Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Leiknir R.
1
2
Keflavík
0-1 Patrik Johannesen '45
Zean Dalügge '61 1-1
1-2 Frans Elvarsson '91
08.08.2022  -  19:15
Domusnovavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Kalt og blautt, ekki mjög spennandi
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Sindri Kristinn Ólafsson
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
7. Adam Örn Arnarson ('9)
8. Árni Elvar Árnason ('38)
9. Róbert Hauksson ('77)
15. Birgir Baldvinsson
18. Emil Berger
23. Dagur Austmann
28. Zean Dalügge ('77)
80. Mikkel Jakobsen

Varamenn:
8. Sindri Björnsson ('38)
9. Mikkel Dahl ('77)
10. Kristófer Konráðsson ('77)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('9)
24. Loftur Páll Eiríksson

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósepsson (Þ)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Óttar Bjarni Guðmundsson
Ósvald Jarl Traustason
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Halldór Geir Heiðarsson
Atli Jónasson

Gul spjöld:
Dagur Austmann ('16)
Sindri Björnsson ('71)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Keflavík vinnur þennan leik. Allt stefndi í jafntefli en mark í uppbótartíma tryggði gestunum öll stigin.
94. mín
Inn:Ásgeir Páll Magnússon (Keflavík) Út:Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
93. mín
Keflvíkingar í skyndisókn, Adam Ægir með boltann úti vinstra megin, sendir á Dag Inga sem á skottilraun en hittir ekki markið.
92. mín
Þremur mínútum bætt við.
91. mín MARK!
Frans Elvarsson (Keflavík)
JAHÉR!!!!!

Hvað gerðist þarna???

Gyrðir sendir bara á Frans inn á vítateignum sem tekur við boltanum og skorar.
89. mín
Kristófer!

Á gott skot fyrir utan teig sem Sindri nær ekki að halda og Mikkel Dahl kemst í frákastið. Hann á skot sem hittir ekki markið og er flaggaður rangstæður.

Gott að láta vaða á blautu grasinu.
86. mín
Birgir!!

Adam Ægir fær stungusendingu og er kominn inn á teiginn, er aðeins of lengi að þessu og Birgir nær að bjarga því að Adam skjóti af stuttu færi með frábærri tæklingu!

Leiknismenn vildu fá rangstöðu þarna, ansi tæpt en mögulega sat Bjarki aðeins eftir.

Adam í alvöru dauðafæri þarna.
83. mín
Heimamenn náðu að halda smá pressu á Keflvíkingum í um mínútu eða svo en boltinn endaði í höndunum á Sindra Kristni og Keflavíkur byggir upp sókn.
82. mín
Jakobsen reynir að koma boltanum yfir varnarvegginn en skýtur í vegginn. Svo á Sindri Björns skot sem Sindri Kristinn er ekki í neinum vandræðum með.

Skömmu síðar fær Leiknir hornspyrnu.
81. mín Gult spjald: Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík)
Brýtur á Kristófer við vítateig Keflavíkur. Fín staða til að láta vaða.
79. mín
Inn:Helgi Þór Jónsson (Keflavík) Út:Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
77. mín
Inn:Kristófer Konráðsson (Leiknir R.) Út:Róbert Hauksson (Leiknir R.)
77. mín
Inn:Mikkel Dahl (Leiknir R.) Út:Zean Dalügge (Leiknir R.)
73. mín
Adam Ægir með tilraun sem Viktor Freyr grípur í annarri tilraun.
73. mín
Mikkel Jakobsen með skot sem fer af varnarmanni og svo grípur Sindri Kristinn boltann.

Keflvíkingar voru alveg æfir að fá ekki brot þegar Joey Gibbs féll við rétt á undan.
72. mín
Sindri Þór með fín tilþrif, fer á vinstri löppina og á skot sem fer framhjá nærstönginni á marki Leiknis.
71. mín Gult spjald: Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Reif Adam Ægi niður á sprettinum.
70. mín
Barátta á milli Dani og Róberts og Dani kemur boltanum aftur fyrir. Leiknir á horn.

Leiknir fær annað horn.
69. mín
Gestirnir dæmdir brotlegir og því kom ekkert upp úr þessu horni.
68. mín
Adam Ægir vinnur hornspyrnu fyrir Keflavík.
66. mín
Sindri Kristinn!

Dagur Austmann með flotta sendingu fyrir mark Keflavíkur og finnur Zean. Zean með tilraun en Sindri í marki Keflavíkur ver virkilega vel og Leiknir á hornspyrnu.
65. mín Gult spjald: Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
61. mín MARK!
Zean Dalügge (Leiknir R.)
Stoðsending: Dagur Austmann
Frábærlega klárað!

Geggjuð sending frá Degi Austmann inn fyrir á Zean sem klárar með skoti framhjá Sindra Kristni!
60. mín
Spyrnan tekin stutt á Emil en hann kemur boltanum ekki á samherja.

Í kjölfarið kom fyrirgjöf sem Sindri Kristinn sló til hliðar og Keflavík byggir í kjölfarið upp sókn.
59. mín
Fín sókn hjá Leikni og heimamenn fá aukaspyrnu á hægri kantinum.
58. mín
Nacho dæmdur brotlegur inn á vítateig Leiknis.
57. mín
Sindri Þór vinnur aukaspyrnu fyrir Keflavík á hægri kantinum. Adam Ægir tekur.
56. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Brýtur á Birgi. Var á síðasta séns og uppsker gult spjald.
55. mín
Adam Ægir með hættulega fyrirgjöf sem Joey er nálægt því að komast í en nær því ekki og boltinn fer aftur fyrir og Leiknir á markspyrnu.
53. mín
Sindri Þór með fyrirgjöf sem Viktor ákveður að kýla í burtu.
52. mín
Leiknir í álitlegri sókn en missa boltann. Siggi Höskulds allt annað en sáttur á hliðarlínunni.

Berger brýtur svo á Adam Ægi á miðsvæðinu.
51. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (Keflavík) Út:Patrik Johannesen (Keflavík)
50. mín
Patrik finnur eitthvað til og sest niður. Held að Dagur Ingi Valsson sé að koma inn á.
47. mín
Sindri Björns kemst framhjá Nacho úti hægra megin en finnur ekki samherja inn á teignum og Sindri Snær hreinsar í innkast.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!
45. mín
Hálfleikur
45. mín
Hálfleikur
45. mín
Hálfleikur
45+5

Vilhjálmur Alvar flautar til hálfleiks.
45. mín
45+5

Róbert Hauksson í álitlegu hröðu upphlaupi fyrir Leikni en nær ekki að koma boltanum áfram og brýtur í kjölfarið á Adam Ægi.
45. mín MARK!
Patrik Johannesen (Keflavík)
Stoðsending: Nacho Heras
45+3

Flott sending út á vinstri kantinn, þar er Nacho í góðu hlaupi. Sá spænski á góða fyrirgjöf og finnur Patrik í teignum sem stangar boltann í netið!

Áttunda mark Patrik í sumar!
45. mín
45+2

Ekkert kom upp úr hornspyrnunni.
45. mín
45+1

Fín sókn gestanna upp vinstri vænginn og Nacho vinnur hornspyrnu.
45. mín
45+1

Fjórum mínútum bætt við.
41. mín
Dagur með fyrirgjöf sem Sindri Þór þarf að hreinsa í horn.

Spyrnan tekin stutt og Bjarki kemst aðeins í boltann inn á teignum áður en gestirnir hreinsa.
39. mín
Patrik reynir skot fyrir utan teig en það fer í bakið á Joey Gibbs.

Sindri Björns og Sindri Snær svo í skondinni glímu á miðjum vellinum og Björnsson er dæmdur brotlegur.
38. mín
Inn:Sindri Björnsson (Leiknir R.) Út:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
36. mín
Árni Elvar er þjáður og þarf á aðhlynningu að halda. Stefnir allt í aðra skiptingu hjá Leikni.
35. mín
Dagur vinnur aukaspyrnu fyrir Leikni. Fín staða fyrir Emil Berger til að láta vaða eða gefa fyrir mark Keflavíkur.

Spyrnan fer yfir mark Keflavíkur.
33. mín
Boltinn í gegnum teiginn og Keflavík á núna innkast hinum megin.

Keflavík spilar með vindi hér í fyrri hálfleik.
32. mín
Flottur sprettur hjá Adam Ægi upp vinstri vænginn, kemst framhjá Degi og reynir að finna Joey inn á teignum.

Leiknismenn hreinsa í horn.
30. mín
Emil Berger með aukaspyrnuna inn á teig Leiknis en Magnús skallar í burtu og Keflavík byggir núna upp sókn.
29. mín
Frans mjög heppinn að sleppa við spjald, alltof seinn og brýtur á Árna Elvari.
28. mín
Að því sögðu hefur Leiknir haldið boltanum betur síðustu mínútur.
22. mín
Keflavík heldur betur í boltann í upphafi leiks og er líklegra liðið sem stendur.
21. mín
Birgir með skot fyrir utan teig sem fer yfir mark Keflavíkur.

Skotið kom eftir lélega sendingu Sindra Snæs út á vinstri kantinn og Leiknir gat í kjölfarið sótt.
19. mín
Viktor Freyr í brasi með útspörkin sín.

Emil Berger svo dæmdur brotlegur.

Adam Ægir tekur aukaspyrnuna og finnur Joey Gibbs inn á teignum, Gibbs vinnur skallaeinvígið en skallar yfir mark Leiknis.
17. mín
Stangarskot!
Joey Gibbs með hörkuskot úr miðjum vítateignum sem fer í stöngina á marki Leiknis.

Heppnin með heimamönnum sem töpuðu boltanum við eigin vítateig.
16. mín
Adam lætur vaða úr aukaspyrnunni af löngu færi en skotið fer beint á Viktor.

,,Adam, come on!" er kallað af bekknum hjá Keflavík.
16. mín Gult spjald: Dagur Austmann (Leiknir R.)
Brýtur á Adam Ægi og er á leið í leikbann - fjórða gula spjaldið.
14. mín
Flott spil úti vinstra megin hjá Leikni - Birgir finnur Zean.

Zean reynir fasta fyrirgjöf en samherjar hans voru ekki mættir inná teiginn.

Keflavík sótti svo hratt upp hægri vænginn og Sindri Þór á fyrirgjöf sem Viktor handsamar.
13. mín
Zean skallar hornspyrnu Adams Ægis í burtu.
12. mín
Adam Ægir vinnur aukaspyrnu úti á vinstri kantinum.

Daði hreinsar fyrirgjöf Adams í hornspyrnu.
9. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.) Út:Adam Örn Arnarson (Leiknir R.)
Leiðinlegt að sjá menn meiðast. Smá hreyfing á vörn Leiknis núna. Dagur fer í hægri bakvörð, Bjarki færist út hægra megin í hjarta varnarinnar og Gyrðir Hrafn kemur í vinstri miðvarðarstöðuna.
8. mín
Adam Örn situr eftir, fær aðhlynningu og er á leiðinni af velli! Ekki var hann lengi inn á í sínum fyrsta leik fyrir Leikni.
7. mín
Góð skyndisókn!
Keflavík sækir hratt eftir seinna hornið og sóknin endar á fyrirgjöf frá Frans sem finnur Adam Ægir á fjærstönginni. Viktor Freyr ver skallann frá Adam og Adam Árni nær ekki til boltans í frákastinu.
6. mín
Leiknir fær aðra hornspyrnu, Frans í smá brasi.
5. mín
Zean gerir vel úti vinstra megin og á skot inn á teignum úr þröngu færi sem Sindri Kristinn ver aftur fyrir og Leiknir á horn.
5. mín
Fín sókn hjá Keflavík sem endar á fyrirgjöf frá Sindra Þór sem finnur Adam Árna. Adam reynir bakfallsspyrnu en hittir ekki markið og Leiknir á markspyrnu.
3. mín
Álitleg sókn hjá Leikni en sendingin frá Mikkel er laus út í teiginn og Sindri Snær kemst inn í hana og rennir boltanum á Sindra Kristin sem þrumar í burtu og Keflavík byggir nú upp sókn.
1. mín
Lið Keflavíkur:
Sindri K
Sindri Þ - Magnús - Dani - nacho
Sindri S
Frans
Adam Á - Patrik - Adam Æ
Joey
1. mín
Lið Leiknis:
Viktor
Adam - Dagur - Bjarki - Birgir
Daði
Árni - Emil
Róbert - Mikkel - Zean
1. mín
Leikur hafinn
Leiknir byrjar með boltann!
Fyrir leik
Völlurinn sjálfur lítur ágætlega út en annað verður sagt um veðrið í Breiðholti. Það er kalt og blautt auk þess að það blæs aðeins. Mætingin er í takt við veðrið.

Fyrir leik
Það vekur athygli að Brynjar Hlöðvers er ekki í leikmannahópi Leiknis í dag.
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð!
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, gerir fjórar breytingar á sínu liði frá 1-4 tapinu gegn ÍBV. Sá leikur var liður í fjórtándu umferð, umferðinni á undan þeirri síðustu, en leik Leiknis og Víkings var frestað í kjölfarið og því hefur Leiknir ekki spilað síðan.

Adam Örn Arnarson kom frá Breiðabliki fyrir gluggalok, hann kemur inn í liðið og byrjar sinn fyrsta leik og það sama gerir Zean Dalügge sem kom frá Lyngby fyrir gluggalok. Það gera einnig þeir Daði Bærings Halldórsson og Árni Elvar Árnason. Mikkel Dahl, Sindri Björnsson, Loftur Páll Eiríksson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson taka sér sæti á bekknum.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, gerir þrjár breytingar á sínu liðið frá jafnteflinu gegn ÍBV fyrir rúmri viku síðan. Joey Gibbs, Sindri Kristinn Ólafsson og Sindri Snær Magnússon koma inn í liðið. Rúnar Gissurarson tekur sér sæti á bekknum en þeir Ernir Bjarnason og Rúnar Þór Sigurgeirsson taka út leikbann. Sindri Snær er að byrja sinn fyrsta leik í sumar.
Fyrir leik
Tveir í banni hjá Keflavík
Vinstri bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson var í síðustu viku, eftir að aga- og úrskurðarnefnd hafði birt reglubundinn úrskurð vikunnar, dæmdur í eins leiks bann vegna sjö áminninga í Bestu deildinni.

Sjöundu áminningu sína fékk Rúnar í leik ÍBV og Keflavíkur. Í ljós kom að áminning Rúnars á 67. mínútu hafði ekki verið skráð í skýrslu leiksins.

Dómari leiksins og aga- og úrskurðarnefnd KSÍ staðfestu á föstudag að Rúnar fékk gult spjald og var leikskýrslu breytt til samræmis.

Miðjumaðurinn Ernir Bjarnason, fyrrum leikmaður Leiknis, tekur út leikbann vegna fjögurra áminninga.
Fyrir leik
Vilhjálmur með flautuna
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er með flautuna í leiknum í kvöld. Honum til aðstoðar eru þeir Oddur Helgi Guðmundsson og Ragnar Þór Bender. Helgi Mikael Jónasson er skiltadómari og Jón Sigurjónsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Fyrir leik
Spáir markalausu jafntefli
Við þökkum Gunnari Giskar Birgissyni kærlega fyrir að spá markalausu jafntefli í kvöld.

,,Þessi fer ekki í sögubækurnar."
Fyrir leik
Eiga harma að hefna frá fyrri leiknum
Fyrri leikur þessara liða endaði með 3-0 sigri Keflavíkur þann 12. maí.

Leiknir átti mjög dapran leik og ef léleg frammistaða í síðustu tveimur leikjum er ekki nógu mikil hvatning þá er einnig hægt að minna leikmenn á leikinn í Keflavík.
Fyrir leik
Keflavík með augastað á efri helmingnum
Keflavík er í 8. sæti deildarinnar með átján stig. Stigi fyrir ofan er Fram og fimm stigum þar fyrir ofan eru KR og Valur í 5.- 6. sæti.

Með sigri fer Keflavík upp fyrir Fram og verður þá einungis þremur stigum á eftir KR sem er í sjötta sætinu. Eftir sex umferðir, að 22 umferðum loknum, verður deildinni tvískipt. Liðin í 1. - 6. sæti mætast innbyrðis í leikjum og liðin í 7. - 12. sæti mætast innbyrðis.

Keflavík hefur ekki unnið í síðustu þremur leikjum - síðasti leikur endaði 2-2 gegn ÍBV fyrir rúmri viku síðan.
Fyrir leik
Nær Leiknir að senda FH í fallsæti?
Leiknir er í 11. sæti deildarinnar með tíu stig eftir fjórtán leiki - liðið á einn leik til góða fyrir utan leikinn í kvöld. Stigi fyrir ofan er FH og stigi þar fyrir ofan er ÍBV. Tveimur stigum fyrir neðan Leikni er ÍA í botnsætinu.

Leiknir vann tvo leiki í röð í byrjun júlí en náði ekki að fylgja á eftir þeim sigrum því í kjölfarið fylgdu slæm töp gegn KA og ÍBV á heimavelli. Með sigri í dag kemst Leiknir upp í 9. sætið og með því færi FH í fallsæti.

Sjá einnig:
Andleysið algjört - Það var glórulaust að horfa á þetta"
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Leiknis og Keflavíkur í Bestu deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Domusnovavellinum í Breiðholti.

Í kvöld fara fram lokaleikirnir í sextándu umferð. Hin viðureign kvöldsins er leikur ÍA og Vals sem fram fer á sama tíma.

Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Sindri Snær Magnússon
9. Adam Árni Róbertsson ('79)
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Joey Gibbs
24. Adam Ægir Pálsson ('94)
25. Frans Elvarsson (f)
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen ('51)

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
5. Stefán Jón Friðriksson
10. Dagur Ingi Valsson ('51)
11. Helgi Þór Jónsson ('79)
15. Dagur Margeirsson
22. Ásgeir Páll Magnússon ('94)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Óskar Rúnarsson
Luka Jagacic

Gul spjöld:
Frans Elvarsson ('56)
Adam Ægir Pálsson ('65)
Magnús Þór Magnússon (f) ('81)

Rauð spjöld: