Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Istanbul Basaksehir
3
0
Breiðablik
Stefano Okaka '44 1-0
Ahmed Touba '74 2-0
Danijel Aleksic '84 3-0
11.08.2022  -  17:45
Fatih Terim leikvangurinn
Sambandsdeildin (3-1)
Aðstæður: 24 stiga hiti
Dómari: Tamas Bognar (Ungverjaland)
Byrjunarlið:
1. Volkan Babacan (m)
2. Berkay Özcan ('62)
3. Hasan Ali Kaldirim
7. Serdar Gürler ('79)
19. Sener Özbayrakli
20. Luca Biglia ('79)
23. Deniz Turuc ('62)
42. Ömer Ali Sahiner
55. Youssouf Ndayishimiye
59. Ahmed Touba
77. Stefano Okaka ('69)

Varamenn:
98. Deniz Dilmen (m)
5. Léo Duarte
8. Danijel Aleksic ('79)
11. Mounir Chouiar ('62)
15. Batuhan Celik
16. Muhammed Sengezer
18. Patryk Szysz ('69)
21. Mahmut Tekdemir ('62)
34. Muhammet Arslantas ('79)
60. Lucas Lima
80. Júnior Caicara

Liðsstjórn:
Emre (Þ)
Erdinc Sözer (Þ)

Gul spjöld:
Serdar Gürler ('60)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik fer ekki lengra í Evrópu þetta árið. Istanbul Basaksehir fer áfram, samanlagt 6-1.
92. mín
Seinni mínútan í uppbótartíma hafin.
90. mín
Algjör óþarfi að dæma rangstöðu á Damir þarna, virkaði alls ekki rangstæður.
90. mín
Dagur Dan með fyrirgjöfina en Tyrkirnir vinna fyrsta bolta.

Boltinn hrekkur svo til Sölva Snæs sem reynir að komast í skotfæri en nær því ekki.
89. mín
Gísli vinnur aukaspyrnu úti á vinstri kantinum.
86. mín
Sýnist það vera Damir sem nær að komast í boltann en sóknin rennur svo út í sandinn.
85. mín
Dagur Dan reynir að finna samherja inná teignum en Tyrkirnir ná að koma boltanum aftur fyrir.
85. mín
Inn:Viktor Elmar Gautason (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
85. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
85. mín
Inn:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
84. mín MARK!
Danijel Aleksic (Istanbul Basaksehir)
Frábærlega klárað úr teignum.

Mounir leggur boltann út með hælnum eftir sprett frá Szysz. Aleksic leggur boltann í fjærhornið - stöngin inn.
79. mín
Inn:Muhammet Arslantas (Istanbul Basaksehir) Út:Serdar Gürler (Istanbul Basaksehir)
79. mín
Inn:Danijel Aleksic (Istanbul Basaksehir) Út:Luca Biglia (Istanbul Basaksehir)
78. mín
Mounir með skot fyrir utan teig Breiðabliks en það fer yfir mark gestanna.
75. mín
Inn:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
74. mín MARK!
Ahmed Touba (Istanbul Basaksehir)
Gísli átti sprett upp völlinn en missti hann á endanum inn á miðsvæðinu.

Mounir fær boltann úti vinstra megin, fer illa með Damir, rennir boltanum út á Tekdemir sem á skot sem hrekkur af Blika og til Touba, sem hafði unnið boltann inn á miðsvæðinu, og Touba kom boltanum í netið af stuttu færi.
72. mín
Mounir með fínustu fyrirgjöf sem fer af Andra Rafni og rétt framhjá. Heimamenn eiga horn.

Brotið á Höskuldi eftir hornið og Breiðablik á aukaspyrnu í eigin vítateig.
69. mín
Inn: Patryk Szysz (Istanbul Basaksehir) Út:Stefano Okaka (Istanbul Basaksehir)
66. mín
Gürler kemur boltanum í netið en Okaka er dæmdur brotlegur gegn Mikkel Qvist. Anton Ari tekur aukaspyrnu.
64. mín
Okaka

Okaka fær boltann eftir hælsendingu frá Hasan Ali og lætur vaða fyrir utan teig. Skotið fer rétt framhjá!
63. mín
Heimamenn sækja meira þessa stundina. Fyrstu tólf mínúturnar eða svo voru virkilega fínar hjá Blikum sem eru mögulega eitthvað farnir að þreytast.
62. mín
Inn:Mahmut Tekdemir (Istanbul Basaksehir) Út:Deniz Turuc (Istanbul Basaksehir)
62. mín
Inn:Mounir Chouiar (Istanbul Basaksehir) Út:Berkay Özcan (Istanbul Basaksehir)
60. mín Gult spjald: Serdar Gürler (Istanbul Basaksehir)
58. mín
Gürler fær sendingu í gegn en Damir hleypur hann uppi og vinnur boltann af honum. Gürler er æfur, vill fá dæmda bakhrindingu og víti. Damir vissulega ýtti aðeins í hann með hægri hendinni.

Bognar dómari dæmir ekkert.
55. mín
Höskuldur reynir skot úr teignum með vinstri fæti eftir sendingu frá Kristni. Skotið beint á Babacan.
54. mín
Viktor Karl!

Mikkel Qvist finnur Viktor Karl inná vítateignum en Touba nær að henda sér fyrir skotið.

Vel unnið hjá Blikum.

Ekkert kom svo upp úr hornspyrnunni.
52. mín
Hornspyrnan tekin út í teiginn þar sem Hasan Ali er og hann lætur vaða en Anton Ari sér við honum og handsamar boltann í annarri tilraun.
52. mín
Höskuldur!

Frábært spil hjá heimamönnum, Turuc finnur Gürler inná teignum og hann er í frábæru færi en Höskuldur hendir sér fyrir skotið og boltinn fer aftur fyrir.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Dagur Dan færir sig framar á völlinn.
46. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Omar Sowe (Breiðablik)
45. mín
Hálfleikur
45+3

Gísli reynir að lyfta boltanum yfir varnarvegginn en nær því ekki.

Í kjölfarið er flautað til hálfleiks.
45. mín
45+2

Gísli gerir vel og vinnur aukaspyrnu við D-bogann á vítateig heimamanna. Damir gerði vel í aðdragandanum með því að vinna boltann.

45. mín
45+1

Tveimur mínútum bætt við.
45. mín
Galið að Touba fái ekki gult spjald fyrir þetta brot á Andra Rafni.
44. mín MARK!
Stefano Okaka (Istanbul Basaksehir)
ÆIIII

Alveg óþarfi hjá heimamönum. Sener á sendingu inn á teiginn, finnur þar Ömer Ali og hann leggur boltann á Okaka sem kemur á sprettinum inn á markteiginn og hann getur ekkert annað gert en að skora.

Virkilega góð sókn sem hófst við vítateig heimamanna.
41. mín
Fínasta sókn hjá Blikum sem endar á því að Jason Daði á skot/fyrirgjöf sem er eitthvað misheppnað.
39. mín
Núna var það Kristinn sem átti lélega sendingu og Tyrkirnir sóttu hratt. Mikkel Qvist hreinsar fyrirgjöf í innkast.
38. mín
Slæm sending frá Degi Dan á vallarhelmingi heimamanna sem geta sótt hratt. Ekkert kemur þó upp úr þeirri sókn sem lýkur með því að Sener brýtur á Omar Sowe.
37. mín
Qvist skallar í burtu. Boltinn kemur aftur inn á teiginn, fyrirgjöf frá Sener, og Okaka á skalla sem fer rétt yfir.
36. mín
Sener í góðri stöðu inná vítateig Breiðabliks en Omar Sowe verst vel og kemur boltanum aftur fyrir. Heimamenn fá horn.
35. mín Gult spjald: Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Andri reyndi að brjóta á Gürler sem tók á rás eftir hreinsunina eftir hornið.
34. mín
Núna reynir Höskuldur spyrnu á fjærstöngina en heimamenn skalla í burtu.
34. mín
Kristinn með sendingu inná teiginn sem Ndayishimiye hreinsar í horn.
33. mín
Hornspyrnan skölluð í innkast af fremsta manni.
33. mín
Omar Sowe vinnur hornspyrnu fyrir Breiðablik. Fyrsta horn Blika.
31. mín Gult spjald: Omar Sowe (Breiðablik)
Brýtur á Özbayarakli.
29. mín
Skot frá Gürler sem fer af varnarmanni Breiðabliks og til Antons Ara í markinu sem handsamar boltann.
28. mín
Turuc reynir skot fyrir utan teig en það fór framhjá. Gísli í smá brasi þarna.
24. mín
Touba (miðvörður) með gott hlaup upp völlinn og á skot frá vítateig en það er aldrei hættulegt.
23. mín
Viktor Karl með fína fyrirgjöf, boltinn er skallaður út í teiginn og þar er Gísli Eyjólfsson. Vantaði aðeins upp á svo Gísli næði valdi á boltanum og á endanum hrekkur boltinn af honum og aftur fyrir.
22. mín
Slæm sending frá Antoni Ara sem Tyrkirnir komast inn í. Boltinn berst á Turuc sem lætur vaða fyrir utan teig en skotið fer hátt yfir.
19. mín
Heimamenn eru búnir að herða tökin eftir þokkalegt jafnræði með liðunum svona fyrstu tíu mínúturnar.
17. mín
Touba í mjög góðu skallafæri eftir hornspyrnuna en skallar yfir!
17. mín
Vel spilað hjá Istanbul, hornspyrnan tekin stutt, spilað til baka og svo hefja heimamenn nýja sókn.

Gürler í fínu færi en Dagur Dan kemst fyrir og boltinn fer aftur fyrir.
16. mín
Tyrkirnir fá sína þriðju hornspyrnu, Damir komst fyrir fyrirgjöf.
14. mín
Ndayishimiye fær boltann í sig inn á markteig Breiðabliks eftir hornspyrnuna og boltinn fer af honum og yfir markið. Þetta var færi!
14. mín
Frábær sending að vítateig Breiðabliks en þar er Mikkel Qvist vel á verði og nær að koma boltanum aftur fyrir.
11. mín
Omar Sowe liggur eftir og fær aðhlynningu, blæðir úr honum.

Óskar Hrafn lætur fjórða dómarann vita að hann vildi fá eitthvað dæmt.
10. mín
Okaka með skottilraun utarlega úr teignum sem fer af Andra Rafni og aftur fyrir.

Heimamenn fá horn og Luca Biglia kemst í boltann inn á teignum en skallar framhjá.
8. mín
Gott spil hjá heimamönnum, álitleg sókn, en Höskuldur nær að koma boltanum í burtu.
7. mín
Turuc reynir fyrir utan teig sem Mikkel Qvist kemst fyrir og svo reynir Ömer Ali skot en það fer hátt yfir. Báðar tilraunirnar af löngu færi.
6. mín
Jason Daði reynir fyrirgjöf sem fer í varnarmann og svo reynir Damir fyrirgjöf en heimamenn hreinsa.
5. mín
Emre Belözolu er þjálfari Istanbul. Hann lék á sínum tíma með Galatasaray, Inter, Newcastle, Fenerbahce, Atletico Madrid og svo líka Istanbul Basaksehir. Þá lék hann 101 landsleik fyrir Tyrkland.
3. mín
Uppstilling Blika:
Anton
Höskuldur - Damir - Mikkel - Dagur
Viktor - Andri - Gísli
Jason - Kristinn - Omar
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn byrja með boltann.

Koma svo Blikar!
Fyrir leik
Spá sérfræðinga Stöð 2 Sport:
Máni Péturs: 4-0 sigur Istanbul
Baldur Sig: 0-1 svekkjandi sigur Breiðabliks
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fjórar breytingar á byrjunarliði Breiðabliks
Fjórar breytingar eru á liði Breiðabliks frá fyrri leiknum. Oliver Sigurjónsson, Viktor Örn Margeirsson og Davíð Ingvarsson taka sér sæti á bekknum en Ísak Snær Þorvaldsson er ekki í hóp. Inn í liðið koma þeir Mikkel Qvist, Andri Rafn Yeoman, Kristinn Steindórsson og Omar Sowe.
Omar Sowe
Fyrir leik
Ísak Snær fór ekki með til Tyrklands.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Blikar töpuðu síðastad deildarleik - Þreytumerki?
Breiðablik steinlá gegn Stjörnunni 5-2 í síðustu umferð Bestu deildarinnar.

Rætt var um tapið og álagið á Breiðabliki í Innkastinu.

,,Mér fannst þeir spila þennan leik nákvæmlega eins og þeir spiluðu gegn ÍA. Þar komust þeir upp með það því gæðin og trúin hjá ÍA voru ekki nægilega mikil. Svo mæta þeir eins í þennan leik en ungir, graðir og góðir gæjar valta yfir þá," sagði Sverrir Mar Smárason.

,,Mér finnst þeir gjörsamlega búnir á því. Þeir eru að reyna að spara sig eins mikið og þeir geta en munu ekki alltaf komast upp með það. Þeir falla væntanlega út gegn Istanbúl en eiga bikarleik gegn HK sem verður ekki auðveldur. Þetta gætu orðið erfiðar vikur hjá þeim," segir Sverrir.

,,Ég er enn á því að þeir munu vinna titilinn en ég held að þetta verði meiri barátta en við töldum fyrir mánuði síðan."


Magnús Haukur Harðarson vildi ekki taka eins djúpt í árina og Sverrir í þættinum en er sammála því að liðið sé ekki eins sannfærandi og það var fyrr á tímabilinu.

,,Það má alveg tala um slys en ég er ekki alveg sammála því að þeir séu búnir á því. Ég held að leikurinn gegn Istanbúl hafi setið í sumum en ekki öllum. Í þessum leik fannst mér þeir fara úr sínum gildum og í of marga langa bolta. Það skrifast væntanlega eitthvað á þreytu. En pressan í Stjörnunni í þessum leik var frábær," sagði Magnús.
Fyrir leik
Höskuldur um leikinn í kvöld:
,,Við ætlum að reyna spila svipað og við gerðum síðasta fimmtudag. Við vorum hugrakkir, vorum ekki bara að verja okkar mark. Við reyndum að sækja og við vitum að við erum að spila á móti leikmönnum í hæsta gæðaflokki sem refsa fyrir mistök. Við ætlum að reyna gera færri mistök, sýna meiri virðingu í hvernig við verjumst og á sama tíma reyna búa til fleiri færi. Ég held að við getum sært þá eins og sást í síðasta leik. Þetta verður erfiður leikur."
Fyrir leik
Óskar Hrafn um leikinn í kvöld:
,,Istanbul er mjög sterkt lið og við vitum að við verðum að vera upp á okkar allra besta til að fá eitthvað úr leiknum."

,,Istanbul er klárlega líklegra liðið til að fara áfram eftir að hafa unnið með tveimur mörkum í fyrri leiknum á útivelli. Það er sterkur grunnur fyrir seinni leikinn.

,,Við erum að leitast eftir frammistöðu, spila betur en í síðasta leik og bæta okkur bæði varnar- og sóknarlega. Við vitum að möguleikinn á því að fara áfram er lítill en það er alltaf möguleiki."

,,Leikurinn síðasta fimmtudag var mjög góður leikur, góður fótbolti, gæða fótbolti, mikil nákvæmni í sendingum og það voru margar sendingar. Ég býst við góðum leik á frábærum velli og vonandi verður andrúmsloftið gott."

Fyrir leik
Fyrri leikurinn
,,Gæði gestanna frá Istanbul kláruðu þetta fyrir þá. Blikar voru síður en svo slakari aðilinn í þessum leik og er hægt að skilja þá fullkomnlega að fara svekktir með að fara tómhentir úr þessum leik," skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson í skýrslu sinni eftir síðasta leik.

Viktor Karl Einarsson skoraði eina mark Breiðabliks í leiknum. Það kom í stöðunni 0-2 á 63. mínútu. Viktor Karl átti gott skot eftir undirbúning frá Kristni Steindórssyni. Gestirnir náðu svo að skora sitt þriðja mark í uppbótartíma.

,,Brekkan er ansi brött fyrir Blikana en þeir þurfa að elta tveggja marka mun ytra eftir viku sem mun reynast alvöru prófraun," skrifaði Stefán.

Smelltu hér til að lesa um fyrri leik liðanna
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í textalýsingu frá leik Istanbul Basaksehir og Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu.

Leikurinn, sem er seinni leikur liðanna í 3. umferð forkeppninnar, hefst klukkan 17:45 að íslenskum tíma en 20:45 að tyrkneskum tíma. Hann fer fram á Fatih Terim leikvanginum í Istanbúl og eru heimamenn með tveggja marka forystu eftir 1-3 sigur á Kópavogsvelli fyrir viku síðan.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og er stuðst við þá útsendingu í þessari lýsingu.
Leikvangurinn heitir í höfuðið á Fatih Terim
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Mikkel Qvist
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('85)
8. Viktor Karl Einarsson ('85)
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('85)
16. Dagur Dan Þórhallsson
30. Andri Rafn Yeoman ('75)
67. Omar Sowe ('46)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson
5. Elfar Freyr Helgason ('85)
13. Anton Logi Lúðvíksson ('75)
17. Pétur Theódór Árnason
18. Davíð Ingvarsson ('46)
19. Sölvi Snær Guðbjargarson ('85)
21. Viktor Örn Margeirsson
27. Viktor Elmar Gautason ('85)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)

Gul spjöld:
Omar Sowe ('31)
Andri Rafn Yeoman ('35)

Rauð spjöld: