Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
Leiknir R.
1
4
ÍBV
0-1 Alex Freyr Hilmarsson '29
0-2 Atli Hrafn Andrason '45
Birgir Baldvinsson '46 1-2
1-3 Halldór Jón Sigurður Þórðarson '53
1-4 Eiður Aron Sigurbjörnsson '65 , víti
24.07.2022  -  14:00
Domusnovavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Allt upp á 10 í Breiðholtinu
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Halldór Jón Sigurður Þórðarson
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
8. Sindri Björnsson ('46)
9. Róbert Hauksson
9. Mikkel Dahl ('46)
15. Birgir Baldvinsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
18. Emil Berger
23. Dagur Austmann ('55)
24. Loftur Páll Eiríksson ('46)
80. Mikkel Jakobsen ('46)

Varamenn:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson ('46)
7. Maciej Makuszewski ('46)
8. Árni Elvar Árnason ('46)
10. Shkelzen Veseli ('46)
14. Davíð Júlían Jónsson
23. Arnór Ingi Kristinsson ('55)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Halldór Geir Heiðarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Frábær sigur Eyjamanna hér í dag þar sem að ÍBV völtuðu bara yfir Leiknismenn í mjög svo skemmtilegum fótboltaleik.

Þakka samfylgdina í dag og minni á viðtöl og skýrslu hér á eftir.
90. mín
+2 frá Helga Mikael
87. mín
Inn:Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV) Út:Telmo Castanheira (ÍBV)
84. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
83. mín
VIKTOR FREYR!!!

Eyjamenn komast í fjórir á tvo stöðu, Arnar Breki á fast skot inn í teignum sem Viktor ver út í teiginn og Atli Hrafn mætir í frákastið og á skot sem Viktor ver líka!!

Geggjaðar vörslur hjá Viktori!
80. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
80. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV) Út:Elvis Bwomono (ÍBV)
78. mín
Sýnist Elvis vera búinn "In the Ghetto" en hann þarf að fara af velli vegna meiðsla

Skiljiði því Elvis Presley samdi lag sem heitir In The Ghetto og Breiðholtið er kallað Ghetto?

Ekki?
74. mín
Núna er Árni Elvar farinn að haltra á vellinum..

Verða Leiknismenn orðnir 9 á vellinum án þess að fá rautt spjald??
70. mín
Ja hérna hér nú er það svart

Bjarki Aðalsteinsson þarf að fara af velli vegna meiðsla.... og Siggi Höskulds búinn með allar sínar skiptingar....
65. mín Mark úr víti!
Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
FYRIRLIÐINN!!

Eiður ískaldur og bara rennnir boltanum í hægra hornið og sendir Viktor í vitlaust horn!

4-1 fyrir Eyjamönnum og eins og staðan er núna hafa Leiknismenn fengið á sig 9 mörk á 150 mínútum eða eitthvað álíka í síðustu tveimur leikjum!

Og það á heimavelli...
64. mín
VÍTI!!!!

Jæja uppfæri núna loksins hvað gerðist en það kom fyrirgjöf á fjær og mér sýndist Birgir bara hlaupa í bakið á fyrirliðanum og sýndist þetta bara vera hárrétt hjá Helga Mikael!
63. mín
55. mín
Inn:Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.) Út:Dagur Austmann (Leiknir R.)
53. mín MARK!
Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
Stoðsending: Guðjón Ernir Hrafnkelsson
ÞVÍLIKA VEISLAN SEM ÞESSI SEINNI HÁLFLEIKUR ER!

Ég var nýbyrjaður að skrifa um algjört dauðafæri sem Arnar Breki fékk en þá voru Eyjamenn bara allt í einu komnir í sókn! Arnar Breki finnur Guðjón Erni sem kemur í utanáhlaupið og á geggjaða sendingu fyrir markið og þar er HJSÞ mættur á nærsvæðið og tæklar boltann í markið!!

Fótbolti, what a sport!
50. mín
Úfffff...

Hornspyrna á nærsvæðið þar sem að Eiður stekkur ekkert eðlilega hátt og á góðan skalla en rétt framhjá markinu fer boltinn!!

Veislu byrjun á þessum seinni hálfleik!
46. mín
Inn:Shkelzen Veseli (Leiknir R.) Út:Mikkel Dahl (Leiknir R.)
Þetta klárlega borgaði sig enda kom mark eftir 14 sek
46. mín
Inn:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.) Út:Loftur Páll Eiríksson (Leiknir R.)
Þetta klárlega borgaði sig enda kom mark eftir 14 sek
46. mín
Inn:Maciej Makuszewski (Leiknir R.) Út:Mikkel Jakobsen (Leiknir R.)
Þetta klárlega borgaði sig enda kom mark eftir 14 sek
46. mín
Inn:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) Út:Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Þetta klárlega borgaði sig enda kom mark eftir 14 sek
46. mín MARK!
Birgir Baldvinsson (Leiknir R.)
MARK EFTIR 14 SEKÚNDUR!!!!

Langur fram, Maciej sem er nýkominn inn á fær boltann fyrir utan teig reynir skot sem dettur til Birgis inn í teignum sem á lúmskt skot í nærhornið!!

Leiknir gerðu líka fjórfalda skiptingu í hálfleik, ég er í sjokki
46. mín
Seinni farinn af stað!!
45. mín
Hálfleikur
Jæja 2-0 í hálfleik og Leiknismenn geta bara þakkað fyrir að vera ekki fleiri mörkum undir farandi inn í hálfleik þar sem þeir hafa ekkert getað!

Siggi Höskulds líklega að taka hárblásarann núna í hálfleik..
45. mín MARK!
Atli Hrafn Andrason (ÍBV)
Stoðsending: Halldór Jón Sigurður Þórðarson
Aftur, verðskuldað!!!!

Telmo með geggjaða fyrirgjöf inn á teiginn sem að Halldór flikkar á fjær og þar er Atli mættur og stangar boltann í netið og Leiknismenn hundfúlir og vilja rangstæðu!!!

Viðurkenni það var helvítis rangstæðulykt af þessu marki
43. mín
Styttist í hálfleik og Leiknismenn eru ekkert líklegir frekar áðan að skora mark, Gaui Carra búinn að vera í kaffi og sígó þessar 43 mínútur
38. mín
Elvis með flotta sendingu á fjær þar sem að Atli rís manna hæst í teignum og á skalla en hann er yfir markið!

Kannski aðeins of há sending fyrir Atla sem þurfti svolítið að teygja sig í boltann..
35. mín
Hornspyrna inn á teig frá Atla, spyrnan fer á fjærsvæðið þar sem að Eiður Aron vinnur skallaboltann og á fínan skalla á markið en Viktor ver þetta ágætlega!

Eyjamenn vinna alla skallabolta.
29. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV)
Stoðsending: Atli Hrafn Andrason
Verðskuldað!!!!

Gyrðir Hrafn klaufi og tapar boltanum á miðjunni og Atli Hrafn fær boltann og hleypur upp allann vallarhelming heimamanna, Atli kemst upp að teignum og leggur boltann út í teiginn og þar kemur Alex Freyr Hilmarsson á ferðinni og skorar frábært mark með skoti í nærhornið!

Eyjamenn verið mjög flottir í þessum fyrri hálfleik!
26. mín
Hætta á ferðum!

Eyjamenn vinna fyrsta og annan bolta eftir markspyrnu og sækja hratt á Leiknismenn, Felix kemur með fyrirgjöf sem fer í gegnum pakkann á Halldór Jón sem reiknaði bara ekki með boltanum og missti þarna af góðu marktækifæri.

Leiknir eru í bölvuðu basli með Eyjamenn
24. mín
A-Landsliðsmaðurinn Felix Örn Friðriksson með skot/fyrirgjöf sem fer í gegnum allann pakkann og rennur rétt framhjá markinu...

Eyjamenn líklegri þessa stundina og verið það eiginlega allann leikinn!
17. mín
Um að gera!

E. Berger með aukaspyrnu inn á teig sem eru skölluð út fyrir teiginn á Birgi sem reynir utanfótar snuddu í átt að marki en skotið er vel yfir markið.

Er ennþá að bíða eftir smá hasar í leikinn sem ég bjóst við, kemur vonandi bráðum
12. mín
Leiknismenn eru bara sofandi þessar fyrstu mínútur og Eyjamenn talsvert líklegri!

Arnar Breki með fyrirgjöf inn á teig sem Atli Hrafn skallar yfir markið

Leiknismenn töpuðu boltanum í öftustu línu eftir góða pressu Eyjamanna
8. mín
BJARGAÐ Á LÍNU!!!

Fyrirgjöf inn á teig þar sem að Halldór Þórðarson á skot, framjá Viktori í markinu en Sindri litli Björnsson kemur Leiknismönnum til bjargar og hamrar boltanum burt

Eyjamenn brjálaðir og vilja mark!!
5. mín
Þessi leikur fer ansi hægt af stað, eins og maðurinn segir stundum eru bæði lið aðeins að þreifa en lítið gerst

Hemmi Hreiðars er strax farinn að fá tilkall frá 4. dómara
2. mín
Viktor í brasi!

Guðjón Ernir með hornspyrnu inn á markteig þar sem að Viktor missir boltann í teignum og skapast hætta en hann er snöggur niður að handsama boltann!
1. mín
Leikur hafinn
Veislan er farin af stað!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin

Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis gerir fimm breytingar frá slæma 0-5 tapinu gegn KA í 13. umferð. Daði Bærings, Maciej, Kristófer Konráðs, Binni Hlö og Arnór Ingi detta úr liðinu.

Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV gerir engar breytingar og það skiljanlega frá 3-2 sigrinum á Val.
Fyrir leik
Helgi Mikael er dómari leiksins hér í Breiðholtinu í þessum fallbaráttuslag. Kæmi mér ekki á óvart ef það verða eitthverjir umdeildir dómar og jafnvel að rautt spjald fær að líta dagsins ljós


Fyrir leik
Brynjar Hlöðversson, varnarmaður Leiknis, er í leikbanni í dag

"Binni Hlö fær eitthvað glórulausasta rauða spjald sem ég hef séð, hann er á gulu spjaldi og fer í eitthvað brasilískt Jiu-Jitsu. Staðan er 5-0 þegar hann fær spjaldið. Mér finnst að maður eins og Brynjar Hlöðversson, með alla sína reynslu og alla sína leiki... haltu fókus! Hver er munurinn á að tapa 5-0 eða 6-0? Þetta er bara barnalegt," sagði Eysteinn Þorri.

"Sýnir þarna liðinu sínu og þjálfaranum óvirðingu með því að gera þetta. Næsti leikur er á móti ÍBV, helmingi mikilvægari leikur en þessi KA leikur, þetta er bara rugl," sagði Andri Már.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið


Eysteinn til vinstri og Andri til hægri
Fyrir leik
Rosa ólík úrslit í 13.umferð

Í 13. umferðinni voru rosaleg úrslit hjá báðum liðum, ÍBV náðu í sinn fyrsta sigur eftir óóóótrúlegan sigur á Völsurum 3-2 þar sem að Halldór Jón Sigurður Þórðarson skoraði þrennu og sigurmarkið í blálokin.

Það voru heldur betur öðruvísi úrslit upp á teningnum hjá Leiknismönnum en þeir fengu KA í heimsókn og voru rassskelldir 0-5 á heimavelli og hefði leikurinn getað endað með stærra tapi

Þetta verður heldur betur áhugaverð viðureign!
Fyrir leik
Leikurinn á Hásteinsvelli

Fyrri leikur liðanna fór fram í Eyjum í 3.umferð þar sem að liðin skildu jöfn 1-1 þar sem að Andri Rúnar Bjarnason skoraði mark Eyjamanna en það var hins vegar annar Eyjamaður sem skoraði mark Leiknis en það var Eiður Aron Sigurbjörnsson sem skoraði sjálfsmark í leiknum og var þetta sanngjörn niðurstaða
Fyrir leik
Liðin eru hlið við hlið

Þannig er mál með vexti að ÍBV eru staddir í 11.sæti í Bestu deildinni með 8 stig eftir 13 leiki spilaða og Leiknismenn sitja í 10 sæti með 10 stig eftir 13 leiki

Þetta er svo kallaður 6 stiga leikur!
Fyrir leik
Dömur mínar og herrar verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá DomuNova-Vellinum í Breiðholti þar sem að risa stór leikur fer hér fram í 14.umferð Bestu deildar karla.

Fallbaráttuslagur framundan!
Byrjunarlið:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Arnar Breki Gunnarsson
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('80)
2. Sigurður Arnar Magnússon (f) ('84)
3. Felix Örn Friðriksson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira ('87)
22. Atli Hrafn Andrason
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
42. Elvis Bwomono ('80)

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason ('87)
5. Jón Ingason ('84)
6. Jón Jökull Hjaltason
10. Guðjón Pétur Lýðsson
17. Sigurður Grétar Benónýsson
19. Breki Ómarsson ('80)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Björgvin Eyjólfsson
Andri Rúnar Bjarnason
David George Bell
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Heimir Hallgrímsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: