

Víkingsvöllur
Forkeppni Meistaradeildar karla
Aðstæður: Gerast sennilega ekki betri. Örlítil gola og blautt gervigras.
Dómari: John Beaton (Skotland)










Takk fyrir mig í kvöld.
Karl Friðleifur fær boltann út til hægri og finnur Ara við teiginn og Ari nær skoti og boltinn af varnarmanni og afturfyrir.
Þessi hefði mátt syngja



Stoðsending: Nikolaj Hansen
Pablo tekur stutta hornspyrnu á Viktor Örlyg sem leggur hann aftur á Pablo sem lyftir boltanum inn á teiginn á Nikolaj sem skallar boltann áfram á Karl Friðleif sem setur boltann í netið
JÁJÁ!
Davíð Örn fær boltann og finnur Ara Sigurpálsson sem finnur Júlla Magg fyrir utan teig sem fíflar einn Svía áður en hann lætur vaða en boltinn ekki nógu utarlega og beint í hendur á Dahlin.
Lítið að gerast þessa stundina en mark frá Víking myndi setja alvöru pressu á Svíþjóðarmeistarana.
Pablo tekur spyrnuna sem Malmö skalla boltann í burtu en Erlingur nær til boltans og nær skoti og boltinn fer af varnarmanni og á Karl Friðleif sem nær fyrirgjöf í átt að Nikolaj sem nær ekki að skalla boltann í netið.


Stoðsending: Davíð Örn Atlason
Davíð Örn fær boltann út til vinstri og á frábæran bolta inn á teiginn. Nikolaj tekur vel við honum áður en hann leggur boltann í netið.
Það er einhver von!!
Í þetta skipti finnur hann Birmancevic inn fyrir sem nær skoti en Ingvar ver vel.

Stoðsending: Felix Beijmo
Felix Bejmo og Sergio Perna fara á langan þríhyrning og Bejmo fær boltann við teiginn og rennir boltanum fyrir markið og þar mætir fyrirliði Malmö og rennir boltanum í netið.
Orðið brekka fyrir Víkinga.
Seinni hálfleikurinn eftir 15 mínútur.


Stoðsending: Sergio Pena
Sergio Pena fær boltann og lyftir boltanum út til vinstri í hlaup á Felix Beijmo sem sleppur einn í gegn og setur boltann í netið.

Birmancevic tekur spyrnuna á hausinn á Kiese sem skallar boltann yfir.
Pablo Punyed tekur spyrnuna en hún fer framhjá.
Þetta er allt à góðu…Malmö var alltaf að fara skora à þessum leik! Koma svo Vikes
— Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) July 12, 2022

Stoðsending: Kiese Thelin
Kiese Thelin fær boltann við miðjuhringinn og nær að lauma boltanum á milli Halldórs og Ekroth á Birmancevic sem sleppir einn í gegn á móti Ingvari og setur boltann milli fóta Ingvars og í netið.
1-1
Olsson tekur snögga aukaspyrnu á miðjum velli inn fyrir á Birmancevic en Ekroth eltir hann upp og setur boltann í horn sem ekkert verður úr.
Víkingar halda áfram að verjast gríðarlega vel.
Djöfull er gaman að fylgjast með @PabloPunyed spila, alvöru gæði ðŸ‘
— Halldor Orri Bjornss (@HalldorOrri) July 12, 2022
Get in!! Sturluð gæði hjá Pablo og yfirvegað slútt hjá Karli Friðleifi. Let's go!
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) July 12, 2022

Pablo Messi takk. âš½ï¸
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) July 12, 2022

Stoðsending: Pablo Punyed
Pablo með sturlaðan einleik á miðjum vallarhelmingi Malmö og rennir boltanum út til hægri í hlaup á Karl Friðleif sem tekur við honum og setur boltann í fjær hornið!
JÁJÁ!!!
Erlingur Agnarsson fær boltann hægra megin og á frábæran bolta inn á teiginn og Helgi nær ekki að setja tánna í boltann og Malmö koma boltanum í burtu.
Víkingarnir byrja betur!!
Boltinn kemur fyrir frá vinstri inn á teig Malmö og boltinn dettur á Helga sem tekur boltann niður og lætur vaða en Dahlin ver í marki Malmö en flaggið á loft og þetta hefði ekki talið.
Júlíus stendur upp og leikurinn er farinn í gang aftur og það er vel.
Felix Beijmo nær að stinga sér framfyrir Viktor Örlyg og nær skoti en Ingvar ver vel og Víkingar koma boltanum í burtu.
Þetta verðum við að passa!
KOMA SVO VÍKINGUR!!
Arnar Guðlaugsson var í viðtali við Stöð2 fyrir leikinn og segir hann að hann hafi fengið fjölmörg skilaboð í dag frá mörgum landsmönnum og nefndi hann skilaboð frá Blikum, KR-ingum og Völsurum. Vonandi smitar það inn í leikmannahóp Víkinga. Arnar nefndi einnig að hann horfi meira í frammistöðu liðsins en í úrslitin sjálf.
Áhorfendur eru mættir í stúkuna og það eru mikil læti byrjuð að skapast, leikmenn liðanna eru farin til búninsherbegja og það styttist í að flautað verði til leiks hérna á heimavelli hamingjunnar!
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga gerir fjórar breytingar á liðinu frá sigrinum gegn ÍA í Bestu deild karla sem fram fór á laugardaginn. Ingvar Jónsson snýr aftur í mark Víkinga eftir meiðsli. Halldór Smári Sigurðsson, Erlingur Agnarsson og Nikolaj Hansen koma þá allir inn í lið Víkinga.
Kristall Máni Ingason er ekki í leikmannahópi Víkinga í kvöld en hann fékk tvö gul spjöld úti í fyrri leik liðanna og er því í leikbanni. Davíð Örn Atlason, Birnir Snær Ingason og Ari Sigurpálsson fá sér allir sæti á varamannabekk Víkinga.

Mættur í búrið á nýjan leik!
Starting - 11
— VÃkingur (@vikingurfc) July 12, 2022
Vs @Malmo_FF pic.twitter.com/25lNVCWwJQ
John Beaton dæmir leikinn hér í kvöld og hann verður með þá Daniel McFarlane og Douglas Potter sér til aðstoðar. Fjórði dómari í kvöld er David Dickinson.
Liðin mættust ytra fyrir viku síðan á Eleda Stadium heimavelli Malmö og lauk þeim leik með 3-2 sigri Malmö í leik sem var ansi sérstakur en miðavið aðstæður þá spiluðu Víkingar frábærlega og eiga góðan séns hér í kvöld en til þess þurfa Víkingar að eiga algjöran toppleik. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga segir pressuna vera á Malmö.
,,Það er gríðarleg pressa á leikmönnum Malmö að komast áfram. Við þurfum að mæta fullir sjálfstrausts frá fyrstu mínútu, spila okkar leik og sýna góða frammistöðu. Svo sjáum við hvert það leiðir okkur."

Uppselt er orðið á leikinn enda ekki við öðru að búast en Íslandsmeistararnir eru í ágætri stöðu fyrir leik kvöldsins.
,,Það eru allir gríðarlega spenntir; leikmenn, starfsmenn og stuðningsmenn. Ég held að margir Íslendingar styðji okkur á morgun. Þetta verður ærið verkefni, við erum enn 'underdogs' þrátt fyrir góð úrslit í Svíþjóð," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net á fréttamannafundi í gær."

Kristall Máni Ingason sem var gjörsamlega sturlaður úti í fyrri leik liðanna var rekinn útaf úti í Malmö en Kristall fékk tvö gul spjöld í fyrri hálfleik. Seinna gula spjaldið var fyrir að sussa á áhorfendur Malmö eftir að hann jafnaði leikinn fyrir Víkinga eftir að Malmö komst yfir í leiknum. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga er bjartsýnn á að það takist að fylla hans skarð.
,,Við erum ekki með annan leikmann sem er líkur Kristali Mána en við erum með fullt af öðrum mönnum sem geta gert góða ef ekki betri hluti og meitt andstæðingana á öðruvísi hátt. Við verðum að nýta styrkleika þess leikmanns sem verður í stöðunni hans Kristals á morgun. Við þurfum að vera klókir í okkar aðgerðum og ég held að sá sem kemur inn muni leysa það hlutverk mjög vel,"

Kristall Máni Ingason eins og flestir vita er á leiðinni til Rosenborg á næstu dögum en ekki er vitað hvenar hann mun yfirgefa Víkinga og vonaðist Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga til þess að hann gæti klárað Júlí mánuð með Víkingum en Arnar var spurður út í hann í viðtali eftir sigurinn gegn ÍA á laugardaginn.
"Hann mun fara í ágúst einhverntíman en vonandi náum við að kreista út júlí, það eru nokkrir mjög mikilvægir leikir í júlí og vonandi nær hann að vera með okkur allan júlí mánuð og svo verður hann væntanlega farinn."
Stuðningsmenn VÃkings hafa skipulagt Fan Zone frá kl. 16:00 à dag á Grillhúsinu fyrir stórleik VÃkings og Malmö þar sem stuðningsmenn geta hist fyrir leikinn. Kári Ãrnason mætir með smá spjall fyrir leik kl. 17:00 og skrúðganga verður frá Grillhúsinu uppá VÃkingsvöll kl 18:00 pic.twitter.com/nBPwUXqsfD
— VÃkingur (@vikingurfc) July 12, 2022
🔴 GAMEDAY 🔴
— VÃkingur (@vikingurfc) July 12, 2022
🆚 @Malmo_FF
âš½ï¸ @ChampionsLeague
📠VÃkingsvöllur
kl: 19:30
🎟 SOLD OUT#fotboltinet #championsleague #vikesmalmo pic.twitter.com/R6UXGzLwsS














