Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Selfoss
0
2
Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir '19
0-2 Helena Ósk Hálfdánardóttir '90
13.08.2022  -  14:00
JÁVERK-völlurinn
Mjólkurbikar kvenna
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 387
Byrjunarlið:
1. Tiffany Sornpao (m)
2. Sif Atladóttir
5. Susanna Joy Friedrichs
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
8. Katrín Ágústsdóttir ('67)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir (f) ('86)
16. Katla María Þórðardóttir
20. Miranda Nild
21. Þóra Jónsdóttir ('79)
22. Brenna Lovera
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Varamenn:
13. Karen Rós Torfadóttir (m)
4. Íris Una Þórðardóttir
6. Brynja Líf Jónsdóttir ('79)
7. Anna María Friðgeirsdóttir
11. Jóhanna Elín Halldórsdóttir ('67)
19. Eva Lind Elíasdóttir
25. Auður Helga Halldórsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir ('86)

Liðsstjórn:
Björn Sigurbjörnsson (Þ)
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir
Gunnar Geir Gunnlaugsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik eru komnar í bikarúrslit! Svakalegur leikur sem bíður okkar í lok ágúst. Fotbolti.net þakkar fyrir samfylgdina á Selfossi i dag.
90. mín
Inn:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) Út:Clara Sigurðardóttir (Breiðablik)
90. mín MARK!
Helena Ósk Hálfdánardóttir (Breiðablik)
ÞVÍLÍKT MARK!

Helena með þetta líka skotið, er vinstra megin og tekur skot í samskeytin fjær þaðan í stöngina nær og inn. Alvöru öskrari!
89. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (Breiðablik) Út:Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
86. mín
Inn:Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss) Út:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss)
Björn leitar í reynsluna núna!
83. mín
Blikar komnir í góða stöðu, Clara á skot af þröngu horni, Tiffany slær boltann afturfyrir. Aukaspyrna er dæmd á Blika eftir darraðrdans í teignum.
79. mín
Inn:Brynja Líf Jónsdóttir (Selfoss) Út:Þóra Jónsdóttir (Selfoss)
74. mín
Birta fær að valsa um teig Selfyssinga með boltann og eftir að hafa sparkað boltanum í varnarmann tvisvar nær hún skalla á mark en Tiffany er vel á verði.
71. mín
Susanna á full lausa sendingu til baka, Tiffany bíður á línunni og virðist hafa séð hlutina betur en ég. Birta kemst í boltan en hittir ekki á markið.
70. mín Gult spjald: Clara Sigurðardóttir (Breiðablik)
Notaði hedurnar full mikið fyrir smekk Aðalbjörns.
67. mín
Inn:Jóhanna Elín Halldórsdóttir (Selfoss) Út:Katrín Ágústsdóttir (Selfoss)
65. mín
Brotið á Susanna Joy 5 metra frá vinstra vítateigshorni Blika. Aukapsyrnan fer yfir pakkann og endar í markspyrnu.
63. mín
Inn:Laufey Harpa Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
61. mín
Selfyssingar með aðra hornspyrnu, spyrnan mun betri að þessu sinni en aukaspyrna dæmd.
58. mín
Sif vinnur hornspyrnu fyrir Selfyssinga, spyrnan er ekki góð og boltinn fer afturfyrir.
53. mín
Leikurinn er nokkuð opinn, en liðin eru ekki að koma sér í alvöru færi.
46. mín
Leikur hafinn
Selfyssingar sparka síðari hálfleik í gang.
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið. Ekki mikið sem skilur liðin að, það er bara þetta undarlega mark. Það virtist vera nægur tími til að koma bultanum burt en okkur er sagt að leikmenn hafi verið að bíða eftir því að dómarinn dæmdi brot.
43. mín
Karitas Tómasdóttir sleppur inn fyrir vörnina eftir laglegt spil, tekur skotið en mjög vel varið hjá Tiffany.
40. mín
Blikar með enn eitt hornið, Agla með bolta inn á teig, aftur skallar Natasha yfir.
35. mín
Selfyssingar sækja en eru ekki mjög markvissar í aðgerðum sínum.
33. mín
Tiffany leikur sér að eldinum. Gefur boltann beint á Öglu Maríu sem gefur boltann á Vígdísi sem er aaaaaalein inni á miðjum vítateig. Skotið hennar var hins vegar ekki mjög gott og Tiffany var ekki í neinum vandræðm með að grípa boltann.
28. mín
Selfyssingar svara, komast inn á teig, boltinn rúllar út og Þóra kemur með fast skot, Eva ver boltann alveg út við stöngina. Brenna skýtur svo yfir eftir hornspyrnuna.
27. mín
Að því sögðu kemur Agla sendingu inn á teiginn þar sem Birta er nálægt því að ná til boltans.
26. mín
Leikurinn hefur heldur róast eftir þetta mark.
19. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Slysalegt mark!

Selfyssingar eru að vandræðast, Tiffany fær sendingu frá Miranda. Tiffany neglir boltanum í burt, en boltinn fer beint í Öglu og svo rúllar boltinn ógeðslega hægt yfir marklínuna.
17. mín
Blikar taka horn, Agla með spyrnuna fyrir og þar rís Natasha hæst allra á teignum og nær föstum skalla en yfir markið.
15. mín
Selfyssingar komast upp hægri kantinn og koma boltanum inn á teig, Brenna á hörkuskot sem Eva gerir vel í að verja.

STrax á efti komast Blikar svo í hættulega stöðu í teignum hinu megin.
11. mín
Brenna er við það að sleppa ein í gegn en varnarmaður kemst fyrir skotið. Bergrós fær frákastið en nær ekki góðu skoti.
8. mín
Blikar fá fyrstu hornspyrnu leiksins. Boltinn fer yfir á fjærstöngina, þar kemur Vigdís boltanum inn á markteig þar sem Unnur kassar boltann á Tiffany. Fyrsta hættan!
6. mín
Liðin skiptast á að sækja, engar alvarlegar opnanir enn samt.
1. mín
Leikur hafinn
Aðalbjörn Heiðar hefur flautað þetta á, Breiðablik byrjar með boltann og sækja í suður, í áttina að félagsheimili Selfyssinga.
Fyrir leik
Jæja, þá er komið að þessu. Liðin, dómararnir og stuðningsfólk beggja liða tilbúin í slaginn. Látið leikana byrja!
Fyrir leik
Liðin hafa lokið við upphitun, mörkin eru komin á sinn stað og Ríkisútvarpið Sjónvarp eru að klára sína upphitun. Ungir knattspyrnuiðkendur eru tilbúnir að ganga fyrir liðunum með Mjólkurbikarfánann.
Fyrir leik
Það eru ekki að sjá nein stór tíðindi í byrjunarliðum liðanna.

Aðstæður til knattpsyrnuiðkunar eru til fyrirmyndar á Selfossi í dag. Létt gjóla að sunnan, afar háskýjað og 12°C.
Fyrir leik
Fyrirfram er Breiðablik töluvert sigurstranglegra liðið. Lengjan er að bjóða upp á 7,4 í stuðul á Selfoss sigur. Töfrar bikarsins eru hins vegar óútreiknanlegir og vonandi fáum við skemmtilegan fótboltaleik hér í dag.

Fyrir leik
Ef Selfyssingar hafa verið bikarlið, þá hafa Blikar verið bikaróðir. Fjórum sinnum bikarmeistarar í síðustu átta úrslitaleikjum. Hafa alls orðið bikarmeistarar 13 sinnum, aðeins Valur hefur unnið bikarinn jafn oft.

Í sumar hefur Breiðablik gengið vel, en hafa þó tapað fleiri stigum en Valur og sitja nokkuð örugglega í öðru sæti í þeirri Bestu.
Fyrir leik
Selfyssingar hafa verið mikið bikarlið síðustu ár og hafa verið í úrslitum þrisvar af síðustu sjö úrslitaleikjum. Eins og áður sagði náði það nýjum hæðum 2019 þegar Selfyssingar lyftu bikarnum.

Í sumar hefur Selfossliðinu ekkki gengið vel að koma boltanum í netið, aðeins Aftureldingu hefur gengið eins illa, en þessi lið hafa skorað 11 mörk í 12 leikjum. Á móti hafa Selfyssingar aðeins fengið á sig 12 mörk, þar eru aðeins Valur og Breiðablik sem standa betur. Selfoss virðist pikkfast í sjötta sæti í Bestu deildinni.
Fyrir leik
Fyrri leikurinn í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna fór fram í gærkvöldi þegar Valur sigraði Stjörnuna í Garðabæ 1-3. Sigurvegar dagsins í dag mæta því Valskonum í bikarúrslitum á Laugardalsvelli laugardaginn 27. ágúst.
Fyrir leik
Komið þið sæl lesendur góðir og verið velkomin í þessa textalýsingu frá seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins. Tvö góð Bestudeildarlið sem hafa átt misjöfnu gengi að fagna. Lánlausir Selfyssingar taka á móti stórliði Breiðabliks.

Þessi lið eru síðustu tveir bikarmeistarar. Blikar urðu meistarar síðasta sumar og Selfyssingar 2019, en enginn sigurvegari var krýndur 2020.

Leikvangur dagsins er hinn ægifagri JÁVERK völlur á Selfossi.

Byrjunarlið:
1. Eva Nichole Persson (m)
2. Natasha Anasi (f)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Taylor Marie Ziemer
10. Clara Sigurðardóttir ('90)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('63)
17. Karitas Tómasdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
25. Anna Petryk
28. Birta Georgsdóttir ('89)

Varamenn:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('90)
6. Margrét Brynja Kristinsdóttir
14. Karen María Sigurgeirsdóttir
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez
23. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('89)
26. Laufey Harpa Halldórsdóttir ('63)

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson
Sigurður Frímann Meyvantsson
Hermann Óli Bjarkason

Gul spjöld:
Clara Sigurðardóttir ('70)

Rauð spjöld: