Þór/KA
0
1
Afturelding
0-1
Ísafold Þórhallsdóttir
'1
09.08.2022 - 17:30
SaltPay-völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Kristján Már Ólafs
Áhorfendur: 137
Maður leiksins: Eva Ýr Helgadóttir
SaltPay-völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Kristján Már Ólafs
Áhorfendur: 137
Maður leiksins: Eva Ýr Helgadóttir
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Angela Mary Helgadóttir
('78)
4. Arna Eiríksdóttir
8. Andrea Mist Pálsdóttir
10. Sandra María Jessen (f)
14. Margrét Árnadóttir
14. Tiffany Janea Mc Carty
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
('60)
17. María Catharina Ólafsd. Gros
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
6. Unnur Stefánsdóttir
7. Amalía Árnadóttir
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
('78)
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir
Liðsstjórn:
Perry John James Mclachlan (Þ)
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Saga Líf Sigurðardóttir
Steingerður Snorradóttir
Krista Dís Kristinsdóttir
Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir
Iðunn Elfa Bolladóttir
Gul spjöld:
Perry John James Mclachlan ('88)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ótrúlegum leik lokið!
Afturelding fer með þrjú stig heim í Mosfellsbæinn.
Viðtöl og skýrsla væntanleg inn á .net á eftir.
Afturelding fer með þrjú stig heim í Mosfellsbæinn.
Viðtöl og skýrsla væntanleg inn á .net á eftir.
90. mín
Þór/KA fær hornspyrnu!
Spyrnan afar slök hjá Andreu og boltinn fer bara beinustu leið yfir.
Spyrnan afar slök hjá Andreu og boltinn fer bara beinustu leið yfir.
90. mín
Mögulega síðasta tækifæri Þór/KA hér. Andrea Mist með fyrirgjöf úr aukaspyrnu sem fer beint í hendurnar á Evu Ýr.
88. mín
Gult spjald: Perry John James Mclachlan (Þór/KA)
Gult á bekkinn hjá Þór/KA, eðlilega pirringur þar sem Veronica Parreno Boix keyrir utan í Söndru Maríu þegar boltinn er ekki í leik og ekkert dæmt.
86. mín
Inn:Veronica Parreno Boix (Afturelding)
Út:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Afturelding)
77. mín
Inn:Sigrún Eva Sigurðardóttir (Afturelding)
Út:Anna Pálína Sigurðardóttir (Afturelding)
Anna Pálína meiddist inn á teignum eftir hornspyrnu frá Þór/KA, sá ekki hvað gerðist en hún stóð upp og rölti af velli.
68. mín
Guðrún Elísabet komin í gott færi en Harpa sér við henni. Guðrún hefði eflaust getað komið sér nær markinu þarna!
57. mín
Boltinn barst út á Maríu Catharinu eftir hornspyrnu en skot hennar vel yfir markið.
52. mín
Aturelding fær hér sína fyrstu hornspyrnu í leiknum. Endar með slöku skoti vel framhjá.
48. mín
Sending inn í teig Þórs/KA, Harpa fljót að átta sig og er fyrst í boltann og kemur honum frá.
45. mín
Hálfleikur
Kristján flautar hér til hálfleiks. Mark eftir rúma hálfa mínútu skilur liðin að. Magnað að Þór/KA sé ekki að minnsta kosti búið að jafna.
45. mín
Andrea Mist með afar misheppnaða fyrirgjöf. Fékk boltann aftur eftir hornspyrnu og reyndi aðra fyrirgjöf, það vildi ekki betur til en boltinn fór framhjá nærstönginni.
42. mín
Andrea Mist með mikinn tíma inn á teignum en skot hennar fer í utanverða stöngina.
31. mín
Leikurinn fer bara fram á öðrum vallarhelmingnum. Þór/KA er ekki að ná að nýta ótrúlega yfirburði.
25. mín
Jakobína með fína sendingu fyrir en enginn nær nógu vel í boltann og hann endar afturfyrir.
15. mín
Afturelding á hálfgerðri nauðvörn! Margrét átti fyrst skot sem Eva varði nokkuð auðveldlega en heimakonur unnnu boltan fljótt aftur. Þá kom skot sem Eva varði út í teiginn beint á Maríu Catharinu sem átti lokatilraunina sem Eva náði tökum á.
11. mín
MARGRÉT!!!!
Fyrirgjöf á Margréti sem er alein inn á markteignum og hún tekur skotið í fyrsta á lofti og setur boltann yfir markið! Auðveldara að skora en að klúðra þessu færi!
Fyrirgjöf á Margréti sem er alein inn á markteignum og hún tekur skotið í fyrsta á lofti og setur boltann yfir markið! Auðveldara að skora en að klúðra þessu færi!
8. mín
Arna Eiríksdóttir nær skallanum á markið en Eva Ýr ver og Afturelding kemur boltanum frá.
1. mín
MARK!
Ísafold Þórhallsdóttir (Afturelding)
MAAARK!
Ég skal sko segja ykkur það! Mark eftir u.þ.b 40 sekúndur! Ísafold fær allan tíman í heiminum á boltanum inn í teignum og leggur boltann í fjær, stöngin inn. Eins og Harpa hafi gert ráð fyrir því að boltinn væri á leið framhjá.
Ég skal sko segja ykkur það! Mark eftir u.þ.b 40 sekúndur! Ísafold fær allan tíman í heiminum á boltanum inn í teignum og leggur boltann í fjær, stöngin inn. Eins og Harpa hafi gert ráð fyrir því að boltinn væri á leið framhjá.
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völl. Þór/KA leikur í svörtum búningum frá toppi til táar á meðan Afturelding er í rauðum treyjum og svörtum stullum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Tvær breytingar á Þór/KA. Arna Eiríksdóttir sem mátti ekki spila gegn Val og Tiffany McCarty koma inn. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Sögu Líf Sigurðardóttir fá sér sæti á bekknum.
Það er ein breyting á liði Aftureldingar Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kemur inn fyrir Þórhildi Þórhallsdóttur sem er ekki í hóp í dag.
Tvær breytingar á Þór/KA. Arna Eiríksdóttir sem mátti ekki spila gegn Val og Tiffany McCarty koma inn. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Sögu Líf Sigurðardóttir fá sér sæti á bekknum.
Það er ein breyting á liði Aftureldingar Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kemur inn fyrir Þórhildi Þórhallsdóttur sem er ekki í hóp í dag.
Fyrir leik
Gefins boltar
Þór/KA hvetur fólk að mæta snemma á völlinn. Stelpurnar munu sparka árituðum boltum frá Sport og Grill í Smáralind upp í stúku.
,,Það getur því borgað sig að vera mætt tímanlega í stúkuna til að grípa einn... eða tvo." Segir í Facebook færslu Þórs/KA.
Þór/KA hvetur fólk að mæta snemma á völlinn. Stelpurnar munu sparka árituðum boltum frá Sport og Grill í Smáralind upp í stúku.
,,Það getur því borgað sig að vera mætt tímanlega í stúkuna til að grípa einn... eða tvo." Segir í Facebook færslu Þórs/KA.
Fyrir leik
Einstefna
Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir spáði fyrir þessa umferð í Bestu deild kvenna. Hún spáir einstefnu.
Þór/KA 2 - 0 Afturelding
Þó að það skilji bara fjögur stig að milli liðanna þá mun Þór/KA eiga þennan leik frá upphafi til enda. Sandra María skorar bæði fyrir Þór/KA.
Spákona
Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir spáði fyrir þessa umferð í Bestu deild kvenna. Hún spáir einstefnu.
Þór/KA 2 - 0 Afturelding
Þó að það skilji bara fjögur stig að milli liðanna þá mun Þór/KA eiga þennan leik frá upphafi til enda. Sandra María skorar bæði fyrir Þór/KA.
Spákona
Fyrir leik
Áhugaverð tölfræði
Í kvöld mætast lið sem eru ekki vön að halda mikið í boltann. Það birtist grein á Fótbolta.net í dag sem sýnir tölfræði yfir það hversu mikið liðin í Bestu deildum karla og kvenna hafa verið með boltann að meðaltali í leikjunum í sumar.
Þór/KA er þar á botninum, 41% með boltann og Afturelding í 7. sæti, 44,2% með boltann.
Í kvöld mætast lið sem eru ekki vön að halda mikið í boltann. Það birtist grein á Fótbolta.net í dag sem sýnir tölfræði yfir það hversu mikið liðin í Bestu deildum karla og kvenna hafa verið með boltann að meðaltali í leikjunum í sumar.
Þór/KA er þar á botninum, 41% með boltann og Afturelding í 7. sæti, 44,2% með boltann.
Fyrir leik
âš½ LEIKDAGUR!
— Afturelding (@umfafturelding) August 9, 2022
🆠@bestadeildin
📋 12. umferð
🆚 Þór/KA
â±17:30
📠SaltPay-völlurinn Akureyri
📺 Stöð 2 Sport
📢 Ãfram Afturelding! pic.twitter.com/D467LuXODD
Fyrir leik
Heimaleikur à dag kl. 17:30. Hvetjum okkar fólk til að fjölmenna og styðja stelpurnar. Öll saman, sterkari!#viðerumþórka #fotboltinet #heimavollurinn pic.twitter.com/uwEcA7w0t2
— Þór/KA (@thorkastelpur) August 9, 2022
Fyrir leik
Bæði lið koma særð til leiks í kvöld en Þór/KA tapaði 3-0 gegn Val á Hlíðarenda á fimmtudaginn og Afturelding tapaði 2-0 heima gegn Þrótti. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir EM hléið.
Það urðu miklar breytingar á liði Aftureldingar í hléinu en þær fengu Mackenzie Cherry frá Bandaríkjunum, Sara Roca Sigüenza og Verónica Parreno frá Spáni, Maria Paterna og Victoria Kaláberová frá Kýpur. Þær tóku allar þátt í leiknum gegn Þrótti nema Paterna.
Þær misstu fjóra leikmenn. Sara Jiménez hélt til Rúmeníu Auður S. Scheving og Sólveig J. Larsen fóru aftur í Val þar sem þær voru á láni og Signý Lára Bjarnadóttir fór í Fylki.
Það urðu hins vegar færri breytingar á leikmannahópi Þórs/KA. Maria Catharina Ólafsdóttir Gross snéri aftur eftir stutta dvöl hjá Celtic í Skotlandi og Vigdís Edda fór í FH.
Maria Catharina
Það urðu miklar breytingar á liði Aftureldingar í hléinu en þær fengu Mackenzie Cherry frá Bandaríkjunum, Sara Roca Sigüenza og Verónica Parreno frá Spáni, Maria Paterna og Victoria Kaláberová frá Kýpur. Þær tóku allar þátt í leiknum gegn Þrótti nema Paterna.
Þær misstu fjóra leikmenn. Sara Jiménez hélt til Rúmeníu Auður S. Scheving og Sólveig J. Larsen fóru aftur í Val þar sem þær voru á láni og Signý Lára Bjarnadóttir fór í Fylki.
Það urðu hins vegar færri breytingar á leikmannahópi Þórs/KA. Maria Catharina Ólafsdóttir Gross snéri aftur eftir stutta dvöl hjá Celtic í Skotlandi og Vigdís Edda fór í FH.
Maria Catharina
Fyrir leik
Tríóið
Kristján Már Ólafs verður með flautuna hér í kvöld. Sveinn Þórður Þórðarsson og Aðalsteinn Tryggvason verða honum til aðstoðar. Sverrir Gunnar Pálmason er eftirlitsmaður KSÍ á leiknum.
Kristján Már Ólafs
Kristján Már Ólafs verður með flautuna hér í kvöld. Sveinn Þórður Þórðarsson og Aðalsteinn Tryggvason verða honum til aðstoðar. Sverrir Gunnar Pálmason er eftirlitsmaður KSÍ á leiknum.
Kristján Már Ólafs
Fyrir leik
Fallbaráttuslagur
Um er að ræða mikinn fallbaráttuslag. Heimakonur eru með 10 stig í 8. sæti, þremur stigum frá fallsæti á meðan Afturelding er á botninum með sex stig.
Þór/KA vann fyrri leik liðanna í þriðju umferð í Mosfellsbæ. Leiknum lauk með 2-1 sigri norðankvenna en Sandra María Jessen og Arna Eiríksdóttir skoruðu mörk þeirra. Kristín Þóra Birgisdóttir skoraði mark Aftureldingar.
Um er að ræða mikinn fallbaráttuslag. Heimakonur eru með 10 stig í 8. sæti, þremur stigum frá fallsæti á meðan Afturelding er á botninum með sex stig.
Þór/KA vann fyrri leik liðanna í þriðju umferð í Mosfellsbæ. Leiknum lauk með 2-1 sigri norðankvenna en Sandra María Jessen og Arna Eiríksdóttir skoruðu mörk þeirra. Kristín Þóra Birgisdóttir skoraði mark Aftureldingar.
Byrjunarlið:
12. Eva Ýr Helgadóttir (m)
Katrín Rut Kvaran
3. Mackenzie Hope Cherry
6. Anna Pálína Sigurðardóttir
('77)
10. Hildur Karítas Gunnarsdóttir (f)
13. Ísafold Þórhallsdóttir
('86)
16. Birna Kristín Björnsdóttir
19. Kristín Þóra Birgisdóttir
21. Sigrún Gunndís Harðardóttir
23. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
('86)
77. Victoria Kaláberová
('63)
Varamenn:
5. Andrea Katrín Ólafsdóttir
8. Sigrún Eva Sigurðardóttir
('77)
8. Veronica Parreno Boix
('86)
11. Elfa Sif Hlynsdóttir
17. Eyrún Vala Harðardóttir
('63)
18. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir
20. Sara Roca Siguenza.
('86)
26. Maria Paterna
Liðsstjórn:
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Ruth Þórðar Þórðardóttir (Þ)
Bjarki Már Sverrisson (Þ)
Svandís Ösp Long
Sævar Örn Ingólfsson
Gul spjöld:
Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('73)
Rauð spjöld: