('89)
24. Adam Ægir Pálsson
('78)
25. Frans Elvarsson (f)
('76)
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen
Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
5. Stefán Jón Friðriksson
8. Ari Steinn Guðmundsson
('89)
9. Adam Árni Róbertsson
('78)
10. Dagur Ingi Valsson
('76)
11. Helgi Þór Jónsson
('89)
22. Ásgeir Páll Magnússon
Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Jón Örvar Arason
Gunnar Örn Ástráðsson
Óskar Rúnarsson
Gul spjöld:
Joey Gibbs ('59)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þægilegur sigur staðreynd fyrir Keflavík sem fara í 14 stig í 7.sæti og minnka þar með bilið í KR og efri hluta deildarinnar.
Viðtöl og skýrsla væntanleg.
Viðtöl og skýrsla væntanleg.
92. mín
Þetta er að fjara út hér í Keflavík, nema hjá nágrönnum Keflavíkur á Faxabraut sem sprengja flugelda.
89. mín
Hröð sókn Fram, Jesus finnur Gumma í teignum en sending Gumma finnur svo ekki samherja í teignum og heimamenn koma boltanum í horn.
88. mín
Heimamenn í virkilega áltilegri sókn en Ólafur grípur fyrirgjöf Adams Árna næsta auðveldlega.
80. mín
Heimamenn sækja hratt og tæta í sundur vörn Fram. Patrik setur boltann í netið en réttilega dæmdur rangstæður.
79. mín
Fram fær horn en Keflavík hreinsar frá marki sínu. Gestirnir byggja upp að nýju.
78. mín
MARK!
Nacho Heras (Keflavík)
Boltinn berst yfir á fjærstöng þar sem hann dettur niður og virðist stefna afturfyrir. Keflvíkingar frekari og ná boltanum aftur fyrir mitt markið þar sem hann á endanum berst á Nacho frá Degi Inga sem er nýkominn inná. Nacho verða ekki á nein mistök og hamrar boltann í netið af stuttu færi.
74. mín
MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Stoðsending: Tiago Fernandes
Stoðsending: Tiago Fernandes
10 mörk komin hjá kappanum!
Fær fyrirgjöf inn á teiginn frá vinstri og gerir engin mistök og skallar boltann i netið af markteigslínunni.
Fær fyrirgjöf inn á teiginn frá vinstri og gerir engin mistök og skallar boltann i netið af markteigslínunni.
73. mín
Kian nær að snúa í teignum eftir sókn Keflavíkur en skot hans úr fínu færi yfir markið.
70. mín
Gestirnir heldur sótt í sig veðrið og eru að leggja meira púður í sóknarleikinn en hingað til í leiknum.
63. mín
Gibbs reynir að stýra fyrirgjöf fa Sindra Þór í netið af markteig en nær ekki almennilega til boltans sem fer í fang Ólafs í markinu.
59. mín
Gult spjald: Joey Gibbs (Keflavík)
Brýtur af sér við varamannabekkina og uppsker gult spjald.
58. mín
Indriði Áki skallar boltann stórkostlega í netið eftir góða sókn, en var því miður rangstæður að mati aðstoðardómara.
Tæpt en líklega rétt.
Tæpt en líklega rétt.
56. mín
Verið meiri kraftur í leik Fram hér fyrstu 10 í seinni en hafa samt sem áður ekkert verið að skapa sér fram á við.
52. mín
Gibbs í færi en Ólafur Íshólm bjargar.
Nær til boltans á marklínunni og kemur í veg fyrir að Gibbs klári leikinn fyrir heimamenn.
Nær til boltans á marklínunni og kemur í veg fyrir að Gibbs klári leikinn fyrir heimamenn.
51. mín
Thiago kemst inn á teig og með fínt svæði til að vinna með. reynir að setja boltann fyrir markið en setur boltann beint í fang Sindra í markinu.
49. mín
Hröð sókn Keflavíkur, Adam Ægir leggur boltann í hlaupið hjá Sindra Þór sem reynir fyrirgjöf en varnarmenn skalla boltann í horn.
45. mín
Hálfleikur
Einar flautar til hálfleiks her í Keflavík. Heimamenn leiða nokkuð verðskuldað og gestirnir þurfa að bita í skjaldarrendur í síðari hálfleik.
Margir leikmenn verið sprækir í liði Keflavíkur í fyrri hálfleik en verð að taka Erni Bjarnason út fyrir sviga sem hefur átt erfitt uppdráttar í mörgum leikjum til þessa. Hann er að spila af öryggi og verið mjög góður á miðju Keflavíkur til þessa í leiknum.
Margir leikmenn verið sprækir í liði Keflavíkur í fyrri hálfleik en verð að taka Erni Bjarnason út fyrir sviga sem hefur átt erfitt uppdráttar í mörgum leikjum til þessa. Hann er að spila af öryggi og verið mjög góður á miðju Keflavíkur til þessa í leiknum.
45. mín
Alex Freyr fer fram hjá Nacho mesta auðveldlega, Nacho eltir hann, nær honum og setur boltann í horn. Spánverjinn hafði engan húmor fyrir þessum töktum hjá Alex
Ekkert varð úr horninu.
Ekkert varð úr horninu.
43. mín
Heimamenn að ógna, Gibbs tekur boltann niður fyrir Patrik sem lætur vaða úr D-boganum en boltinn hárfínt framhjá stönginni hægra megin.
41. mín
Heimamenn verið beittari í sínum aðgerðum og staðan líklega sanngjörn, Fram vissulega átt sín skot en hafa aldrei opnað vörn Keflvíkinga til þessa í leiknum.
36. mín
Aftur fær Fram horn, Fred með skot í varnarmann og afturfyrir.
En aftur verður ekkert úr.
En aftur verður ekkert úr.
35. mín
Fram fær horn.
Sindri meö vörslu en ég leit í augnablik frá vellinum og sá ekki hver lét vaða.
Ekkert verður úr horninu.
Sindri meö vörslu en ég leit í augnablik frá vellinum og sá ekki hver lét vaða.
Ekkert verður úr horninu.
31. mín
MARK!
Patrik Johannesen (Keflavík)
Stoðsending: Frans Elvarsson
Stoðsending: Frans Elvarsson
Heimamenn tvöfalda forystu sína!
Frábært spil heimamanna upp völlinn. Nacho leggur boltann á Frans sem framlengir hann á Patrik í teignum sem skorar af öryggi einn gegn Ólafi í markinu.
Ansi margt sem klikkaði í varnarleik Fram þarna.
Frábært spil heimamanna upp völlinn. Nacho leggur boltann á Frans sem framlengir hann á Patrik í teignum sem skorar af öryggi einn gegn Ólafi í markinu.
Ansi margt sem klikkaði í varnarleik Fram þarna.
27. mín
Mikill barningur á vellinum síðustu mínútur. Keflvíkingar líklegri með mínum augum séð en gestirnir úr Úlfarsárdal átt álitleg augnablik sömuleiðis.
21. mín
Fred lætur vaða á markið bara frá vítateigshorni og boltinn rétt framhjá markvinklinum.
Alls ekki galin tilraun.
Alls ekki galin tilraun.
19. mín
Frans brýtur á Thiago og Fram á aukaspyrnu á þokkalegum stað. Gumma Magg langar að skjóta.
14. mín
Keflvíkingar reyna að sækja hratt en boltinn frá Patrik ætlaður Kian of innarlega og Ólafur hirðir hann upp.
13. mín
Adam Ægir með ágætan möguleika á fyrirgjöf úti til hægri en setur boltann of innarlega og beint í fang Ólafs.
8. mín
Fram reynt að þrýsta liðinu ofar á völlinn eftir markið en komast lítt áleiðis gegn vörn heimamanna hér í upphafi.
3. mín
MARK!
Frans Elvarsson (Keflavík)
Rosalegt kaðrak í teignum eftir hornið og boltinn hrekkur mann af manni.
Mér sýnist það vera Frans sem skóflar boltanum yfir línunna en ég er alls ekki viss
Almarr hreinsar boltann í Frans og þaðan fer boltinn í netið. Skelfilegt fyrir gestaliðið en heimamönnum gæti eflaust ekki verið meira sama enda komnir yfir.
Mér sýnist það vera Frans sem skóflar boltanum yfir línunna en ég er alls ekki viss
Almarr hreinsar boltann í Frans og þaðan fer boltinn í netið. Skelfilegt fyrir gestaliðið en heimamönnum gæti eflaust ekki verið meira sama enda komnir yfir.
2. mín
Fyrsta marktilraun leiksins kominn, boltinn fyrir markið frá hægri þar sem Joey Gibbs skallar að marki en hittir ekki rammann.
2. mín
Við fyrstu sýn virðast bæði lið vera i útfærslu af klassísku 4-4-2. Reyni að færa nánari uppstillingu inn við tækifæri.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er hafið hér í Keflavík, það eru heimamenn sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga hér til vallar og allt til reiðu. Formlegtheitin í handabandi fyrirliða og uppkast að baki.
Fyrir leik
Byrjunarliðin mætt í hús
Hjá Keflavík tekur Ivan Kaliuzhnyi út leikbann eftir rautt spjald í síðasta leik gegn Stjörnunni og hefur því að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik fyrir Keflavík Ernir Bjarnason tekur stöðu hans á miðjunni. Ingimundur Aron Guðnason er þá ekki með Keflavík í kvöld en Patrik Johannesen kemur inn í hans stað.
Hosine Bility er farinn fra´fram líkt og fram kom í vikunni og leikur því ekki frekar með Fram. Bilty fer úr liðinu frá bikartapinu gegn Fram sem og Jesus Gomes og Jannik Holmsgaard
Inn í þeirra stað koma þeir Almarr Ormarsson, Hlynur Atli Magnússon Alex Freyr Elísson
Hjá Keflavík tekur Ivan Kaliuzhnyi út leikbann eftir rautt spjald í síðasta leik gegn Stjörnunni og hefur því að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik fyrir Keflavík Ernir Bjarnason tekur stöðu hans á miðjunni. Ingimundur Aron Guðnason er þá ekki með Keflavík í kvöld en Patrik Johannesen kemur inn í hans stað.
Hosine Bility er farinn fra´fram líkt og fram kom í vikunni og leikur því ekki frekar með Fram. Bilty fer úr liðinu frá bikartapinu gegn Fram sem og Jesus Gomes og Jannik Holmsgaard
Inn í þeirra stað koma þeir Almarr Ormarsson, Hlynur Atli Magnússon Alex Freyr Elísson
Fyrir leik
Tríóið
Einar Ingi Jóhannsson blæs í flautu sína í leik dagsins. Einar hefur dæmt sex leiki til þessa í Bestu deildinni og gefið í þeim alls 19 gul spjöld og dæmt tvær vítaspyrnur. Hann á þó enn eftir að lyfta rauða spjaldinu í Bestu deildinni á tímabilinu.
Einari til aðstoðar eru Kristján Már Ólafs og Antoníus Bjarki Halldórsson. Fjórði dómari er Pétur Guðmundsson og eftirlitsmaður KSÍ er Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.
Einar Ingi Jóhannsson blæs í flautu sína í leik dagsins. Einar hefur dæmt sex leiki til þessa í Bestu deildinni og gefið í þeim alls 19 gul spjöld og dæmt tvær vítaspyrnur. Hann á þó enn eftir að lyfta rauða spjaldinu í Bestu deildinni á tímabilinu.
Einari til aðstoðar eru Kristján Már Ólafs og Antoníus Bjarki Halldórsson. Fjórði dómari er Pétur Guðmundsson og eftirlitsmaður KSÍ er Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.
Fyrir leik
Keflavík
Heimamenn í Keflavík sitja sæti ofar en Fram með einu stigi meira meira eða 11 stig. 3 sigar, 2 jafntefli og fimm töp með markatöluna 16-19 er uppskeran í fyrstu 10 leikjum liðsins. Sigurður Ragnar þjálfari þeirra hefur sagt að honum finnist liðið betra en í fyrra en ef tölfræðin er skoðuð sjást áhugaverðir hlutir.
Eftir 10 leiki í fyrra var Keflavíkurliðið með 11 stig í 10.sæti deildarinnar eftir jú 3 sigra, 2 jafntefli og 3 töp með markatöluna 11-17. Liðið er því vissulega á betri stað í deildinni en með sama stigafjölda og ögn betri markatölu en í fyrra.
Ivan Kaliuzhnyi hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik fyrir Keflavík en maðurinn sem að sögn Sigga Ragga kostar miljón dollara er á leið aftur til Úkraínu eftir lánsdvöl hjá Keflavík. Joey Gibbs leikur eftir því sem ég best veit sinn síðasta leik í bili fyrir Keflavík en hann heldur heim á leið þar sem eiginkona hans á von á barni á næstu dögum. Hann mun þó snúa aftur í kringum næstu mánaðarmót.
Heimamenn í Keflavík sitja sæti ofar en Fram með einu stigi meira meira eða 11 stig. 3 sigar, 2 jafntefli og fimm töp með markatöluna 16-19 er uppskeran í fyrstu 10 leikjum liðsins. Sigurður Ragnar þjálfari þeirra hefur sagt að honum finnist liðið betra en í fyrra en ef tölfræðin er skoðuð sjást áhugaverðir hlutir.
Eftir 10 leiki í fyrra var Keflavíkurliðið með 11 stig í 10.sæti deildarinnar eftir jú 3 sigra, 2 jafntefli og 3 töp með markatöluna 11-17. Liðið er því vissulega á betri stað í deildinni en með sama stigafjölda og ögn betri markatölu en í fyrra.
Ivan Kaliuzhnyi hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik fyrir Keflavík en maðurinn sem að sögn Sigga Ragga kostar miljón dollara er á leið aftur til Úkraínu eftir lánsdvöl hjá Keflavík. Joey Gibbs leikur eftir því sem ég best veit sinn síðasta leik í bili fyrir Keflavík en hann heldur heim á leið þar sem eiginkona hans á von á barni á næstu dögum. Hann mun þó snúa aftur í kringum næstu mánaðarmót.
Fyrir leik
Fram
Nýliðar fram una ágætlega við sitt það sem af er móti. Hrakspár fjölmargra um að liðið yrði fallbyssufóður hafa verið hraktar og liðið situr í 8.sæti deildarinnar með 10 stig. Sigurleikirnir eru reyndar bara tveir í 10 leikjum en liðið hefur þótt leika vel og skorað mest allra liða í neðri helmingi deildarinnar eða alls 19 mörk.
Guðmundur Magnússon hefur þar verið atkvæðamikill með 9 mörk í 11 10 leikjum en fyrir tímabilið var hann með 8 mörk í 71 leik.
Nýliðar fram una ágætlega við sitt það sem af er móti. Hrakspár fjölmargra um að liðið yrði fallbyssufóður hafa verið hraktar og liðið situr í 8.sæti deildarinnar með 10 stig. Sigurleikirnir eru reyndar bara tveir í 10 leikjum en liðið hefur þótt leika vel og skorað mest allra liða í neðri helmingi deildarinnar eða alls 19 mörk.
Guðmundur Magnússon hefur þar verið atkvæðamikill með 9 mörk í 11 10 leikjum en fyrir tímabilið var hann með 8 mörk í 71 leik.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
6. Gunnar Gunnarsson
6. Tryggvi Snær Geirsson
('63)
7. Guðmundur Magnússon (f)
10. Fred Saraiva
('46)
11. Almarr Ormarsson
('82)
14. Hlynur Atli Magnússon
21. Indriði Áki Þorláksson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
71. Alex Freyr Elísson
('82)
Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
10. Orri Gunnarsson
11. Magnús Þórðarson
('46)
13. Jesus Yendis
('82)
15. Breki Baldursson
26. Aron Kári Aðalsteinsson
('82)
32. Aron Snær Ingason
('63)
Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Magnús Þorsteinsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson
Einar Haraldsson
Stefán Bjarki Sturluson
Gul spjöld:
Indriði Áki Þorláksson ('61)
Gunnar Gunnarsson ('61)
Rauð spjöld: