Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fim 11. ágúst 2022 12:31
Innkastið
Rætt um þreytumerki á Blikaliðinu - „Mér finnst þeir búnir á því"
Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið besti leikmaður Breiðabliks á tímabilinu.
Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið besti leikmaður Breiðabliks á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er gríðarlegt leikjálag á Breiðabliki og Víkingi, bestu liðum landsins. Bæði lið eru á fullri ferð í Bestu deildinni og bikarnum auk þess sem þau eru komin langt í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Breiðablik steinlá gegn Stjörnunni 5-2 í síðustu umferð Bestu deildarinnar.

„Mér fannst þeir spila þennan leik nákvæmlega eins og þeir spiluðu gegn ÍA. Þar komust þeir upp með það því gæðin og trúin hjá ÍA voru ekki nægilega mikil. Svo mæta þeir eins í þennan leik en ungir, graðir og góðir gæjar valta yfir þá," segir Sverrir Mar Smárason í Innkastinu.

Finnst honum vera þreytumerki á Breiðabliksliðinu?

„Mér finnst þeir gjörsamlega búnir á því. Þeir eru að reyna að spara sig eins mikið og þeir geta en munu ekki alltaf komast upp með það. Þeir falla væntanlega út gegn Istanbúl en eiga bikarleik gegn HK sem verður ekki auðveldur. Þetta gætu orðið erfiðar vikur hjá þeim," segir Sverrir.

„Ég er enn á því að þeir munu vinna titilinn en ég held að þetta verði meiri barátta en við töldum fyrir mánuði síðan."

Magnús Haukur Harðarson vildi ekki taka eins djúpt í árina og Sverrir í þættinum en er sammála því að liðið sé ekki eins sannfærandi og það var fyrr á tímabilinu.

„Það má alveg tala um slys en ég er ekki alveg sammála því að þeir séu búnir á því. Ég held að leikurinn gegn Istanbúl hafi setið í sumum en ekki öllum. Í þessum leik fannst mér þeir fara úr sínum gildum og í of marga langa bolta. Það skrifast væntanlega eitthvað á þreytu. En pressan í Stjörnunni í þessum leik var frábær," segir Magnús.

Breiðablik mun seinna í dag leika seinni leik sinn gegn Istanbul Basaksehir í forkeppni Sambandsdeildarinnar en fyrri leikurinn endaði með 3-1 sigri gegn Istanbul.
Innkastið - Bestu liðin hiksta og FHallbaráttan harðnar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner