Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   lau 22. febrúar 2025 11:04
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool ætlar að sækja framherja í stað Díaz
Powerade
Er Díaz á förum?
Er Díaz á förum?
Mynd: EPA
John Stones gæti verið látinn fara frá Man City í sumar
John Stones gæti verið látinn fara frá Man City í sumar
Mynd: EPA
James Trafford er sagður á leið til Newcastle
James Trafford er sagður á leið til Newcastle
Mynd: EPA
Newcastle telur að ekkert félag sé reiðubúið að greiða verðmiða Alexander Isak
Newcastle telur að ekkert félag sé reiðubúið að greiða verðmiða Alexander Isak
Mynd: EPA
Margir áhugaverðir molar eru í slúðurpakka dagsins en talið er að Luis Díaz, leikmaður Liverpool, sé á útleið í sumar.

Liverpool mun selja kólumbíska vængmanninn Luis Díaz (28) í sumar til þess að fjármagna kaup á nýjum framherja. (Football Insider)

Manchester City mun losa við leikmenn sem geta ekki ráðið við leikjadagskrána vegna meiðsla og þreytu. Kevin De Bruyne (33) og John Stones (30), eru meðal þeirra sem eru í hættu á að vera látnir fara. (Guardian)

Manchester United hefur hótað að reka starfsmenn ef þeir leka upplýsingum í fjölmiðla. (Star)

Arsenal er áfram áhugasamt um serbneska framherjann Dusan Vlahovic (25) sem er á mála hjá Juventus, en ítalska félagið er reiðubúið að selja hann fyrir 33 milljónir punda. (CaughtOffside)

Þá hefur Arsenal náð samkomulagi við Callan Hamill (15), leikmann St. Johnstone í Skotlandi, en hann mun fá veglegan samning hjá Arsenal og ganga formlega í raðir félagsins í sumar. (Mirror)

Manchester United, Liverpool og Chelse ætla öll að reyna að sigra Real Madrid í baráttunni um Castello Lukeba (22), varnarmanni Leipzig og franska landsliðsins. Hann er með 74,5 milljóna punda klásúlu í samningi sínum. (Christian Falk)

West Ham hefur endurvakið áhuga sinn á Jonathan David (25), framherja Lille og kanadíska landsliðsins, en hann getur farið frítt frá Lille í sumar. (Guardian)

Manchester United gæti sparað sér margar milljónir punda ef félagið ákveður að reyna við David og Angel Gomes, fyrrum leikmann félagsins, en Gomes, sem er 24 ára gamall, er einnig á mála hjá Lille og þá er samningur hans að renna út. (MEN)

Senne Lammens (22), markvörður Antwerp, er sagður í skýjunum með það að vera orðaður við Manchester United fyrir sumargluggann. (90min)

Man Utd er einnig að skoða mögulegan skiptidíl í sumar. Marcus Rashford (27) færi þá til Bayern München í Þýskalandi og þá færi þýski landsliðsmaðurinn Aleksandar Pavlovic (20) í hina áttina. (Caught Offside)

Bayern München er meira en reiðubúið til að losa sig við þá Leon Goretzka (30), Serge Gnabry (29) og Kingsley Coman (28) í sumar. Spænski vængmaðurinn Bryan Zaragoza (23) er þá annar leikmaður sem er á útleið eftir að hafa eytt tímabilinu hjá Osasuna á Spáni. (Christian Falk)

Newcastle hefur ekki áhyggjur af því að missa sænska framherjann Alexander Isak (25) í sumar og telur að ekkert félag sé tilbúið að ganga að 150 milljóna punda verðmiða leikmannsins. (Teamtalk)

Newcastle hefur þegar náð samkomulagi við James Trafford (22), markvörð Burnley, um að hann gangi í raðir félagsins í sumar. (Fabrizio Romano)

Burnley vill fá 30 milljónir punda fyrir Trafford. (Talksport)

Fulhami er að ganga frá viðræðum við enska miðjumanninn Josh King (18) og umboðsmenn hans, en hann mun gera langtímasamning við félagið. (Standard)

Theo Hernandez (27), leikmaður AC Milan og franska landsliðsins, vill ganga í raðir Real Madrid í sumar þrátt fyrir áhuga frá Manchester United. (Fichajes)
Athugasemdir
banner
banner
banner