Sif Atladóttir er mikilvægur partur af uppspili Selfoss. Hún er sá leikmaður sem hefur reynt langflestar sendingar í Bestu deild kvenna.
Ekroth er sá leikmaður sem hefur reynt flestar sendingar í Bestu deild karla. Af þeim 1063 sendingum sem hann hefur reynt, þá eru 89,1 prósent heppnaðar.
Það er alltaf gaman að rýna í gögnin, og hvað þá sérstaklega núna þegar við erum komin inn í seinni hlutann á Íslandsmótinu.
Sum lið leggja mikla áherslu á það að halda vel í boltann og líður best að vera með boltann, en svo eru önnur lið sem horfa öðruvísi á leikinn og eru helst ekki mikið með boltann.
Núna þegar við erum að síga á seinni hlutann á Íslandsmótinu þá eru tvö lið í Bestu deildunum sem hafa að meðaltali verið 60 prósent eða meira með boltann í leikjum sínum í sumar.
Í Bestu deild karla eru Víkingar búnir að vera 60,7 prósent með boltann í leikjum sínum. Næst koma Breiðablik (57,4) og FH (55,2). Það vekur athygli hversu ofarlega FH-ingar eru en þeir hafa ekki náð að gera mikið við það að vera svona mikið með boltann.
Keflavík (42,7) heldur minnst í boltann í Bestu deild karla en það hefur virkað ágætlega fyrir þá í sumar.
Í Bestu deild kvenna hefur Selfoss haldið best í boltann, 60,3 prósent. Svo koma tvö efstu liðin, Breiðablik (59,9) og Valur (56,1).
Þór/KA (41) heldur minnst í boltann og svo koma KR (41,8) og Keflavík (42,1) þar næst. Það eru lið sem eru að berjast við falldrauginn.
Varnarmenn sem reynt hafa flestar sendingar
Í báðum deildum eru það varnarmenn sem toppa lista yfir flestar reyndar sendingar. Landsliðskonan Sif Atladóttir er langefst yfir reyndar sendingar í Bestu deild kvenna og í Bestu deild karla er það sænski miðvörðurinn Oliver Ekroth sem er langefstur.
Sif spilar með Selfossi og Ekroth með Víkingum, liðunum sem halda best í boltann. Ljóst er að þau eru mikilvægur þáttur í uppspili liðanna tveggja.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig þetta lítur út í heild sinni samkvæmt gögnum frá WyScout.
'Possession' í Bestu deild karla
1. Víkingur - 60,7
2. Breiðablik - 57,4
3. FH - 55,2
4. KR - 53,2
5. KA - 53,2
6. Valur - 51,6
7. Stjarnan - 46,5
8. ÍBV - 45,4
9. ÍA - 45,3
10. Leiknir R. - 45,2
11. Fram - 44,1
12. Keflavík - 42,7
'Possession' í Bestu deild kvenna
1. Selfoss - 60,3
2. Breiðablik - 59,9
3. Valur - 56,1
4. Stjarnan - 53,5
5. Þróttur R. - 50,9
6. ÍBV - 48,3
7. Afturelding - 44,2
8. Keflavík - 42,1
9. KR - 41,8
10. Þór/KA - 41
Athugasemdir