Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Keflavík
2
3
Breiðablik
0-1 Omar Sowe '10
Adam Árni Róbertsson '27 1-1
Patrik Johannesen '48 2-1
Halldór Árnason '72
2-2 Höskuldur Gunnlaugsson '81
2-3 Höskuldur Gunnlaugsson '91 , víti
17.07.2022  -  19:15
HS Orku völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Hægur vindur, skýjað og hiti um 13 gráður. Völlurinn lítur ágætlega út
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
9. Adam Árni Róbertsson ('68)
10. Kian Williams ('90)
16. Sindri Þór Guðmundsson
18. Ernir Bjarnason
24. Adam Ægir Pálsson
25. Frans Elvarsson (f) ('77)
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
6. Sindri Snær Magnússon
8. Ari Steinn Guðmundsson
10. Dagur Ingi Valsson ('68)
11. Helgi Þór Jónsson ('90)
22. Ásgeir Páll Magnússon
28. Ingimundur Aron Guðnason ('77)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Luka Jagacic

Gul spjöld:
Ernir Bjarnason ('21)
Patrik Johannesen ('38)
Adam Ægir Pálsson ('87)
Rúnar Þór Sigurgeirsson ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar taka stigin þrjú heim úr Keflavík eftir frábæran fótboltaleik.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
92. mín Gult spjald: Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
92. mín
Mínar heimildir herma að vítadómurinn sé réttur. Klaufabrot sem réttlætir víti.
91. mín Mark úr víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Sindri leggur af stað en Höskuldur setur hann lauflétt á mitt markið.
90. mín
Inn:Helgi Þór Jónsson (Keflavík) Út:Kian Williams (Keflavík)
90. mín
Blikar eru að fá vítaspyrnu!!!!!!!

Brotið á Ísaki. Ég er ekki sannfærður satt að segja en Jóhann flautar og þar við situr.
87. mín Gult spjald: Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
87. mín
Ísak Snær í dauðafæri á markteig en setur boltann í hliðarnetið!

Blikarnir svo nálægt því að taka öll stigin þrjú þarna.
83. mín Gult spjald: Mikkel Qvist (Breiðablik)
Uppsafnað. Bætti aðeins í með að tuða smávegis.
81. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Fær boltann á 20 metrum og lætur vaða! Fastur bolti sem syngur í netinu óverjandi fyrir Sindra.

10 mínútur tæpar eftir og Blikar að gefa allt í þetta til þess að ná í stigin þrjú.
79. mín
Patrik með skot að marki eftir fyrirgjöf Rúnars Þórs en hittir boltann illa sem fer hátt hátt yfir.
77. mín
Inn:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
75. mín
Það er að færast hiti hér í leikinn. Bæði lið farinn að hitna ansi vel í skapi.
73. mín
Einhver á bekk Blika að fá rautt spjald. Get ekki sé hver það var en fer í málið svo fljótt sem verða vill.
72. mín Rautt spjald: Halldór Árnason (Breiðablik)
72. mín
Rúnar Þór keyrir inn á teig Blika, mætir Qvist sem keyrir hann niður. Stúkan vill víti en Qvist hreinlega steig hann glæsilega út.
68. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (Keflavík) Út:Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
Mark og stoðsending hjá Adam í dag. Ekki slæmt dagsverk það.
67. mín
Ísak Snær í færi en setur boltann framhjá.
66. mín
Blikaliðið að setja mikla orku í að elta leikinn. Þrýsta liðinu framar og framar en er ekki að takast að finna góðar opnanir á Keflavíkurliðinu enn sem komið er.
62. mín
Inn:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Út:Omar Sowe (Breiðablik)
60. mín
Dagur Dan!

Boltinn skallaður á milli í teignum og berst að endingu á Dag sem reynir fljúgandi volley en setur boltann hárfínt framhjá.
60. mín
Þung pressa gestaliðsins núna. Fá annað horn eftir sprett Dags Dan.
58. mín
Blikar að bæta í Omar í færi í teignum en Magnús kemst fyrir og setur boltann í horn.
58. mín
Gísli með skot frá D-boganum eftir ágæta sókn Blika en skot hans framhjá markinu.
55. mín
Inn:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
55. mín
Lagleg sókn Keflavíkur sem spila sig í gegnum Blikaliðið. En skot Adams Árna framhjá markinu.
54. mín
Ísak Snær að sleppa í gegn en Sindri Þór með frábæra tæklingu og tekur boltann af tánum á honum.
52. mín
Blikar reynt að sækja undanfarnar mínútur en komist litt áleiðis gegn skipulögðu Keflavíkurliði.
48. mín MARK!
Patrik Johannesen (Keflavík)
Stoðsending: Adam Árni Róbertsson
Mikkel Qvist að gefa mark!!!!!

Tapar boltanum klaufalega í öftustu línu, Adam Árni hirðir boltann og keyrir af stað, Patrik fylgir honum fær boltann og skilar honum í netið aleinn gegn Antoni!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimamenn sparka þessu í gang.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í stórskemmtilegum leik. Meira af því sama í seinni takk!
45. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti tvær mínútur.
44. mín
Oliver Sigurjónsson með skotið af talsverðu færi en vel yfir markið.
42. mín
Aftur Keflvíkingar að ógna, Adam Ægir með boltann í teignum en nær ekki að leggja hann fyrir sig. Sóknin endar með skoti frá Erni sem flugturninn í Keflavík hefur miklar áhyggjur af enda hátt hátt yfir.
40. mín
Frans í dauðafæri!!!

Adam Árni fer illa með Gísla Eyjólfs og kemst inn á teiginn, leggur boltann fyrir á Frans sem er í hörkufæri en setur boltann hárfínt framhjá.

Blikar stálheppnir.
38. mín Gult spjald: Patrik Johannesen (Keflavík)
Brýtur á Höskuldi og stöðvar skyndisókn. Magnús fyrirliði Keflavíkur lá eftir á vellinum og Patrik tók þetta á sig.
32. mín
Adam Ægir lætur vaða af löngu færi en skotið rétt framhjá. Blikarnir að þurfa að hafa fyrir hlutunum hér í kvöld.
31. mín
Omar Sowe í hörkufæri í teig Keflavíkur en var brotlegur í aðdragandanum.
30. mín
Sindri Þór með laglega takta úti til hægri.Damir skallar fyrirgjöf hans frá.

Heimamenn heldur betur vaknaðir.
27. mín MARK!
Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
Langt innkast frá Rúnari fær að skoppa í gegnum teiginn yfir á fjærstöngina þar sem Adam Árni er aleinn og kemur boltanum í netið af mjög stuttu færi.
26. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Hátt með sólann í baráttu um boltann við Patrik.

Oliver þar með kominn í leikbann í næsta deildarleik.
25. mín
Fastur í markmannshornið frá Patrik en Anton Ari ver.
24. mín
Keflavík fær aukaspyrnu á hættulegum stað um meter fyrir utan D-bogann.
22. mín
Var þetta ekki hendi í teig Keflavíkur eftir aukaspyrnuna?

Boltinn virðist klárlega fara í hönd Dani í teignum.

Hefði mögulega verið hart að flauta. Hendur með síðum og í eðlilegri stöðu.
21. mín Gult spjald: Ernir Bjarnason (Keflavík)
Stöðvar Gísla með tæklingu og uppsker réttilega gult.
17. mín
Heimamenn að vakna, Geggjaður bolti frá Rúnari inná Adam Ægi en Qvist nær að koma boltanum í horn.

Keflvíkingar brotlegir eftir hornið.
15. mín
Adam Ægi skortir ekki sjálfstraustið, lætur vaða úr aukaspyrnunni af löngu færi en Anton með þetta á hreinu.
14. mín
Og þó. Keflavík sækir Sindri Þór með boltann en Ísak brýtur á honum á miðjum vallarhelmingi Blika.
13. mín
Blikarnir mun líklegri, liggja langtímum saman við vítateig Keflavíkur sem geta varla keypt sér sendingu milli manna.
10. mín MARK!
Omar Sowe (Breiðablik)
Stoðsending: Ísak Snær Þorvaldsson
Blikar skora

Keflvíkingar sækja en tapa boltanum. Boltinn langur fram á Ísak sem skallar hann innfyrir á Omar sem vinnur sig framfyrir Magnús og setur boltann af öryggi í netið fram hjá Sindra.
6. mín
Davið og Gísli leika vel sín á milli úti til hægri og vinna horn.

Blikar dæmdir brotlegir í teignum eftir hornið.
3. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er Blika.
1. mín
Kristinn Steindórsson í fínu færi eftir sprett frá Davíð Ingvars. Skot hans úr teignum þó yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru gestirnir sem hefja hér leik .
Fyrir leik
Liðin eru mætt í hús

Hjá Keflavík tekur Nacho Heras út leikbann eftir að hafa fengið sitt fjórða gula spjald gegn Val. Rúnar Þór Sigurgeirsson kemur inn í byrjunarlið Keflavíkur fyrir hann.

Bikar gera þrjár breytingar frá sigrinum á Santa Coloma í Sambandsdeildinni í vikunni. Viktor Karl Einarsson, Jason Daði Svanþórsson og Andri Rafn Yeoman fá sér sæti á bekknum fyrir þá Kristinn Steindórsson, Davíð Ingvarsson og Omar Sowe.
Fyrir leik
Dómarar

Jóhann Ingi Jónsson er aðaldómari í þessum leik. Honum til aðstoðar eru Birkir Sigurðarson og Bryngeir Valdimarsson. Egill Guðvarður Guðlaugsson er fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Þórarinn Dúi Gunnarsson.


Fyrir leik
Viðureignir frá aldamótum

29 leiki hafa liðin leikið innbyrðis frá aldamótum í A-deild.
Blikar hafa haft sigur 14 sinnum, 6 viðureignum hefur lokið með jafntefli og Keflavík borið sigur úr bítum 9 sinnum.

Markatalan er 56-48 grænum Blikum í vil.


Fyrir leik
Keflavík

Keflavík hefur svo sannarlega verið á flugi að undanförnu en 4 af síðustu 5 leikjum liðsins í deild hafa verið sigrar. Liðið situr í 6.sæti með 17 stig og þar með efri hluta deildarinnar en stutt er niður þar sem KR situr í því 7. aðeins stigi á eftir Keflavík.

Liðið vann stórgóðan útisigur á Val í síðustu umferð og hefur litið mjög vel út að undanförnu. Breiddin er spurningamerki hjá Keflavík og ef lykilmenn detta út er erfitt að sjá hverjir ættu að stíga inn í þær stöður.

Keflavík líkt og segir hér að neðan á góðar minningar frá heimsóknum Blika í Keflavík í fyrra.



Fyrir leik
Breiðablik

Blikar eru liðið sem setja tóninn það sem er af er sumri. Toppsætið og þriggja stiga forysta er þeirra fyrir kvöldið sem þeir geta svo bætt við og sett í sex stig með sigri.

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika var á dögunum orðaður við sænska félagið IFK Norköpping en vildi lítið gefa út á það í viðtali eftir leik Blika gegn Coloma frá Andorra í vikunni.

Gengi Blika í fyrra í Keflavík var alls ekkert sérstakt en þeir lutu í lægra haldi á HS Orkuvellinum bæði í deild og bikar það sumarið.


Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Breiðabliks í Bestu deild karla.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Mikkel Qvist
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
10. Kristinn Steindórsson ('55)
11. Gísli Eyjólfsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
18. Davíð Ingvarsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
67. Omar Sowe ('62)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
8. Viktor Karl Einarsson ('62)
13. Anton Logi Lúðvíksson
14. Jason Daði Svanþórsson ('55)
15. Adam Örn Arnarson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Sigmar Ingi Sigurðarson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('26)
Mikkel Qvist ('83)

Rauð spjöld:
Halldór Árnason ('72)